Liðið gegn Chelsea:

Jæja, kortér í leik og byrjunarliðið er komið. Það kemur fátt mönnum á óvart í þessari uppstillingu nema það að Warnock heldur stöðu sinni í vinstri bakverði á kostnað Fabio Aurelio, svo og það að þeir Bellamy og Kuyt halda sætum sínum í liðinu. Eins og þetta er lagt upp sýnist mér Rafa vera að spila með Pennant og Bellamy á vængjunum sitt hvorum megin við Kuyt og Gerrard þar fyrir aftan, þannig að ég ætla að teikna þetta svo upp:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Warnock

Alonso – Sissoko
Pennant – Gerrard – Bellamy
Kuyt

BEKKUR: Dudek, Hyypiä, Aurelio, Zenden, Crouch.

Koma svo! Þetta verður massífur leikur! ÁFRAM LIVERPOOL!!!

3 Comments

  1. Jæja.. smá hálfleiks pæling…. rosalega vel spilað hjá okkur.. góð barátta… en svo þetta mark… ok kanski er ekki hægt að kenna neinum um það…. carra reyndi.. en það gerði reina ekki… afhverju reinir hann ekki annað en að standa bara kjurr… hann sér þennan bolta mjög fljótt… en horfir bara á hann fara í netið… veit það að þegar ég var í marki hér í gamladaga þá lærði maður að skutla sér á svona bolta… þessi bolti var finst mér æfingarbolti.. en bara mitt mat… mér finst kominn tími á að kvíla reina… við erum með klassa markvörð á beknum sem hefði ekki staðið kjurr…

  2. Hvaða rugl er þetta Kristján ?
    Ertu búinn að gleyma öllum endalausu klúðrunum hjá Jerzi “butterfingers” Dudek ?
    Reyna átti ekki séns í þennan bolta !

  3. mér er alveg sama hvað dudek gerði mögr mistök… við skulum vona að hann sé mað þann metnað að han sé búinn að bæta sig… annars væri hann ekki enþá hjá liverpool… við erum búnir að fá mark á okkur í öllum leikjum tímabilsins… og ég er ekkert að taka það af reina að hann hélt hreynu í eithvað rosa marga leiki í fyrra… hann kanski fera að sýna þann metnað aftur ef hann er settur á tréverkið… það virðist vera að hann megi kúka í brókina sína aftur og aftur… ekki fékk dúddi það… virtist að þá hafi verið til bara ein pólks bleyja… en rb virðist eiga lagera af spænskum…

Chelsea á morgun

Chelsea 1 – L’pool 0