Djimi Traore mun vera eftirsóttur eftir að Liverpool hefur gefið í skyn að hann megi fara fyrir rétta upphæð. [Bæði Bolton og Charlton](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=404090&CPID=8&title=Prem+duo+target+Traore&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=30) hafa rætt við umboðsmann Traore og kæmi ekki á óvart að hann fari áður en vikan er öll. Mín vegna má Traore fara og verður ekki saknað eftir vont síðasta tímabil. Við erum vel settir bæði í miðverðinum og bakverðinum í dag miðað við upphaf síðasta tímabils. 2-3 millj. punda… er það raunhæft?
Síðan hefur fyrrum leikmaður unglingaliðs Liverpool, Calum Woods, [gert samning við Dunfermline](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/d/dunfermline_athletic/5192530.stm). Gangi þér vel lagsmaður.
Sælir,
ég var að velta fyrir mér einu.
Rafa hefur sagt að hann vilji styrkja hægri vænginn sem ég er svo innilega sammála þó svo að ég hafi verið í sumarfríi í síðustu viku á sama hóteli og Garcia. Þá vantar okkur kantmann sem er kannski týpískari kantmaður en hann.
Svo er verið að tala um Alves og Kuyt. Annar er hægri bak þar sem við erum með Finnan og svo er hinn striker. Ég er alveg til í að fá þessa gaura en okkur vantar samt ennþá hægri kantmann. Er eitthvað að gerast í því?
kv. Clinton
Þó það væri nice að fá 2-3 milljónir punda fyrir Traore og kannski líka sanngjarnt þá held ég að hann verði max seldur á 1 m punda. Það virðist vera eitthvað trend í gangi að við fáum frekar lítið fyrir þá leikmenn sem við höfum selt síðustu árin.
Kæri Clinton
Alves er einnig fanta góður kantari sem getur krossað vel og er snöggur og tekur menn á. Hann yrði okkar fyrsti valkostur á kantinn og varaskeifa fyrir Finnan.
þótt að stráksi kosti skildinginn þá má ekki gleyma því að hann leysir með þessu móti tvö hlutverk og kromkamp getur haldið til sýn heima.
Ef vér setum það þannig upp að Alves komi á 10m pund
Kromkamp fer á einn eða annan hátt burt að andvirði 2-3
(skiftimynt fyrir striker…sala…)
Eftir standa 7-8m pund sem er sama og heimtað er fyrir Pennant
Einn maður á launaskrá -valið er fyrir undirritaðann einfalt
Bara verst ad hafa ekki Barragan sem þriðju varaskeifu, hefði fengið nokkra leiki í vetur
En svo ég svari þér fAggi þá finnst mér það alls ekki of hátt verð, vinstri fóturinn á það til að vera dýrari en sá hægri. Traore hefur reynslu af stórmótum, meistardeildargullmedalíu og 160 leiki á bakinu með okkar klúbb. Ekki dónalegt það og getur stokkið miðvörðin ef því ber að skikpta. Hefur átt fína leiki fyrir okkur og segir mér hugur að ef hann fær fast sæti einhverstaðar eigi hann eftir að vaxa sem leikmaður og verða að þeim leikmanni sem við vonuðumst til.
Að öllu gamni slepptu, hvaða summum hefur HERMANN HREIÐARSSON eiginlega verið seldur á í gegnum tíðina