BBC halda því fram að Liverpool hafi hækkað tilboð sitt í [Jermaine Pennant umtalsvert](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/5215110.stm) og að hann sé nú á leið til Liverpool. Einnig að þessi kaup muni þýða að Liverpool hafi næga peninga til þess að festa kaup á Dirk Kuyt.
>Birmingham revealed earlier on Tuesday that they turned down a £3.5m offer for the 23-year-old from Liverpool. Now the Press Association has been told by a source close to Blues that an improved bid has been accepted with Pennant now set for talks at Anfield.
>Liverpool manager Rafael Benitez said on Monday there “could be another two players in by the weekend”.
>One of those now seems certain to be Pennant, and it is claimed that Holland international Dirk Kuyt will be the other – if the Reds can negotiate Feyenoord down from their £12m asking price.
Semsagt, Pennant og Kuyt í stað Alves. Ef þetta verður raunin, þá hefur Rafa allavegana sýnt að hann er óhræddur við að fá til sín leikmenn með vafasama sögu. Pennant er 23 ára gamall og var á sínum tíma dýrasti unglingur sögunnar þegar að Arsenal keypti hann frá Notts County. Hann skoraði þrennu fyrir Arsenal í sínum fyrsta leik, en átti svo í vandræðum með að halda stöðu sinni í liðinu.
Aðeins þrír leikmenn hafa leikið fleiri U-21 árs landsleiki fyrir England en Pennant. Ég verð að segja að ef valið stendur á milli Pennant á 6 milljónir eða Simao Sabrosa á 13 milljónir, þá vel ég Pennant. Hann lék virkilega vel á síðasta tímabili, hann er bara 23 ára gamall og ef einhver nær að gera hann að topp fótboltamanni, þá treysti ég Rafa Benitez fyrir því verki.
Rafa sagði fyrr í dag að hann [væri að vonast eftir að fá 1-2 leikmenn til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152986060725-1209.htm) fyrir helgi. Hann sagði þá einnig:
>”We are closer with some players, but I’m not the kind of manager who will say ‘I want this player and I’ll pay £20m to get him’ if his value is only £10m. We don’t have the money for doing this and we have a responsibility.
>”We will try to sign the best players for us with the money we have.
“When you have experience, you know it’s the same every year. Sometimes you have to wait until the last minute.
Jammm..
Pennant er proven leikmaður í EPL þrátt fyrir að vera ungur að árum. Hann var einn allra besti hægri kanntmaðurinn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að leika með lánlausu liði Birmingham. Hann átti að mig minnir flestu krossana á tímabilinu og marg sannaði að hann er fær um að taka hvaða bakvörð sem er á og koma sér í stöðu til að senda fyrir. Hann er, sama hvað hver tautar, þessi klassíski kanntari sem leikur á bakverði, fer að hornfánanum og krossar tuðruna.
Simao er ekki hægri kanntmaður að upplagi en hann getur leikið stöðuna. Hann er ekki þessi krossari eins og Pennant heldur fer hann meira inná miðsvæðið. Honum svipar þannig meira til Kewells vinstra megin sem er einnig sterkari í því að koma inná miðjuna. Hann ógnar með góðum skotum og er hörku spilari, bara öðruvísi leikmaður en Pennant. Þar að auki er hann Portúgali sem hefur aldrei leikið í EPL og óvíst er um hvort hann sé nóg og líkamlega sterkur eða annað til að standa sig í deildinni.
Ég er til í Pennant.
Sammála þér Einar, og ekki síst í ljósi þess að nú fáum við vonandi Kuyt sem við hefðum líklega ekki gert… :biggrin2:
Ég er mjög ánægður með þetta. Ég hef viljað fá hann til Liverpool í þónokkuð langan tíma. Kannski eru 6.2 milljónir fullmikið, en það var alltaf vitað að önnur lið myndu hækka leikmannaverð upp úr öllu valdi ef að Liverpool myndu reyna að nálgast leikmenna þeirra þar sem okkur sárvantaði hægri kantmann. Mér finnst þetta fín lausn hjá Benites og hlakka til að fylgjast með Pennant á komandi tímabili. Ég hef fulla trú á að hann muni standa sig vel.
Ég harðneita að trúa því að þessi 6.2m punda tala sé rétt. Mér finnst persónulega fáránlegt að borga þessa upphæð fyrir leikmann sem hefur ekki enn sannað sig til að höndla mikið álag og spila með stórliði eins og Liverpool.
Hvað þá fyrst hann er núna hjá liði sem féll í vor og er frekar óstýrilátur ungur leikmaður sem skortir stöðugleikann er þarf til að nýta þá hæfileika sem hann hefur til fulls.
Fyrir nokkrum mánuðum las ég auk þess að klásúla væri í samningnum hans að Liverpool þyrfti í mesta lagi að borga 5m punda fyrir hann. Held því að þetta sé svipað og með Duff til Newcastle, verðið mun reynast minna á næstu dögum.
Spái að verðið reynist 4.8m punda…
en er ekki Benitez svolítið að skjóta sig í fótinn með því að hækka boðið úr 3.5m í 6.2m eftir þessi ummæli hans í dag?
Annars er maður bara sáttur við þessi kaup ef þau ganga í gegn.
Pennant fyrir 6.2m punda eru snilldarkaup að mínu mati. Ég hef alltaf sagt það að hvort sem það yrði Pennant, Alves eða Sabrosa sem kæmi þá væri ég sáttur. Læt Rafa og Rick Parry um að hafa vit á peningamálunum, svona yfirhöfuð, en að lokum þá skiptir mig bara máli að réttu leikmennirnir komi. Það var allan tímann ljóst að Rafa hafði einn af þremur leikmönnum í huga, enda hafa þeir Pennant, Sabrosa og Alves verið orðaðir við okkur í eitt og hálft ár núna.
Ég vona bara að þessi kaup verði frágengin á morgun strax svo að menn geti hætt að örvænta yfir þessari hægri kantstöðu og farið að einbeita sér að tímabilinu framundan. Ég hlakka allavega til að sjá Pennant þann 13. ágúst, þegar hann klobbar Chelsea-manninn Ashley Cole og sendir eina háa fyrir á kollinn á RoboCrouch … 🙂
Kom mér á óvart að sjá að Pennant er bara 23 ára. Ég get alveg séð hann fyrir mér í treyju Liverpool.
Það er alveg ljóst að Liverpool þarf á einum sóknarmanni til viðbótar í hópinn. Ef Pennant + Kuyt verður niðurstaðan í staðinn fyrir bara Simao eða bara Alves þá er ég sáttur.
Það er ótrúlegt að vita til þess að eftir tveggja ára leit að hægri kantmanni sé niðurstaðan Jermaine Pennant.
Já þetta er ótrúlegt og pínu sorglegt bara líka.
Ef þetta gengur í gegn þá er spurning líka hvað verður um Kromkamp og hægri bakvarðarstöðuna. Verður Hollendingurinn látinn fara eða heldur hann sætinu fyrst Barragan er farinn og Alves kom ekki. Maður hélt eiginlega að Kromkamp væri kominn með rúmlega annan fótinn heim til Holland.
Spurning hvað gerist ef Pennant meiðist, maður er ekki frá því að liðið verði hálf einhæft þá.
Núna fáum við ungan strák sem getur sko gefið fyrir og tekið menn á á hægri kant, eitthvað sem okkur hefur sárlega vantað undanfarin ár. Svo er bara spurning hvort hann er nógu sterkur líkamlega, kunni að skila lágmarks varnarvinnu og sé nógu klókur til að spila með liði eins og Liverpool.
Að kaupa Pennant er skref í rétta átt fyrir Liverpool, vonandi þó að þetta verði ekki bara lítið hænuskref.
Arnar, ef Pennant meiðist þá erum við nú alveg með nokkra sem geta spilað á hægri kantinum, þá helst Gerrard og García. Ekki slæmt “back up” það! 😉
Kristján það er ljóst að Pennant var kostur nr. 3 hjá Benites. Fyrsti kostur var Simoa (enda buðum við fyrst í hann), annar kostur Alves ( fyrsti kostur í sumar hjá Benites miðað við umfjöllun) og svo þriðji kostur Pennant.
Já ég tek undir með Stefáni. Öll þessi leit og bið og þetta er niðurstaðan.
Ég er reyndar sammála Kristjáni Atla að mér er nokk sama hvað er borgað fyrir leikmenn.
Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að við þyrftum ekki sérstaklega á hægri kantmanni að halda þegar við erum bæði með Gerrard og Garcia sem geta leyst stöðuna frábærlega af hendi. Í fljótu bragði á ég ekki eftir að sjá Pennant slá þessa tvo út úr liðinu hvað þá Alonso og Sissoko þannig að Gerrard verði færður inn á miðjuna og Pennant settur á kantinn. Það þurfa að vera miklar hrókeringar í liðinu til að Pennant fái að spila eitthvað af viti.
Ég vona reyndar að strákurinn blómstri. Ég verð að segja að ég er ánægður með Benites að taka inn mann sem hefur haft orð á sér að vera blóðheitur. Ég elska þannig leikmenn andstætt við Hullier heitinn sem vildi ekki sjá þá. Það á bara alls ekki að vera lognmolla í kringum liðið. Með Fowler, Bellamy og Pennant í liðinu verður þetta frábær vetur.
Áfram Liverpool!
Ég get ekki tekið í sama streng og margir hér…. að finnast það séu góð kaup að greiða 6,2 millur fyrir mann sem hefur sannað sig í BIRMINGHAM…. frábært….! :tongue:
Þó svo að verðmiðinn verði í raun eitthvað lægri þá tel ég þetta vera fáranlegt sér í lagi miðað við að Duff fór á 5 millur (norður í rassgat=Newcastle)
Það hefði verið nær að greiða 1 millu fyrir þennan leikmann miðað við önnur kaup Liverpool :confused:
>6,2 millur fyrir mann sem hefur sannað sig í BIRMINGHAM…. frábært….!
Wayne Rooney hafði sannað sig hjá EVERTON!
What’s your point?
Duff er VINSTRI kantmaður, sem getur spilað á hægri kantinum. Pennant er pjúra hægri kantmaður. Það er því auðvelt val.
Salan á Duff til Newcastle á 5 milljónir punda virðist líka sýna að Chelsea munar ekkert um að tapa 12 milljónum punda! Það hefði kannski verið spurning að bjóða Abramovich 3 milljónir punda fyrir Shaun Wright Philips 🙂
Þetta er nú einum of, Einar Örn !!!!!
Ætlar þú VIRKILEGA að bera saman Wayne Rooney og Pennant….. annar er keyptur á 20+ millur og hefur staðið sig hjá öðru liði en Everton (landsliði Englands) en Pennant sem átti að vera þessi líka svaka stjarna og kom til Arsenal (þar sem fyrir er maður sem getur gert ótrúlega hluti með unga stráka) gerði gott í fyrstu leikjum og hvað svo…… Meiddist að vísu en maðurinn var það klikkaður í hausnum að hann náði aldrei að sanna sig hjá þeim… og það á að kaupa hann á 6,2 millur ….. Mjög góð samlíking……
Eigum við þá ekki að bera saman Chris Kirkland og Iker Casillas víst við erum byrjaðir…….
Við skulum líka hafa í huga hverjir hafa verið keyptir til Liverpool fyrir svipaða upphæð (ef þetta reynist rétt vera) Ouchy 7 millur, Garcia 6 millur, Rise 4 millur, Bellamy 6 millur, Sissoko 5,6 millur, Kewell 5 millur….. þetta var ég að tala um þegar ég sagði að við ættum ekki að greiða meira en 1 millu fyrir þennan leikmann.
Varðandi Duff þá var ég ekki að meta og vega vinstri og hægri kant heldur gæði leikmannanna en ég tel að Duff sé betri leikmaður… Ekki hægt að bera saman tvær ólíkar stöður ?? Jú, því að Duff getur spilað hægri kant og gerir það nokkuð vel miðað við marga aðra (Rise gæti aldrei spilað hægri kant þar sem að maðurinn er einfættur :wink:), veit ekki hvort að Pennant hafi leyst vinstri kant…
Ég vil ekki sjá einhvern í Liverpool liðinu sem er ekki með hausinn í lagi…. lengi vel varði ég Cissé en að lokum sætti ég mig við það að hans framtíð var ekki með okkar liði þar sem að hann gerði hina ótrúlegustu hluti en þar á meðal fór hann títt og sagði eitthvað í staðarblöðin sem betur hefði verið leyst innan félagsins.
Vargurinn: “…og Iker Casillas víst við erum…” þú meinar “…fyrst við erum…” vona ég.
Annars finnst mér kjánalegt að bera saman Duff og Pennant, Duff er góður vinstri kanntur, sem vill ekki spila á hægri ef hann getur sloppið við það (minnir mig að ég hafi lesið nýlega) og Liverpool eru sæmilega settir á vinstri vængnum öllum bæði varðandi dýpt og gæði. Á hægri kannti er gapandi hola sem Pennant er tilbúinn að fylla en Duff líklega ekki (fyrir svo utan að Chelsea voru aldrei að fara selja okkur hann, eða hvað?).
Pennant er 23 ára og Duff er 27 ára. Þegar Duff var á hans aldri var hann í Blackburn og hafði “einungis” sannað sig þar og verðið á honum varð svo 17 milljónir punda.
Þetta eru góð kaup að mínu mati. Pennant lofar mjög góður og Benitez á eftir að hjálpa honum að blómstra.
>Ætlar þú VIRKILEGA að bera saman Wayne Rooney og Pennant.
Nei, en með því að skrifa Birmingham með hástöfum, þá varstu væntanlega að gera lítið úr árangri hans hjá svona litlu liði.
Ég benti einfaldlega á eitt af sirka 5 milljón dæmum um menn, sem eru keyptir til stærri liða eftir að hafa “bara” sannað sig hjá minni liðunum.
>Ég vil ekki sjá einhvern í Liverpool liðinu sem er ekki með hausinn í lagi
Mestu mistökin gerði Pennant þegar hann var 21 árs gamall. Ég reyni að dæma menn ekki út frá mistökum, sem þeir gera á þeim aldri. Annars væri ég hræsnari.
Sleppum okkur ekki í æsingnum hérna.
Ef við ætlum að bera þessi kaup saman við einhver önnur nýleg kaup í Englandi dettur mér tvö góð dæmi í hug:
Damien Duff. Var góður hjá Blackburn, sem er miðlungslið, og fór 24ra ára til Chelsea. Hélt áfram að bæta sig þar og var í meistaraliði síðustu tveggja ára.
Steve Finnan. Var 25 ára þegar hann kom til okkar frá Fulham, ef mig minnir rétt. Hann hafði átt eitt mjög gott tímabil með Fulham, sem voru þá í fallbaráttunni, og það voru ekkert allir sáttir við að kaupa hann. Fannst hann ekki hafa sannað sig, vera nóboddí úr slöku liði, og svo framvegis. Ekki nógu spennandi kaup á pappírnum, enda fengu Harry Kewell og demantarnir tveir, Le Tallec og Pongolle, alla athyglina hjá okkur sumarið 2003. Í dag myndu fáir vilja skipta á Steve Finnan og öðrum hægri bakverði í Englandi.
Auðvitað er alltaf hægt að nefna slæmu dæmin líka, svo sem Shaun Wright-Phillips sem hefur hingað til ekki höndlað að spila fyrir stórlið, en aðalatriðið er þetta, að mínu mati:
1. Pennant er ungur, aðeins 23ja ára.
2. Hann er ódýr miðað við enskan leikmann sem hefur leikið fyrir landslið sitt. 6,2 milljónir er grín ef við horfum á það hvað Chelsea borguðu fyrir Wright-Phillips, sem er ekkert betri leikmaður að mínu mati.
3. Hann gæti klúðrað sínum málum hjá Liverpool. Ef svo, þá voru 6,2m punda ekki svo hræðilegt og við getum alltaf selt hann á 3-4m til lakara liðs.
4. Hann gæti slegið í gegn hjá Liverpool. Finnst ykkur ekki Xabi Alonso hafa verið ódýr, á 10,8m punda, nú þegar þið vitið hvað hann er fáránlega góður? Ef Pennant slær í gegn á kantinum hjá okkur og spilar þar reglulega líka með enska landsliðinu munum við hlæja að þessum verðmiða eftir ár eða tvö.
5. Hann hefur eitt sem Alves og Sabrosa hafa ekki; reynslu í Úrvalsdeildinni. Hann þekkir hvern einasta bakvörð í hverju einasta liði út og inn og hefur spreytt sig gegn þeim öllum áður. Hann hefur spilað á öllum völlum, rifist við alla dómara og þekkir veðráttuna eins og innfæddir einir geta. Útlendingar geta aðlagast vel, en með Pennant vitum við fyrir víst að hann hefur aðlagast öllu sem ensk knattspyrna hefur í för með sér.
Þannig horfir þetta við mér allavega. Þótt Alves sé hugsanlega betri leikmaður (ekki sannfærður um það samt) þá fagna ég þessum kaupum. Vonandi slær Pennant í gegn í rauðu treyjunni. 🙂
“Í fljótu bragði á ég ekki eftir að sjá Pennant slá þessa tvo út úr liðinu hvað þá Alonso og Sissoko þannig að Gerrard verði færður inn á miðjuna og Pennant settur á kantinn. Það þurfa að vera miklar hrókeringar í liðinu til að Pennant fái að spila eitthvað af viti.” Hössi (Sorrý…kann ekki að gera qoute :confused: !!)
Eru menn ekki ennþá að ná því að að undir stjórn Rafa er Liverpool bara ekkert að fara að spila eitthvað “plain” 4-4-2 kerfi með Gerrard fastan á miðjunni ?! Las enginn pistilinn sem Kristján skrifaði hér fyrir stuttu um leikkerfi Liverpool ?!
Gerrard verður í þessu frjálsa hlutverki þar sem hann er bestur og Alonso og Momo sjá um að stjórna miðjunni ?! Hvernig hindrar þetta Pennant í að komast í liðið ? :rolleyes: Núna erum við einmitt komnir með það sem Rafa er alltaf að tala um, góðan og það sem meira skiptir fjölbreyttan hóp af leikmönnum sem geta flestir spilað 2-3 stöður !! Lýst bara ansi vel á þetta. 🙂
En að þessum kaupum þá er ég svona bæði-og með þau…jújú auðvitað gæti hann orðið frábær en hann getur jú líka floppað en við vonum það besta ! 🙂 Annað sem ég skil samt ekki er af hverju er menn svona æstir í að fá þennan Kuyt ?! Hann sýndi allavega ekki mikið á HM (jájá veit að maður á ekki að dæma menn út frá því móti) en fyrst hann er svona svakalegur af hverju er þá eina liðið, fyrir utan Liverpool, ´sem er að spá í honum Newcastle ?! :rolleyes:
Búið að staðfesta kaupin á offical síðunni.
Kristján Atli – (Í dag myndu fáir vilja skipta á Steve Finnan og öðrum hægri bakverði í Englandi.) – ég gæti nefnt svona 4-6 sem ég myndi skipta út og það bara frá Englandi. Ég hef líka alltaf staðið í þeirri meiningu að Alves væri hægri bakkari.
Brúsi minn – ég er alveg með þetta á hreinu. Þú skalt samt ekki reyna að segja mér að Gerrard hafi ekki oftast spilað hægra meginn á miðjunni á síðustu leiktíð. Hann sagði líka sjálfur að það væri hans besta staða.
Jafnvel þó Gerrard spilaði fyrir aftan einn senter á Pennant eftir að slá út Bellamy eða Fowler, Gonsales eða Kewell sem báðir gætu smellt sér yfir á hinn kanntinn. Pointið er allavega að í fljótu bragði sé ég ekki að hann gangi inn í byrjunarliðið.
Svo vil ég leiðrétta þá sem hafa haldið því fram að hægri kannturinn hafi verið vandamál hjá okkur. Hann var það bara ekki neitt sl. vetur. Okkur vantar sentera. Búnir að fá einn og nú er bara að landa Kyut. (Sem að mínu mati stóð sig vel á HM. Þú þarft nú að vera þokkalega góður til að slá þá Nistelrooy og félaga út)
Áfram Liverpool!
Pistillinn sem Brúsi nefnir er hér: Benítez og leikaðferðin.
Eins og kemur ítarlega fram í þessum pistli mínum, þá er málið ekki það að hægt sé að stilla upp einhverju 4-4-2 byrjunarliði og að það eigi að bera liðið í vetur. Ég mun rita ítarlegri pistil um þetta þegar nær dregur fyrstu leikjum, en kaup Rafa í sumar hafa haft þau áhrif að við erum ekki lengur með neitt einasta “sterkasta lið” eða “byrjunarlið.” Fyrir utan örfáa leikmenn – Reina, Carra, Finnan, Gerrard, Alonso – þá er enginn öruggur um sæti í byrjunarliðinu og allir, meira að segja þesir fimm lykilmenn sem ég nefndi hér að ofan – munu koma til með að byrja leiki á bekknum eða jafnvel utan hóps.
Rafa hefur núna úr breidd að velja. Það þarf ekkert að panikka yfir því hvort hann fórni Momo fyrir Gerrard eða Alonso fyrir Momo því þeir munu allir spila leiki, og helling af þeim. Það sama gildir um Zenden, hann mun spila á miðjunni með Gerrard, og aðra leiki með Alonso og aðra leiki með Momo, og enn aðra leiki sem varamaður og enn aðra leiki sem vængmaður. Pennant mun vera utan hóps, á bekknum og í byrjunarliðinu.
Við erum núna með hóp sem er það sterkur að það er hægt að rótera nánast öllum leikmönnum liðsins án þess að veikja liðið. Og til þess er leikurinn gerður.
Frábært sumar. Ef við aukum nú við breiddina í framlínunni (Kuyt? Já, takk, hann á eftir að koma ykkur sem byggja álit ykkar á honum á HM í sumar þægilega á óvart) þá yrði ég algjörlega í skýjunum með leikmannakaupin í sumar. Algjörlega.
Ja hérna. Sjaldan hefur jafn ómerkilegur póstur valdið jafn miklu fjaðrafoki hér á spjallinu. Ég hefði nú kosið að menn myndu reyna að svara mér á málefnalegan hátt en ekki ganga af göflunum hvað þá vitinu.
Ég vil sérstaklega taka það fram að ég hef ekki fordóma gegn Steve Finnan og mér er alls ekki illa við hann. Kann meira að segja nokkuð vel við hann og finnst hann viðkunnanlegur náungi. Mér er aftur á móti meinilla við Gerard Hollier og allt sem hann hefur staðið fyrir eftir að liðið vann þrennuna um árið. Ég held þó að það séu ekki fordómar bara skoðun mín á manninum.
Mig langar til að leiðrétta þann misskilning að mér finnist Finnan slakur leikmaður. Mér finnst það alls ekki. Mér reyndar finnst hann slakasti leikmaðurinn í sterkasta byrjunarliði síðasta tímabils á eftir þeim Crouch og Riise. Það vill reyndar svo til að það eru margir á þessu spjalli sem eru sammála mér eða þá að þeim finnst hann annar eða þriðji slakastur. Ég vil svo taka það fram að mér fannst Liverpool geta stillt upp mjög sterku byrjunarliði á síðasta tímabili og það var sko ekki heiglum hent að komast í það lið.
Ég hef svo mjög sterkar skoðanir á því að til þess að bæta liðið þurfi að kaupa menn sem eru sterkari en þeir sem eru fyrir. Þannig hefði ég viljað byrja á því að kaupa senter því mér finnst mikilvægara að sú staða sé vel mönnuð en bakvarðarstöðurnar. Síðan vildi ég sjá nýja bakverði. Reyndar hefur mér fundist kaupin hjá Benites snúast um að bæta þessar stöður því Aurelio er vissulega vinstri bakvörður og ég hélt að Alves væri hægri bakvörður.
Ástæðan fyrir gagnrýni mína á Finnan er fyrst og fremst sú að mér finnst hann of hlutlaus og of varkár. Sumum líkar við þannig leikmenn en mér ekki. T.d. fannst mér heyra til undantekninga að Finnan kæmist til mót við vítateig til að senda fyrir. Í staðinn var hann að senda háa fallhlífarbolta inní frá miðju sem mér hefur alltaf fundist eins og að gefa boltans til hins liðsins. Þá reynir hann mjög sjaldan að sóla leikmenn, hvað þá að hann skori mörk. Reyndar skiptir hann afar sjaldan sköpum fyrir liðið. Hvort sem mönnum finnst það ósanngjörn samlíking eða ekki þá minnist ég helst Markus Babbel sem drauma bakverðinum mínum. Rispurnar sem hann tók upp völlinn og mörkin sem hann skoraði voru stór þáttur í þeim góða árangri sem náðist á þrennutímabilinu. Ég hef reyndar svo oft reynt að útskýra þessa skoðun mína á manninu sem fótboltamanni að það hálfa væri nóg og vona því að þetta nægi. Vil bara benda á að umræddur leikmaður átti í vandræðum mað að komast í landslið þjóðar sinnar þar sem varahægribakvörðurinn hjá Tottenham sló hann út. Vil samt taka fram að mér finnst hann sterkur varnarmaður þó hann sé slakur skallamaður.
Varðandi það hvaða leikskipulag Liverpool spilar þá tel ég mig nú barasta hafa nokkuð gott vit á því. Flest lið í dag spila 4-4-2, 3-5-2, 4-5-1 eða 4-3-3. Hvernig menn svo spila innan þess kerfis getur svo að sjálfsögðu verið mismunandi og fer eftir þeim einstaklingum sem spila í hvert skiptið. Mér fannst t.d. sterkasta lið Liverpool á síðasta tímabili spila 4-5-1 með Kewell og Gerrard á köntunum og Garcia fremstan á miðjunni. Crouch einan frammi og þá Alonso og Sissoko á miðjunni. Vörnin var svo Finann, Carra, Hyypia og Riise. Reina snillingur að sjálfsögðu í markinu.
Í dag finnst mér kaup sumarsins hafa verið viss vonbrigði. Sérstaklega ef við skoðum alla hægri kantarana sem við reyndum að fá. Pennant er spennandi kostur og mér líkar alltaf vel við menn með pínu ergelsi í blóðinu. Að mínu mati finnst mér hann ekki bæta okkar sterkasta lið og í rauninni myndi ég ekki vilja breyta ofangreindri upptalningu nema að ég myndi vilja sjá Bellamy ganga inn í byrjunarliðið í stað Crouch. (Fowler væri draumurinn en ég bara þori ekki alveg að láta mig dreyma um að hann nái að blómstra. Vona það samt.) Aurelio og Gonsales gætu vissulega bankað á dyrnar þá sérstaklega Aurelio en ég hef bara aldrei séð hann spila svo ég muni eftir og svo var hann varamaður í Valencia, eftir því ég best veit undir það síðasta, sem mér finnst slakara lið en Liverpool.
S.s. við mætum manu, ars og chelsea með svipað sterkt byrjunarlið og í fyrra og ég einfaldlega held að það sé ekki nóg til að verða fyrir ofan þessi lið í deildinni. Það er aðal markmiðið ekki rétt? Reyndar væri skandall að lenda fyrir neðan manu aftur miðað við það sem hefur gengið á í þeirra herbúðum í sumar og sl. vetur.
Eins og ég nefndi hér að ofan þá hefði ég nú kosið að menn myndu reyna að svara mér á málefnalegan hátt en ekki ganga af göflunum hvað þá vitinu. Það er það sem mér finnst gera þessa síðu bæði áhugaverða og skemmtilega. Ég er nú samt ekki að segja að menn megi ekki bauna soldið á hverja aðra og vera ósammála. Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar mönnum hitnar verulega í hamsi yfir hinu og þessu sem snertir Liverpool.
Ég vil samt leggja það til að leiðinlegir gamlir menn séu bannaðir á síðunni. Sérstaklega þeir sem vafra stjórnlaust, drukknir um á veraldarvefnum með fúkyrði og almenn leiðindi.
Einar – ég biðst afsökunar á að hafa ruglað þér saman við Kristján Atla.
Kristján Atli – ég næ þessu alveg með Crouch. En ef þú ætlar að halda því fram að hann sé akkúrat maðurinn fyrir Liverpool og að við seljum hann til Real Madrid fyrir 15 milljónir punda eftir 5 ár þá held ég að við séum algjörlega á öndverðum meiði. Þó hann sé alls ekki algalinn þá finnst mér hann ekki nógu góður fyrir Liverpool. Við skulum bara vera sammála um vera ósammála. Ég bist svo aftur afsökunar á því að hafa sagt við þig á öðrum þræði hér á spjallinu að þú hlytir að hafa ekkert vit á fótbolta þegar þú vildir ekki fá Eið Smára til Liverpool þar sem við hefðum fyrir Peter Crouch.
Áfram Liverpool!