Leiknum frestað

Leiknum við Arsenal hefur verið frestað vegna [þoku á Anfield](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/league_cup/6195047.stm). 🙁

11 Comments

  1. Þetta er fúlt, en svona er þetta því miður stundum bara … en frábært að sjá samt hversu samtaka og samhuga Kristján Atli og Einar eru í tilkynningunum 🙂

  2. Já, ég var einni mínútu á eftir. En núna er búið að kommenta á mína tilkynningu, þannig að Kristján verður að eyða sinni út 🙂

    Annars er þetta grautfúlt! Ég var búinn að skipuleggja kvöldið í kringum þennan leik.

  3. Einar, þú ert bara frekja! 😉

    Annars er þetta í annað sinn á þremur dögum sem þetta gerist hjá okkur Einari. Spurning um að gera það að skyldu að senda hóp-SMS á hina pennana áður en maður setur grein inn. 🙂

  4. Snilld! Þá get ég séð leikinn..er í prófalestri núna! :biggrin:

  5. Hérna er leikjaprógrammið okkar yfir jólin og fram í febrúar. Það er nokkuð ljóst að þessi leikur fer ekki fram á þessu ári, nema hann fari fram á morgun þegar tveir aðrir leikir fara fram…..

    Líklegt er að við spilum tvo leiki við Arsenal í röð í tveimur bikarkeppnum…

    23 desember: Watford (H)
    26 desember: Blackburn (Ú)
    30 desember: Tottenham (Ú)
    1 janúar: Bolton (H)
    6 janúar: Arsenal (Ú) – FA Bikarinn
    13 janúar: Watford (Ú)
    20 janúar: Chelsea (H)
    30 janúar: West Ham (Ú)
    3 febrúar: Everton (H)

  6. Verður hann ekki bara spilaður á morgun?

    Þá eru samt þrír dagar í leik.

  7. Hann verður ekki spilaður á morgun. Það var viðtal við einhvern forstöðumann hjá Anfield. Hann sagði að það þyrfti a.m.k. tíu daga fyrirvara til að skipuleggja leik sem á að fara fram á Anfield.

    Það sé svo margt sem þarf að gera, umferðarmál, öryggismál og fleira.

    En leikurinn þarf eiginlega að fara fram fyrir Undanúrslitin í þessari keppni sem er um 10. janúar.

    Ég held að við sjáum ekkert eftir “róteringunni” núna. Leikmennirnir verða þá frískari.

  8. Nei, ekki á morgun. Svona skipulag er hreinlega ekkert hrist fram úr erminni. Þetta snýst ekki bara um að finna leikdag. Það þarf að kalla út auka vakt hjá lögreglu, því þarna koma saman um 45.000 manns. Það þarf að skipuleggja staff og annað í kringum svona leiki. Stuðningsmenn þurfa líka að vera teknir með í myndina, sumir búnir að borga talsverðar fjárhæðir til að ferðast upp til Liverpool og svo með far tilbaka um kvöldið, þetta er fólk sem hefur keypt miða og eru ekki að fara í sama pakka á morgun. Stóra málið er samt sem áður öryggisgæsla, sem er æfð og löngu ákveðin fyrir svona leiki.

    Þetta er ekki einfalt mál og mér sýnist að eini sénsinn á leikdegi verði í vikunni fyrir heimaleikinn gegn Chelsea. Getið þið ímyndað ykkur hversu margir fastamenn myndu spila þann leik?

  9. leikurinn verður spilaður 9. eða 10. janúar sem þýðir að við spilum tvisvar við Arsenal, í sömu vikunni…. :rolleyes:

    Það er spurning að taka upp það sem MR. Benitez stakk upp á, þ.e. að spila einn leik og láta úrslitin gilda fyrir báða leikina ! 🙂

    YNWA

  10. Búið að staðfesta leikdag þann 9. janúar. Spilum sem sagt á Anfield við Arsenal í FA bikarnum þann 6. janúar og svo á Anfield gegn Arsenal í CC bikarnum þann 9. janúar 🙂

  11. Ætlar Sýn að endursýna gamlan leik kl 16:15 í dag eða eru þeir að fara að endursýna þokuna síðan í gær??????
    En það gæti hentað Arsenal betur að mæta okkur í Janúar, mikil meiðsli núna og verða væntanlega einhverjir komnir til baka hjá þeim….T.D Henry!!

Benitez og æskan

Jólatörn og næstu leikir