Nýju Búningarnir Opinberaðir (uppfært)

Jæja, þá hafa nýju búningarnir verið gerðir opinberir, en þeir líta svona út:

newkits_fourmen.jpg

newkits_gerrard_alonso.jpg

Ég verð að viðurkenna að ég fíla þá alla. Ég var hreint ekki sáttur við gula búninginn þegar ég sá fyrstu teikningar af honum, en að sjá Alonso í honum breytir ansi miklu. Hann fer honum bara vel! Gerrard og Carra eru svo að sjálfsögðu ofurflottir í sínum flíkum … 😉

Ég geri fastlega ráð fyrir að sérlegur tískusérfræðingur þessarar síðu muni bæta við þessa færslu sínum skoðunum á öllum búningunum. Gerðu svo vel, Einar! 🙂


**Viðbót (EÖE):** Takk, Kristján. Já, ég veit að allir eru gríðarlega spenntir eftir því að fá skoðun mína á þessum nýju búningum. 🙂

Allavegana, einsog menn vita þá var ég búinn að [skrifa um græna/hvíta varabúninginn](http://www.kop.is/gamalt/2006/07/17/13.43.58/) og var ekkert sérstaklega hrifinn og gaf honum **6/10**. Mér finnst hann ekki eins hræðilegur og mörgum, en samt alls ekki nógu flottur. Jæja, varðandi hina búningana:

**Markmannsbúningurinn**: Að mínu mati mjög fínn litur og verulega flott munstur á sjálfum búningnum. Reina er svo líka miklu meira módel en Jerzy, þannig að hann kemur extra vel út. **8,5/10**.

**Varabúningurinn**. Sko, ég var búinn að biðja til Guðs um að varabúningurinn yrði ekki gulur, en ósk mín rættist ekki. Að mínu mati er hvítur varabúningur langflottastur. En ok, hann er gulur og lítið við því að segja. Miðað við litinn finnst mér búningurinn þó venjast furðu vel. Skil ekki af hverju kraginn er öðruvísi en á aðalbúningnum. En ég get bara ekki sætt mig við litinn almennilega. Einkunn: **7,5/10**

**Aðalbúningurinn**: Þetta skiptir auðvitað mestu máli. Það er búið að einfalda búninginn aðeins. Í gamla aðalbúningnum voru hvítir hlutar, en núna er búningurinn alveg rauður fyrir utan Adidas rendurnar. Aðalmálið er þó kraginn. Ég var ekki viss fyrst, en ég er smám saman að sannfærast um að hann sé málið. Sjáið til dæmis [þessa mynd af Gerrard](http://www.liverpoolfc.tv/images4/kitlaunch_06_250.jpg). Hann er alveg fáránlega svalur. Spurning hver muni leika með kragann alveg uppi. Ég veðja á Craig Bellamy, hann væri nógu hrokafullur til þess. Ég ætla allavegana pottþétt að kaupa mér eintak af þessum búning. Verulega flottur búningur: Einkunn: **9,5/10**

Annars, hvað er málið með að láta ekki módelið okkar, Luis Garcia, sýna búningana? Hann væri allavegana betri en Carra. 🙂

19 Comments

  1. Hmmm, þessi guli er hrikalega flottur en er ekki eitthvað skrýtið merkið á rauða búningnum á neðri myndinni? Einhverjar krumpur eins og merkinu hafi verið þrykkt á eftir á?

  2. Tek undir með Kristjáni, flottir búningar. Rauði ber þó af, rosalega er hann flottur.

    Carra virkar nú ekki sá ánægðasti í þeim hvíta og græna. En hrikalega er Reyna svalur.

    Hefði ekki verið kjörið að mynda H&M módelið Garcia í búningunum, svona til að auka söluna en frekar (fyrir konurnar strákar).

  3. Allir flottir, ég er líka ánægður að fá aftur gamla græna&hvíta, þó að ég sakni náttúrulega kassa-munstursins. Ég verð samt að segja að kraginn á heimabúningnum er hrikalega ljótur, það fer eiginlega bara í mig.

  4. Mér finnst nú frekar fyndið að hafa Carra þarna í módelhlutverki, hann er með ljótari mönnum sem til eru. Líka greinilegt að hann er ekkert að fíla þetta of mikið 🙂

  5. Mér finnst græni og hvíti ekki flottur en hinir eru mjög góðir.

    Ég á einn gulan með Crown Paints auglýsingunni… langflottustu búningarnir.

    Ég er bara svo hrikalega ánægður að við séum komnir aftur í Adidas í stað Reebook… alltof bandarískt.

  6. Rauði er flottur. Kraginn er töff og hefur smá attitude, pínu hroki er alltaf kúl. Guli er mjög flottur líka, vantar bara í hann attitude-ið. Þessi hvíti og græni er hrikalegur, mann langar mest að klóra úr sér augun þegar maður sér svona viðbjóð. Það þarf engan tískusérfræðing til að úrskurða um það mál, sá búningur jaðrar við að vera glæpur gegn mannkyninu. Ég trúi því ekki að til séu það heitir stuðningsmenn Liverpool að þeir séu tilbúnir að lýsa yfir aðdáun á honum, það er bara hrein klikkun.

  7. Jaaa Hvíti og græni er nú alveg ágætur. Hefði kannski mátt setja kappa eins og Garcia, sem er með smá tan, í hann svona til að koma hvíta litnum í gang…

    Annars er kraginn á Rauða svona bæði-og…hefði mátt sleppa honum en hann er samt alveg kúúl !! Allavega eru þessir búningar flottari en nýju Manjú búningarnir (…sem eru vægast sagt ljótari en Fylkisbúningurinn :laugh:)

  8. Mér finnst græni og hvíti búningurinn langflottastur af þessum. Finnst rauði flottur fyrir utan kragann. Guli er ljótur. Skil ekki hvað mönnum finnst svona hræðinlegt við hvíta og græna. Þetta eru flottustu varabúningarnir síðan við vorum í svipuðum búningum fyrir 10 árum.

  9. Ég er búinn að horfa á þessa búninga í allan dag. Í fyrstu var ég alls ekki sannfærður um þá.

    En mér finnst rauði búningurinn svalur og kraginn venst bara nokkuð vel. Það hvernig rauði búningurinn er skiptir auðvitað öllu máli!

    Mér hefur alltaf fundist gulur varabúningur ljótur og þessi er engin undantekning. Forljótur! Komið þá frekar með gulkremaða búninginn + svörtu stuttbuxurnar sem spilað var í ´96-´97.

    Hvít/græni er “soldið spes” 🙂

  10. Það þarf ekkert að ræða það hverjir verða með kragann uppi. Að mínu mati eru tveir öruggir kandídatar, Mark Gonzalez og John Arne Riise. 🙂

  11. Er Luis Garcia ekki með skósamning við eitthvað annað fyrirtæki? Maður sá a.m.k. að allir leikmenn sem eru að kynna Liverpool búningana, og svo líka þegar Chelsea voru að kynna sína, voru leikmenn sem líka spila í Adidas skóm.

    Annars var löngu orðið tímabært að Liverpool færi aftur í Adidas-búninga. Allt annað að sjá til liðsins núna 🙂

  12. Bellamy verður nú líklega ekki með kragan uppi, hann færi örugglega uppfyrir eyrun á honum…

  13. ég ætla nú bara rétt að vona að leikmenn liverpool spili með kragann uppi allir sem einn, ég held það sé bara gott fyrir sjálfstraustið að rölta inná völlinn eins og þeir eigi pleisið. Ef þeir redda sér sólgleraugum með, þá verða þeir rosalegir og hin liðin munu bara skammast sín fyrir eigin nördaskap andspænis 11 manna hóp af eðaltöffurum. Riise gæti ekki pullað þetta samt, þar sem hann er rauðhærður og verður þ.a.l. aldrei kúl. Spurning um að selja hann bara.

  14. Jæja strákar mínir
    Er ekki frekar hommalegt að velta þessum búningum fyrir sér og hverjir eru flottir í þeim, krumbur í búningum, hverjir ættu að vera með kragann uppi. ……………….

    Eru “menn” virkilega svona áhugasamir?

    Ef svo er , já ef svo er, já það er ekkert að því að vera í brúna hringnum. Á barna barn sem er svoleiðis.
    Hann sagði mér að hver tíundi karlmaður sé samkynhneygður sem þýðir að í byrjunar liðinu ætti að vera einn og minnsta kosti þrír í hópnum.

    Hef Riise sterklega grunaðann, hverjir eru hinir?

  15. Gamli maður, ég held að við sem höfum áhuga á búningnum séum öruggir um okkar kynhneigð, hver svo sem hún kann að vera, og það þýðir ekki endilega að við séum í “brúna hringnum.” En ef þú vilt vera alveg öruggur um að vera ekki álitinn meðlimur brúna hringsins (sérlega hnyttið nafn verð ég að segja) þá myndi ég ekki vera að velta því of mikið fyrir mér á opinberum vettvangi hverjir í Liverpool séu og hverjir séu ekki í brúna hringnum. Einhverjum gæti örugglega þótt það jafnvel skrýtnara en að spá og spékúlera í búningum uppáhalds liðsins síns. 🙂

  16. Já, skaut mig aldeilis í fótinn með þessa Adidas kenningu, maður sér m.a.s. að Carragher er í pari af Puma skóm þegar verið var að kynna búningana.

    Og já, Peter Crouch er auðvitað að fara að spila með kragann uppi, guaranteed.

  17. jæja fleimíng einar minn, þú ert með aðgang af emailinu mínu , á ég að kynna þig fyrir dóttur syni mínum?

Grískur framherji á leið til Liverpool?

Besti klúbbur á Englandi