Ælan sem situr í hálsinum á mér hindrar mig í að skrifa almennilega leikskýrslu í dag. Þess í dag ætla ég að koma með tíu dagsannar fullyrðingar eftir að hafa horft á þennan leik:
1. Aukaspyrnan sem dæmd er á Pepe Reina í fyrsta markinu er dómaraskandall ársins. Hann var ekki nærri vítateigslínunni, auk þess sem endursýningin sýndi hversu illa staðsettur aðstoðardómarinn var. Samt var hann handviss og flautaði á Reina, og þeir fengu aukaspyrnu á hættulegasta stað fyrir vikið.
2. Pepe Reina, hins vegar, gleymdi gullnu reglu markvarða í öllum hamagangnum í kjölfarið: varnarveggurinn tekur annað hornið, markvörðurinn hitt. Hvar var Reina þegar Speed skoraði?
3. Það er svo mikið kraftaverk að Faye skuli hafa fengið að klára þennan leik að það liggur við að ég fari að ákalla hann sem næsta frelsara mannkyns. Hvernig í ósköpunum gat dómarinn ekki gefið honum seinna gula spjaldið sitt þegar hann blóðgaði Kuyt með olnbogaskoti í fyrri hálfleik, eða þegar hann kom alla leið niður að miðju vallarins til að strauja Momo Sissoko aftan frá í þeim seinni? Hefði einhver dómari hlíft Momo við spjaldi fyrir slíka tæklingu?
4. Kolrangir rangstöðudómar, heilir þrír talsins. Og tvær augljósar vítaspyrnur í fyrri hálfleik. Ég segi þetta ekki oft, enda ekki mikið fyrir að kalla “úlfur! úlfur!” þegar dómarar eiga í hlut … en … HVER MÚTAÐI ÞESSUM HÁLFVITUM?!?
5. Við lendum 1-0 undir á útivelli í deildinni … og sækjum og sækjum … en þau fáu skotfæri sem við náum að skapa okkur enda nær undantekningarlaust uppi í stúku. Af hverju geta menn ekki (a) skilað almennilegum fyrirgjöfum inn í teiginn og (b) HALLAÐ SÉR YFIR HELVÍTIS BOLTANN ÞEGAR ÞEIR SKJÓTA!?! Þetta er ekki flókið, Alonso, ef þú ert búinn að þrykkja þrisvar upp á þakið á stúkunni hallarðu þér fram næst þegar þú skýtur. Andskotans dauði og djöfull.
6. Steven Gerrard úti á vinstri kanti. Peter Crouch, sem skoraði tvennu í síðasta leik, á bekknum. Rafa, hvað ertu að spá?!?!?
7. Hér kemur bomba, töluð beint frá hjartanu og byggt á boltanum almennt en ekki bara leiknum í dag: Það er ekki til leiðinlegra knattspyrnulið í heiminum en Bolton Wanderers!!!
8. Everton. Chelsea. Bolton. Á útivelli. Þrjú töp. Getum við ekki alveg eins gefið leikinn á Old Trafford eftir hálfan mánuð? Við vinnum aldrei deildina ef við ekki getum drullast til að hanga allavega á 0-0 jafntefli á þessum völlum. Aldrei. Munurinn á okkur og Chelsea á síðasta tímabili var sá að þeir unnu Arsenal og Man U á heimavelli og okkur í tveimur leikjum. Við hins vegar töpuðum á Highbury, Old Trafford og Stamford Bridge. Í ár, árið sem við ætluðum að bæta okkur enn frekar og vinna titilinn, getum við bætt Goodison Park og Reebok Stadium við þá tölfræði.
9. Eltingarleikur. Ég veit að liðinu okkar finnst gaman að mála sig út í horn og bjarga sér svo á ævintýralegan hátt, en það gengur einfaldlega ekki í deildarkeppni að ætla alltaf að gefa keppinautunum í toppbaráttunni 5-10 stig í forgjöf. Það er ljóst í mínum huga, þótt það sé langt því frá að vera tölfræðilega ómögulegt, að við munum ekki vinna titilinn í ár. Á næsta hausti þarf eitt að breytast, við þurfum að vinna okkar fyrstu leiki! Þetta er svo leiðinlegt að láta sig hlakka til allt sumarið og mæta svo bara vonbrigðum í ágúst og september að það hálfa væri nóg. Ég er búinn að fá nóg af þessu!
10. Í dag léku fjórtán leikmenn fyrir Liverpool. Í dag léku fjórtán leikmenn illa fyrir Liverpool. Enginn maður leiksins í dag, og ekki heldur neinn skúrkur. Rafa og leikmennirnir fá falleinkunn í dag og verða að taka sig á í næstu útileikjum til að þetta tímabil fari ekki bara í vitleysu. Dómarinn og aðstoðarmenn hans, hins vegar, ættu að skammast sín.
Hef ekki meira um þetta að segja. Mun ekki horfa meira á knattspyrnu þessa helgina, og er því eiginlega fegnastur að við skulum fá tveggja vikna frí eftir þennan hroðalega, andstyggilega, hryllilega, ömurlega, fáránlega, gufusoðna, dragúldna, illa lyktandi og mölétna viðbjóð sem okkur var boðið upp á í dag.
Hef ALDREI verið jafn ánægður að missa af leik hjá Liverpool og núna…
Mjög góð skýrsla annars Kristján…
Er liverpool ekki bara deyjandi lið? Ég er búinn að vera liverpool maður frá því að pabbi minn tók mig með sér á leik þegar ég var pínu lítill gutti. Þetta er ein af mínum fyrstu minningum þar sem að ég er á vellinum í alltof stórum búning af frænda mínum. En ég bara get ekki annað en fyllst uppgjöf þegar ég horfi uppá svona töp. Við eigum að vinna BOLTON!!!!
:mad:Hvílík hörmung. Vera 60 ? 70% með boltann og skapa sér varla færi í leiknum. Eina sem sást voru skot utan af vellinum og helmingur þeirra framhjá. Reina virðist öllum þeim heillum horfinn sem afbragðsmarkmenn hafa með sér og er ekki að sýna neina heimsklassamarkvörslu sem þarf að vera til staðar ef lið á að vinna leiki þegar það er að spila illa.
Andleysi liðs og þjálfara var algjört og ömurlegt að horfa uppá þetta. Þar skildi ekki á milli manna, enginn öðrum betri.
Gerrard, Pennant, Bellamy allir að spila undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar og svo náttúrúlega Reina sem ég vil setja á tréverkið. Það er orðið ansi hart þegar maður er farinn að væla um Dudek inná. En á þessu tímabili er ekki neinn vafi í mínum huga lengur. Reina er ekki nema meðalskussi og er ekki í neinu stuði og inná með Dudek.
Við höfum verið að gagnrýna lið eins og Chelsea en það er ekki sanngjarnt lengur. Okkar mönnum væri nær að taka lið Chelsea sér til fyrirmyndar. Þeir vinna sýna leiki nánast undantekningartlaust þó þeir séu ekki að spila vel. Þar er alltaf einhver sem stígur upp og leiðir liðið til sigurs og markmaður þeirra gerir það þá ef aðriir gera það ekki.
Fyrir svo utan að vörn þeirra er amk. klassa betri en okkar þar sem mistök á mistök ofan raðast upp leik eftir leik. Það þýðir heldur ekki að vera að væla yfir mistökum í dómgæslu, þau eru einfaldlega hluti af leiknum og jafnvel þó aðstoðardómarinn sé engan veginn starfi sínu vaxinn þá bitnar það oftast á báðum liðum.
Með sömu spilamennsku getum við þakkað fyrir að vera um miðja deild þegar upr staðið.
😡 😡 😡 😡
þessar uppstillingar hjá rafa eru bara fáránlegar, hann er með fullt af mönnum og ég skil ekki hvað hann er að gera með gerrard úti á kanti. hann er nýbúinn að kaupa menn sem geta leyst þær stöður: gonzales, aurelio og pennant. segir þetta ekki bara okkur að þessi kaup voru klúður?
Nú ætla ég að fá að bölva aðeins á prenti….
Andskotans, helvítis, djöfullllllllll 😡
Mikið skelfing er ég búinn að fá nóg af þessu djöfulsins jójó ástandi á okkar mönnum…
Ég hefði getað bitið hausinn af þessum hörmungas línuverði…..en mig langaði líka til að öskra mig hásan á okkar menn…þeir létu berja sig í köku í þessum leik. Mér fannst eins og þeir hefðu enga trú á þessu.
Það er bara eitthvað mikið að. Að tapa á móti þessu ömurlega liði er bara síðasta sort.
Argggggggggggggggggggggggggg 😡
Við erum með þvílíkan hóp núna…en við erum ekki með lið. Punktur. Rafael Benites þarf að fara í mikla naflaskoðun núna. Kerfi RÓT er ekki að ganga upp….mér er alveg sama hvað hver segir. Gerrard á miðjuna….ALLTAF…..Punktur.
Byrja á því strax….þannig átti það að vera. Benites talaði um það að liðið yrði byggt upp í kringum einn besta knattspyrnumann í heimi. Benites er búinn að gleyma þeim orðum. Hörmungas.
Skítt með að fá þessi 2 mörk á okkur…en afhverju í andskotanum getum við ekki skorað í leikjum sem þessum ég fékk strax á tilfinninguna að þetta yrði einn af þessum leikjum sem ekkert myndi ganga upp og maður myndi æla yfir að horfa á Diouf rífa kjaft
Vil hrósa Kristjáni Atla fyrir mjög sanngjarna leikskýrslu og verður hann eini maðurinn sem ég hrósa hér … leikmenn Liverpool og þjálfarateymið geta skammast sín, dómararnir – fífl, áhorfendur og áhangendur eins og við = við eigum skilið betra frá liðinu sem við elskum. Ég er ekki að djóka með það, en ég er gráti nær … og eflaust svipuð æla og Kristján Atli er með hindrar mig í að skrifa meira.
já mikilvægast er að ná stöðugleika í upphafi móts, maður gerir það ekki með þessum róteringum. Hvað í andskotanum hefur Bellamy gert til að réttlæta að Peter Crouch sé tekinn strax út úr liðinu eftir að hafa skorað tvö mörk?
:rolleyes: Afsakið félagar ég gleymdi að þakka fyrir frábæra leikskýrslu sem sagði í raun allt sem segja þarf um þennan leik en samt. Við verðum að fá að blása þegar okkur er boðið uppá kveðjleik frá titilsókn LFC á þessu leikári 🙁 Það er líka ástæða til að þakka þeim félögum sem halda úti þessari síðu og skila leikskýrslum sem oftast eru frábærar og alltaf góðar. :wink:og halda uppi málefnalegri umræðu og allt það. Semsagt þakkir 🙂
Að Peter Crouch hafi ekki byrjað inn á hljómar eins og ein mesta þjálfaraheimska sem ég hef heyrt um. Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða? Við vitum að Benitez er góður þjálfari og margfalt betri en Houllier en þetta meikar engan sens.
Fyrir utan það átti það lið sem byrjaði inn á augljóslega að hafa Bolton án stórátaka. Ég varð alveg óendanlega fúll þegar ég sá þessi úrslit hér á síðunni, missti af leiknum (feginn því). Liðið á líka að vera nógu sterkt til að vinna þessa andstæðinga þrátt fyrir afdrifarík dómaramistök, og þótt þau séu nokkur.
Houllier gengur nú ágætlega með Lyon, stendur a.m.k. betur að vígi í frönsku og Liverpool í þeirri ensku :confused:
Menn mega nú ekki alveg missa sig núna. Vissulega var þetta slakt og það sem hefur háð okkur undanfarin tímabil háir okkur en og það er að ná að nýta okkur þá yfirburða stöðu sem við náum í leikjum, búa til færi og klára þau svo.
Mér finnst bara Rafa vera að stefna í gjaldþrot með þessa stefnu sína að vera skipta mönnum út og inn þótt að þeir séu að gera góða hluti í liðinu, þú getur ekki einu sinni verið öruggur um að lenda á bekknum þótt að þú hafir átt stór leik.
Þá getur það ekki verið gott fyrir samvinnuna í vörninni að vera alltaf að skipta út mönnum, Rafa veldu þína 4 og haltu þig við þá í nokkra leiki.
Og ég segi en og aftur Rafa, settu Gerrard í frjálst hlutverk á miðri miðjunni, hvort sem er í 3, 4 eða 5 manna miðju og stiltu liðinu upp í kringum hann en ekki setja liðið upp og síðan að reyna að finna pláss fyrir hann eins og manni finnst stundum þú vera að gera.
Áfram svo Liverpool.
þETTA VAR NÚ EKKI SVO SLÆMT Í DAG MARGT JÁKVÆTT. VIÐ SKÖPUÐUM FULLT AF FÆRUM EN ÞAÐ SEM VANTAR UPPÁ ER BARA AÐ KLÁRA ÞAU. EN GET SAMT VERIÐ SAMMÁLA AÐ SÍÐASTA RÆÐUMANNI. FINNA HINU FJÓRU ÖFTUSTU: FINNAN, CARRA, AGGER OG AURELIO. MIÐJAN: ALONSO, MOMO, GERRARD OG GONZALES. FRAMMI DIRK OG CROUCH. SPILA MEÐ TÍGULMIÐJU OG GERRARD FREMSTAN ÞAR MOMO AFTASTAN, SPEEDY OG ALONSOÞ ÞETTA TEL ÉG VERA GÓÐA UPPSKRIFT AF GÓÐUM SIGRUM Í FRAMTÍÐINNI.
KVEÐJA VILHELM
Hver mútaði þessum hálfvitum er spurt. Svar:
Sam Allardyce! Hann fékk nóg á sínum tíma og notaði peninginn til að nýta sér “dómaratríóið” í dag. Þvííííílíka ruglið með þessa aukaspyrnu sem leiddi til fyrsta marksins! Því í andskotanum flaggar línuvörðurinn ef hann er staðsettur á fáránlegum stað og ekki einu sinni í beinni línu við “brotið”? Og svo annað…MAÐUR FLAGGAR EKKI NEMA MAÐUR SÉ POTTÞÉTTUR Á EINHVERJU OG HANN GETUR EKKI HAFA VERIÐ POTTÞÉTTUR Á ÞESSU KJAFTÆÐI ÞEGAR HANN STENDUR HINUMEGINN Á LANDINU!! 😡
Svo er eitt í viðbót. HATA DÓMARARNIR PETER CROUCH??? Það er alltaf flautað á manninn sama hvað það er og svo er hoppað í hann, á hann, undir hann, ofan á hann osfrv og ekkert dæmt þegar hann dettur! Helvítis dómaraskandall og rugl að tapa fyrir þessu miðlungs-kick&run-liði Bolton! Þetta voru 3 stig ALL DAY LONG með eðlilegri dómgæslu.
…eitt enn..við spiluðum ekki vel en við yfirspiluðum Bolton á tímabili og það er ljóst að Bolton parkeraði rútunni fyrir markið í þessum leik!
Jæja strákar….
Mér finnst alveg magnað að lesa það sem menn skrifa um Crouch núna miðað við á sama tíma í fyrra, skjót skipast veður í lofti! En það er bara gott að menn eru farnir að meta srákinn!
Hins vegar er nokkuð ljóst að það verður að hvíla menn líka og Bellamy kemur með aðra breitt inn í liðið en Crouch og ég treysti Benitez að velja það lið sem hentar best hverju sinni. Það er bara nokkuð ljóst að mennirnir sem eru á vellinum þurfa hugarfarsbreytingu, þeir mega ekki ganga að sigrum vísum og vanmeta andstæðinginn sem mér finnst þeir oft gera gegn minni liðum!
Held að menn hérna á blogginu eigi bara að slaka aðeins á þótt að á móti blási því að liðið hefur alveg sýnt getu sína, t.d. gegn Newcastle, og núna þurfum við bara stöðugleika og ég hef trú á að hann komi!
You’ll Never Walk Alone!
Menn mega alveg eiga von á því að Bolton fái að spila hart þegar þeir spila á heimavelli, enda eru þeir erfiðir heim að sækja.
Hvað dómaraákvarðanir varðar, þá finnst mér nú að menn eigi bara að láta sér fátt um finnast þar sem þetta er bara hluti af leiknum. Ekki kvartaði ég t.d. þegar Newcastle átti að fá 3 (sumir segja bara 2) í þeim leik, þótt við hefðum reyndar átt að fá eina líka.
Ég tek þó undir það með Kristjáni að ég hata Bolton af öllum lífs og sálarkröftum. Ekki er það vegna þess að þeir eru einhverjir fjendur Liverpool eða keppinautar líkt og Man Utd, Chelsea, Everton o.fl. heldur einfaldlega af því að þeir eru svo ógeðslega leiðinlegt lið.
En hvað varðar að parkera rútunni eins og eikifr vildi meina að Bolton hefði gert (sem getur svo sem vel verið, ég sá ekki leikinn), að okkar ástkæra lið Liverpool virðist aldrei spila upp á annað en jafntefli þegar þeir leika á útivelli í meistaradeildinni (sem er líka fínt)
biggun: Gerard Houllier er ekki lélegur þjálfari, en hann tók við Lyon liði sem hafði orðið franskur meistari fjögur ár í röð. Það væri ansi lélegt ef hann væri ekki efstur í deildinni.
Eitt að lokum: Af hverju fær Fowler aldrei að spila?!?!?!?!?! 😡
Held það sé svo sem ekki mikið við Benitez að sakast miðað við hvernig þetta spilaðist. Hefði Hyppia átt eitthvað mark hefði maður getað skammast. Maður setur reyndar spurningamerki við það að hafa heitan Crouch ekki inná. Það er hins vegar alveg ljóst að við erum að keppa um 2-4. sætið enn eitt árið. Þessi leikur sýndi það.
Ég er í engu skapi til að tjá mig um þennann leik, en PÉTUR? er ekki í lagi með þig? Fowler?
Reynum að hafa þetta á málefnalegum grundvelli.
Ég verð að vera ósammála Nonnanum. Menn eiga að geta efast um ákvarðanir Benitez og mér finnst þær oft mjög skrýtnar.
1) Þessar endalausu róteringar, t.d. með vörnina. Það gekk langbest í fyrra þegar sama vörnin hélt velli.
2) Að hafa Gerrard eins og einhverja aukatusku sem hann veit ekki hvað hann á að gera við. Inná miðjuna með hann. Sissoko er frábær tæklari en Liverpool tapar boltanum ótrúlega fljótt með hann innanborðs.
3) Að skipta næstum því aldrei inná fyrr en alltof seint. Undantekningarnar hafa skilað sér..t.d. í Istanbúl.
4) Hvað segir Dúddi þessa dagana??? Það er ekki heil brú í leik Reina.
5) Eru aukaspyrnur og hornspyrnur æfðar á Melwood. Hversu oft skorar Liverpool úr þeim? Hversu oft skora andstæðingarnir á þá? Hvað með löngu innköstin hans Riise??? Hefur einhverntíman eitthvað komið út úr þeim?
6) Er sóknarleikur æfður??? Þetta virðist allt vera svo tilviljunarkennt og enginn veit hvert hann á að hlaupa eða gera. Liðið er ótrúlega lengi að koma sér fram völlinn.
You´re only as good as your last game. Liverpool er ekki í lagi þessa dagana.
Get ekki verið meira sammála þér, leið og Bolton komst yfir þá bjóst ég við því að þeir ynnu, og þvílíkt hvað leikir með bolton geta verið þunglyndislegir, ég nennti ekki að horfa á þetta í lokin, bara búin að fá nóg af þessu ógeðis bolta sem spilaður var. eins þarf að fara hugsa um þessar róteringar eru þær til góðs til lengdar? held að þær séu góðar ef við stefnum að meðalmennsku 3-7 sæti sem við virðumst stefna á, annað en chelski og manutd sem spila alltaf á sama kjarnanum en þetta er þráður í annað röfl læt þetta duga í bili
Strákar, strákar, er ekki allt í lagi með suma hér á þessu spjalli?
Að halda því fram að Reina eigi að fara á bekkinn er eitt mesta bull sem ég hef heyrt lengi. Það er ekkert honum að kenna frekar en þeim sem stóðu í veggnum að Speed skoraði. Menn eru fljótir að gleyma hversu óöruggur Dudek er í markinu.
Ákvörðun línuvarðarnins réði úrslitum í þessum leik. Bolton fær sjaldan mörk á sig á heimavelli og að gefa þeim eitt mark í forskot með rangri dómgæslu réði úrslitum í þessum leik.
Liverpool yfirspilaði Bolton lengstan hluta leiksins. Í hálfleik hafði Bolton náð tveimur skotum á markið (annað þeirra var úr aukaspyrnu Speed sem þeir fengu gefins) og í síðari halfleik náðu þeir líka tveimur á sínum eigin heimavelli. Við verðum að hafa í huga að heimavöllur Bolton er einn allra erfiðasti útivöllur á Englandi.
Það eina sem hægt er að kvarta yfir er færa nýting liðsins. Að ná 8 skotum á rammann en engu marki er ekki nógu gott. En gleymum því ekki að lukkudísirnar þurfa líka að vera á okkar bandi til að þessir boltar detti inn. Sem dæmi stangarskot Alonso nokkrir sentimetrar til hægri og við hefðum komist í 1-0. Það er stutt á milli hláturs og gráturs í boltanum.
Það er fullt eftir af mótinu og ennþá möguleiki að ná efstu sætum. Við eigum ekki að detta í þá grifju að afskrifa liðið eftir 7 leiki í deild það sem 38 leikir eru spilaðir.
Og fyrir þá sem búnir eru að gleyma því þá náði Liverpool sínum besta árangri á síðasta tímabili með Gerrard á hægri kanti (ath frjást hlutverk sóknarlega líka) og hann náði sínum besta árangri í skorun 23 mörk.
Áfram Liverpool
Að breyta sigurliði í næsta leik á eftir er að mínu viti ekki líklegt til árangus í hvert skifti. Meistari Rafa þarf aðeins að pæla í því. Halda sig við sama 11 manna hópinn sem vann síðasta deildarleik, stöðuleikinn næst ekki annas.
Vona að október færi okkur poolurum fleiri sigurleiki.
Sammála með að þessar róteringar eru orðnar frekar þreytandi. Hins vegar finnst mér frekar kaldhæðnislegt þegar menn eru kvarta undan að Crouch fái ekki að spila meira. Eru þetta kannski þeir sömu og kvörtuðu yfir því að Crouch skyldi vera alltaf í byrjunarliðinu í fyrra þegar hann skoraði ekki neitt.
Rafa er bara samkvæmur sjálfum sér. Liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð með Bellamy í byrjunarliðinu og markmiðið hjá honum núna er að brjóta múrinn hjá Bellamy líkt og hjá Crouch í fyrra.
Er það líklegt til árangurs að vera sífellt að brjóta einhverja múra fyrir einstaklinga? Og það á kostnað manna sem eru að spila vel. Crouch spilaði næstum alla leiki í fyrra án þessa að gera miklar rósir,,, núna er hann búinn að finna sig og þá fyrst eru tækifæri hans takmörkuð. Skil þetta ekki.
Það er reyndar engin kaldhæðni í neinu, jafnvel þó að einhverjir hafi sem kvartað höfðu yfir Crouch á sama tíma í fyrra, haldi öðru fram núna… forsendurnar eru gjörbreyttar. Í fyrra var enginn framherji að skora mörk,,, þannig að Crouch var ekki að halda neinum markaskora á bekknum.
Tek undir það að leikurinn var ekki skemmtilegur en það sem olli mér mestum áhyggjum var vilja- og baráttuleysi Liverpoolleikmanna. Mér fannst þeir daufir og oft ekki nenna að taka verulega á. Eina skiptið sem ég sá almennilega baráttu var þegar Carra óð fram allan völl og öskraði almennilega á menn í kjölfarið. Eins fannst mér menn hálf hræddir við líkamsstyrk Boltonmanna og það er ekki gott.
Þá veldur það mér áhyggjum að Gerrard virðist ekki ánægður þessa dagana. Ég get ekki séð að hann sé ánægður með sitt hlutskipti á vinstri kannti og hann virkar áhugalaus miðað við byrjun síðasta tímabils. Miðjan er hans staður bæði með Liverpool og landsliðinu
Sammála Birgi. Aðlögun einstaka manna á ekki að vera á kostnað liðsins. Þetta snýst um að koma liðinu sem lengst en ekki að prófa menn (sbr. Bellamy núna) endalaust þar til þeir fara að skila mörkum. Liðið hlýtur alltaf að koma nr.1 og síðan einstaka menn.
Það er mun rökréttara að Bellamy fái að koma inn á fyrir Crouch, setji þá allt á fullt til að fiska eftir byrjunarliðssæti í næsta leik. Það væri heilbrigð samkeppni.
Sammála Birgi. Aðlögun einstaka manna á ekki að vera á kostnað liðsins. Þetta snýst um að koma liðinu sem lengst en ekki að prófa menn (sbr. Bellamy núna) endalaust þar til þeir fara að skila mörkum. Liðið hlýtur alltaf að koma nr.1 og síðan einstaka menn.
Það er mun rökréttara að Bellamy fái að koma inn á fyrir Crouch, setji þá allt á fullt til að fiska eftir byrjunarliðssæti í næsta leik. Það væri heilbrigð samkeppni.
Mikið er ég búinn að pirra mig lengi á þessu atriði sem Daði bendir á hér að ofan:
Mér finnst þær þó hafa skánað örlítið(ekki mikið) horn- og aukaspyrnur en hvað er með þessi fok…. innköst?!? Það er ALDREI hætta á ferð með þessi löngu innköst hjá Riise, ALDREI. Það eina sem þessi innköst gera er að “tempóið” dettur niður í sókninni og varnarmenn andstæðinganna fá að koma sér almennilega í stöður. Þetta minnir mann á íslenska landsliðið og er það ekki góður samanburður almennt séð.
Manni sýnist þó með aukaspyrnurnar að Gerrard sé að fatta það núna þessi misserin að fallhlífaboltar virka ekki heldur er betra að fá þá fastari rétt fyrir ofan meðalhöfuðhæð. Eitthvað sem ég og flestir þjálfarar í Ensku Úrvalsdeildinni vorum löngu búnir að fatta.
Ég verð nú að viðurkenna að þetta á margan hátt undarleg umræða hérna á spjallinu.
Ég skil ekki þá sem vilja Reina úr markinu. Hann er svo margfallt betri en Dudek að það hálfa væri nóg. Hann átti ekki sök á mörkunum tveimur. Ef það á að kenna einhverjum um þá er það maðurinn sem var að dekka Campo þegar hann skoraði. Þetta er í annað sinn í tveim leikjum sem Finnan lætur jarða sig inn í teig og hitt liðið skorar. Ég verð að viðurkenna að stundum finnst mér eins og þessi vinsæli hægri bakvörður gæti komist gagnrýnislaust í gegnum heilt tímabil. Að kenna Reina um markið í stað Finnan er besta dæmi þess.
Svo skil ég ekki þessa Crouch umræðu. Jú hann skoraði vissulega tvö mörk í síðasta leik. Vel gert. En hann gat ekkert á móti Bolton. Hann fékk heilan hálfleik og maðaur spurði sig allan tíman – af hverju í andsk. var Kyut tekinn út af. Klárlega miklu betri leikmaður en Crouch.
Og enn skil ég ekki þessa – inn á miðjuna með Gerrard umræðu. Hann hefur marg sagt sjálfur að honum líki vel að spila úti á hægri kannti. Hvort spila eigi Sissoko eða Pennant er engin spurning í mínum huga. Pennant er langt frá því að vera heimsklassa á meðan Sissoko hefur byrjað tímabilið af fítons krafti. Einhver hérna sagði að Gerrard væri ekki svipur hjá sjón. Ég get vel tekið undir það en það er þá þessur endalausu róteringum að kenna frekar en fílu yfir að fá ekki að spila miðjunni. Ég sá dapran Gerrard í sumar með enska landsliðinu og þá var hann á miðjunni. Aftur á móti sá ég einn besta leikmann í heimi sem skilaði 23 mörkum síðasta vetur eins og Krizzi bendir á hér að ofan.
Þetta rótation system hans Rafa er að fara verulega í taugarnar á mér. Er ekki bara málið að stilla upp sterkasta liðinu og reyna að vinna alla leiki strax. Rafa sagði sjálfur þegar hann var að verja kerfið að hann vildi frekar eiga ferska fætur í vor og vinna titla. Ég er ósammála þessu. Keppnirnar eru þegar byrjaðar og þar er ekkert mál að tapa þeim strax á haustin ef maður setur ekki á fullt gas í upphafi. Það er eins og undirbúningstímabilið sé enn í gangi.
Ég vona svo að ég særi ekki heittrúaða en mér finnst Carrager ekki vera búinn að finna sig í haust. Hyypia kallinn sýndi það á móti Bolton að hann á fullt inni og lang sterkasti skallamaðurinn í liðinu. Ég held að Hyypia – Agger sé ekki svo vitlaus hugmynd en þá set ég líka inn í formúluna að Carrager sé Færeyingur en ekki Englendingur sem á fast sæti í línu bara út af þjóðerninu.
Ég vil svo taka það fram að þrátt fyrir gagnrýnina hér að ofan finnst mér margt jákvætt í leik liðsins og er viss um að meiri samheldni og sigurvilji myndi skila okkur fleiri sigrum. Afnám rotation systemsins tel ég myndi hjálpa mikið í þeim efnum.
Áfram Liverpool!
Sælir félagar
Mér finnst ótrúlegt að lesa þessa umræðu. Eftir leikinn á móti GALA þá var bjart yfir öllum og eini svarti sauðurinn var Aurelio. Eftir þennan leik er bókstaflega allt að. Fljótt skiptast veður…Eins og bent var á hér að ofan er það liðið sem skiptir máli ekki einstaka leikmenn og Gerrard er þar ekki undanskilinn. Hann er marg oft búinn að segja sjálfur að hann sé sáttur við að spila þar sem Rafa segir honum að spila. Gerrard skoraði 23 mörk í fyrra og hann spilaði fæsta leiki þá sem miðjumaður. Hann er ekki bundinn á kantinum heldur fær hann frjálst hlutverk til að sækja án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verjast. Það kom vel í ljós í leiknum á móti GALA hversu mikilvægt það er að hafa mann eins og Sissoko. Um leið og það kom pressa á LFC þá lak allt í gegnum miðjuna og Gerrard hvarf sóknarlega. Gerrard á það til að vera dapur og hann lenti á einum svoleiðis degi í gær. Hann var áhugalaus og gerði ekkert til að koma sér inn í leikinn. Ég get alveg verið sammála því að Sissoko er ekki sá besti á boltann en málið er að Alonso á að sjá um að dreifa spilinu og hann var eins og Gerrard í gær: dapur. Leikurinn í gær tapaðist ekki af því að Rafa breytti liðinu heldur af því að menn voru ekki tilbúnir í að berjast og mæta Bolton af fullri hörku. Menn nýttu ekki færin þegar þau gáfust og svo má náttúrulega ekki gleyma hinum ágæta línuverði. Ég vorkenndi Rafa í gær að þurfa að horfa á steindautt Liverpool lið í 90mín. Ef menn eru áhugalausir og hreint út sagt lélegir þá getur þjálfarinn lítið gert. Þetta var bara einn af þeim leikjum sem LFC dettur niður á þetta plan og þá þurfa menn að hafa karakter til að rífa sig upp. Leikmannahópur Liverpool er svo mörgum klössum fyrir ofan Bolton að þá á ekki að skipta máli hverjir spila en þeir sem spila þurfa allir að sýna sitt rétta andlit og því miður voru alltof margir farþegar í gær. Menn mega ekki alveg gleyma sér í gagnrýninni á Rafa, hann er ekki þarna af ástæðulausu og veit eflaust hvað hann er að gera.
YNWA
Ég ætla að hafa þetta stutt: Það er mín skoðun að Liverpool(sem og önnur lið) væru í neðri deildum ef stuðningsmenn gagnrýndu ekki liðið harðlega þegar það stendur sig illa. Og þessir menn væru ekki á launum við að spila fótbolta ef ekki væru stuðningsmenn.
Er þetta ekki alveg á hreinu hjá mönnum?
Einfalt mál, ég er gjörsamlega sturlaður úr bræði ennþá og er samt tæpur sólarhringur liðinn frá leiknum. Ég hef bara sjaldan orðið jafn brjálaður yfir einum leik eins og í gær. Nokkrir punktar hérna í svipuðum dúr og skrif Kristjáns, sem btw kom með frábæra leikskýrslu.
1. Af hverju í fjáranum er ekki hægt að stilla upp sama liðinu annað slagið. Þetta Rotation dæmi er farið að fara all svaðalega í pirrurnar á mér.
2. Hættið þessu andsk. væli með Stevie G og hvar hann er skráður á vellinum. Hann er bara off form, simple as that. Hann er að spila á sömu slóðum og í fyrra, þannig að kött ðe krapp og hættið að væla um “Stevie á miðja miðjuna”.
3. Peter Crouch!!!! Af hverju í andskotanum er ekki hægt að spila þeim sem eru “heitir” tvisvar í röð. Ég bara er ekki að ná Rafa með þetta.
4. Þessi vesalingur sem heldur að hann sé línuvörður í fremstu röð er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Hvað var eiginlega í gangi? Vann þessi maður einhverja samkeppni úr Kornflex pakka og fékk að hanga á línunni í leik? Hvar grafa menn upp svona grasasna?
5. Aurelio ekki með! Hverjum á þá að kenna um tapið? Kenni honum bara samt um það, helv.. brassinn alltaf jafn slæm áhrif á liðið. Nei, þeir sem eru að klikka eru menn eins og fyrirliðinn okkar. Það er akkúrat í svona leikjum sem hann þarf að stíga upp og rífa sig upp úr meðalmennskunni.
6. Það er eftir svona leiki sem má rótera liðinu, eða öllu heldur þá á að henda þeim öllum með tölu út úr hópnum. Það á ekki að henda mönnum út eftir að góður sigur vinnst, heldur þegar menn eru með illa lyktandi rönd upp á bak og alveg upp á hnakka.
7. Djöfull er þetta Bolton lið alveg ömurlega leiðinlegt og það eru bara fáir sem fara jafn hörmulega í taugarnar á mér eins og þessi sjálfumglaði auli hann Sam A. Hann er nákvæmlega eins og gaurinn í myndinni forðum daga, sem stýrði enska landsliðinu. Man ekki hvað hún heitir, en þeir eru eins. Munurinn er að annar var leikari í hálgerðri gamanmynd, en hinn tekur sig alvarlega. Sorry, bara þoli ekki manninn og langaði hreinlega að ráðast á skjávarpann í gær þegar ég sá hann rauðann og þrútinn í framan og nánast búinn að kafna í eigin tyggjói.
8. Þoli heldur ekki svila minn sem situr hjá mér og er fokking Man.Utd maður og er að nudda mér upp úr öllum hlutum núna og meira að segja hefur náð að pirra mig á FORMÚLUNNI, og ég sem hef engan áhuga á henni.
9. Joey Barton er SNILLINGUR.
Jæja…mesta reiðin yfir tapi gærdagsins fokin út í veður og vind… :blush:
Gott að fá innlegg sem gefa smá jafnvægi í umræðuna. Ég er sammála Bjarka í flestu. Okkar menn létu bara Bolton bolana berja úr sér allt baráttuþrek. Bolton er bara svona lið..miðlungs leiðindarlið sem kemst langt á því að leggjast í bakið á andstæðingum í hvert skipti sem þeir fá boltann. Og ef Bolton sannar eitthvað þá er það að það er hægt að komast askoti langt á seiglunni og smá tuddaskap. Fótbolti getur verið skrýtin Kú.
Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að hætta þessu miðjutali með Gerrard en missti mig í fýlunni í gær. Ennn….ég er samt ennþá þeirrar skoðunar að heillvænlegra væri fyrir Liverpool sem lið að hafa Gerrard á miðjunni. Svo ekki orð um það meir fyrr en í Janúar 2007 frá mér…. 🙂
Áfram Liverpool
Ég get nú ekki annað en hlegið…meðan ég var að skrifa mitt innlegg eftir að hafa lesið síðasta innlegg Bjarka þá dettur innlegg Ssteinn inn. :biggrin:
Sem er greinilega ennþá brjálaður yfir tapi gærdagsins…i feel you…Sigursteinn.
Ekki skrýtið ef þú ert með Man unt frænda til að nudda salti í sárin á fimm mín fresti.
Við erum bara 6 stigum á eftir efsta sætinu svo ekki er öll von úti enn. Svo ég leiki smá Pollýönnu…þú mátt bíta hausinn af mér fyrir það..ég er með breitt bak. Þoli það.
You will never walk alone!
Mér sýnist að við söknum Harry Kewell hrikalega mikið ótrúlegt nokk, jafnvægi liðsins er alveg farið þegar hann vantar á vinstri enda gat hann bæði sótt og varist af krafti ásamt því að halda breidd og góðum staðsetningum.
Gerrard veit ekkert hvernig á að spila þarna og Gonzalez er enn of villtur fyrir smekk Rafa greinilega. Nú þurfum við að draga menn úr stöðum og breyta okkar leik lítillega til að koma mönnum fyrir, leikaðferðir Rafa eru bara svo nákvæmar og taktískar að leikmenn eru ekki enn að skilja sín hlutverk enn.
Enn eru einnig nýjir leikmenn að koma inn og það er mikill munur á Liverpool eftir því hvort við höfum átt leik í Evrópu nokkrum dögum áður. Flestöll þessi útileikjatöp hafa komið eftir leiki í Evrópu.
Svipað eins og þegar Wenger hvíldi Lehmann (kom mun sterkari tilbaka) þá held ég að Reina hafi gott að því að fá smá hvíld sem þýðir þó ekki að Dudek sé jafngóður markmaður, alls alls ekki. Eitt af því sem gerði vörnina svo frábæra í fyrra var hvernig Reina stjórnaði henni.
Ég tók eftir því í leiknum gegn Galatasaray að Reina lenti í miklum misskilningi við fyrst Agger og síðan Finnan um hver ætti að taka bolta sem kom innfyrir vörnina…ekki beint traustvekjandi.
Það er eins og hann skorti sjálfstraust og siguráruna sem hann hafði yfir sér í fyrra. Nú þarf Rafa að sýna að ENGINN er öruggur með byrjunarliðssæti og prófa Dudek í 1-2 leiki finnst mér.
Ég var froðufellandi fokking pirraður eftir leikinn í gær enda ömurlegt að tapa gegn svona anti-fótbolta idiotum eins og þessu Bolton skítaliði. Það sorglegasta er að nú heldur fíflið hann Sam Allardyce að hann sé að gera eitthvað rétt og heldur áfram að eyðileggja fótbolta sem íþrótt. 😡
Það er ljóst að það sem Rafa er að gera núna mun nýtast okkur í framtíðinni – bæði verða menn sprækari seinna á tímabilinu og einnig mun það að láta menn eins og Gerrard o.fl. fá meiri skilning á liðinu og taktík að prófa ný hlutverk.
En who fokking cares, við viljum árangur strax. Við erum búin að bíða svo lengi eftir Englandsmeistaratitlinum og Rafa virðist ekki skilja það. Deildarkeppnin er vissulega langhlaup en ekki sprettur en samt er þessi rotation policy Rafa komin út í algera öfgar – 94 leikir í röð.
Maður hefði haldið að gáfulegra væri að rótera mikið seinna á tímabilinu t.d. í kringum jólaleikina. Ef við viljum gera önnur lið hrædd við okkur VERÐUM VIÐ AÐ GERA ALLT TIL AÐ BYRJA TÍMABILIÐ VEL.
Rafa frekar en aðrir stjórar okkar virðist ekki vera að skilja hvað þarf enn eitt árið…….
🙁
Ég held að við getum verið sammála því að róteringa kerfið hans Rafa sé ekki að virka en getur einhver sagt mér hvers vegna er ekki meiri barátta í liðinu í haust?
Mér finnst einhvern veginn að neistann vanti í liðið, liðið virkar þungt og svifaseint. Það getur verið að einstaka leikmaður sé að virka leik og leik en liðið sem heild er ekki en komið í gang og mér líður eins og undirbúningstímabilið sé ennþá.
Svo verð ég setja út á aukaspyrnuna í gær, dómararnir geta svo sem alltaf gert mistök en að sóknarliðum leyfist í aukaspyrnum að blokka menn sem eru að fara á móti þeim sem tekur hana eins og var gert við Carra þegar að Speed skoraði í gær er óþolandi, það var alveg augljóst að Bolton maðurinn hindraði Carra í árásinni og ekkert var dæmt, Carra hafði góða möguleika á að komast fyrir skotið.
Hélt ég myndi aldrei segja þetta en Benítez má fara til Inter ef þeir bjóða væna summu (50m+), ég er óánægður með uppstillingu hans á liðinu í hverjum einasta leik, er það gott mál eða ?
Í fyrsta lagi þá er aldrei um svona háar summur að ræða þegar stjórar fara á milli liða, það eru hreinir smáaurar í stóru myndinni.
Í öðru lagi þá sé ég engan veginn hvernig það ætti að koma stöðugleika á liðið að láta mann fara frá okkur sem er á tveimur tímabilum búinn að landa stærsta bikar í keppni félagsliða sem til er í veröldinni, og svo sjálfum FA Cup.
Þótt einhverjir íslenskir stuðningsmenn séu ekki sammála liðsuppstillingunni, þá þarf nú aðeins meira en það til að fara alveg yfir um og skipta um kall í brúnni. Nei, takk.
Tad var bara tímaspursmál hvenær yrdi dæmt svona á Pepe, hann hefur MARGOFT farid langt út úr teignum med boltan tó hann gerdi tad ekki núna, eg er búin ad bída eftir tessu lengi. Helv.. línuvørdurinn beid eftir tessu hefur ørugglega verid búin ad ákveda tetta fyrir leikin, ad ødru leiti er ég sammaál øllu bølvi og ragni um lfc tessa dagana