Stríðsöxin grafin?

Rafa Benítez vill gleyma fyrri deilum hans og Jose Mourinho sem fyrst og koma stríðsöxinni fyrir neðanjarðar. Liverpool og Chelsea hafa mæst fáránlega oft síðan þessir tveir stjórar tóku við liðunum á sínum tíma. Leikurinn um helgina verður 12 viðureign liðanna á um tveimur árum. Það er hreint út sagt ótrúlegt. Spenna á milli þjálfaranna hefur stigmagnast eftir að liðin áttust við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2005. Rafa hefur yfirleitt ekki viljað tala um mótherja sína, heldur vill hann fókusa á leikina sem slíka og í dag ítrekar hann. Jose hefur virst vera með Liverpool á heilanum síðan þessar viðureignir fóru fram og hefur oftar en ekki byrjað að rausa um liðið okkar upp úr þurru, án þess að það sé eitthvað “build up” fyrir leiki liðanna.

Frægt er orðið þegar þeir “félagar” tókust ekki í hendur í síðustu tveim leikjum. Einnig er frægt orðið samband Jose við stuðningsmenn Liverpool, sérstaklega eftir vitleysisganginn hjá honum í úrslitaleiknum um deildarbikarinn á sínum tíma. Ég persónulega þoli ekki Jose, hrokafyllri maður hefur hreinlega ekki komið fram í Úrvalsdeildinni (eða hreinlega í enskum bolta). Ég er bara hjartanlega sammála Rafa með að tala minna, og láta verkin tala á vellinum. Rafa er því tilbúinn að rétta fram höndina þegar þeir mætast um helgina:

If he wants to shake hands, I don’t have any problems with that. I will shake his hand. I prefer to talk about football than these small things. I’ll give to him the opportunity to shake hands if he wants. We’ll go down there and be his guests on Sunday. At the end of the game, I will wait and see if he offers his hand. If he does, then I’ll shake it. Not a problem.

Jose hefur oft séð sig knúinn til að tala um leikstíl Liverpool, en oft á tíðum boðar það ekki gott að varpa stórum grjóthnullungum út glerhýsi. Rúðurnar einfaldlega brotna.

I’ve never spoken about his team, about how they play, so for me it’s time to finish with this situation. People should be talking about football. We should be talking about things on the pitch, not matters off it.

13 Comments

  1. Mér finnst ég oft meðvitaður um það hversu mikill Púllari ég er. Ég spyr mig oft hvort ég hafi mjög sterkar skoðanir á ákveðnum málum, Liverpool í hag, vegna þess að ég hafi rökin mín megin eða hvort það sé bara af því að ég er svona eldheitur stuðningsmaður míns liðs að það liti allar mínar skoðanir.

    Að því sögðu, þá er sama hversu oft ég spyr sjálfan mig að því, ég kemst alltaf að þeirri rökréttu niðurstöðu að mér finnst Rafa vera töluvert meiri maður en Mourinho hvað varðar þessar “deilur” þeirra.

    Ef við skoðum rökin:

    * Aðeins annar þeirra hefur talað illa um hitt liðið eða spilamennsku þess. Það er Mourinho.

    * Aðeins annar þeirra hefur sakað hitt liðið um svindl og heppni eftir leiki. Það er Mourinho, sem er enn að væla yfir marki Luis García í Meistaradeildinni fyrir 17 mánuðum síðan.

    * Aðeins annar þeirra tók þá ákvörðun eftir einn leikinn fyrir tæpu ári síðan að þruma sér beint inn í búningsklefa án þess að taka í hönd andstæðings síns. Það var José Mourinho.

    * Aðeins annar þeirra hefur rétt fram sáttahönd, sagst vilja hætta að tala um hið liðna og horfa fram á veginn án þess að vera að tilgangslausum deilum. Það er Rafa Benítez.

    Eru þessi rök mín lituð af því hversu mikill Púllari ég er, eða stendur ekki bara svart á hvítu í þessari upptalningu að José Mourinho sé bitur einstaklingur, uppfullur af falskri ranglætiskennd og hroka?

    Ég veit ekki, hvað finnst öðrum? Er ég bilaður eða er þetta bara svona afdráttarlaust?

  2. Ég held að það sjái það hver heilvita maður, púllari eða ekki púllari, að þetta er alveg afdráttarlaust.

    Held að Móri ætti að sjá sóma sinn í því að hætta þessu í eitt skipti fyrir öll, taka í hendina á Benítez – fyrir leik og líka eftir leikinn, þegar hann óskar honum til hamingju með sigurinn! :biggrin2:

  3. Kristján :

    “Aðeins annar þeirra hefur sakað hitt liðið um svindl og heppni eftir leiki. Það er Mourinho, sem er enn að væla yfir marki Luis García í Meistaradeildinni fyrir 17 mánuðum síðan.”

    Hvað gerði Benitez eftir leik Chelsea og Liverpool í deildinni á Stamford Bridge á síðasta tímabili?

    Mig minnir að hann hafi verið eitthvað að væla yfir Robben?

  4. Auðvitað er maður oft litaður þegar viðkemur Liverpool líkt og maður stendur með fjölskyldu sinni (og KR) EN út frá þessum staðreyndum þá hljóta allir að sjá hvor þjálfarinn er meiri karakter.

    Mourinho er frá Portúgal.
    Þjálfarar og knattspyrnumenn frá Portúgal eru óþolandi leiðinlegir og hrokagikkir.
    = Mourinho og Carvahlo eru óþolandi leiðinlegir hrokagikkir.

  5. Nonni – munurinn er sá að kvörtun Rafa Benítez átti að sjálfsögðu rétt á sér. Robben gerði sig sekan um fáránlegan leikaraskap, á meðan knötturinn fór klárlega yfir línuna hjá Luis García. 😉

  6. Þegar Robben var skotinn í andlitið þá var Benitez ekki beint að væla yfir því. Hann minntist á það og með mjög hæðnum hætti.

    Hann spurði hvar Robben væri, hvort hann væri á sjúkrahúsi. Hann þyrfti endilega að fara að kíkja á hann.

    Þetta sagði hann í hæðnum tón og með smá glotti. Annað ‘væl’ var það ekki.

  7. Já Nonni, þú er greinilega veikur fyrir hrokafullum furðufuglum :biggrin:

  8. Tja annar hefur stefnt að því að vinna ensku deidlina 2 ár í röð og gert það.
    Hinn hefur einnig stefnt að því en ekki gegnið eftir.
    Sjáum til mín kær vinir.

  9. Tja annar hefur stefnt að því að vinna Meistaradeildina síðustu 2 og unnið hana einu sinni. Hinn hefur stefnt að því að vinna Meistaradeildina síðustu 2 ár og ekki tekist það, þrátt fyrir stjarnfræðilega háar peningaupphæðir sem hann fær til verksins.

    Annar hefur stefnt að því að vinna FA Cup síðustu 2 ár og tekist það í annað skiptið. Hinn hefur stefnt að því að vinna FA Cup síðustu 2 ár og ekki tekist það, þrátt fyrir stjarnfræðilega háar peningaupphæðir sem hann fær til verksins.

    Og geriði það, ekki minnast á Porto tímabil Mórinjó, þið gleymið nefnilega alltaf Valencia tímabili Benítez.

  10. Ég gleymdi að taka það fram að commentinu hér að ofan er beint til Postulans.

  11. Ég hef ávallt talið það vera merki um heimsku og rugl að vera að tjá sig í fjölmiðlum hvort sem maður er stjóri eða leikmaður. Fjölmiðlar fara ALLTAF frjálslega með það sem menn segja og það gerist aftur og aftur og aftur en menn læra aldrei. Moaning-hó er gott dæmi um mann sem á eftir að verða slátrað af fjölmiðlum þar sem þeir hafa unun af því að láta hann opna sig og hann að sama skapi unun af því að viðra á sér kjaftinn.
    Samt hefur Benitez valdið mér vonbrigðum með yfirlýsingagleði sinni þar sem hann í raun tjáir sig aldrei í fjölmiðlum nema í kringum leiki. Hann hefur verið að tjá sig um Moaning-hó og Chelsea sem í raun er bara vatn á myllu portúgalska vitleysingsins. Þess vegna er þetta rétta skrefið hjá Rafael-i að vera sá sem vægir og vitið hefur meira og bjóða honum sáttarhönd. Hann væri meiri maður ef hann myndi ganga að Moaning-hó fyrir leik og taka í hönd hans og eftir leik líka sama hvernig fer og bara ganga í burtu betri maður. Því að velta sér upp úr svaðinu eins og svínið Moaning-hó! :laugh:

  12. Mig langar að benda Postulanum og Nonna að það var ekki verið að ræða hversu góðum árangri þessir tveir stjórar hafa náð. Það var verið að ræða hrokann í Mourinho og að mínu mati skiptir engu máli hversu góður stjóri hann er og hvaða titla hann hefur unnið, það réttlætir ekki hrokann.

    Ég er að commenta hérna í fyrsta skipti og langar að hrósa þeim sem skrifa pistla og taka þátt í umræðum fyrir málefnalega umræðu og frábæra pistla, það er himinn og haf á milli þessarar síðu og flestra annara.

DAGGER

Chelsea á morgun