Liðið gegn Boro: Gerrard á miðjunni, Agger í vörninni

Jæja, liðið gegn Boro er komið og það er NÁKVÆMLEGA einsog ég vildi sjá það. Þannig að *ef* við töpum, þá mun ég sko sannarlega ekki kvarta yfir liðsvalinu hjá Rafa.

En við erum bara ekki að fara að tapa þessum fokkin leik!

SSteinn spáði 100% rétt fyrir um liðið. Ég held að hann sé með einhver sambönd 🙂

Reina

Finnan – Carra – Agger – Riise

Pennant – Xabi – Gerrard – Gonzalez

Crouch Bellamy – Kuyt

Á bekknum: Dudek, Bellamy Crouch, Hyypia, Zenden, Paletta

**KOMA SVO!!!**


**Uppfært: (EÖE)** – Liðið, sem ég sá fyrst birt var vitlaust. Bellamy er frammi, en ekki Crouch. Oh well. Hann lék víst frábærlega með Wales í vikunni, svo það verður gaman að sjá hvort hann leiki ekki betur en gegn Birmingham.

2 Comments

  1. Nú er fyrri hálfleikur búinn og fer hann í sögubækurnar sem einn sá lélegasti þennan veturinn verður að segjast, sama gamla hæga spilið, mér finnst vanta þetta flæði sem þarf til að komast í gegnum lið Boro, vanda betur sendingarnar og fá Xabi á meiri hreyfingu með boltann, hann stoppar alltof mikið til að leita eftir mönnum til að senda á, hann á bara að keyra áfram því að hann fær fullt pláss til þess sem og vil ég fá Gerrard á skrið einnig. Koma svo strákar, finna fleiri gíra en 1. og 2.

  2. Húrra… 2 stig á útivelli so far.

    Þetta lið er svo algjörlega laust við sjálfstraust og trú á eigin getu að það nær bara engri átt. Þetta er eins crossover af fyrri hálfleiknum í Istanbul og Groundhog Day.

    En til hamingju með stigið Liverpool menn, nær og fjær. Það verður skálað í kvöld.

Boro á morgun

Middlesboro 0 – Samansafn af aumingjum í gulum búningum 0