Zenden líka meiddur! (staðfest: 6 vikur)

Ja hérna! Dailly Mail segja frá því í dag að Bolo Zenden sé meiddur á hné og verði frá í mánuð!

Þetta bætist við meiðsli Momo Sissoko, sem verður frá fram í febrúar, og Xabi Alonso sem mun verða frá í hálfan mánuð í viðbót. Þannig að nú er fyrirliðinn Steven Gerrard eini miðjumaðurinn sem við eigum eftir!

Hvað er líklegast í stöðunni? Sumir hafa nefnt möguleikann á að yngri leikmenn á borð við Danny Guthrie fái séns, en líklegra þykir mér að Jamie Carragher verði færður upp í stöðu varnarsinnaðs miðjumanns fyrir aftan Gerrard, og þeir Hyypiä og Agger sjái um vörnina á meðan.

Þetta verður allavega fróðlegt. Einn miðjumaður í hópnum … úff!

**Uppfært (EÖE)**: Rafa staðfestir að Zenden [verði frá í 6 vikur](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6192408.stm) eftir aðgerð sem hann fór í í gær. Ekki gott.

15 Comments

  1. Verð að vera sammála þér um að það sé líkt Rafa að setja Carragher sem varnarsinnaðann miðjumann. En ég er ekki hrifinn að því þar sem Carragher er alveg steingeldur sóknarlega en við erum með miðvörð sem kann að skora.. Daniel Agger, ég vona að hann eða Daniel Guthrie verði á miðri miðjunni. En að Zenden þá er þetta nátturulega ekki gott því mér hefur hann staðið sig bara nokkuð vel í undanförnum leikjum og hefur oft á tíðum fengið ósanngjarna gagnrýni.

  2. Já ég held að eina vitið sé að setja Agger með Gerrard á miðjuna. Megum ekki gleyma því að Carragher kann enga boltameðferð.

  3. >Megum ekki gleyma því að Carragher kann enga boltameðferð.

    Alveg rólegur. Carragher var nú varnarsinnaður miðjumaður hérna áður fyrr og hann lék nokkuð vel í bakverðinum í nokkur ár.

    Ég held að hann hljóti að fara á miðjuna gegn Portsmouth. Já, eða þá að Gerrard færi sig aftarlega og Luis Garcia spili með honum. Hver veit.

  4. Verð að skammast mín til að segja að meiðsli þessi eru það sem ég hef verið að óska mér á einn eða annan hátt. Nú erum við lausir við zenden í bili. Hann hefur að auki langa meiðsla sögu þannig að það er aldrei að vita nema að það hlaupi því mun meir á spottann hjá okkur. Það þarf engin ykkar að segja mér hvað mikið fífl ég er að vilja mann úr eigin röðum meiddan. Það er engin hver annars bróðir í stríði og einhverjir ykkar vita skoðun mína á Zenden. FALLBYSSUFÓÐUR

    Þetta þjappar saman hópnum og gefur Gerrad aukna ábyrgðartilfinningu.
    Hið besta mál

    Gerrard á alls ekki að verða færður aftar á völlinn. Við verðum að halda upp sóknarþunga frá miðsvæðinu.

    Hvað rafa ákveður að töfra upp úr hattinum er spurning. er ég fylgjandi Agger eða Guthrie lausnunum. Ungir menn sem eiga að fá reynslu á tímum manneklu.

    Góðar stundir

  5. >Það þarf engin ykkar að segja mér hvað mikið fífl ég er að vilja mann úr eigin röðum meiddan.

    Ok, ég sleppi því þá.

  6. Gamall maður á veraldarvefnum segir:

    >”Það er engin hver annars bróðir í stríði og einhverjir ykkar vita skoðun mína á Zenden. FALLBYSSUFÓÐUR”

    Það að þú skulir segja svona á opinberum vettvangi um leikmann Liverpool, liðsins sem þú styður og sem á – þrátt fyrir að vera ekki miðjumaður í heimsklassa – þinn stuðning skilinn, segir allt sem segja þarf um þig.

    Mér finnst ótrúlegt hversu fullir haturs menn geta verið. Zenden er miðjumaður #4 hjá okkur og eins og Einar Örn heur áður sagt er ekki mögulega hægt að ætlast til að miðjumaður #4 hjá okkur standist miðjumönnum #1 hjá keppinautum okkar snúning. Alveg sama hvaða lið á í hlut, slíkar kröfur eru ekki aðeins óraunhæfar heldur hreinlega bölvuð frekja.

    Zenden er fínn maður í sína stöðu innan hópsins, en vegna meiðsla hvílir meir á honum þessa dagana en annars hefði gert. Nú er hann sjálfur meiddur og það gerir ekkert nema að veikja liðið. En ef þið viljið gleðjast yfir óförum Liverpool-leikmanns, gjörið svo vel, en vitið það að mín skoðun á slíku er að það jaðrar við siðleysi af hæstu gráðu.

    Einnig: stríðssamlíkingin gengur ekki upp, því í stríði geta sumir látist en fylkingin samt unnið orrustuna. Í knattspyrnu, þá annað hvort vinna allir eða tapa allir, hvort sem menn eru misgóðir eða ekki. Það er það sem skilgreinir hugtakið LIÐ, og það virðist ljóst að sumir þurfa að fletta því hugtaki upp og velta því aðeins fyrir sér.

  7. ja hérna … stundum vildi ég óska þess að gamalt fólk héldi sig við ritvélina og skrifaði fyrir sjálft sig og léti tölvur og net alveg vera.

  8. Af gefinni ástæðu finnst mér vert að kasta fram lausninni á miðjuvandnum: Stephen Warnock! Ástæðan: innkoman á síðustu mínútum í útileiknum við Bordeaux í meistarakeppninni. Þarf að rifja þetta upp? Warnock kom inná á 87 mín og hélt einn síns liðs eins marks forskoti Liverpool til leiksloka og tryggði þrjú stig með fáranlega áköfum leik. Minnstu munaði að hann skoraði eftir frábært sóló þar sem hann sýndi að það er ekki bara einn Ronaldhino!

  9. Voðaleg hjartveiki er þetta í ungu fólki, ósköp er þetta viðkvæmt.

    Það mætti halda að þetta væri spjallsíða skáta eða þeir sem skrifuðu hérna væru í framboði.

    oftast er nú hið fínast spjall um bolta hérna en stundum getur umræðan snúist út í politíska rétthugsun og háfgerðan fasisma.

    “Barnið mitt er ekki með lús” hrópið þið eins og þið eigið lífið að leysa. Verjið allt fram í rauðann dauðann

    Ef Zenden er barnið ykkar þá vildi ég bara láta ykkur vita að hann er ekki bara með lús heldur er hann líka mongólíti.

    góðar stundir

  10. Er það semsagt núna pólitísk rétthugsun eða fasismi að finnast það lélegt að menn óski leikmönnum síns liðs meiðslum. Ja hérna.

  11. :tongue: Ekki vera vondir við gamla menn sem missa sig stundum út í rutl og geggjun. Þegar menn eldast (þekki það sjálfur, er komin á seinni hlutann og hef haldið með LFC í yfir 40 ár) þá verða menn dálítið senilir og fara að rugla saman upplifun styrjaldaráranna og baráttunni á vellinum. Þó að menn lendi í því að hugsa dálítið “stalinskt” og vilji fórna mönnum hægri vinstri fyrir sigur í orustum en gleyma stríðinu þá mega menn eki verða vondir. Ég held ég hætti núna því mér sýnist að sé komið rutl á mig líka 🙂

  12. Takk fyrir að benda á það SSteinn, hafði ekki áttað mig á að Warnock er meiddur. Hvað eru menn líka að meiðast þegar þeir eru ekki að spila með aðalliðinu? Og hvað er málið með strákgreyið og meiðslin? Spurning um að setja “My name is Warnock” í gang, laga hjá honum karmað.

Félagslið vs. landslið

Portsmouth á morgun