Crouch lofar 20 mörkum.

Peter Crouch hefur spilað 19 leiki og skorað í þeim 9 mörk. Hann og Bellamy eru oftast að berjast um stöðuna til að spila með Kuyt frammi. Bellamy hefur alls ekki fundið sig á meðan Crouch hefur gert það gott undanfarið, skoraði m.a. gegn PSV og var mjög hættulegur þegar hann loksins kom inná gegn Boro.

Hann segist geta [skorað 20 mörk](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=430928&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Crouch+promises+goals) en þá þurfi hann að fá að spila.

“Can I reach 20? Given a run of games I’m sure I can. I have to keep playing well – we have other strikers ready to replace me.”

Ég spái því að Crouch byrji 100% leikinn gegn City á laugardaginn. Með honum? Ætli Kuyt fái ekki hvíld og Bellamy byrji.

9 Comments

  1. ÉG sagði það við vin minn yfir PSV leiknum að það væri óvitlaust að leyfa Bellamy að spreyta sig á kantinum ef að Pennant og Gonzalez eru meiddir. Ég er ekki frá því að það væri sniðugt að hafa Garcia og Bellamy í köntunum og Kuyt+Crouch frammi.

    Það væri allavegana sókndjarft. 🙂

  2. Ég var að lýsa sömu skoðun og Einar gerir hér að ofan nú fyrr í morgun.

    Alonso, Sissoki, Speedy, Aurelio og Warnock allir meiddir, Pennant tæpur og Garcia nýstiginn upp úr meiðslum. Því erum við í vandræðum með að stilla upp miðjunni. Við getum ekki notað Riise á vinstri kantinn því Aurelio og Warnock eru meiddir.

    Ætla að leyfa mér að spá og vona að Crouch, Bellamy og Kuyt verði allir í liðinu.

    …………Crouch Kuyt
    Garcia Zenden Gerrard Bellamy

    …………..Crouch
    Garcia……Kuyt……Bellamy
    …….Zenden Gerrard

    Kuyt og Bellamy geta síðan skipt um stöður. Einnig gæti Garcia verið að skipta um stöður við þá. En við verðum að nota Zenden þó að hann sé engin drauma valkostur.

    Crouch er búinn að vera mjög góður undanfarið og fyndist mjög óeðlilegt ef hann fengi ekki að spila, ég hef trú á þessum 20 mörkum.

  3. Ég var að lýsa sömu skoðun og Einar gerir hér að ofan nú fyrr í morgun.

    Alonso, Sissoki, Speedy, Aurelio og Warnock allir meiddir, Pennant tæpur og Garcia nýstiginn upp úr meiðslum. Því erum við í vandræðum með að stilla upp miðjunni. Við getum ekki notað Riise á vinstri kantinn því Aurelio og Warnock eru meiddir.

    Ætla að leyfa mér að spá og vona að Crouch, Bellamy og Kuyt verði allir í liðinu.

    …………Crouch Kuyt

    Garcia Zenden Gerrard Bellamy

    …………..Crouch

    Garcia……Kuyt……Bellamy

    …….Zenden Gerrard

    Kuyt og Bellamy geta síðan skipt um stöður. Einnig gæti Garcia verið að skipta um stöður við þá. En við verðum að nota Zenden þó að hann sé engin drauma valkostur.

    Crouch er búinn að vera mjög góður undanfarið og fyndist mjög óeðlilegt ef hann fengi ekki að spila, ég hef trú á þessum 20 mörkum.

  4. Já ég er sammála þér. Það væri gaman að sjá Bellamy á kantinum. Hann mundi þá spila á vinstri eða hvað?

  5. var akkúrat að pæla í þessum meiðslum á miðjunni… þetta verður fróðlegt og jafnvel enn fróðlegra að sjá bekkinn, ætli Anderson eða einhver annar fái ekki smjörþefinn af úrvalsdeildinni.

    Maður er bara orðinn meir spenntur fyrir leiknum, endurkoma Hamanns sem hlý´tur að fá magnaðar móttökur hjá the kop og óútreiknanlegt byrjunarlið LFC!!

  6. Tek hjartanlega undir það að ég væri spenntur að sjá Bellamy á kantinum og Garcia hinum megin, með þá Crouch og Kuyt frammi – er það ekki winning-formula 🙂 ?

    Enn og aftur virðist ég lenda í því að vera vinnandi þegar Liverpool er að spila sem þýðir að vísu bara eitt: Við munum rústa þessum leik!

    En til að halda sig við efnið, þá þori ég að veðja við hvern sem er hér að Crouchinn fer yfir 20 mörkin þetta tímabilið. Ég bara er handviss!!!

  7. Hef trú á að hann nái þessum 20 mörkum, en ef menn ætla að fara að setja Bellamy á kantinn erum við þá ekki að gera það nákvæmlega sama við hann og Cissé ?!

    Finnst það ekki ráðlegt svona miðað hvernig fór með Cissé.

  8. Málið er samt einfalt. Ef Pennant er ekki klár í slaginn, hvað annað er í stöðunni en að nota Bellamy á kantinum? Held að nauðsyn brjóti lög í þessu tilviki og í stað þess að láta einhvern óreyndan ungling inn á miðja miðjuna og Stevie á kantinn, þá séum við mun berskjaldaðri. Bellamy hefur leyst kantstöður með ágætum og ætti að geta það á morgun. Ef Pennant er aftur á móti heill, þá að sjálfsögðu á að spila honum þar.

    Varðandi Cissé, þá fannst mér hann reyndar oft sprækari á kantinum en frammi, og mörg mörkin hans komu einmitt þegar hann spilaði þar. En það er nú bara ég :biggrin:

Skoðanaskipti

Manchester City á morgun!