Gott að hafa stóran hóp?

Oft hafa menn talað um stærð leikmannahópa hjá liðum. Lið sem taka þátt í færri keppnum, þurfa oftast færri leikmenn til að mynda leikmannahóp. Allt fer þetta þó eftir því hvernig liðum gengur að halda leikmönnum sínum frá leikbönnum og meiðslum. Það getur nægt sumum liðum að vera með góðan 15 manna hóp ef allt er eðlilegt og aðeins er verið að keppa heimafyrir. Núna er svo komið með Liverpool að leikmannahópurinn í heild sinni, hefur líklega sjaldan verið jafn sterkur. Ef teknir eru tveir leikmenn í hverja stöðu, þá eru 20 leikmenn af þessum 22 búnir að leika landsleiki fyrir þjóðir sínar. Hinir tveir? Gabriel Paletta, undir 20 ára landsliðsmaður Argentínu og svo Fabio Aurelio, sem margir skilja enn ekki af hverju ekki hefur valinn í landslið Brasilíu (sérstaklega þegar hann átti frábært tímabil fyrir Valencia).

En til hvers að vera með svona stóran hóp? Verða menn bara ekki óánægðir? Ég held að núna strax sé komin í ljós ástæðan fyrir þessu. Tveir lykilmenn úr vörn liðsins urðu að fara meiddir af velli um helgina. Þeir verða báðir frá um nokkurn tíma. Því til viðbótar meiðist svo Gabriel Paletta á æfingu. Af þessum 8 varnarmönnum sem menn lögðu af stað með, þá eru aðeins 5 klárir í slaginn á morgun (og Finnan meira að segja búinn að vera meiddur). Þetta sýnir í hnotskurn af hverju menn þurfa stóran hóp. Það versta er að þetta skuli vera að hrjá vörnina, því fátt er mikilvægara þegar kemur að varnarleik, heldur en samhæfing leikmanna og skilningur þeirra í milli. Nú er tækifæri fyrir þá Agger, Hyypia, Finnan og Aurelio að mynda góðan skilning sín í milli, og það þarf að byrja strax annað kvöld.

2 Comments

  1. Fábio Aurélio has represented Brazil at Under-17, Under-20 and Under-21 levels. He also played in the 2000 Sydney Olympics.

  2. Eins og Agger var að spila á móti Chelsea þá er hann alveg tilbúinn og ég er viss um að hann geti auðveldlega spilað með Hyypia. En það er spurning með bakverðina…sérstaklega ef Finnan verður ekki klár.

Maccabi Haifa á morgun!

Maccabi Haifa 1 – Liverpool 1