Við “sérfræðingarnir”

Já, það eru líklega fáar greinar í mannlífi okkar fólksins, sem innihalda jafn marga “sérfræðinga” eins og fyrirfinnast á meðal fótboltaaðdáenda. Hver hefur sína skoðun og það er akkúrat það sem gerir fótboltann skemmtilegan. Ég er þar alls ekki undanskilinn og hef afar reglulega viðrar mínar skoðanir opinberlega og finnst sumum stundum um of. Það hefur samt líklega enginn okkar alveg rétt fyrir sér. Við viljum auðvitað halda því fram að við vitum þetta allt saman, en út á þetta gengur þetta yndislega sport. Tilfinningar, gleði, sorg, sigrar og töp. Það er oft þannig að þegar illa gengur, þá koma framkvæmdastjóra hæfileikar hvers og eins í ljós.

Það er orðið ansi oft að ég horfi á útileik með liðinu og er gjörsamlega brjálaður út í það í einu og öllu. Ég er ekki sá skemmtilegasti að tala við rétt eftir slíka leiki eins og þeir hafa verið að undanförnu. Ég iða í skinninu að koma inn á spjallrásir og á bloggið, lesa leikskýrslu og það sem aðrir hafa um málið að segja, og svo að hella úr mínum reiði skálum í kjölfarið. Það gengur þó aldrei upp hjá mér. Af hverju? Jú, þegar ég hef farið í gegnum öll kommentin, þá smátt og smátt snýst ég upp í að fara að verja einstaka hluti og jafnvel menn, því mér finnst gagnrýnin fara svo langt yfir öll strik.

Þetta var nákvæmlega svona eftir Boro leikinn um helgina. Ég var fúll og pirraður og þá aðallega vegna þess að við vorum ekki að nýta okkur þessa algjöru fáránlegu yfirburði sem við höfðum í leiknum. Eftir að ég var svo búinn að lesa í gegnum umræðuna, þá þurfti ég hreinlega að banka lítið eitt í hausinn á mér til að vera viss um að við værum ekki örugglega að tala um sama leikinn. Jú, leikinn sem gerði mann alveg ótrúlega pirraðan, en þó ekki leik þar sem verið var að yfirspila okkur á útivelli.

Þá kemur að sérfræðiþættinum. Gerrard á að vera á miðjunni, ekki kantinum. Aldrei að spila Sami aftur í vörninni. Pennant kann ekki fótbolta. Riise er ónýtur varnarmaður. Finnan kann ekki að sækja. Momo kann ekki að senda. Xabi er of varnarsinnaður. Reina er ein taugahrúga. Crouch kann ekki fótbolta. Bellamy er meðalmaður. Kuyt verður bara nýr Kezman en ekki nýr Van Nistelrooy. Garcia hugsar bara um hárið á sér. Zenden á bara heima í liði eins og Leyton Orient. Aurelio hefur aldrei kunnað að verjast. Robbie er löngu útbrunninn. Carra kann bara að hreinsa fram. Warnock er efnilegasti 25 ára vinstri bakvörður sem er enskur og ennþá spilar í Liverpool borg. Rafa er bara ekki starfi sínu vaxinn.

Sumt er valid, sumt er bara ekkert skilt gagnrýni. Þetta er einfaldlega tilfinningaspilið sem tengist alltaf þessum blessaða fótbolta, enda er hann ástríða hjá svo mörgum. Hvað er þá að þvælast fyrir okkur. Af hverju erum við að pirra okkur svona gríðarlega mikið. Þar komum við einmitt að jákvæðasta punktinum í þessu öllu saman. Af því að þetta er ekkert venjulegt fótboltafélag. Þetta er LIVERPOOL FC og ekkert minna. Við stuðningsmenn þess liðs erum hreinlega ofdekraðir að vissu leiti. Við unnum bikarinn í fyrra, gott mál. Við unnum Meistaradeild Evrópu árið þar á undan. Við höfum verið að hrúga inn verðlaunum síðustu 5 árin og það í massavís. Það vantar þó alltaf þennan gamla og góða og það er akkúrat það sem kallar fram þessi viðbrögð. Það er jákvætt og sýnir svo ekki verður um villst að metnaður stuðningsmanna liðsins er gríðarlega mikill. Ég vona svo sannarlega að liðið sé á sömu bylgjulengd, en stundum efast maður um það.

Ég er til dæmis algjörlega ósammála því að við höfum verið að sanka að okkur meðalmönnum. Ég er líka á því að við séum með frábæran stjóra sem sé ennþá að reyna að fullklára sitt lið. Ég er líka á því að undanfarið hefur mér fundist skorta metnað inni á vellinum hjá lykilmönnum. Fyrir mér snýst þetta ekki um fótboltalega getu. Þetta snýst heldur ekki um leikkerfi. Þetta snýst heldur ekki um það hvort Gerrard sé á hægri kanti eða á miðjunni. Þetta snýst ekki um það hvort Rafa hefur ákveðið að rótera 1-3 mönnum á milli leikja. Að mínum dómi snýst þetta fyrst og fremst um hugarfar leikmannanna sjálfra. Að hluta til hlýtur það að skrifast á Rafa og hans mótiveringu, en ég skrifa þetta þó að mestu leiti um leikmennina sjálfa. Þeir spila á svo háu level-i að það á ekki að þurfa að stappa í þá stálinu fyrir leik. Þeir eiga að vita hvað þarf til að vinna leiki. Þeir þurfa að vera meira lifandi á vellinum, hreyfa sig meira án bolta, koma með hraða í leikinn, færa liðið hraðar um völlinn og enda með því að SKORA MÖRK.

Þá er ég búinn að rasa út. Enn einn “sérfræðingurinn” að tjá sig, og veit auðvitað ekkert meira í sinn haus heldur en allir hinir 1.999.999 sérfræðingarnir um málefni Liverpool. En hey, þetta er það sem gerir þetta enn og aftur svona skemmtilegt. Bring on next game, and bring me joy.

9 Comments

  1. Sammála síðasta ræðumanni og svakalega góður pistillllllll

    AVANTI LIVERPOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOL

  2. Þetta var góð hreinsun á það sem dunið hefur yfir mann síðustu vikur og leiki….

    Flottur pistill 😉 Eitthvað sem virkilega þurfti til að allt færi ekki í háa loft hjá okkur áhangendunum

    Mæli með að sem flestir lesi þetta eftir næsta útileik hjá okkur ef illa fer :rolleyes:

    YNWA

  3. HEYR HEYR !!!

    sum gagnrýnin í athugsemdum undanfarið hefur verið út í hött. Hins vegar held að “strákarnir okkar” í liðinu verði að þjappa sér saman, rífa sig upp og hafa gaman að þessu … þá kemur þetta!

  4. Sælir félagar

    Ég hef verið fastagestur á þessari síðu frá upphafi en hef aldrei sett inn ummæli 🙁

    Ég hef ekki alltaf verið sammála ykkur félögum en nú fannst mér þú hitta naglann á höfuðið og finnst mér ég þurfa að þakka þér fyrir góðan pistill en jafnframt langar mér að vera “sérfræðingur” um leið 🙂

    Ástríðan og speki hvers og eins “Sérfræðings” gera þetta sport ekki aðeins skemmtilegt heldur einnig það að það virðast allir áhugamenn um fótbolta hafa sérstaka skoðun á Liverpool og það gerir þetta svo hrikalega skemmtilegt.

    En eins og þú sagðir svo réttilega “Þetta snýst fyrst og fremst um hugarfar leikmanna”. Og það er þessi neisti í augum leikmanna sem þarf að tendra, þetta stolt að klæðast Liverpool treyjunni, það eitt á að gefa mönnum það sjálfstraust til þess að fara út á völlinn og gefa sig 110% í leikinn. En upp á síðkastið hefur þennan neista vantað í augu leikmanna og jafnvel Rafa og maður veltir fyrir sér hvort þetta vandamál inni á vellinum sé djúpstæðara og liggi dýpra í klúbbnum eða hvort það sé bara Anfield merkið sem menn snerta á leiðinni út á völl á Anfield sé það sem vanti á útivellina?

    En þó svo að allt sé í óöld innan klúbbsins (ef svo er) á það ekki að skipta máli þegar 11 leikmenn fara inn að völlinn í Liverpool treyjunni til þess að spila fyrir sigursælasta knattspyrnuklúbb Englands og ein virtasta klúbb heims. Það á einfaldlega alltaf að neista af leikmönnum, eins og þegar SG /JC spila á móti Everton, og liðið á ALLTAF, ALLTAF að spila til sigur.

    Takk fyrir mig og takk fyrir góða síðu 🙂

    Áfram Liverpool

  5. Góður pistill – við erum Kings of Europe!
    Gleymist stundum í hitanum þegar smærri lið eru að angra okkur í æfingamótinu heima fyrir.

    Það er klárlega hugarfarið sem er að hrjá liðið þessa dagana, erum sammála um það. Hver rótin sé getum við bara velt fyrir okkur. Tel sjálfur að það sé tafir á nútímavæðingu rekstrarformsins. Er ósammála að Benitez sé ekki að standa sig í mótiveringunni en það er samt valid punktur – sjáið bara árangurinn heima fyrir þegar 12 maðurinn tekur að sér mótiveringuna. Vil heldur ekki sjá Benitez úthúða liðinu í fjölmiðlum eftir slæmt gengi og er bara ánægður að sjá hann verja liðið EN það er eins gott að hann taki duglega í menn bakvið tjöldin. Getur samt verið að vandi leikmanna sé líka vandi Benitez – þ.e. rekstrarformið?

    En munið: Kings of Europe – lófann fram og fimm fingur uppí loft!

  6. “RAFA BENITEZ has vowed to maintain an all-out attacking policy to fire Liverpool into form.”

    Þetta er akkúrat það sem ég vildi sjá.

    Nú er bara að bíða og sjá hvort leikmenn bregðist við.

    YNWA

  7. svakalega vel mælt mr ssteinn.
    Munið Þolinmæði er dyggð.

    kv stefano

Kromkamp sýnir virðingu

Speedy