Þrátt fyrir slappa byrjun í Úrvalsdeildinni ensku hafa okkar menn hafið leiktíðina í Evrópu af krafti. Jafntefli á útivelli gegn PSV var fín byrjun og í síðasta leik unnu okkar menn svo óþarflega nauman 3-2 sigur á Galatasaray heima. Næst liggja fyrir tveir leikir við franska liðið Girondins de Bordeaux, sá síðari á Anfield eftir tvær vikur en fyrst ferðast okkar menn til Frakklands og leika þar annað kvöld.
Nú, af okkar mönnum eru helstu tíðindin fyrir þennan leik þau að Steven Gerrard verður fjarri góðu gamni, en hann ferðaðist ekki með Liverpool til Frakklands í morgun þar sem hann er með smávægileg meiðsli á hásin. Þó er talið að hann verði orðinn heill heilsu fyrir stórleik helgarinnar gegn Man U – enda grunar marga að þessi meiðslafrétt sé lítið annað en yfirskin og verið sé að hvíla hann fyrir þann leik. Þá fundaði Rafa Benítez stjóri víst með fyrirliðum og öðrum lykilmönnum liðsins eftir leikinn við Blackburn um helgina þar sem menn reyndu að stilla saman strengi sína og ræddu það hvernig best væri að koma spilamennskunni aftur í góðan farveg, þannig að það er ljóst að hvort sem liðið leikur vel eða ekki á morgun munum við sjá menn reyna allt hvað þeir geta til að spila vel.
Af Bordeaux-liðinu er það að frétta að þeir hafa ekki unnið Meistaradeildarleik frá árinu 1999 og sitja sem stendur í fimmta sæti frönsku deildarinnar eftir 1-0 sigur á Mónakó um helgina. Ef ykkur finnst fimmta sætið ekkert spes árangur hjá liði í Meistaradeild, rifjið þá snöggvast upp hvar í ensku Úrvalsdeildinni okkar menn eru staddir í dag.
Allavega, hjá Bordeaux eru nokkrir leikmenn sem við ættum að kannast við, til að mynda miðjumaðurinn Stéphane Dalmat sem lék fyrir Tottenham um skeið og Johan Micoud sem varð þýskur meistari með Werder Bremen fyrir rúmum tveimur árum og var á tímabili orðaður við Liverpool. Þá leikur þar einnig tékkneski sóknarmaðurinn Vladimir Smicer, sem þarfnast engrar kynningar á þessari síðu. Persónulega vona ég að hann nái að spila báða leikina gegn okkar mönnum, og þá sérstaklega á Anfield þar sem hann mun vafalítið fá góðar móttökur.
Annars hef ég pælt aðeins í byrjunarliði okkar manna og komist að þeirri niðurstöðu að Rafa mun reyna að breyta eins litlu og hann getur milli leikja, til að liðið nái upp smá tempói. Hann neyðist til að gera eina breytingu vegna fjarveru Gerrard og þá tel ég að hann muni einnig kippa Pennant út úr byrjunarliðinu, á meðan hann mun eiga Daniel Agger og Dirk Kuyt inni fyrir leikinn gegn United, en sá síðarnefndi ferðaðist þó með til Frakklands og verður á bekknum. Þá er Robbie Fowler lítillega meiddur og missir einnig af.
Liðið okkar á morgun verður því líklega svona skipað:
Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise
García – Sissoko – Alonso – Aurelio
Bellamy – Crouch
BEKKUR: Dudek, Paletta, Warnock/Peltier, Zenden, Gonzalez, Pennant, Kuyt.
MÍN SPÁ: Ég hef einfaldlega ekki trú á að þetta Bordeaux-lið sé nógu sterkt til að valda okkur miklum vandræðum í Evrópukeppni, en manni gæti þó alltaf skjátlast. Það liggur mikið við að okkar menn nái í það minnsta að spila almennilegan fótbolta á morgun, sýna eitthvað sem hægt er að byggja á fyrir leikinn á sunnudaginn, en þótt ég telji mjög litlar líkur á tapi fyrir þessu Bordeaux-liði er ég ekki sannfærður um sigur gegn því. Rafa mun leggja mikla áherslu á sterka vörn á útivelli og svo er spurning hvort við náum að stela sigurmarki eða ekki.
Ég spái að þetta verði annað hvort 0-0 jafntefli eða þá að við laumumst burtu með 0-1 sigur. Vonandi er hið síðara nær sannleikanum.
Áfram Liverpool!
Á því sem ég heyri verður Vladi ekki með á morgun en það er líklegra að hann snúi aftur á Anfield.
Ekki það að ég vilji vera svartsýn (og ekki hef ég mikið fyrir mér í þessu) en ég hef það á tilfinningunni að Liverpool muni tapa þessum leik – spái 2-1 !
Við náum svo að rífa okkur upp fyrir manure og vinnum þann leik 3-1 !
YNWA
Hef einmitt miklar áhyggjur af þessum leik. Ef þetta er léttleikandi franskt lið sem gírar sig vel upp á móti stórliðinu Liverpool erum við væntanlega að horfa á 2-0 tap. Ef við spilum illa í þessum leik tel ég engar líkur á öðru en tapi á OT.
Hef engar áhyggjur. Við vinnum þennan leik. Vona bara að Kuyt byrji inn á og Pennant og Garcia verði á köntunum. S.s. við stillum upp eins sterku liði og völ er á að mínu mati.
Smá vangaveltur út af rotation kerfinu hans Rafa. Mín tilfinning er sú að hann hafi ekki róterað liðinu eins mikið í fyrra og nú í ár. Er þetta ekki rétt hjá mér? Í fyrra var nánast ekkert róterað með vörnina. Gerrard og Kewell áttu nánast öruggt sæti í liðinu á sitt hvorum vængnum og Alons á miðjunni. Sissoko og Hamann skiptu svo hinni stöðunni á miðjunni á milli sín. Það var bara framlínunni sem var róterað mikið. Finnst endilega að þetta hafi verið svona.
Við vinnum líka manu um næstu helgi. Alveg viss um það.
Áfram Liverpool!
Léttleikandi franskt lið? Hvernig væri að menn kynntu sér nú málin. Bordeaux lentu í 2. sæti í frönsku deildinni í fyrra út af sterkum varnarleik. Tíð úrslit hjá þeim voru 1-0. Í ár hefur vörnin hinsvegar ekki verið jafn sterk út af einhverjum ástæðum. Þeir eru semsagt það sem þið teljið “léttleikandi fransk lið” eins Lyon eða Arsenal (franskir?).
Þeir eru semsagt EKKI það sem þið teljið “léttleikandi fransk lið” eins Lyon eða Arsenal (franskir?).
Eins og úrslit leikja hjá Liverpool hafa verið uppá síðkastið þá er fátt sem fær mig til að halda að þetta verði leikur sem við vinnum. Ég spái 1-0 tapi. 🙁
Í sambandi við leikinn á sunnudaginn þá eigum við eftir að skíttapa honum 😡 😡
Það er bara ekkert við liðið að heilla mig í dag.. því er nú ver og andsk**** miður. Er orðin verulega þreyttur á þessu öllu saman.
Kristján hefur enn trú á Aurelio. Hélt að Rafael Benites væri sá eini sem ekki væri búinn að missa trúnna á honum.
Ef ég ætti að vera búinn að missa trúna á Fabio Aurelio af því að hann hefur ekki leikið neitt sérstaklega vel í fyrstu leikjum tímabilsins ætti ég væntanlega líka að vera búinn að missa trúna á eftirfarandi leikmönnum:
Reina, Carragher, Finnan, Hyypiä, Riise, Gerrard, Alonso, Pennant, García, Gonzalez, Crouch, Bellamy, Fowler.
Hárrétt hjá þér, Birgir. Ég er að spá í að skipta bara um lið … eigum við ekki bara að segja Portsmouth? Þeir eru í fjórða sætinu, Meistaradeildarsæti, og því klárlega með betra lið en við í dag.
Ég ætla að henda upp nýrri síðu. Portsmouth Bloggið opnar á morgun. :rolleyes:
Þú gleymdir Warnock, Agger, Kyut og Sissoko. Ég hef séð alla leiki sem Aurelio hefur leikið á tímabilinu og eftir að hafa fylgst með Liverpool síðan 1984, man ég ekki eftir neinum leikmanni með takmarkaðri leikskilning. Nei, ég er ekki að segja að Aurelio sé lélegur, heldur finnst mér hann bara ekki vera að skilja enska fótboltann og liðið hefur einfaldlega ekki efni á að leyfa honum að gera fleiri mistök, í þeirri von um að hann muni kannski lagast.
Svo finnst mér óþarfi Kristján að þú þurfir líka að vera með SSteins hrokann. Leiðir ekki til neins nema að lesendur hætta að tjá sig hérna.
Björn Tore Kvarme. Phil Babb. Neil Ruddock. Mark Kennedy. Sean Dundee. Djimi Traore. Salif Diao. Istvan Kozma. Torben Piechnik. Emile Heskey.
Að mínu mati allt leikmenn sem hafa spilað fyrir Liverpool á síðustu tíu árum sem höfðu umtalsvert minni leikskilning en Aurelio. Það er eitt að þú gagnrýnir manninn, ég hef gagnrýnt hann og fleiri sjálfur, en ef mér finnst þú ekki vera að gera það á málefnalegan hátt svara ég með minni skoðun.
Og nei, ég er ekkert að svara með hroka birgir. Við getum alveg verið ósammála og rökrætt málin án þess að ég eða aðrir stjórnendur síðunnar séum sakaðir um hroka, við megum alveg vera ósammála ykkur lesendunum án þess að þið farið í fýlu. Það vill bara svo til að mér fannst fyrri ummæli þín um Aurelio alveg fáránleg (og núna get ég sagt það sama um þau síðari) og því svaraði ég með minni skoðun. Sem var orðuð á grundvelli kaldhæðni, ekkert að því.
Við megum alveg vera ósammála, út á það gengur þessi síða. Ég trúi bara ekki að nokkur maður fari í fýlu og hætti að stunda þessa síðu af því að einn af umsjónarmönnum hennar mótmælir eða deilir á skoðun viðkomandi. Trúi því ekki.
Ég þekki ekki til SSteins frá öðrum síðum, en á þessari síðu hef ég ekki orðið var við hroka. Og alls ekki hjá neinum umsjónarmanna síðunnar. Skil ekki þetta skot, Birgir. Og þér að segja þá hef ég ekki heldur misst trúna á Aurelio… alls ekki.
Stjáni :
Af hverju þarftu að minnast á Kvarme? Af því hann lék einn slakan leik gegn Everton þegar Cadamarteri lék á hann? Ef þú tekur þann leik út þá var hann flottur, og hananú! 🙂
Neil Ruddock síðan klassaleikmaður, verst að hann hafði engan metnað og var aldrei í formi.
Hef ekki mikla trú á að Liverpool afreki mikið í þessari viku. Þessi CL leikur fer 1:1 og síðan töpum við 2-1 á Old Shrimpford um helgina 🙁
Ég er passlega bjartsýnn fyrir þennan leik. Bordeaux tapaði á heimvelli fyrir PSV í síðustu umferð og ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að þeir láti það ekki endurtaka sig… 🙁 Þessi C-riðill er galopinn og eftir leiki morgundagsins spái ég því að öll lið verði með 4 stig!!!! Galatasaray vinnur sinn heimaleik líka.
Auðvitað vona ég heitt og innilega að svartsýnispúkinn í mér verði tekinn í bakaríið og við vinnum þennan leik….
:biggrin:
Birgir minn, þegar þú skýtur skotum, þá hlýtur þú að búast við að skotið sé til baka og algjör óþarfi að fara að háskæla yfir því.
Vonandi náðir þú að létta eitthvað á hjarta þínu með því að blanda mér inn í þetta og koma þínu áliti á mér á blað. Vona svo sannarlega að þér líði betur og að þér finnist þú vera maður meiri fyrir vikið.
hafa gaman af þessu! já já vona að framherjar raði inn mörkum það er kominn tími á það bellamy komin á skotskóna og allt í góðu liv vinnur þennan LEIK
*hönd*
Við erum þá allavega fjórir sem höfum trú á Aurelio. Ég, Rafa, Kristján Atli og Doddi :tongue:
já afsakaðu SSteinn. Þetta var óheppilega orðað hjá mér þar sem ég átti einungis við “vita betur” viðhorfið.
En ég var bara hneykslaður yfir því að Aurelio sé sífellt stillt upp í byrjunarliðið á þessari síðu, hvort sem það er af óskhyggju eða raunsæi. Staða Liverpool er auðvitað langt frá því að vera góð,,, og mitt viðhorf er einfaldlega þannig að ég vil byrja á að taka þann leikmann sem mér finnst hafa verið slakastur(áður nefndur Aurelio) út úr liðinu. Og er ég þá ekki að kenna honum einum um ófarir liðsins langt því frá.
Annars er lítið annað hægt en að vonast eftir sigri í kvöld,,, hvernig sem liðið verður og auðivitað vonast ég eftir stórleik frá Aurelio á vinstri kanti, verði hann með.
Vissulega er fullsnemmt að stimpla leikmanninn. En einhvern veginn er ég samt farinn að hugsa þannig að það séu minni líkur á alvarlegum mistökum frá honum þegar hann spilar úti á kanti.
Vona að samt Gonzales spili þar í kvöld.
Mig langaði nú bara að bæta mér í hóp þeirra sem hafa trú á Aurelio. Við ættum kannski að hafa svona undirskriftasöfnun? :tongue: En ég hef allavega alveg fulla trú á honum, sérstaklega í bakverðinum, sem er hans náttúrulega staða.
Annars er ég bjartsýnn að vanda og hef trú á að strákarnir rífi sig upp í kvöld og taki gamla góða 3-0 á þetta!
hmmm – undarleg umræða. Sem byrjaði á því að Birgir sagði að hann teldi að Kristján væri eini maðurinn sem hefði trú á Aurelio. Hvorki fast skotið né persónulega á einn né neinn að mínu mati.
Kannski óþarfi að nota orði eins og “SSteinn hrokann” en orð eins og “Birgir minn”, “háskæla” o.sv.frv. eru kannski lýsandi dæmi um áðurnefnt og ekki til þess fallin að lægja öldurnar.
Skil reyndar ekkert í mér að vera að skipta mér af þessu en fannst þetta soldið skrítin umræða. Minnti mig á liverpool.is hér ekki fyrir margt löngu.
Nógu um það. Er mjög bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld og um helgina. Vinnum 3-0 í kvöld og 2-1 um helgina.
Aurelio er ágætur sóknarlega en hrikalegur vernarlega menn hafa verið að læðast framhjá honum EN þetta kemur alltsaman :biggrin:
Ég missti mig í eitthvað augnabliks kæruleysi, varðandi þetta hrokadæmi. Biðst aftur afsökunar, og reyni að fara varlega næst. Fór hvorki í fýlu né að skæla (ef einhver vildi vita það).
En að finnast ummæli mín um, takmarkaðan leiksskilning Aurelio á enska leiknum, fáránleg, finnst mér undirstrika þetta “vita betur” viðhorf, sem ég vona að verði ekki eins ríkjandi hér og á Liverpool.is. Ég tel mig ekkert þurfa að rökstyðja hvað ég á við með takmörkuðum leikskilningi Aurelio, get svosem bent á markið í Sheff Utd leiknum, sem eitt dæmi, en fer kannski nánar út í þetta þegar ég hef betri tíma.
Ok. Ég skil fullvel þá afstöðu að einhverjir hafi ennþá trú á Fabio Aurelio. En að finnast gagnrýni mín á hann fáránleg finnst mér annað. Phil Babb, Neil Ruddock, Björn Kvarme og Emile Heskey byrjuðu að mínu mati allir betur. En Kristján þú svarar með kaldhæðni, en þér yfirsást líkasttil kaldhæðnin í fyrsta kommenti mínu, heldur tókst því sem eins konar árás. Þannig skynja ég það allavega. Allt í lagi með það. Enginn er særður og ég hef amk ekki misst álit á neinum. En virðum skoðanir annarra.
Ekkert mál Birgir. Það eru allir góðir hérna. 😉
Hvað er þetta….! Eru menn farnir að færa sig út í femin.is…… :biggrin:
Gott að sjá að menn sættast svona að lokum !
Byrjunarliðið er svona :
Reina
Finnan
Carragher
Hyypia
Riise
Garcia
Zenden
Alonso
Gonzalez
Crouch
Bellamy
Subs:
Dudek
Peltier
Paletta
Warnock
Sissoko
Kuyt
Pennant
Þetta er eitt af þeim skiptum þar sem að ég er feginn að hafa haft rangt fyrir mér ! En rosalega vonaði ég að Warnock myndi skora !
Nú er það bara mu á sunnudaginn og þá verðum við komnir á fínt ról og sjálfstraustið verður komið í botn…..
sagði ég ekki að LIV vinnur, ó já og nú stoppar þá enginn ha ha ha, annars er ekki crouch markahæðstur?
Hann er allavega hæðstur :biggrin:
Frábært … 3 stig í hús.
Veit einhver afhverju við spiluðum í búningum með engum auglýsingum framan á ???
sjá hér og hér
Flottur sigur en frekar tæpur í lokinn
Það er bannað að auglýsa áfengi í Frakklandi, þess vegna voru engar auglýsingar.