Joaquin, Zenden, Dudek og Barragan

Hversu mörgum nöfnum er eiginlega [hægt að troða inní eina frétt?](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=400659&CPID=23&clid=14&lid=&title=REDS+BACK+IN+FOR+JOAQUIN).

Sky halda því fram að Rafa hafi endurvakið áhuga Liverpool á því að kaupa Joaquin frá Real Betis. Samkvæmt frétt Sky, þá er hugsanlegt að Liverpool bjóði Zenden+Dudek+10 milljónir punda fyrir Joaquin.

Einnig, þá verður Antonio Barragan að öllum líkindum seldur til Deportivo La Coruna, en ekki lánaður. Í þeim samningi verður svo klausa um að Liverpool geti keypt hann tilbaka seinna meir. Umboðsmaður Barragan segir:

>”I believe the transfer could be closed in the next few hours because the differences between Liverpool and Deportivo are not too great,” stated the player’s agent Fermin Gutierrez.

>”It will be a sale with the option for the English team to buy him back.”


En það er athyglisvert að þessi Joaquin saga skuli koma upp aftur núna. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu (og Cappello á víst að [vera aðdáandi hans](http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/betis/es/desarrollo/667550.html), en hann hefur sagst viljað fara frá Real Betis. Hann hefur lengi verið fyrsti kostur hjá mörgum í hægri kants-stöðuna okkar, en Rafa kom á óvart og [neitaði því að hafa áhuga á honum](http://www.kop.is/gamalt/2005/10/06/10.33.10/) á Official heimasíðunni þegar hann var orðaður við Liverpool.

4 Comments

  1. Mjög spennandi leikmaður Joaquin vona innilega að eitthvað sé til í þessari frétt. Það er allveg á hreinu að næstu þrjár vikur verða mjög spennandi í leikmannamálum Liverpool.

  2. Eftir að hafa séð þennan mann almennilega spila, þá er ég gríðarlega áhugasamur eins og flest allir ef ekki allir Liverpool aðdáendur, verður gaman að sjá hvort eitthvað rætist úr þessu. En megum við því að missa Zenden? Talað er um Didi (sem er mjög slæmt að mínu mati) sé að fara til City og ef að Zenden fer þá er nokkuð ljóst að við þurfum annan miðjumann með Sissoko, Alonso og Gerrard til að covera heilt season. Sem þýðir enn meiri útgjöld og það er kannski ekkert rosalega jákvæðar fréttir fyrir stjórn Liverpool.

  3. Við höfum ágætis cover í Harry Kewell, hann var að gera fína hluti með Áströlum á HM og svo ætti Luis Garcia að geta spilað á miðjunni en hvernig er það í öllu þessu tali um hægri kant, á ekki Paul Anderson sem kom frá Hull í janúar að vera svakalegt efni í hægri kantmann? Væri tilvalið að gefa honum séns í einhverjum undirbúningsleikjunum, getur allavega ekki verið síðri en þessi Potter þarna sem spilaði töluvert á undirbúningstímabilinu í fyrra sem og í forkeppni meistaradeildarinnar, hvað varð svo annars um hann ?

  4. Ég einhvern veginn stórefast um að Betis taki þessu tilboði en frábært ef þeir gera það.

    Ég væri til í að athuga með þýska Odonkor og sjá hvernig verðmiðinn á honum er.

Paletta skrifar undir samning… og æfingar byrja

Aurelio og Gonzalez!!!