Riðill C!

Liverpool, PSV Eindhoven, Bordeaux og Galatasaray

Þannig fór drátturinn í dag. Ég held við getum verið nokkuð sáttir við þennan riðil. Þetta eru allt erfið lið en við eigum samt góða möguleika á að sigra í þessum riðli. Ég meina, Chelsea drógust gegn Barcelona á meðan Man U og Arsenal fengu svipað erfiða riðla og við, þannig að við getum varla kvartað.

Þetta verður skemmtilegur riðill. Bordeaux eru kannski lakasta liðið af þessum þremur en við eigum hæglega að geta unnið alla leiki hérna … en getum líka hæglega tapað fyrir öllum þessum liðum.

Ég hlakka til fyrsta leiks!

12 Comments

  1. Þurfum ekkert að kvarta yfir þessum riðli. Ég er ekkert svakalega spenntur fyrir tyrkjunum þó..þeir eru með svo villta stuðningsmenn. En þetta verður spennandi. Mestu skiptir að við erum í Meistardeildinni og nú er bara að taka hvern leik fyrir sig. Einn leik í einu..takk fyrir.. 🙂

  2. ohhh … ég var að vona að við hefðum fengið FC Köben, því það hefði verið snilld að fara á Parken og sjá leikinn!

    Fínn riðill og við vinnum hann … ekki spurning.

  3. Já, þetta er rosalega fínn riðill. Við erum klárlega með sterkasta liðið í riðlinum og eigum að vinna öll þessi lið á Anfield. Töpum svo í Tyrklandi og gerum jafntefli á hinum völlunum. Málið dautt. 🙂

  4. Liðinu finnst örugglega ekkert leiðinlegt að fara aftur til Istanbúl, fínar minningar þaðan! 🙂

    En Chelsea menn geta litið á björtu hliðarnar, þeir lenda þá allavega ekki á móti Barcelona í 16 liða úrslitunum! 😉

  5. Ég er nú ansi smeykur fyrir PSV. Þeir voru helvíti góðir í fyrra og Galatasaray gætu líka gert okkur erfitt fyrir.

    Samt hugsa ég að við komumst áfram ;D

  6. Þetta gat verið verri riðill… við ættum að fara uppúr þessu.

    Hins vegar mun ég sjá Man U , Benfica og Celtic á Parken 🙂

  7. Þetta verður ísí písí japanísí 🙂
    Já og til lukku með nýja hausinn á síðunni, hann er loksins sjáanlegur.
    Mjög fínt.

  8. Jæja, Eiður fær að lumbra á vinum sínum í Chelsea..!!

    Annars fínn riðill hjá okkar mönnum, tökum riðilinn ef við spilum á eigin styrk/getu…

  9. Sjá link hérna.

    Niðurröðunin á leikjunum…. Eins gott að við tryggjum okkur sem fyrst…. Leiðinlegt að eiga fara til Tyrklands í síðasta leiknum…

  10. Tetta er svo sem ok. Nema kanski PSV á gódum degi eru teir mjøg øflugir og spila gódan bolta,allavega sidast tegar ég sá til teirra

Jöfn deild í byrjun …

Lucas Neill á leiðinni?