Rafa mun rótera á morgun

Samkvæmt fréttum í Daily Post í dag ætlar Rafa að rótera mannskapnum fyrir leikinn á morgun gegn Birmingham í deildarbikarnum.

Talað er um að leikmenn eins og Craig Bellamy, Robbie Fowler, Gabriel Palletta, Stephen Warnock, Daniel Agger og Mark Gonzalez fái mögulega að spreyta sig, og þá er líka talað um að Jerzy Dudek gæti verið í marki Liverpool í fyrsta sinn í vetur og aðeins sjötta sinn síðan við unnum Meistaradeildina með markvörslu hans frá Schevchenko fyrir átján mánuðum. Sex leikir á þeim tíma er náttúrulega fáránlega lítið og hvað sem okkur finnst um ágæti Reina sem markvarðar er ljóst að eilítið illa hefur verið farið með Jerzy.

En hvað um það, leikurinn á morgun verður í það minnsta áhugaverður. Fowler og Bellamy frammi? Gonzalez og Pennant á köntunum? Palletta og Agger í vörninni? Dudek í markinu? Warnock og Peltier í bakvörðunum? Zenden og … tja, Gerrard á miðjunni? Er það lið sem getur unnið Birmingham?

Þetta verður áhugavert.

4 Comments

  1. Veit einhver hvort að leikurinn er sýndur…. og þá á hvaða rás

Pollýönnuhugleiðingar

Birmingham á morgun.