Tord Grip gagnrýnir Carragher.

Tord Grip sem var aðstoðarmaður Sven-Goran Eriksson hjá enska landsliðinu [gagnrýnir Carragher fyrir að hafa ekki verið með reglurnar á hreinu](http://home.skysports.com/worldcup/article.aspx?hlid=400461&CPID=4&clid=114&lid=2&title=Grip+blasts+Carragher) varðandi framkvæmd vítaspyrnukeppni þ.e. Carragher skaut áður en dómarinn flautaði vítið á.

Mér segir sá hugur að Carragher hafi verið stressaður og bara farið á taugum og þess vegna skotið of snemma. Annars finnst mér nú lágkúrulegt að taka Carragher út þar sem vítin hjá m.a. fyrirliða okkar voru nú engu betri. En betra er að þeir tapi í vítaspyrnukeppni með enska landsliðinu en Liverpool.

6 Comments

  1. Þessi maður er nú ekki mikið inn í því sem er að gerast …

    “Wasn’t he one of Liverpool’s penalty takers in the Champions League final against AC Milan?

  2. Þessi Tord Grip getur nú bara troðið sænskum kjötbollum ofan í kokið á sér og hoppað upp í ras%&#/#&/&#/& á sér. Þvílíkur fáráður!

    Carragher var fyrir það fyrsta EKKI ein af vítaskyttunum gegn AC.

    Carragher var ekki treyst til að spila miðvörð með landsliðinu, ekki bakvörð, ekki miðjumann. En hei, honum er treystandi til að koma inn á sem varamaður á 118. mínútu gegn Portúgal í háspennuleik, ískaldur, tekið víti og fengið krítík í kjölfarið.

    Tord, drullastu heim til Svíþjóðar og taktu Mr. Burns með þér!!!!!! 😡

  3. Það verður að skella skuldinni á tapi Englendinga á nokkra einstaklinga, þar á meðal Carra, Lampard, Gerrard og Rooney, að ógleymdum Sven.

    Hvaða heilvita maður velur Jamie Carragher til að taka víti. Ég er poolari og finnst Carragher afburðagóður miðvörður, en hann er enginn vítaskytta, það vitum við allir.

    Einnig, ef Carra var svona kaldur og stressaður af hverju tók hann þá vítið. Það er auðvelt að segjast ekki treysta sér í þetta, í staðinn fyrir að gera í brækurnar eins og Carra gerði.

  4. Lestu þetta siggi minn áður en þú fullyrðir að við allir vitum eitthvað bull:
    http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17330294%26method=full%26siteid=50061%26headline=%2di%2djust%2dcouldn%2dt%2dmiss%2din%2dtraining%2d%2d%2d%2dcarra-name_page.html

    He said: “In training I think I had the best record along with Frank Lampard. We all took something like 30 penalties and me and Frank only missed one each but, unfortunately, we both missed when it really mattered.”

  5. Rólegur Siggi, carra gerði ekki í brækurnar. Sven talaði um að þeir ensku hefðu æft vítaspyrnur vel fyrir leikinn. Þar hefur Carra væntanlega komið vel út, þess vegna var honum falið að taka spyrnuna. Það þarf sterka einstaklinga til að stíga fram og taka víti í svona háspennu leik.

    Í mínum huga er það Lampard sem er að klikka (gera í brækurnar), hann er jú vítaskytta C$$$$$$$. Auk þess að klikka á vítinu þá á hann um 25 skot á markið í mótinu án þess að skora mark.

    Það má heldur ekki taka það af markverði Portúgala að hann las allar spyrnur enskra, var mjög nærri því að verja frá Owen H líka. Hann var einfaldlega miklu betri en Robinson (sem var aldrei líklegur til að verja neina spyrnu).

    Krizzi

Hatem Trabelsi á leið til okkar?

Paletta skrifar undir samning… og æfingar byrja