Persónulega séð, þá var helgin hjá mér frábær. Ég skellti mér norður í land og eyddi helginni í faðmi fjölskyldunnar en hápunktur helgarinnar var í gær þegar ég fór út í Hrísey þar sem uppáhalds frændi minn var að gifta sig. Hann er ári yngri en ég og við höfum þekkst alla ævi þannig að þetta var sérstakur dagur fyrir hann og að vissu leyti mig líka. Dagurinn var vissulega æðislegur, persónulega.
Fótboltalega séð, þá var þessi helgi SÚ ÖMURLEGASTA Í MÖRG ÁR. Þessi frændi minn sem var að gifta sig? Þessi sem ég hef þekkt alla ævi? Hann er EVERTON AÐDÁANDI. Þið getið rétt ímyndað ykkur … ég fór á Strikið í miðbæ Akureyrar og horfði á leikinn innan um aðra bálreiða Púllara, og í kjölfarið kveið mig mikið að taka ferjuna út í Hrísey. Ég meina, ég hlakkaði til að mæta í brúðkaupið og skemmta mér … en ég kveið því ótrúlega mikið að hitta brúðgumann.
Ég lifði kirkjuna af, þar var allt bara eins og venjulega í brúðkaupum, en strax í anddyrinu á veislunni varð mér ljóst að þessi dagur yrði erfiður. Eins og venjan segir mættu brúðhjónin og gestir tóku á móti þeim með kampavín um hönd og skáluðu fyrir þeim. Þau þökkuðu fyrir sig og það var um það leyti sem brúðguminn leit í áttina til mín … og dansaði örlítið í sporunum við að sjá mig.
Jamm. Brúðgumi, í móttöku eigin brúðkaupsveislu, að monta sig yfir stórsigri sinna manna á mínum mönnum. Ég ætla ekkert að lýsa restinni af deginum nánar, en þetta eina litla dæmi sýnir ykkur vonandi hversu skrýtinn gærdagurinn var. Á vissan hátt einn af hápunktum ársins hjá mér, en á annan vissan hátt líka algjör lágpunktur.
En allavega, að leiknum. Ég öfunda Einar Örn ekki af því að hafa þurft að skrifa leikskýrslu um þennan leik en nú degi síðar langar mig að ræða aðeins um hann. Og eins og venjulega þegar ég skrifa sunnudagshugleiðingar ætla ég að gera þetta í punktaformi, af því að ég er búinn að vera að keyra í roki og rigningu í allan dag og nenni því ekki að skrifa almennilegan pistil. En þetta eru allavega mínar pælingar eftir hörmungar gærdagsins:
1. Rafa á ekki að þurfa að þola neina gangrýni fyrir liðsvalið í gær. Ekki eina einustu. Fyrir leikinn hefði enginn kvartað yfir því liði sem við stilltum upp, ekki einu sinni því að hafa Gerrard á kantinum því sú liðsuppstilling kom okkur í þriðja sætið með rúmlega 80 stig á síðasta tímabili. Fyrir leikinn hefði enginn kvartað yfir því að hafa Hyypiä og Carragher í liðinu, en þeir gáfu tvö mörk í gær. Ef einhver þykist geta gagnrýnt Rafa um liðsuppstillinguna er sá hinn sami hræsnari af hæstu sort.
2. Á móti kemur að þeir leikmenn sem léku leikinn í gær ollu sjálfum sér, yfirboðurum sínum, Rafael Benítez og aðdáendum liðsins gríðarlegum vonbrigðum. Þetta var nágrannaslagur og okkar menn stóðust einfaldlega ekki prófið. Hvort sem viðkomandi er enskur og heitir Gerrard, Carragher eða Crouch eða hvort viðkomandi er spænskur og heitir Alonso, García eða Reina … þeir ollu allir vonbrigðum í gær. Allir. Ellefu stykki sem léku illa og töpuðu illa. Varamennirnir þrír fá kannski ekki sömu gagnrýni, þar sem Riise meiddist strax, Pennant lék aðeins örfáar mínútur og Kuyt þurfti að spila einn frammi í leik sem var þegar tapaður, en annars er hægt að segja að þetta sé algjörlega leikmönnunum að kenna.
3. Þótt þessi eini leikur hafi farið illa er ekki þar með sagt að okkar menn eigi ekki lengur séns á titlinum. Ef við skoðum töfluna gefur hún í raun bæði ástæðu til bjartsýni og svartsýni. Það er vissulega dapurt að vera strax heilum átta stigum á eftir Man U en á móti kemur að við eigum leik til góða á þá og Chelsea, sem eru fimm stigum fyrir ofan okkur. Þá erum við tveimur stigum fyrir ofan Arsenal, sem hafa byrjað tímabilið enn verr en við, og einu fyrir ofan Tottenham sem hafa leikið einum leik fleira. Þannig að þetta gæti verið betra, en þetta gæti líka verið verra, og miðað við að þetta tímabil virðist ætla að vera jafnara í toppbaráttunni en síðustu 3-4 ár þá er allt of snemmt að afskrifa nokkuð lið, Liverpool þarmeðtalið.
4. Þótt þessir ellefu leikmenn hafi spilað eins og smástelpur í gær er ekki þar með sagt að þeir séu ekki nógu góðir til að skila árangri í rauðu treyjunni. Miðað við gærdaginn er Steven Gerrard svona fimmti besti miðjumaðurinn í Liverpool-borg, en við vitum vel að það er langt því frá að vera hið sanna í málinu. Miðað við gærdaginn er Tim Howard betri markvörður en Pepe Reina, og Gary Naysmith betri sóknarbakvörður en Steve Finnan og Fabio Aurelio til samans. Höfum það á hreinu að þessi eina ömurlega frammistaða liðsins í gær breytir nákvæmlega engu um getu liðsins né líkur þess á að ná árangri til lengri tíma litið. Hins vegar gætum við saknað þessara þriggja stiga í deildinni þegar upp er staðið næsta vor, en vonandi kemur það ekki að sök.
5. Það eru tvær hliðar á hverri sögu og hér kemur hin hliðin: eins lítil áhrif og þessi tapleikur ætti að hafa yfir heilt tímabil litið … þá er ekki hægt að neita því að það er ALGJÖRLEGA ÖMURLEGT að tapa fyrir Everton! Og það þrjú-fokking-núll!!! AUÐVITAÐ LÍÐUR OKKUR ILLA! Það er fátt í heimi fótboltaaðdáandans sem er jafn ömurlegt og að þola svona ömurlega helvítis leiki!
Þannig að ég legg til að menn noti það sem eftir er af helginni og mánudeginum til að blóta, bölsótast, rífast og skammast yfir liðinu og frammistöðu þess á laugardaginn. Næstu tvo dagana eru þeir ALLIR AUMINGJAR með tölu! Á þriðjudaginn mæli ég svo með því að menn vakni fullir bjartsýni og reiðubúnir í næsta leik, sem er gegn PSV í Meistaradeildinni.
Næstu tveir leikir eru algjörlega ómetanlegir fyrir tímabilið sem er framundan. Úr því að við töpuðum illa fyrir nágrönnunum og erkifjendunum í gær ríður á að liðið spili betur strax á þriðjudag og nái betri úrslitum. Ekki af því að þetta er make-or-break leikur fyrir Meistaradeildina, við gætum unnið hana jafnvel þótt við töpum fyrir PSV, heldur af því að ef liðið spilar svona illa tvo leiki í röð mun það hafa alvarleg áhrif á sjálfstraustið. Og af því að …
… næsti leikur á eftir PSV er við Chelsea á Stamford Bridge. Ef okkar menn mæta þangað eftir tvö slæm töp og með lítið sjálfstraust verður þeim slátrað af Englandsmeisturunum. Úr því að Everton-leikurinn tapaðist er algjörlega nauðsynlegt að ná allavega jafntefli gegn Chelsea eftir viku, bæði til að missa þá ekki lengra frá okkur í deildinni og upp á sjálfstraustið að gera.
Þannig að endilega farið að mínum ráðum: verið brjálaðir yfir ástandinu þangað til á miðnætti annað kvöld, mánudagskvöld. Breytið þá um taktík og pælið í framtíðinni. Það er hollt að taka út reiðina og horfa svo fram á veginn. 🙂
Ég var akkúrat að vonast eftir að fá einn sunnudagspistil frá þér. Fínir punktar. Hef svo sem ekki miklu að bæta við, þar sem ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu mikið lengur.
Við skulum vona að þetta verði lægsti punktur tímabilsins og svipað og 4-1 tapið gegn Chelsea í fyrra verði virkilega til að koma liðinu almennilega af stað.
Ég er enn að jarma yfir úrslitunum og skammast mín ekkert fyrir það. Ég tek auðvitað Pollýönnu á þetta og trúi ekki öðru en að liðið geri betur á móti PSV og Chelsea. Fín heilræði Kristján, en mér finnst það samt ansi hart að kalla mann “hræsnara af hæstu sort”!! fyrir það að gagnrýna Rafa. Ég sagði í mínu kommenti um leikinn að Rafa væri frábær þjálfari en það væri margt sem mætti gagnrýna … og því spyr ég: af hverju er Rafa hafinn yfir gagnrýni varðandi þennan leik?? Af hverju má ekki gagnrýna Rafa fyrir uppstillingu og innáskiptingar?
Auðvitað er alltaf betra að vera vitur eftir á, en fyrirfram þá hefði maður sannarlega haldið að menn eins Kuyt og Pennant hefðu átt að fá allan seinni hálfleikinn t.d.
Já, þessir ellefu leikmenn sem byrjuðu leikinn voru hræðilegir, en ég er ekki að drepast úr áhyggjum yfir öllu keppnistímabilinu. Hins vegar veit maður með reynsluna frá því í fyrra, að það er vont að byrja illa.
Sem áhugamaður um fótbolta og sem ákafur Liverpool-aðdáandi sem bíður óþreyjufullur eftir enskum meistaratitli, þá áskil ég mér þann rétt að gagnrýna þá sem mér finnst eiga gagnrýni skilið.
Kristján er væntanlega að kalla þá hræsnara, sem gagnrýna liðsuppstillingu einungis *eftir* leikinn.
Jamm, þetta er rétt hjá Einari. Ég hef sem og allir gagnrýnt þjálfarann fyrir liðsuppstillingar, en í þessu tilfelli meinti ég þá sem þykjast vera vitrir eftirá og reyna að halda því fram að Agger hefði auðvitað átt að spila þennan leik, þegar ég þori að fullyrða að það var enginn ósáttur við það fyrir leikinn að fá Carra inn fyrir nágrannaslaginn. En það er auðvelt að vera vitur eftirá.
Við getum nú sagt endalaust ef og hefði og Kristján Atli talar um að við náðum 3. sæti með Gerrard á kantinum eeennnn hvað hefðum við náð langt með hann á miðjunni? Ég get bara ekki að því gert að mér finnst að hann eigi að vera þar og að það eigi að byggja liðið í kringum hann sem framliggjandi miðjumann punktur.
Mér fannst Gerrard reyndar besti miðjumaður Liverpool borgar í þessum leik. Hann skilaði vinnu sinni sem kantmaður þokkalega, og var mjög óheppinn að skora ekki amk tvö mörk. Við hverju býstu af hægri kantmanni, að hann beri leik liðsins alltaf uppi? Vissulega hefur Gerrard oft leikið betur, en hefði hann haft heppnina með sér og nýtt færin sem hann var að skapa sér, hefðir þú sagt eitthvað annað. Það gekk einfaldlega ekkert upp í þessum leik.
Vissulega olli vörnin og spánverjarnir þrír miklum vonbrigðum. En af hverju gagnrýnir þú ekki frekar Xabi Alonso og kallar hann fimmta besta miðjumann í Liverpool borg? Finnst það einhvern veginn meika meira sens.
Annars er ég sammála flestu öðru varðandi þessa umfjöllun. Rafael tefldi fram reynsumestu mönnunum sem mér fannst frekar lógískt, þó ég eigi erfitt með að skilja af hverju Alonso var amk ekki tekinn útaf í leiknum.
Það er aðeins eitt sem mér þykir leiðinlegt að sjá og það er að það er alltaf talað um að þessir [11] leikmenn hafi spilað skelfilega, en þessu verð ég að vera ósammála og mér finnst menn vera að loka augunum fyrir góðum leik Momo Sissoko.
Mér fannst barátta hans til fyrirmyndar og hann var einnig að vinna tæklingar og sendingarnar voru áberandi betri en oft áður og hann átti svo sannarlega ekki skilið að vera í tapliði, ég tel að ef Liverpool hefði unnið leikinn þá hefði verið talað um góða frammistöðu Momo í leiknum.
Þó vil ég líka taka það fram að þetta var enginn stjörnuleikur hjá Momo en mér fannst hann góður og ekki eiga þessa gagnrýni skilið.
En það er nú bara mitt mat 🙂
Og að lokum vil ég þakka fyrir frábæra síðu og annars frábæra og vandaða pistla.
Takk fyrir að setja inn pælingar Krisján…þetta er mín uppáhalds liverpool síða í dag.
En aldrei þessu vant er ég “pínkulítið” ósammála þér!!!
Sko…mér finnst Rafa svo langt frá því hafinn yfir gagnrýni eftir þennan leik. Ég tek það fram að ég er eldheitur Rafa maður…viva Rafalution. Mér finnst Rafa einhvernveginn ekki alveg vera að takast að berja hópinn saman.
Vonandi fer það að ganga…því við höfum svo sannarlega ekki efni á að tapa fleiri leikjum svona illa.
En kannski er þetta bara það sem við þurftum…. smá rassskellingu til að vekja liðið.
Síðan er ég sammála Sindra með Momo..mér fannst hann alls ekki vera að spila illa. Hann var í skotgröfunum allan tímann..tilbúinn í slaginn. Annað en Alonso..sem mér finnst bara ekki vera líkur sjálfum sér þessa dagana..hef áhyggjur af því..vonandi er ekki komin heimþrá í hann. Það væri ferlegt. En það er alltof snemmt að vera að dæma það eitthvað. Cahill tók hann hálstaki þarna á einum tímapunkti og hann fór að væla eitthvað í dómarann. Sá Alonso sem ég þekki hefði harkað þetta af sér og mætt eins og grjót í næstu tæklingu við Ástralann. Hvar er harðnaglinn og baskinn Alonso??
Svo fannst mér Gerrard ekki vanta baráttuna…honum var bara fyrirmunað að hitta rammann í þessum leik. Svona er þetta bara stundum.
Þrátt fyrir það að það sé algjörlega ömurlegt að vera pakkað saman af Everton þá er engin ástæða til að örvænta. Meira að segja þó við töpum fyrir Chelsea líka um næstu helgi!!!!
Ég held reyndar að við vinnum PSV og töpum á Stamford… en eftir það verður þetta bara beinn og breiður vegur upp á við í deildinni. Svo verður bara að sjá í lok leiktíðar hvort þessi barningur í upphafi komi í bakið á okkur.
Kuyt á eftir að verða striker númer eitt. Verður með í það minnsta 15 mörk bara í deildinni í vetur…mark my words…
YNWA
Góðar pælingar Kristján og hörku leikskýrsla hjá þér í gær Einar.
Í fótbolta þurfa lið líka heppni, gegn Everton var LFC gjörsamlega lánlaust ásamt því að vera lélegir. Ef lukkudísirnar hefðu verið á okkar bandi í þessum leik þá hefði Graham Poll dæmt tvær vítaspyrnur (skil reyndar ekki hvernig hann gat sleppt því að dæma víti þegar boltinn fór í hendina á Hibbert) Auk þess sem bæði stangarskotin hefðu endað í netinu. Þarna höfum við fjögur atriði sem féllu ekki með Liverpool í þessum leik en gætu gert það í þeim næsta.
Tek undir með öðrum hér, það er áhyggju efni hversu slakur Alonso er búinn að vera í fyrstu leikjum tímabilsins. Meðan lykilmaður eins og Alonso er ekki í sínu besta formi þá nær liðið ekki sínu besta. Reyndar hafa öftustu sex (Reina, vörnin og Alonso) ekki verið að sína sínar bestu hliðar. Það sést greinilega þegar tölfræðin er skoðuð, í 6 leikjum er Liverpool búið að fá á sig 8 MÖRK. Það er búið að skora mark á LFC í öllum leikjum tímabilsins (2 meistarad, 1 góðgerðarskj, 5 deild).
Ef Liverpool á að komast á sigurbraut verða þeir að byrja á því að stoppa upp í götin í öftustu línu. Persónulega vil ég sjá Agger í liðinu á kostnað Hyypia. Hann er búinn að spila best af varnarmönnum okkar. Einnig gefur hann liðinu aukna vídd í sóknarspilinu.
Fowler er búinn að vera slakur það sem af er móti, virkar ennþá of þungur á mig. Klárlega kominn yfir sitt besta og á ekki að spila þessa leiki fyrr en líkamlegt form er orðið betra. Þó heldur maður auðvitað alltaf í vonina um að hann detti í gang. Sá leikmaður sem á að leiða sókn liðsins í vetur er Kuyt, án nokkurs vafa okkar besti sóknarmaður í dag.
Væri því alveg til í að sjá Agger og Kuyt byrja næstu leiki, hvort það sé leiðin að sigri verður svo tíminn að leiða í ljós.
Kristján segir:
Ég verð nú samt að segja að Rafa á að hafa betri yfirsýn yfir hvaða leikmenn eru leikhæfir en við hérna á klakanum. Það að t.d. ég hafi ekki gagnrýnt að Carra væri í liðinu fyrir leikinn en gagnrýnt það eftir leikinn gerir mig bara alls ekki að hræsnara.
Það var morgunljóst frá upphafi leiks að hann var ekki með í þessum leik. Það hlýtur að vera ábyrgð Rafa að velja leikmenn í liðið sem eru í leikformi, það var Carra augljóslega ekki í þessum leik.
Ég er búinn að horfa á leikinn í heild aftur og skora á aðra að gera það og horfa aðeins á hvernig Carra spilar þetta, er ítrekað á hælunum og úr takti við leikinn. Staðsetningarnar lélegar osfrv.
Að lokum vil ég taka það skýrt fram að ég dáist af Carra og tel hann Liverpool mann #1 í þessu liði. En hann hefði augljóslega ekki átt að spila þennan leik, eða í það minnsta hefði átt að kippa honum útaf eftir fyrsta markið.
Ég tek sem dæmi leik Fram og Þórs á laugardaginn. Ásgeir El. tók tvo af þremur varnarmönnum Fram af velli á 40. mínútu, því þeir voru útá þekju.
kv/
Það er eitt sem ég furða mig á að ekki er rætt meira um, það eru þessar miklu róteringar á liðinu. Þegar lið eru að ná góðum árangri er oftast verið að spila með sömu 11 mennina. Ég hef alveg hrikalega slæma tilfinningu fyrir því þegar aldrei er spilað með sömu mennina. Ég mæli með því að 11 sterkustu menn liðsins séu látnir byrja inná hverju sinni. Þá hef ég trú á því að menn nái mun betur saman.
Gústi minn…..
Auðvitað erum “við” allir held ég ekkert voða hrifnir af þessum róteringum. En ef þú kíkir á leikjaplanið framundan þá fattarðu hvað er um að vera.
Við áttum leik á laugardag, svo er leikur á morgun, sunnudag, miðvikudag, laugardag o.s.f.r….
Það eru 3-4 dagar á milli leikjanæstu 2 mánuði (fyrir utan landsleikjahlé í okt)
Ástæðan fyrir að við erum með stóran og góðan hóp eru leikjaálagið og því verður að dreyfa á menn ef við ætlum að eiga möguleika á seinni hluta tímabilsins.
Bjarni minn….
Auðvitað fatta ég leikjaplanið og að mikið er af leikjum á frekar stuttum tíma, en það er ekkert meira hjá okkur en öðrum stórliðum. Mér þykir alveg ótrúlega leiðinlegt þegar menn eru að kvarta undan eða afsaka sig vegna leikja og/eða landsleikjaálagi hvort sem um er að ræða Liverpoolmenn eða aðra. Af hverju eru sumir menn sem þola þetta álag vel og geta spilað alla leiki án þess að hrinja niður í meiðsli eða önnur slappheit, þar get ég nefnt menn eins og Gerrard, Carragher, Terry, Lampard, Rooney ofl ofl. Þessir menn hafa oftast spilað alla leiki með sínum félagsliðum og landsliðum. Þessir menn eru að standa sig framúrskarandi vel þrátt fyrir MJÖG marga leiki á hverju tímabili, eða er það kannski vegna þess að þeir spila næstum alla leiki tímabilsins???? Þessir menn sýna okkur það að þeð er vel gerlegt að spila alla þessa leiki svo lengi sem menn eru ekki að glíma við meiðsli. Það hefur bara sannað sig að lið með miklum róteringum eru ekki að ná stilla sig eins vel saman og önnur lið, það er staðreind.
Fyrir þetta tímabil ákvað ég að þegar ég tippa eða spila á lengjunni þá muni ég ALLTAF setja sigur á mína menn, enda full ástæða til að það muni gefa góða raun.
Um næstu helgi munu mínir menn mæta Englandsmeisturum síðustu tvegga tímabila á þeirra heimavelli og þrátt fyrir að Chelsea séu ekki búnir að starta tímabilinu sannfærandi, og þrátt fyrir að ég hafi ákveðið að tippa alltaf á sigur minna manna get ég ekki með góðri samvisku gert það í þetta skiptið :confused:
Jafntefli eða tap trúi ég að verði hlutskipti okkar næsta sunnudag, en mikið djöfull vona ég að ég tapi peningunum mínum ! 😉
Það er samt dálítið ósanngjarnt gagnvart Agger að vera hent á bekkinn eftir frammistöðu sína undanfarið. Ég skil samt ákvörðun Rafa að henda Carragher í liðið en spurningin er hvort ekki megi prófa Agger og Carragher einu sinni saman.
En ég endurtek sem ég hef sagt undanfarin ár að Everton er ekki fótboltalið! Þeir eru kick & run lið í efstu deild sem er fáránlegt!