Rafa er auðvitað [ánægður með sigurinn í gær](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=benitez-buoyant-as-away-duck-broken%26method=full%26objectid=17955823%26siteid=50061-name_page.html) sérstaklega þar sem þetta er einungis annar sigur okkar í síðustu átta heimsóknum til Frakklands í evrópukeppnum.
“It was really important because we won away and because it was another clean sheet. For the players, in terms of confidence in the future it will be really important.”
Þetta er klassískt og reyndar alveg hárrétt, það ER erfitt að spila á útivelli í meistaradeildinni og það er ekkert sjálfgefið að halda hreinu.
“I’m certainly happy with the final score, and the performance of the team was good. We worked really hard to control the game. We know they like to play between lines and behind strikers. It was difficult to control but I think the players worked really hard.”
Þetta var vinnslusigur sem við vonandi byggjum á. Hins vegar vorum við langt frá því að yfirspila Bordeaux og þrátt fyrir að það hafi vantað Steven Gerrard (sem hefur ekki verið í toppformi undanfarið) þá eigum við að hafa nægilega gott lið til að vinna Bordeaux sannfærandi. Vonandi gerist það á heimavelli í næsta leik í meistaradeildinni.