Riise, Reina og háttvísi

Eins og þessi vika sé ekki nógu þungbær Púllurum víða, þá eru fjölmiðlarnir í Englandi núna að reyna að búa til ósætti á milli Pepe Reina og Johnny Riise. Af hverju? Jú, Riise á víst að hafa óbeint kallað Reina gungu fyrir að hafa gefið titilbaráttuna upp á bátinn eftir tapið gegn Arsenal (greinarnar sem um ræðir eru hérna: orð Reinaorð Riise).

Þetta er náttúrulega fásinna, en um leið frekar áhugavert að mínu mati. Reina var að tala við opinberu vefsíðu klúbbsins þegar hann sagði að raunhæft markmið núna væri að tryggja sér fjórða sætið í deildinni og fókusera svo á Meistaradeildina. Við getum öll tekið undir það í ljósi tapsins gegn Arsenal, þannig að glæpur Reina er ekki mikill. Hann segir einfaldlega það sem við öll hugsum. Á sama tíma var Riise víst að tala við norska fjölmiðla og sagði aðspurður að liðið gæfist aldrei upp, aðeins gungur gæfust upp.

Þetta er stormur í tebolla að mínu mati, þeir eru ekkert ósáttir þótt þeir hafi óvart verið svona ósammála í fjölmiðlum. En það er samt ein spurning sem hvílir á mér.

Ég veit að við erum úr leik í titilbaráttunni. Þið vitið það líka. Það vita það allir. En ég verð að viðurkenna að ég vil alls ekki að leikmenn liðsins hugsi þannig. Ég vil helst að þeir haldi í síðasta vonarstráið fram í rauðan dauðann og noti það til að berja í sig ákveðni og hungur til að ná í hvert einasta helvítis stig það sem eftir er af móti. Ég get varla afborið þá tilhugsun að einhverjir leikmanna liðsins séu bara búnir að gefast upp og ætli sér ekkert ofar en í fjórða sætið (sem er í aðeins fimm stiga fjarlægð eins og er) og svo bara að una þar sáttir. Neibb, þessir strákar sem spila í rauðu treyjunni þurfa að einblína á United/Chelsea/Arsenal fyrir ofan sig eins lengi og það er stærðfræðilega mögulegt. Og svo þegar það verður stærðfræðilega ómögulegt að ná þeim lengur vil ég að þeir leggi sársaukann og vonbrigðin á minnið, og noti það til að hvetja sig áfram næsta haust, þegar öll lið byrja aftur á núlli.

Ég heyrði góða setningu í sambandi við Wenger/Pardew-slaginn um daginn: “Show me a good loser and I’ll show you a loser.” Arsene Wenger á víst að hafa sagt þetta fyrir einhverjum árum, þegar leikmenn hans og Man U slógust á Old Trafford, og mér fannst þessi orð svo góð að ég ætla að hafa þau eftir hér.

Það er nefnilega eitt sem pirrar mig eilítið við Liverpool-liðið í dag. Þegar Chelsea tapa, sama hvernig það gerist, þá er það alltaf dómaranum að kenna. Það er alltaf samsæri, það er alltaf ósanngjarnt og þeir voru alltaf rændir. Þegar Barcelona tapa leikjum þar sem mikið liggur undir er Frank Rijkaard þjálfari þeirra jafnan fyrstur til að rífast í dómurunum í leikslok. Alex Ferguson hjá United hefur verið duglegur að einfaldlega brjálast á hliðarlínunni og skella hurðinni á alla fjölmiðla ef honum þykir hann hafa verið svikinn. Wenger og hans leikmenn hafa oft orðið sér nánast til skammar á hliðarlínunni eða inná vellinum með slagsmálum, rifrildum eða öðru slíku, þegar illa gengur.

Svo er það Liverpool. Okkar menn eru stundum rændir vítaspyrnum … og viðbrögðin eru þau að við sjáum Sami Hyypiä hlæja að fáránleika málsins á leiðinni útaf vellinum, á meðan Rafa tekur í hönd þjálfara hins liðsins og menn eins og Gerrard og Riise standa álútnir á svip inná vellinum.

keown_rvn_taunt.jpgOkkar menn eru mjög prúðir, kurteisir og fullir virðingar þegar þeir tapa. En eins og Wenger sagði svo snilldarlega hér um árið, þá vantar eitthvað uppá hjá þeim sem geta sýnt fullkomna stillingu og ró andspænis tapi þegar mikið liggur undir. Stundum, eins asnalega og það hljómar, en stundum vildi ég óska þess að ég sæi Carra og Alonso hópast utan um Ruud van Nistelrooy eftir að hann klúðrar vítaspyrnu á Anfield. Ég myndi vilja sjá Carra og Drogba slást reglulega ef það þýddi að sá síðarnefndi hætti að fokking skora sigurmörk gegn okkur. Ég myndi gleðjast mikið við að sjá Gerrard fá rauðu spjöldin fyrir gróf brot ef það þýddi að hann hefði þá grimmd sem þarf til að sigra þessi topplið í Úrvalsdeildinni.

Ef okkar menn þurfa að vera egóistar, frekjur, tuddar og ribbaldar til að sigra þessa blessuðu Úrvalsdeild, þá er það bara það sem þarf til. Við stærum okkur á því í dag að Liverpool-liðið innihaldi leikmenn og þjálfara sem kunna að hegða sér, en staðreyndin er bara sú að það hampar ekkert lið bikar fyrir háttvísi fyrir framan troðfullan leikvang af grátandi aðdáendum og flugeldasýningu. Slíkar athafnir eru eingöngu fyrir það lið sem vinnur sér inn flest stig yfir 38 leiki, og þá skiptir háttvísi engu helvítis máli.

Pepe Reina hefur hárrétt fyrir sér. Liverpool er úr leik um Úrvalsdeildina enn eitt árið og það er fásinna að ætla annað úr því sem komið er. En hvað leikmennina okkar varðar vel ég æðruleysi og þrautseygju Riise fram yfir raunsæi spænska markvarðarins hvenær sem er, hversu illa ígrunduð sem sú þrautseygja kann að vera.

22 Comments

  1. Kristján Atli – ég ætla að leyfa mér að vera hjartanlega sammála þér varðandi “Show me a good loser and IÂ’ll show you a loser.” Þetta hefur mér lengi fundist vera akkilesarhæll liðsins.

    Mér er mjög minnistætt þegar leikmenn Arsenal og manu slógust hér um árið í leiknum sem myndin hér að ofan er frá. Pires sagði einhvern tímann eftir leikinn að leikmenn Arsenal hefðu þarna náð sálfræðilegu forskoti á leikmenn manu sem svo skilaði þeim nokkrum titlum í kjölfarið. manu hafði einmitt verið enskur meistari nokkur ár þar á undan.

    Mér hefur lengi þótt samstaðan í Liverpool liðinu ekki hafa verið nógu góð. Þegar við aðdáendur stöndum upp fyrir framan skjáinn alveg brjálaðir yfir að hafa ekki fengið vítaspyrnu eða rautt spjald á andstæðinginn fær maður í mesta lagi eitt stórt glott frá Hyypia. Af hverju menn verða ekki brjálaðir út í dómarann eða leikmann sem hefur brotið illa af sér á okkar leikmanni er mér stundum ofar skilningi. Við sjáum þetta gerast trekk í trekk hjá manu, Chelsea og Arsenal og því miður virðist frekjan skila sér.

    Auðvitað eiga menn að einbeita sér að því að spila fótbolta – en sálfræðistríð er einfaldlega stór hluti af leiknum og við verðum að spila með.

    Áfram Liverpool!

  2. Auðvitað gefumst við aldrei upp þó á móti blási, og eigum að berjast þar til það er vonlaust að ná þessu. Við erum búnir með erfiðustu útileikina, er ekki hægt að segja að við eigum að vinna restina af útileikjunum í deildinni og byrja á því að vinna öll “stóru” liðin á heimavelli á tímabilinu.

    Ég vil meina að við höfum átt erfiðasta prógramið af þeim fjórum stóru, hin liðin eiga eftir að misstíga sig, hversu mikið verður að koma í ljós. Þetta kann að hljóma sem pollýönnu pælingar, en ég neita að gefast upp strax. En það er auðvitað svo óþolandi þegar liðið byrjar svo að tapa stigum sem við eigum ekki að tapa. Gengur illa að einbeita sér að námi þegar svo gengur, þetta lið stjórnar því algjörlega hvernig manni líður í hversdags leikanum. Því bið ég um sigurhrinu fram yfir jól svo að ég geti einbeitt mér að náminu í stað þess að hafa áhyggjur af liðinu mínu. væri ekki verra að hafa sigurhrinuna lengir jafnvel alveg fram á vor.

    Niðurstaðan er ekki gefast upp fyrr en það er ekki mögulegt lengur, Riise fær prik í kladdan fyrir metnað og baráttu, óskandi að Gerrard og fleiri taki sér þetta til fyrirmyndar.
    “You´ll Never Walk Alone”
    Come On You Reds.

  3. Ég er algjörlega sammála þessu sem þú segir hér og hef einmitt verið að predika þessa kenningu síðustu 2-3 árin. Það er nóg að hugsa til Roy Keane og Patrick Viera. Það var ekki sjaldan sem þeir voru reknir útaf eða lentu í einhverju vafasömu inná vellinum en þá var eins og restin af liðinu hafi bætt frammistöðu sína, myndast einhverskonar samstaða í liðinu. “Við á móti öllum hinum”.

  4. gleymum því ekki að það þarf töluverða seiglu til að ná 4 sætinu. Tel að það sé rétt að hafa raunhæf markmið. Það er í raun fáranlegt að halda því fram að við séum í einhverri barráttu um að vinna deildina. Við eigum því miður ekki heima í þeirri umræðu lengur. Miðað við viðhorf Riise í leiknum á móti Arsenal er hann löngu búinn að gefast upp og þá skipta ekki máli upphrópanir hans utan vallar við norska fjölmiðla.

  5. Ég hef það reyndar á tilfinningunni að það sé verið að gera of mikið úr orðum Reina, “The Championship is probably too far away”. Með því að skjóta probably þarna inn dregur það rosalega úr statementinu hjá honum.

    Svo er það nú líka þannig að ef menn ætla að ná fyrsta sætinu í deildinni þá þurfa þeir fyrst að komast upp í fjórða sætið. Er hann ekki í raun að tala um að taka eitt skref í einu, byrjum á að tryggja okkur meistaradeildarsæti og svo höldum við áfram að vinna okkur upp þaðan?

  6. Ég reyndar gleymdi tvennu, til marks um það að Reina sé ekki alveg hættur baráttunni þá er nú fyrirsögnin á fréttinni hans, “We have to keep fighting”.

    En Kristján, þú ert nú væntanlega ekki sáttur með það sem kom fram í fréttinni frá Riise:

    “Against Arsenal on Sunday, Rafa was calm in the dressing room after the match.”

    Þú hefðir væntanlega viljað sjá önnur lýsingarorð eins og furious í stað calm.

  7. Er þetta ekki vitleysa að halda því fram að titillinn sé úr augsýn? Það eru 14/11 stig í United/Chelsea og 4-7 í Arsenal, eftir 12 umferðir. Það eru 78 stig eftir í pottinum og 5 erfiðustu leikir tímabilsins eru frá, þ.e. útileikir á móti United, Chelsea, Arsenal, Everton og Bolton. Það á eftir að mæta öllum þessum liðum á heimavelli í innbirðis 6 stiga leikjum, þannig að ég segi að það sé of snemmt að gefast upp. Stemmingin þarf reyndar að lagast mikið og kapteinninn þarf að fara í broskennslu hjá Halldóri Ásgrímssyni og rífa liðið upp úr þessu andleysi.

  8. Sammála þessu, þess vegna var ég mjög glaður að sjá Riise og Gerrard rífast eftir hornspyrnumark Gallas. Meðan ég var að spila reifst ég og skammaðist yfir mörkum sem mitt lið fékk á sig, vegna þess að ég þoldi ekki að tapa. Sé ekkert neikvætt við það að menn svekki sig á marki sem þeir fá á sig! Vona bara að fari eins með ummæli Reina eins og hjá Gerrard fyrir CL í mars 2005. Ég er ekki búinn að gefa upp von á neinum titli. Ekkert í heiminum klárt og lítið þarf að breytast til að við getum allavega vonað!

  9. Sælir strákar, það er að visu dökkt útlitið hjá okkur en við erum búnir með erfiðustu útileikina en ég hefði samt viljað sjá fleiri stig þar þ.e.a.s. fleiri jafntefli.. Svo var ég að lesa moggann í dag þar sá ég að okkar menn voru efstir með 30 stig eftir 12 leiki keppnistimabilið 2002-03 og og nú er man.utd er með 31 stig eftir 12 leiki en okkar menn enduðu í 5 sæti. svo það er möguleiki á þvi staðan breytist mikið þegar það er komið á þvi næsta ári. Áfram Liverpool

  10. Þótt leikmennirnir eigi manna mest að hysja upp um sig brækurnar í þessu liði, þá held ég að Benitez sé ekki nógu brjálaður við menn þegar þeir lenda undir og berji í þá baráttu (hvort sem er í hálfleik eða á hliðalínunni).

    Haft var eftir Benitez fyrir leikinn gegn Arsenal að það væri nú nær ómögulegt að vinna Arsenal ef þeir kæmust yfir. Hvaða skilaboð er hann að senda til leikmanna með þessu? Ýtir þetta undir baráttuandann? A.m.k. höfðu þeir enga trú á að þeir gætu unnið eftir að Arsenal komust yfir. Nákvæmlega það sama má segja um hina hörmulegu frammistöðu gegn Man. U. Öll barátta var úti eftir að þeir lentu undir og þeir höfðu enga trú á þessu. Fram að því spiluðu þeir ágætlega.

  11. Reina segir á einum stað í fréttinni að um leið og arseanal skoraði annað markið væri leikurinn búinn… greinilegt að sumir voru ekki í Konstantínópel 05/05. Er hann ekki bara quitter?

    Annars er ég ánægður með Riise. Ef við ætlum að gefa þetta upp á bátinn um miðjan nóvember þá getum við alveg eins sleppt þessu bara.

  12. Fínar pælingar og ég er ánægður með Riise. Þó ég sé sammála Reina um að titillinn sé farinn þá má aldrei gefast upp. Leikmenn mega aldrei gefast upp frekar en við stuðningsmenn megum ekki gefast upp á liðinu okkar. Sannir fylgjendur liða sinna standa með sínu liði hvað sem á gengur og verða að sýna einingu útávið. Innan okkar hóps getum við skammast og rifist en gegn öllum öðrum stöndum við saman. Við einir höfum leyfi til að skamma leikmenn og stjóra og líðum engum öðrum það. Ekki satt? Áfram Liverpool

  13. Er þá ekki bara málið að ráða Souness sem aðstoðarþjálfara :laugh:

    Myndum allavega sjá eitt stk rifrildi í hverjum leik 😉

  14. Ég er í raun sammála báðum ef það er hægt. Hins vegar les ég ummæli Reina þannig að líklega sé titillinn úr augsýn.

    Æi Riise… rauðhærður, örvhentur og Norðmaður! Er þetta ekki svolítið týpískt að segja að gungur gefist upp… bla bla! Ég hata Norðmenn sagði afinn í Jón Oddi og Jón Bjarna um árið!

  15. Frábær pistill drengur!! Menn þurfa að vera reiðir stundum! Helvítis andskotans!

  16. Tilvitnun Kristján Atli:
    “Ef okkar menn þurfa að vera egóistar, frekjur, tuddar og ribbaldar til að sigra þessa blessuðu Úrvalsdeild, þá er það bara það sem þarf til.”

    Mér finnst þetta heldur djúpt tekið í árinni og þykist vita Kristján Atli eða í það minnsta vona að svo sé. Að þú meinir þetta ekki bókstaflega!!

    Það er hægt að vera með keppnisskap og jafnvel keppnishörku án þess að vera merktur sem tuddi eða ribbaldi. Ribbaldi er í mínum huga einhver sem spilar “dirty” …óheiðarlega.

    En burt séð frá þessum pælingum hér að ofan þá get ég tekið undir grunninn í þessum skrifum. Stundum þarf að rífa menn upp á punghárunum. Fá adrenalínið til að flæða!! Ég þekki það vel af sjónum. Það er ótrúlegt hvað reiðin getur tíeflt menn. Í andstreymi þarf stundum að bíta allhressilega á jaxlinn…. verða reiður!!! En þá er kúnstin að gera það án þess að vaða yfir mann og annan á skítugum skónum. Góð leið til þess arna er að liðsfélagar berji hvor öðrum baráttuanda í brjóst með einum eða öðrum hætti. Eða maður sjálfur!! Að maður sjálfur taki sjálfan sig í gegn!! Það er keppnisskap! Ef maður er í varnarstöðu…í staðinn fyrir að vera eins og barinn hundur. Þá er ólíklegra að andstæðingurinn vaði fram hjá þér annað sinni til þess að skora mark númer 2.

    Ég var hæstánægður með þegar Riise gargaði á fyrirliðann..frábært. Tími til kominn að einhver gerði það!! Ég er líka ánægður með að Riise er ekkert búinn að gefa titilbaráttuna upp á bátinn. Allt er mögulegt!!!!

  17. Við vinnum ekki deildina með þann norska
    í liðinu. 😡 😡 😡

  18. GLÆSILEGUR PISTILL – BARA ÁNÆGÐUR MEÐ ÞIG KRISTJÁN ATLI.

    HÆTTUM RUGLINU OG HORFUM FRAMMÁ VEGINN

    ÁFRAM LIVERPOOL OG STUÐNINGSMENN

    AVANTI LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!

  19. Maður er auðvitað sammála því að það vanti pínu klikkun í þetta Liverpool lið, það er alltof mikið af Prins Valíum séntilmennum í Liverpool.

    Þessi tilvitnun “Show me a good loser and I´ll show you a loser” er hinsvegar bara rugl að mínu mati. Arsene Wenger er hrokafullt vælandi smábarn sem enginn ætti að taka of alvarlega né til fyrirmyndar.
    Frank Riijkard t.d. tók 4-2 tapinu gegn Chelsea í Meistaradeildinni um árið af aðdáunarverðri heiðurmennsku, lærði af tapinu og vann Chelsea bara árið eftir og lét Mourinho eftir allt vælið.
    Það er alveg hægt að vera pirraður og sár yfir atvikum án þess að detta í sama sorglega farið og stjórar Arsenal og Chelsea. Ég vona að Benitez geri það aldrei.

    Benitez verður hinsvegar að fara öskra aðeins á sína leikmenn þegar illa gengur, mér líst hræðilega á að hann hafi verið “calm” í búningsklefanum eftir leikinn gegn Arsenal.

    Benni okkar VERÐUR bara að fara átta sig á hversu mikill primal testósterón bolti er spilaður í Englandi. Í þeim enska geturu ekki verið afslappaður og treyst á taktík, þú þarft helst að losa þig við allt sem heitir rökhugsun og taka áhættur og láta leikmenn þína fara 120% í allar tæklingar og gera andstæðingana skíthrædda við þig. Þá færðu sjálfstraust og andstæðingarnir pakka í vörn á móti manni.

    Það að Benitez sé bara chillaður eftir að hafa tapað mikilvægum leik gegn Arsenal og við séum orðnir 17 stigum á eftir toppnum fær mann til að efast um Rafa í fyrsta sinn. Allavega virðist hann ekki skilja enska hugsunarháttinn.

Auðvitað er Carra sammála okkur!

Er það málið?