Beckham

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju Shaun Wright-Phillips, sem spilaði nánast aldrei með Chelsea á síðasta tímabili [er tekinn fram fyrir](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/4784203.stm) David Beckham í enska landsliðið? Ég hreinlega get ekki skilið svona ákvarðanir.

Sjáiði bara til, [spádómur minn um Jermaine Pennant](http://www.kop.is/gamalt/2006/07/26/16.40.22/) mun rætast!

16 Comments

  1. Get á engan hátt skilið að Beckham sé ekki valinn. Mjög einkennileg byrjun hjá Mclaren sem mér finnst nú ekki merkilegur pappír. Gerði nú ekki merkilega hluti hjá Boro þrátt fyrir mikla eyðslu…

  2. Sammála í einu og öllu!

    Það er eins og McClaren sé að reyna að sýna að hann ætli sko að gera eitthvað virkilega nýtt og allt annað með því að taka eina skærustu stjörnuna úr liðinu.

    En Englendingar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur því Pennant verður búinn að festa sig í sessi hjá landsliðinu þegar líða tekur á veturinn! 😉

  3. Er það nú bara ekki málið að S.McClaren hefur vanalega fundist gott að spila varnarbolta (man ekki eftir því að Middelsborough (hvernig sem það er skrifað) hafi spilað dúndrandi sóknarbolta síðustu ár undir hans stjórn) og því eru sumir ekki valdir og aðrir ekki…

    10 varnarmenn (hvað er Wes Brown og Luke Young að gera þarna) – 8 miðjumenn (auðvitað Downing og hvað er málið með K. Richardson) og 4 sóknarmenn (líst vel á alla sóknarmennina, ekkert að setja út á þá – kominn tími til að fá Ashton og Bentarann inn)

    Varðandi Beckham þá á hann eftir að koma aftur inn í landsliðið því annað væri helber steypa og vitleysa…. :rolleyes: Aftur á móti held ég að A.Lennon hafi sýnt það að hann sé efni í Beckham stöðuna og vill McClaren gefa honum séns í “litlu” leikjunum

    Ég giska á jafntefli við Grikkjana nema að RÓBOTINN geri einhverja lukku…… :blush:

  4. Er það nú bara ekki málið að S.McClaren hefur vanalega fundist gott að spila varnarbolta (man ekki eftir því að Middelsborough (hvernig sem það er skrifað) hafi spilað dúndrandi sóknarbolta síðustu ár undir hans stjórn) og því eru sumir ekki valdir og aðrir ekki…

    Átti auðvitað að vera “og því eru sumir valdir og aðrir ekki”

  5. D Beckham hefur ekki verið upp á sitt besta með landsliðinu upp á síðkastið og svosem ekkert að því að sýna kallinum að hann á ekki öruggt sæti í landsliðinu. Lennon átti fínar innkomur og á sannarlega skilið að fá að leika stærra hlutverk.
    En !
    D Beckham er með þvílíkan hægri fót að jafnvel þó hann sé ekki að spila vel allan leikinn þá er hann samt alltaf líklegur til að klára leiki með killer fyrirgjöf eða aukaspyrnu og af þeirri ástæðu finnst mér óhugsandi að hann verði settur í kuldann til langframa.
    SM á náttúrulega ekkert eftir að gera neitt með þetta landslið og aðeins tímaspursmál hvenær hann verður rekinn með skítinn í brókinni,bara spurning hvenær einhver af sama kalíberi og t.d. Scolari gefur kost á sér í stöðuna.

  6. Þetta er nú meira helv… ruglið. Mér er nú ekkert sérstaklega vel við að þurfa að verja Beckham en í þetta skipti á hann það einfaldlega skilið. Hann er betri en flest allir í þessu landsliðið að undanskildum Gerrard, Cole, Lampard og Terry.

    Að velja SW Phillips er náttúrulega asnalegt og að hafa Ben Foster og Chris Kirkland þarna segir meira en margt um stöðu Englendinga í markvarðarmálum.

    Ég spái stórtapi…

  7. Finnst alltof mikið hype í kringum Lennon. Ok hann kom inn í nokkrum leikjum og sólaði menn og komst upp að endamörkum en ég minnist þess ekki að hann hafi skilað neinu af viti inn í boxið, það gerði Beckham (án þess að hlaupa), smurði hann á kollinn á RoboCrouch.

    Pennant verður búinn að eigna sér stöðuna um jólin en að sjálfsögðu á Becks að vera í liðinu. Annað er bara kjánaskapur, svo ekki sé minnst á virðingarleysið.
    Skipun McLaren sem þjálfara Englands er með því metnaðalausasta sem ég hef heyrt um.

  8. Ég skil þessa ákvörðun ósköp vel, hann er að undirbúa liðið fyrir næstu keppni sem er eftir tvö á, og hvað verður Beckham þá þá gamall? 33 held ég… sama er Van Basten að gera með Hollenska liðið skilur “Ristil”roy og Van Bommel eftir.

  9. Það er einhvernveginn þannig að varnarmenn virðast eiga meiri líftíma í boltanum, en aftur á móti skil ég ekki ákvörðunina hjá kalli að velja systir hans Phil Neville;)

  10. Þið megið alveg hrauna yfir Gary Neville eins og þið viljið, en staðreyndin er bara sú að hann er besti hægri bakkinn í Englandi í dag og hefur verið það í nær 10 ár.
    Sumir mega svo halda því fram að það segi meira um aðra enska hægri bakverði en Gary.
    En McLaren er auðvitað bara hlægileg ráðning.

  11. Hver í andskotanum var að hrauna yfir Gary Neville? Lestu greinina áður en þú byrjar.

    Ég var bara að benda á að hann væri jafn gamall og Beckham og því væri það hæpið að nota aldur Beckhams sem afsökun.

    Plús það að Rob Jones var enn að spila fótbolta fyrir 8 árum.

  12. Satt er það, ekki var hraunað yfir hann hér og nú. En ýmisir ‘pool stuðningsmenn hafa gert það áður, og Babbara vísar óbeint í uppáhaldsuppnefni hans og bróður hans í munni þeirra sem ekki halda með United. Held að McLaren haldi að hann eigi aðra sem eru næstum jafn góðir og Beckham, en engan sem geti komið í stað Gary Neville.

    Og Rob Jones var bara næstum jafn góður og Gary :biggrin2:

    Annars útilokar McLaren ekki að kalla Beckham til í framtíðinni, þó það sé vissulega ólíklegt.

Rafa: Crouch getur orðið betri!

Rafa: Bilið að minnka!