Portsmouth á morgun

Næsti heimaleikur er gegn Portsmouth á morgun, og nú þýðir ekkert annað en að halda áfram á sigurbraut og koma sér á almennilegt skrið í deildinni. Portsmouth hafa byrjað tímabilið afar vel, enda nokkuð vel mannaðir og Harry Redknapp hefur verið að ná að berja í menn baráttuanda. Liverpool hefur verið að smella saman í vörninni, hætt að leka mörkum, en sóknarleikurinn hefur ekki verið að virka. Lítið skorað af mörkum og fæðingin á þessum sigrum undanfarið hefur verið alltof erfið. Það hlýtur samt að koma að ákveðnum tímapunkti að menn byrji að finna fyrir auknu sjálfstrausti.

Helstu kappar mótherjanna eru líklega framherjinn Kanu, Pedro Mendez, Sol Campbell, David James og Gary O’Neil. Mér skilst að Stefanvic, Lua Lua, Cole og Johnson séu meiddir og veikir það lið þeirra eitthvað. Þeir munu væntanlega mæta með það fyrir augum að verjast vel og beita okkur skyndisóknum. Þeim hefur verið að takast það nokkuð vel, en eins og með okkar menn, þá hafa þeir ekki verið að gera neinar rósir á útivelli. Vonandi fara þeir ekkert að taka upp á því núna.

Þá að okkar mönnum. Það er óhætt að segja að mikið sé um meiðsli í þeim herbúðum og þá helst á miðjunni. Þeir leikmenn sem munu væntanlega ekki taka þátt í leiknum eru þessir: Momo Sissoko, Xabi Alonso, Harry Kewell, Stephen Warnock, Fabio Aurelio, Mark Gonzalez og Bolo Zenden. Þar fyrir utan er tvísýnt með að Craig Bellamy geti tekið þátt í leiknum, þar sem hann er núna í réttarhaldastandinu í Cardiff. Það er því ljóst mál að ekki verður um auðugan garð að gresja á miðjunni hjá okkar mönnum. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að Luis Garcia muni spila á miðjunni með Steven Gerrard og að Pennant komi inn í byrjunarliðið í stað Bolo Zenden. Ég veit eins og fyrri daginn að líkurnar á að maður hafi rétt fyrir sér, eru engar, en tilfinningin segir þetta núna. Annar kostur í stöðunni væri hreinlega að spila Daniel Agger sem djúpum miðjumanni, en ég vel fyrri kostinn.

Liðið yrði þá svona skipað:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Agger

Pennant – Gerrard- Garcia – Riise

Crouch – Kuyt

Gerrard mun þá þurfa að vera aðeins dýpri en í síðustu tveim leikjum, en ég hef ekki áhyggjur af því. Ef hann verður jafn ákveðinn eins og undanfarið, þá spilar hann sinn normal leik. Ég vil sigur í þessum leik og ekkert annað. Það sem meira er, ég vil hafa hann svolítið sannfærandi núna, þ.e. að setja fleiri en eitt mark á þá til að berja enn meira sjálfstrausti í liðið. Næsti leikur á eftir þessum er á útivelli og þar þurfum við að fara að snúa við dæminu. Við VERÐUM þó að halda áfram að vinna öll stig í boði á heimavelli.

Spáin mín? Ég ætla að giska á 3-0 sigur okkar manna og að loksins fari hjólin að snúast fyrir alvöru. Bjartsýnn? Jú, en það er ég líka oftast þegar við spilum á Anfield. Ég giska á að Kuyt setji tvö kvikindi og félagi Stevie skori í þriðja leiknum í röð.

25 Comments

  1. ég vill fá Agger á miðjuna. virðist geta rekið boltan vel og er harður í horn að taka. svo ég tali nú ekki um þessi skot hans sem eru stór hættuleg.. prufa Agger með Gerrard segi ég.

    Riise í bakvörð, Garcia og Pennant á kantana

  2. Ég er sammála leikmannavali þínu SSteinn en held mig við það að Rafa muni setja Carragher í varnarstöðu á miðjunni, með Hyypiä og Agger í vörninni og García og Pennant sem vængmenn. Það er einfaldlega liðinu of mikilvægt að Gerrard geti verið í sóknarstöðu, hvort sem er á miðjunni eða kantinum, og þurfi ekki að vera eitthvert akkeri fyrir García.

    Þessi leikur leggst annars vel í mig, en hvort við náum 3-0 sigri veit ég ekki. Liðið gæti átt það til að fá á sig mark á morgun, þar sem Portsmouth-menn hafa verið duglegir að skora, en vonandi vinnum við samt.

  3. Ég held að Agger sé mun betri á miðjunni þar sem hann er einfaldlega betri með boltann heldur en bæði Carra & Hyypia.

    Garcia hentar einfaldlega ekki á miðjunni þar sem hann er snillingur í klaufabrotum. Eitthvað sem gerist nánast undantekningar laust þegar hann reynir að vinna tilbaka boltann eftir að hafa tapað honum.

  4. Nú verðum við að taka þetta gegn strákunum í Pompey FC! Everton mun líklega tapa sínum leik gegn manchester united og vonandi Bolton gegn Chelsea þannig að þó flestir vilji venjulega ekki að þessi lið sigri þá er það líklegt og þá erum við svo gott sem komnir upp í 4 sæti, stigi á eftir Arsenal.

    Mér er sama hverjir spila svo lengi sem þeir spila vel og við vinnum!

    Áfram LFC

  5. :rolleyes:Ég er hræddur eins og maður hefur ástæðu til að vera þegar spilað er á útivelli þetta tímabilið. En það hlýtur að fara að koma að því að við vinnum útileiki því við erum ansi oft búnir að vera betri þrátt fyrir jafntefli eða tap. Reikna samt með að þetta verði bæði erfitt og naumt. Spái 0 – 1 eða 1- 2 🙂 Portsmouth skorar nánast undantekningarlaust í hverjum leik svo 1 -2 er líklegri niðurstaða :laugh:

  6. Ég spái hörkuleik 🙂

    Nú reynir á, því að miðjan er greinilega öll í lamasessi… Gerrard virðist vera einn heill á meðan aðrir liggja einsog hrúgald hér og þar… Spurning hvort að uppalningarnir koma til með að spila eða að framherjar verði settir á kantinn og þar frameftir götunum (mæli með að Ouchy verður settur í vörn og Carra í sókn :biggrin:) !

    Áhugavert verður það alla vega, því lofa ég !

    YNWA

  7. Hef sagt það áður – vil fá unga, efnilega stráka inn í liðið, ekki síst þegar við eigum í meiðslavandræðum. Þekki þessa stráka reyndar ekki nema í gegnum umsagnir um varaliðsleiki en við hljótum að eiga einhverja góða þar. Er ekki líka stefnan að hafa ungt varalið og kaupa efnilega stráka víðsvegar að? Finnst kominn tími til að fá einhverja upp í aðalliðið og sjá eitthvað koma út úr þessum strákum. Það gleður mig fátt meira en að sjá efnilega knattspyrnumenn vinna sig upp (Fowler, Owen, Gerrard,…) en það hefur verið lítið um það síðastliðin ár. Treystum æskunni! 🙂

  8. heyr heyr BigGun

    Treystum æskunni

    góðar stundir

  9. Ég verð að vera sammála Hólmari og Mumma, Riise er ekki nógu sterkur á Kantinn. Agger sæti vel leyst miðjuhlutverkið með Gerrard sér við hlið og hafa svo Pennant og Garcia á köntunum. Riise er bakvörður og ekkert annað. Annars virðist þetta vera okkar sterkasta lið þessa stundina að sökum meiðsla og vonandi að okkar menn haldi áfram á heimavelli og taki stigin 3.

    Áfram Liverpool

  10. Nú reynir á! Sigurganga okkar á heimavelli er með ólíkindum! ( :biggrin:) svo það er spurning hvenær það stoppar. Pompeyar hugsa sér örugglega gott til glóðarinnar núna. Miðjan hjá okkur í uppnámi ef svo má að orði komast.

    Eigum við ekki að segja að Fowlerinn komi inn í liðið á morgun og Kuyt verði treyst fyrir miðjunni ásamt Gerrard! Reynslan tekin fram yfir æskuþróttinn í þetta skipti. Nei..ég veit það ekki en þetta er sennilega ekki verri en hver önnur ágiskun í þessum efnum.

    Ég er dálítið hræddur við þennan leik satt best að segja. Ætla samt að spá mínum mönnum sigri, 2-1. Kyut og Garsia með mörkin.

    Garsia mun eiga stórleik á morgun. Hef enga trú á því að hann eigi tvo leiki í röð þar sem leikur hans einkennist af mistökum. Til þess er Garsia of góður!!

    Áfram Liverpool…..

  11. Og veistu hvað Hannes, Diao er að sögn Stoke manna að spila fantavel og var þeirra besti maður í síðasta leik Stoke.

  12. Mummi, ég sá byrjunina á kommentinu þínu og hélt að þú ætlaðir að fara að segja að Diao væri líka meiddur. 🙂

    En auðvitað ætti hann að vera með betri mönnum, hann spilaði jú einu sinni ágætlega fyrir Liverpool. Vonandi að hann standi sig hjá Stoke.

  13. Jamm, sammála Jóni H.

    Dirk Workaholic Kuyt á miðjunni ásamt Gerrad. Fowler og Tumi frammi.

  14. Ætli hann spili ekki bara aftur 5-3-2 / 3-5-2… auðveldara að vera með miðjumenn þá sem eru ekki natuural miðjumenn, hver svo sem það verður sem spilar með Gerrard.

    Er ekki bara kominn tími á að Paul Anderson eða Besian Idrizaj fái sinn fyrsta byrjunarleik í deildinni fyrir Liverpool, því Carragher mun varla spila á miðjunni þessa fjóra leiki Liverpool þegar Alonso ku vera frá.

    Annars virðist Benitez hérna vera að ýja að því að Carragher muni kannski spila á miðju.

    Bekkurinn á morgun verður síðan skrautlegur, þar sem Bellamy er að standa í réttarhöldum vegna þessarar árásar í mars. Talið ólíklegt að hann verði með.

    Samt góður tími fyrir menn að meiðast. Ekki nema 9 leikir frá morgundeginum og fram að 30.des :confused:

  15. Paul Anderson, El Zahir og Besian Idrizaj verða örugglega ekki með á morgun því þeir voru að spila vináttuleik með varaliðinu í kvöld. Danny Guthrie var ekki með sem þýðir að hann er væntanlega í hópnum fyrir leikinn á morgun.

  16. Eftir mikla íhugun og stærðfræðipælingar, þá ætla ég að spá 2:1 sigri okkar manna á morgun. Campbell kemur Portsmouth óvænt yfir undir lok fyrri hálfleiks, en svo mun Agger skora eitt og Gerrard það síðara. Kuyt skorar svo þriðja markið undir lok leiksins sem verður dæmt af vegna rangrar rangstöðu.

    Áfram Liverpool!

  17. He he góður Doddi, af því það er svo gaman að spá þá segi ég að Kuyt verði á miðjunni með Gerrard – Pennant – Luis Garcia og frammi Crouch + Fowler

    2-0 fyrir okkur, Garcia og Crouchy

    Áfram við !

  18. Það voru hvorki Carragher né Agger sem Rafa leit fyrst til sem miðjumanna við hlið Gerrards!

    Sá fyrsti sem honum datt í hug var Sami Hyypia!

  19. Sami reyndar spilaði þessa stöðu mikið áður en hann kom til Liverpool, og það víst með miklum ágætum.

Zenden líka meiddur! (staðfest: 6 vikur)

Nokkrir punktar