Deportivo La Coruna [eru á eftir Antonio Barragan](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=399884&CPID=23&title=Depor+close+on+Reds+starlet&lid=&channel=worldcup2006&f=rss&clid=180), hinum unga hægri bakverði Liverpool.
Talið er að Rafa Benitez geti hugsað sér að lána Barragan í eitt ár, en sé ekki tilbúinn að selja. Enda lítil ástæða til að selja, þar sem Barragan er bara 19 ára og er hægri bakvörður spænska ungmennalandsliðsins. Að mínu mati er talsvert öðruvísi að senda menn að láni til Frakklands og Spánar. Ég held að lánssamningur til spænsks liðs gæti komið sér vel fyrir hann.
Hins vegar ef við endum á því að kaupa ekki Daniel Alves og Jan Kromkamp fer til Hollands, þá erum við bara eftir með Steve Finnan í hægri bakverðinum. Þá er spurning hvort Rafa telji að Barragan sé tilbúinn að vera varamaður fyrir hann. Það verður fróðlegt að sjá. Allavegana hlýtur að teljast líklegt að Barragan fari ekki fyrr en að Alves mál eru komin á hreint.
Það verður allavega eitthvað að fara að gerast í manna málum hjá okkur, þó að það c 1 1/2 mánuður í að deildin hefjist þá er stutt í að fyrstu æfingar hefjist og þá er bezt að vera búnir að manna hópinn.
Hvernig litist ykkur á þetta?
Nicolas Anelka til Liverpool?
Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool hafi áhuga á því að kaupa Nicolas Anelka frá Fenerbahce í sumar. Everton, Portsmouth og Newcastle hafa verið orðuð við Anelka undanfarnar vikur, en Fenerbahce keypti Anelka frá Manchester City í fyrra fyrir rúmar 5 milljónir punda.
Anelka er 27 ára gamall Frakki en hann var í láni frá Paris Saint Germain hjá Liverpool í 6 mánuði keppnistímabilið 2001/2002. Anelka stóð sig vel hjá Liverpool og það kom mörgum á óvart þegar Liverpool ákvað að kaupa hann ekki frá Paris Saint Germain.
Anelka hefur spilað með mörgum liðum á sínum ferli en hann hefur meðal annars spilað með Arsenal, Real Madrid, Liverpool, Paris Saint Germain og Manchester City. Það er talið að tyrkneska liðið Fenerbahce vilji fá rúmlega 8 milljónir punda fyrir Anelka.
Sjá einnig enski.is
Til baka Senda frétt Prenta frétt Leita í fréttum mbl.is Blogga frétt
Tengdar vefleitir:
Manchester City Nicolas Anelka Portsmouth Liverpool Newcastle Everton fjölmiðill
Mbl.is: Hafðu samband, Um mbl.is, SMS fréttir, WAP þjónusta, Fréttir í tölvupósti, Netauglýsingar, Gera mbl.is að upphafssíðu, Veftré. Morgunblaðið: Gerast áskrifandi, Auglýsingar, Starfsfólk og deildir, Sækja um starf. Slóð: http://www.mbl.is//mm/sport/mot/enski/frett.html?nid=1210517
Skoðað: 2006-07-03 21:34
© mbl.is/Árvakur hf
© mbl.is/Árvakur hf, 2006
Það er gleðilegt að Anelka sé orðaður við okkur og væri ég til í að fá hann til okkar aftur. Spurningin er bara hvort hann sé þessi skorari eins og Dirk “Kæt” á að vera. Við þurfum skorara frammi ásamt Bellamy sem er meira svona að leggja upp mörk þótt hann skori slatta.
Annars með hægri bakvörðinn að þá er ljóst að Rafa er að addressa það issue þar sem hann hefur verið að skoða RB/WB leikmenn. Þessi spænski strákur hlýtur að fara að banka á dyrnar en spurningin er hvort hann sé tilbúinn. Hann fær vonandi sénsa í vetur í bikarnum ef hann verður þá ekki lánaður.