Félagslið vs. landslið

Flestir sem mig þekkja, vita álit mitt á landsleikjahléum og því sem snýr að þeim. Það er nefninlega svo skrítið með mig að ég hef bara akkúrat engan áhuga á neinu sem snýr að þessum blessuðu landsliðum. Það skiptir þó engu máli er kemur að þessu sem ég er að fara að ræða hérna (allavega litlu þó eflaust hafi það einhver áhrif). Þetta eru einmitt nýleg dæmi með Claude Makalele og núna ummæli Michel Platini um Fransesco Totti. Ég hreinlega næ ekki upp í nefið á mér yfir þessu (og ekki er það nú lítið).

Tökum mig sem dæmi. Einhverjir þrá það eitt að spila fyrir hönd þjóðar sinnar, og skil ég þá vel. Sumir líta öðruvísi á málið og hafa kannski lítinn áhuga á því og vilja frekar eyða dýrmætum tíma í faðmi fjölskyldu sinnar. Nei, nú eru menn að koma fram og tala um að það eigi að refsa þeim með því að þeir megi ekki stunda vinnuna sína ef þeir neita að spila með landsliðum sínum. Hversu ruglað er þetta orðið? Ekki nóg með að landsliðin geti skilað mönnum tilbaka hálf ónýtum án þess að þurfa að axla neina ábyrgð, heldur vilja menn líka að þau geti sett menn einhliða í bann kjósi þeir að gefa ekki kost á sér? Hvað með leikmenn sem eru úti í kuldanum og ekki valdir í landsliðin vegna þess að einhver er fúll út í þá? Virkar þetta alveg í aðra áttina og eingöngu?

Nei, menn eins og Platini ættu nú að fara sér hægt í þessu. Þetta er allavega ekki þess valdandi að maður fái aukinn áhuga á landsliðsmálum og ég yrði gjörsamlega trítilóður ef einhver leikmaður Liverpool myndi fá leikbann bara af því að hann vill heldur vera heima í faðmi fjölskyldunnar, heldur en að spila fótbolta og ferðast út og suður í tengslum við það.

5 Comments

  1. skil vel gremju þína en það er tvennt.
    Í fyrsta lagi efast ég um að við höfum fengið fullt samhengi af því sem Platini sagði. það afbakast nú ýmislegt í fjölmiðlum. Og hitt að Totti er í hvorugum flokknum sem þú nefndir. Hann vill spila fyrir landsliðið. Bara ekki núna. Kannski eftir áramót. Þá vill hann líka pottþétt vera í byrjunarliðinu. Sem sagt hann vill peningabónusana og heiðurinn sem fæst fyrir HM og EM. Hann nennir bara ekki þessu undankeppnisrugli. Þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á Platini. Eins og ég skildi það alla vega.

  2. En á þetta nú samt ekki að vera val hjá mönnum hvort þeir leika fyrir landslið eða ekki? Hvernig í ósköpunum er hægt að neyða menn til þess?

  3. Hvað þá með þá leikmenn sem félagsliðin neyða leynt og ljóst til að spila ekki með sínu landsliði? Ég sé svona leikbann sem refsingu fyrir liðið en ekki leikmanninn. :confused:

  4. Ég tek heilshugar undir þetta með þér Steini. Mér finnst algjör fásinna að ætla að neyða menn til að spila fyrir sín landslið. Algjört rugl! Menn eiga að fá að ráða því hvort þeir spila fyrir landsliðin sín eða ekki.

  5. Ég held að hugsunin á bakvið þessi bönn séu líka þau að félög geta þá ekki neytt/beðið sína bestu leikmenn til að sleppa landsleik í miðri viku til þess að hvíla þá fyrir helgarleik í sinn deild.

    Aftur á móti er ég sammála ykkur. Þetta er gjörsamlega útí hött. Það getur enginn neytt neinn til að spila fyrir sína þjóð samanber Claude Makalele sem hefur þjónað þjóð sinni dyggilega í gegnum árin og endar landsliðsferilinn á því að þurfa að spila tilneyddur í undankeppni.

Liverpool 1 – Manchester City 0

Zenden líka meiddur! (staðfest: 6 vikur)