L’pool 2 – Wrexham 0

bellamy_wrexham.jpgAh, hér erum við komnir aftur. Fyrsta leikskýrsla leiktíðarinnar 2006/07, og ég er skælbrosandi ánægður með þá staðreynd! 😀

Allavega, okkar leikmenn spiluðu gegn Wrexham í sínum hefðbundna fyrsta æfingaleik í dag og unnu 2-0 með mörkum frá **Paul Anderson** og **Craig Bellamy** í sitt hvorum hálfleiknum. Anderson skoraði með góðu viðstöðulausu skoti eftir góðan undirbúning Johnny Riise á vinstri vængnum, á meðan Bellamy skoraði sitt eftir fínan samleik við Robbie nokkurn Fowler.

Smellið hérna til að hlaða báðum mörkunum á tölvuna ykkar (.zip-skrá, erlent niðurhal, 10.4MB).

Liðið sem spilaði í dag leit svona út:

Dudek

Finnan – Hobbs – Paletta – Roque

Anderson – Guthrie – Zenden – Riise

Idrizaj – Bellamy

Í síðari hálfleik komu svo þeir Fowler, Hyypiä, Martin, Antwi, Hamill, Smith, Pongolle, Diao, O’Donnell og Threlfall inná, en Pongolle haltraði fljótlega útaf eitthvað meiddur. Vonum að það sé ekki alvarlegt.

Tímabilið er byrjað að rúlla … 🙂

5 Comments

  1. Loksins er Diao kominn aftur! Þessu hef ég beðið lengi eftir. Nú verðum við ÓSTÖÐVANDI í vetur!!!

  2. Já tek undir það! Þess vegna fengu Hamann, Cissé og Morientes að fara, af því að leikstjórnandinn sjálfur er kominn aftur á svæðið! Meistaratitillinn er öruggur í ár!

    :laugh:

  3. Ég vona að Anderson eigi eftir að fá fleiri tækifæri á komandi leiktíð. Kominn tími til að einhver komi upp úr varaliðinu og slái í gegn. Vona að það verði hann, sérstaklega þar sem hann er hægri kantmaður.

    Og hvað ætli Bellamy hafi sagt við litla strákinn.

Ítalía: eftirskjálftar gærdagsins

Rafa talar um Juventus