Þegar Man U tapaði fyrir FCK!

Ég var svo lánsamur að fá miða á alla leiki FCK þar sem vinur minn, Gísli Kristjánsson, spilar handknattleik með því liði hérna í höfn kaupmanna. Hann er Liverpool stuðningsmaður líkt og ég en missti af leiknum í gær þar hann var að vinna (spila) gegn Arhus GF í Árhúsum á sama tíma. Ég fékk því miðann hans og var þá klárt að ég myndi bjóða með mér þeim vini mínum sem er heitasti Man U stuðningsmaður sem ég þekki, Þórir Snær. (hehehe)

Leikurinn fór fram á Parken sem er heimavöllur FCK sem og danska landsliðsins. Eigandi FCK og Parken er Don Ø (Flemming Østergaard) sem er mjög litríkur karakter og gefur félaginu mjög skemmtilegan blæ. FCK var stofnað árið 1992 þegar liðin KB og Boldklubben 1903 sameinuðust undir nafni FC København, ávallt kallað FCK. Bæði liðin hafa mikla sögu þannig segja má að FCK sé bæði ungt félag sem og gamalt með mikla sögu. Ólíkt Brøndby þá er stefna FCK að kaupa leikmenn í stað þess að ala þá upp og má segja að draumur Don Ø sé núna að verða að veruleika með þátttöku liðsins í meistaradeildinni. Félagið er í dag það stærsta í Skandinavíu ásamt Rosenborg frá Noregi.

En snúum okkur að leiknum sjálfum. Við settumst í sætin okkar akkúrat á þeim tíma sem liðin gengu inná völlinn. Það var troðfullt á vellinum eða 40.308 áhorfendur og gríðarleg stemming hjá stuðningsmönnum bæði FCK og Man U . Við sátum á góðum stað og útsýnið gott eins og sjá má á myndinni sem ég tók með símanum mínum.
DSC00152.JPG

Leikurinn var heilt yfir ekki mjög lifandi og var eins og að Man U hefðu ekki mikinn áhuga á þessum leik á meðan FCK ætlaði að selja sig dýrt. Skipulagður leikur þeirra sem og þetta var klárlega stærsti leikur flestra leikmanna félagsins gerði það að verkum að Man U átti erfitt með að brjóta niður vörn heimamanna. Í hálfleik var jafnt og Rooney hafði átt tvo hálffæri en í rauninni gerði fátt markvert.

Í síðari hálfleik var það sama uppá teningnum og þeim fyrri þangað til FCK skoraði mark eftir hornspyrnu. Markið var týpískt norskt mark, þvaga inní teignum og allt í einu fagnaði Marcus Allbäck og félagar hans í FCK gríðarlega, 1-0 var staðreynt og allt ætlaði um koll að keyra á Parken. Þetta var fyrsta mark FCK í keppni þeirra bestu í Evrópu. Það var fyrst eftir markið að Sir Alex sást koma upp frá varamannabekknum og var greinilega orðinn þreyttur á frammistöðu sinna manna. Fyrstu 5 mín. eftir markið þá voru FCK líklegri en Man U og það var ekki fyrr en síðstu 10 mín. sem gestirnir reyndu að pressa en það var of seint. Fyrsti sigur FCK í meistaradeildinni orðinn veruleiki og stolt Dana er útþanið í dag og næstu vikurnar. (Ekki það að við Íslendingar séum ekki búnir að trufla þá nóg með kaupagleði okkar á fyrirtækjum hér í landi eins og sést vel í pirring hins virta tímarits Extra Bladet!)

Vinur minn, Þórir Snær, var ósáttur við sína menn sérstaklega þar sem hann horfði á þá síðast vinna meistaradeildina í Barcelona gegn Bayern Munhcen 1999. Þetta var klárlega ekki sama frammistaða og þá. Hins vegar var hann ánægður fyrir hönd danskrar knattspyrnu og í raun var þetta alveg sanngjarnt þe. að FCK skyldi vinna þennan leik þar sem Man U komu til leiks áhugalausir og gáfu sig alls ekki í verkefnið. Framundan hjá FCK er útileikur gegn Benfica og síðan heimaleikur gegn Celtic 6.des og eins og staðan er í dag þá eiga þeir góðan möguleika á að komast áfram uppúr riðlinum en í gær vann Benfica sannfærandi sigur á heimavelli gegn Celtic.

Það sem eftir stendur er að ég sá Man U tapa sannfærandi fyrir dönsku liði og þrátt fyrir að það hafi vantað Neville, Saha og Giggs þá stillti Man U upp sterku liði. Við töpuðum afar sannfærandi fyrir Man U um daginn og er ljóst að það er ekki eingungis málið að hafa góða leikmenn, hugafarið þarf að vera með í verkefninu annars fer illa.

En djöfull var gaman að sjá Man U tapa þessum leik…

4 Comments

  1. Stórskemmtileg lesning Aggi 🙂

    Trúi að þetta hafi verið gaman! Ég sá einmitt Man U tapa eftirminnilega fyrir Boro árið 2002 á Old Trafford.. Gaman að rifja það upp en í sömu ferð sá ég minn fyrsta leik á Anfield þegar Smicer skoraði sigurmarkið okkar á 92. mínútu gegn Chelsea, beint fyrir framan mig!! Stórkostlegt….

  2. Hehe..ég var ekki svona heppinn. Ég fór á Anfield þegar manchester united komu í heimsókn 2002 og Dudek missti boltann í gegnum klofið og Forlán fór allt í einu að skora! :blush:

  3. Hehe, snilld Aggi. Ein besta leikskýrsla sem skrifuð hefur verið á þessa síðu! Þú hlýtur að hafa hringt í alla United-menn sem þú þekkir að leikslokum! :laugh:

L’pool 3 – Bordeaux 0

Leikmennirnir hafa brugðist þjálfaranum og stuðningsmönnum.