Liverpool búið að bjóða í Neill (uppfært)

Sky Sports [staðhæfa að Liverpool hafi boðið](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=413065&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+make+Neill+move) í Lucas Neill, varnarmann hjá Blackburn. Við fjölluðum fyrst um þetta mál í síðustu [viku](http://www.kop.is/gamalt/2006/08/24/23.05.44/). Í frétt Sky segir:

>Skysports.com can reveal that Liverpool have lodged a bid for Lucas Neill.

>The Reds are now waiting to hear from Blackburn as to whether or not they are willing to do business.

>Neill is entering the last year of his contract and has made it clear to Rovers that he is highly unlikely to be signing a new deal.

Það er alveg ljóst að tíminn er naumur, þar sem félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun.

Einnig er talið [líklegt að Neil Mellor muni vera seldur til Preston](http://www.prestontoday.net/ViewArticle2.aspx?sectionid=75&articleid=1728719) í dag.


**Uppfært (EÖE)**: BBC hafa staðfest að [Neill sé að öllum líkindum á leiðinni til Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/5298080.stm) fyrir 2 milljónir punda. Rafa er ekkert að grínast með þessi kaup í sumar. Pennant, Bellamy, Neill. Magnað 🙂

18 Comments

  1. Aldrei þolað Lucas Neill eftir að hann fótbraut Carra á sínum tíma. Mjög sterkur varnarmaður, engin spurning um það og myndi klárlega styrkja hópinn ef hann kæmi. Maður þyrfti þó að gleypa talsvert af munnvatni til að sætta sig við hann í rauðri treyju. Ef þetta gengur eftir, þá er ekkert annað að gera en að gera við hann eins og aðra leikmenn og styðja þá til dáða hjá félaginu. Hann mun þó klárlega ekki byrja ferilinn í uppáhaldi hjá manni, ef þetta gengur eftir.

    Held að það sé nokkuð klárt að ef þetta gengur í gegn, þá þýðir það endalok Kromkamp sem Liverpool leikmanns. Hvort það nái að klárast fyrir lokun gluggans, eða í janúar, er ekki gott um að segja.

  2. Ég verð að viðurkenna að ég fæ smá óbragð í munninn þegar ég sé þessa frétt um Lucas kappann.

    Ennnn….ef hann kemur þá treysti ég Rafa og styð hann. Rafa er ekkert að standa í einhverri vinsælda kosningu. Hann er að leita að mönnum með baráttuvilja og sem leggja sig alltaf 110% fram.

    Fyrst er að sjá Neill í rauðri treyju….og svo smám saman fyrirgefa honum……

    Og ég verð að viðurkenna að mér finnst það ekki mikil meðmæli að hann hafi spilað fyrir Millwall lengi…

    Gaurinn sem rotaði man city leikmanninn í síðustu umferð kemur úr þeirri akademíu líka..

    En Rafa veit hvað hann er að gera…in Rafa we trust.

  3. Kom Ben Tatcher ekki frá Wimbledon? Mig minnir það nú án þess að vera 100%.

    En með Lucas Neill, æji ég veit það ekki. Segji eins og Steini, hef aldrei þolað manninn eftir árásina á Carra hérna um árið, en maður mun klárlega skipta um skoðun(ala Bellamy) ef hann kemur. Hann er klárlega sterkari en Kromkamp held ég.

    En hverjir ætli fari núna áður en glugginn lokar? Mellor, Krompamp, TLT, Flo….fleirri? Salif Diao?

  4. Jæja, þá er bara eftir að kaupa Robbie Savage og Tugay og þá erum við komnir með alla vondu kallana frá Blackburn 🙂

  5. Er Lucas Neill virkilega betri en bara Kromkamp og Peltier? Á móti Chelsea voru sendingarnar hans hræðilegar! Svo fannst manni hann alltaf vera á mörkunum að láta reka sig útaf! ..sem hann einmitt gerði í fyrsta leik tímabilsins gegn Portsmouth og var svo í banni gegn Everton.

    Hann virkar á mig sem mjög grófur varnarlega og klaufskur sóknarlega. Ég er hinsvegar bara búinn að fylgjast með honum í þessum tveimur leikjum eftir að hann var bendlaður við okkar ástkæra klúbb. Getið þið sagt mér einhverja fallegri hluti um hann? Ég sá hann t.d. ekkert á HM.

    Við fyrstu sýn líst mér allavega alls ekkert á þetta! 🙁

  6. Thatcher kemur frá Milwall, ekki Wimbledon.
    Nonni sendi inn – 30.08.06 10:58 – (Ummæli #6)

    Með viðkomu í Wimbledon, Tottenham og Leicester.

  7. Ef við fengjum núna bara eftirfarandi þá værum við kominn með eina mest hötuðustu leikmenn úrvalsdeildarinnar:

    Robbie Savage, Blackburn – Duncan Ferguson, everton (getur verið að hann sé farinn þaðan) – Fallmann Robben, c$$$$i og Lee Bowyer, WH…. Þoli engan af þeim og þar á meðal er Lucas nokkur Neill !

    En ég treysti meistara RAFA og ef hann vill fá þessa óþekktarorma (þegar búinn að fá Bellamy og Pennant) þá það….. Sjáum til hvernig þeim gengur að aðlagast Liverpool (gefum þeim ca. 5-10 leiki áður en maður fer að gagnrýna þá um of….)

  8. Hlýtur að vera stuð í jólaboðinu þetta árið.
    Saman á borði. Carra, Pennant, Bellamy og L.Neill. 😉

  9. Ég held að Rafa fari létt með að virkja þessa vandræðagemlinga, Pennant, Bellamy og Neill. Kannski höfum við gott af því að eiga nokkra kalla sem vilja drekka blóð og borða glerbrot í eftirrétt… Fótbolti er karlmennskuíþrótt… Ekki það að þeir sem fyrir eru hjá L’Pool séu einhverjar kellingar… 😉

  10. Reyndar hefur Neill ekki verið í neinum vandræðum utan vallar að ég held, og Pennant lítið í vandræðum innan vallar. Þannig að ég held að þessir kappar séu nú ekki beint í sömu “kategoríunni”. Í mínum huga talsvert ólíkt.

  11. Fótboltalega séð er Neill frábær kostur og ég held að hann muni þjóna okkur betur en Jan Kromkamp. Hann hefur allt sem þarf, fótboltalega séð, til að standa sig vel í Englandi.

    Persónulega séð þá er ég hins vegar ekki viss um að ég sé sáttur við þessi kaup. Rafa hlýtur að hafa talað við menn innan liðsins, hann hlýtur að þekkja sögu Neill og Liverpool-manna, færi vonandi ekki að taka sénsinn á því að valda pirringi meðal herbúða liðsins.

    Ég er allavega nokkuð viss um að ef Neill semur við okkur verður hans fyrsta verk einkafundur með Carra. 🙂

  12. Ég hef ekki séð neitt til Lucasar O´Neils, en einungis bara heyrt góða hluti um hann sem leikmann, sbr HM í sumar. Og það er alltaf pláss fyrir frambærilega knattspyrnumenn í Liverpool sem styrkja hópinn, það er engin spurning.

    En getur einhver sagt mér af hverju við erum að kaupa varnarmann. Finnan, Peltier, Kromkamp, Agger, Carra, Palletta, Riise, Aurelio, Warnock. Er þetta ekki alveg nóg?

    Miklu frekar væri ég til í einhvern back-up fyrir Pennant á hægri kantinum (Gerrard og Garcia eiga að mínu mati ekki að spila þá stöðu), eða hreinlega bara annan miðjumann. Sissoko meiddur, Gerrard og Alonso eiga enn eftir að komast í form og Zenden hefur verið að spila svona upp og ofan.

    Við verðum að átta okkur á því að við spilum líklegast um 60 leiki í vetur, það þarf að vera breidd í öllum stöðum. Breiddina í vörninni þarf ekki að styrkja að mínu mati.

  13. Gleymdi meira segja kónginum Sami gamla Hyypia í upptalningunni, það má ekki gera. Hann á náttúrulega að vera fyrstur á blaði.

  14. Ef að Neill kemur þá er nú nokkuð ljóst að Kromkamp er á leið í burtu

  15. Neill er nú ekki kominn, fyrsta tilboði (2M GBP) var hafnað og tíminn til að prútta er orðinn naumur.

  16. Held að þetta sé svona orsakasamhengi í þessu. Það hefur verið vitað að Kromkamp vill halda heim til Hollands og þetta er væntanlega fyrst og fremst hugsað sem hægri bakk út og annar í hans stað. Ef Kromkamp færi og enginn kæmi inn í staðinn, þá værum við með lítið cover fyrir Finnan, allavega vil ég ekki sjá Carra spila þar því hann á bara að vera í miðverðinum.

    Ljósasti punkturinn varðandi Lucas er í mínum huga að hann á frábæran afmælisdag :biggrin:

Kuyt leikmaður ársins í Hollandi

Söngvarinn Dirk Kuyt