Á morgun bregða okkar menn sér til Kænugarðs í Úkraínu og mæta ísraelska liðinu Maccabi Haifa í síðari leiknum í forkeppni Meistaradeildarinnar. Eins og menn vita unnum við heimaleikinn 2-1 á Anfield með mörkum frá Craig Bellamy og Mark Gonzalez, sem skoraði á lokamínútunum, eftir að Haifa-menn höfðu veitt okkur verðuga mótspyrnu. Þannig að þótt leikurinn á morgun fari fram á hlutlausum velli getum við ekki gengið að neinu sem vísu og ég veit að ég persónulega verð ekki í rónni fyrr en dómarinn flautar af annað kvöld og við getum fagnað því að hafa komist í Meistaradeildina.
Þetta Haifa-lið er nokkuð sterkt og var nálægt því að skora fleiri en eitt mark gegn okkur á Anfield, þannig að þeir mæta örugglega grimmir til leiks á morgun. Hvað okkar menn varðar þá eru þeir Carragher, Riise, Kewell, Warnock og Kuyt fjarri góðu gamni, auk þess sem óvissa er með hvort að Alonso og Finnan nái þessum leik.
Ef ég geri ráð fyrir að þeir missi af þessum leik held ég að Rafa gæti stillt þessu svona upp:
Kromkamp – Hyypiä – Agger – Aurelio
Pennant – Gerrard – Sissoko – Zenden
Crouch – Luis García
Hér geri ég ráð fyrir að Alonso og/eða Finnan komi inn fyrir Zenden og Kromkamp ef þeir eru leikfærir. Annars finnst mér þetta líklegt lið á morgun, í ljósi þess að þeir Pennant, Crouch og Luis García voru hvíldir um helgina.
**MÍN SPÁ:** Við ættum að vinna þennan leik, erum með sterkara liðið og ættum alveg að geta í það minnsta haldið hreinu gegn þessu liði á útivelli, en ég verð að viðurkenna að þetta leggst ferlega illa í mig. Mig stórverkjar í litlu tána, ég er nær ekkert spenntur fyrir að horfa á þennan leik og mig langar helst til að ljúka honum af sem fyrst. Kannski er þetta bara svartsýni og bölsýni í mér, en ég hef það bara svo sterklega á tilfinningunni að við stefnum í stórslys á morgun.
Þannig að ég ætla að gerast svo svartsýnn að spá Haifa-liðinu 1-0 sigri á morgun, sem þýðir að við komumst ekki inn í riðlakeppni Evrópu. Þessi spá á sér ekki við nein rök að styðjast hjá mér, bara slæm tilfinning sem ég hef fyrir þessum leik og ekkert annað.
Vonandi hef ég kolrangt fyrir mér. Áfram Liverpool!!
hehe 1-0 tap. ég spái 0-1 eða 0-2 sigri okkar. Ég held að menn viti hvað er undir og nú þýðir ekkert rugl. Við mætum dýrvitlausir til leiks og tökum þetta.
vissulega er maður stressaður fyrir leikinn en ég held að við munum að minnsta kosti ná 1-1 jafntefli sem dugar áfram.
Í gömlu vinnunni minni var ég ábyrgur í 10 ár fyrir getraunum um úrslit leikja í efstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Mitt lið þar er Fram, og þrátt fyrir góðan árangur oft og tíðum, þá varð eitt stórt atriði mér oft að falli: Ég bara gat ekki veðjað á tap minna manna! Mér var meinilla við það.
Ég skil sosum pælingar Kristjáns og þessi verkur hans hlýtur að vera mikill. En ég get bara alls ekki tekið undir þennan ótta, ég get ekki séð að við förum að tapa á móti þessu liði og til að vega upp á móti spá Kristjáns, þá spái ég okkar mönnum 2:0 sigri. Pennant skorar og Sissoko af öllum mönnum!!
(p.s. gaman væri að vita af hverju þessi mikli ótti er í Kristjáni – og kannski fleirum? – gagnvart þessum leik.)
Þetta gæti orðið erfitt… úff
Þetta verður erfiður leikur og mikil barátta en ég held að okkar menn hafi fengið vægt sjokk í þessum tveimur leikjum þ.e. gegn Maccabi Haifa og Sheff.Utd. Við þurfum að byrja að spila eins og menn og skapa okkur fleiri færi. Hins vegar tel ég afar líklegt að við hefðum t.d. unnið Sheff.Utd ef við hefðum ekki lent í þessum meiðslum í þeim leik (Riise og Carra).
Við vinnum þennan leik á morgun og skorum við snemma mark, þeir jafna og þannig verður í hálfleik 1-1. Síðan opnast allar flóðgáttir og við vinnum 5-1.
ps. Kristján það má EKKI spá Liverpool tapi!
Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og spái því að við tökum þetta 3-1. Bellamy, Garcia og Crouch með mörkin.
Aldrei þessu vant er ég sammála Agga í einu og öllu, þó ég sé reyndar dálítið stressaður fyrir þennan leik! :rolleyes:
Kristján, af hverju er Kuyt fjarri góðu gamni?
þú ert ekki sá eini sem ert hræddur við þennan leik frændi.. eftir að hafa séð okkar lið um helgina er ég mjög stressaður yfir þessum leik. Hyypia virkar þyngri en í fyrra og þessi varnalína okkar núna vantar alla samæfingu..
vona bara að við náum að skora 2-3 mörk..
ég er búinn að vera stressaður yfir þessum leik í 2vikur og í nótt dreymdi mig tap 3-2.
en ég trúi því ekki að við töpum. spá 1-2
Æi ég veit ekki með leikinn. Hef trú á Crouch í leiknum og vil að hann byrji inná. Það er líka eitt með það að tippa á Liverpool, Aldrei setja Liverpool á “örugga miðan”. :laugh: shit hvað það hefur floppað oft hjá mér.
Hannes – Kuyt var ekki kominn til Liverpool í tæka tíð til að vera skráður fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar. Hann verður svo gjaldgengur um leið og riðlakeppnin hefst, ef við komumst í gegnum leikinn á morgun, og verður með liðinu í deildinni strax á næsta laugardag.
Hólmar – skil þig vel frændi, það er einmitt það sem veldur mér mestum áhyggjum. Vörnin okkar er illa samhæfð, þessir leikmenn þekkjast lítið og hafa ekki spilað marga leiki saman. Haifa-menn gætu hæglega nýtt sér þau vandræði okkar. Vonum þó ekki.
ekki séns að við klúðrum þessum leik !!
:biggrin:
Þetta er einmit umhverfið sem liverpool hefur þrifist í í langan tíma.
Ef að allir gætu lagst á eitt og barist á morgun líkt og Sissoko gerir í hverjum einasta leik þá tökum við þetta auðveldlega. Kemur allt of oft fyrir að við þurfum að skíta lengst upp á bak til að geta farið að berjast og leggja okkur fram!
:confused:Ég er verulega áhygjufullur eftir leik helgarinnar. Já verulega verð ég að segja :confused:
Mér er líka illt í stóru tánni……. :confused:
Já, ég veit hreinlega ekki hvað skal segja. Gríðarlega erfiður og mikilvægur leikur framundan og ég er eins og Kristján með það að ég er hreinlega ekkert alltof bjartsýnn. Segi í sífellu við sjálfan mig að þetta eigi hreinlega að hafast og að okkar menn þurfi að vera algjörlega á afturendanum ef þetta á að fara illa. Ég mun þó ekki, hef ekki gert og ætla mér ekki að spá okkar mönnum tapi. Spái því 1-1 jafntefli og við förum örugglega áfram :biggrin:
Veit einhver hvenær Dirk Kuyt verður tilbúinn fyrir sinn fyrsta leik með Liverpool?
Hér er fyrsta viðtalið sem að hann gaf Liverpool
Enjoy.
http://www.youtube.com/watch?v=2AMuROM1A2Y
Kuyt er þegar klár í slaginn. Hann hefði getað spilað gegn Sheffield United ef Rafa hefði valið hann í hópinn, en stjóranum þótti það víst of snemmt þar sem hann var bara búinn að æfa einu sinni með liðinu frá félagaskiptunum. Hann verður væntanlega í hópnum á laugardag gegn West Ham á Anfield, og jafnvel í byrjunarliðinu.
Hann er hins vegar ólöglegur fyrir leikinn gegn Maccabi Haifa annað kvöld, þar sem Liverpool þurftu að skrá 25 leikmenn fyrir heimaleikinn gegn Haifa fyrir tveimur vikum og Kuyt var augljóslega ekki orðinn Liverpool-leikmaður þá. En hann verður skráður í riðlakeppnina ef við lifum leikinn annað kvöld af og verður með þar. Þannig að leikurinn gegn Maccabi Haifa annað kvöld er eini leikurinn sem hann má ekki spila með Liverpool í vetur, eftir það er hann fyllilega löglegur í allar keppnir.
Ég ætla ad bydja menn ad halda ró sinni, Tetta er Maccabi Haifa ekki Barcelona. Ef ad vid vinnum tá ekki audveldlega tá høfum vid ekkert i cm ad gera 😡
CL meinti ég :blush:
Já já. Við megum ekki gleyma því að þó fyrri leikurinn hafi þróast illa að þá unnum við nú samt leikinn. Svo þurfum við ekki að spila á þeirra heimavelli þannig að ég vil meina að öll vötn liggi til okkar. Ég spái því að Liverpool verði 0-1 yfir í hálfleik og þarmeð sé björninn unninn.
Ég er ansi hræddur um að þetta verði bras í kveld, Maccabi liðið á eftir að mæta dýrvitlaust til leiks í von um að komast í riðlakeppnina enda talað um að 10-12 milljónir punda séu undir í því dæmi öllu saman. Ég yrði ekki hissa á meiðslum og erfiðleikum fram í leikinn en Liverpool klárar þetta klárlega á getunni og reynslunni seint í leiknum þegar maccabi menn hafa blásið úr sér allt þol. Leikurinn fer líklega 1 eða 2 – 0 fyrir Liverpool menn og held ég að Crouch-inn verði áberandi í kvöld.
Ég óska SSteina til hamingju með örugga spá – og okkur auðvitað öllum til hamingju með að vera komnir í meistaradeildina. Auðvitað var þetta erfitt! En sætara er það bara fyrir vikið 🙂