Tottenham á morgun!

Jæja, jólatörnin heldur áfram og næst er það Tottenham, á útivelli. Fyrir leikinn erum við í sjötta sæti með 34 stig, Tottenham er í næsta sæti þar á eftir með þremur stigum minna.

Málið er nokkuð einfalt, við verðum að nýta færin okkar betur en við gerðum gegn Blackburn. Ef við gerum það, þá vinnum við þennan leik. Engin stórkostleg speki kannski 🙂

Ég er nokkuð hrifinn af þessu Tottenham liði. Þeir eru með góðan mannskap, menn eins og Paul Robinsson, Ledley King, Tom Huddlestone, hinn skemmtilega Aaron Lennon og framherjana Jermaine Defoe og Dimitar Berbatov.

Sá síðarnefni var maður sem ég vildi fá til Liverpool á sínum tíma, og reyndar Defoe líka. Þeir hafa verið að spila mikið saman að undanförnu og eru þar af leiðandi að ná betur og betur saman. Defoe skoraði til að mynda tvo í síðasta leik þeirra og það var Berbatov sem lagði upp bæði mörkin. Defoe hefur skorað ellefu mörk í síðustu tíu leikjum sem hann hefur byrjað hjá Tottenham.

Berbatov er magnaður framherji. Hann klárar færin sín ótrúlega vel og er að mínu mati hættulegasti leikmaður þeirra. Defoe er hættulegur líka, hann hefur mikinn hraða, og því myndi ég ætla að Hyypia fari á bekkinn núna. Huddlestone hefur svo leyst skarðið sem Michael Carrick skyldi eftir sig með miklum sóma.

Ég held að þetta verði frábær leikur. Okkur hefur verið að vegna betur og betur á útvöllum en misstigum okkur gegn Blackburn. Tottenham hefur unnið síðustu átta af tíu heimaleikjum og okkur hefur ekki gengið neitt stórkostlega á White Hart Lane undanfarin ár ef ég man rétt.

Ég er að horfa til þess að við nýtum okkur helsta veikleika þeirra, sem er vinstri vængurinn. Þessi Lee þarna, sem var góður með Suður-Kóreu og PSV, er ekkert spes og þeir hafa verið að nota Benoit Assou-Ekotto, sem ég kann ekki mikil deili á, en samkvæmt því sem ég hef séð og heyrt er hann ekki sá besti. Ég vona að Pennant nýti tækifærið og haldi áfram því fína formi sem hann hefur sýnt undanfarið.

Ég vona líka að Aurelio komi inn í vinstri bakvörðinn og að Benítez spili bara 4-4-2 með Kuyt og Bellamy frammi. Crouch kom sér í fín færi í síðasta leik en það var lélegt hjá honum að skora ekki, það er bara staðreynd. Auðvitað er mikið að gera um jólin og það er spurning hvernig Benítez spilar þetta, það eru síðan bara tveir dagar í leikinn gegn Bolton.

Að mínu mati gerði Benítez mistök (sem maður hefði kannski kallað snilld ef við hefðum unnið Blackburn 3-0 eins og við áttum að gera) með þessu kerfi sem hann stillti upp. Finnan er ekki þessi týpíski wingback til dæmis, og Gonzalez á bara heima á kantinum.

Ég held að Kuyt komi aftur inn í byrjunarliðið og ég vona að Bellamy verði með honum. Crouch gæti samt alveg eins fengið tækifærið áfram en Fowler kallinn bíður líklega enn. Pennant held ég að komi aftur inn sem og Garcia.

Byrjunarliðið á morgun gæti því litið svona út:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Aurelio

Pennant – Gerrard – Alonso – Luis García

Crouch – Kuyt

Á bekknum: Dudek, Hyypiä, Riise, Gonzalez, Bellamy.

Hefðbundið og gott…. Eins og ég sagði áðan, þá þarf Pennant að notfæra sér það að vinstri kanturinn er líklega þeirra veikleiki og svo er bara að nýta þessi færi! Ég held að Kuyt verði annars í strangri gæslu enda er Martin Jol hrifnn af landa sínum.

Mín spá: Það er ekki nokkur spurning að þetta verður erfiður leikur. Ég held líka að hann verði skemmtilegur á að horfa og ég ætla að spá honum 2-2 jafntefli. Gerrard og Luis Garcia skora fyrir okkur, þeir jafna tvívegis.

En hvað segið þið? 🙂

13 Comments

  1. Liverpool tapar 1-0 þrátt fyrir að eiga helmingi fleiri marktilraunir en andstæðingurinn. 0-0 í hálfleik, Berbatov skorar svo á 56 mínútu og þar við situr. Allir svo hundfúlir yfir úrslitunum en segja þó að liðið hafi í raun spilað vel en vanti bara að klára færin. 😯

  2. Ég held að þessi skellur gegn Blackburn geri það að verkum að við komum tvíefldir í þennan leik og vinnum 2-1 eða 3-2 þar sem við verðum yfir allan tímann.

    Gerrard, Kuyt, Bellamy, Defoe og Huddlestone með mörkin! 🙂

  3. Ég held að það sé alveg ljóst að Aurelio spilar ekki bakvörð í svona erfiðum útileik.

    Kuyt er ekki hægt að hafa á bekknum. Sá maður verður bara að byrja alla leiki. Þótt hann sé ekki að skora í síðustu leikjum er hann vinnusjúkur þarna frammi og með því nær hann að skapa svo mikið fyrir hina og opna fyrir þá. Sé ekki afhverju Bellamy ætti að vera á bekknum. Spil okkar manna verður slakara og einhæfara með Crouch frammi. Kuyt og Bellamy er mjög gott framherjapar.

    Ætla að vona að Garcia fari að spila eins og maður. Ég get orðið alveg bilaður á að sjá hann spila. Hann spilar á köflum eins og 12 ára strákur og loksins þegar maður er búinn að drulla svo hressilega yfir hann í huganum, þá skorar hann oft heimsklassa mark, skil bara ekki manninn.

    Er ekki jafnteflisbragur af þessum leik!!!

  4. Ég er svo hjartanlega sammála því að setja Riise á bekkinn, löngu komi tími á það, best væri að setja hann uppí stúku, nú eða koma honum bara í burt af Anfield. Drengurinn er lang veikasti hlekkurinn í þessu liði og með ólíkindum hve lengi hann hefur verið í liðinu miðað við enga hæfileika. Getur ekki skallað,né dekkað, algjörlega einfættur og er lélegur einn á einn bæði í vörn og sókn. Hvað sem því líður þá eru næstu 2 leikir þvílíkir úrslitaleikir og verða því að vinnast. Og þá er bara að krossa fingur. Gleðilegt ár.

  5. :confused:Eftir frammistöðu okkar manna og uppstillingu Benítez á liðinu í síðasta leik þá má reikna með að við töpum þessum leik stórt. Hann leggst svo illa í mig að eg þori ekki einu sinni að spá :rolleyes:

  6. Ég ætla að spá þessum leik o-o. Riise verður í byrjunarliðinu. Liverpool á erfiðan leik á móti Bolton á nýjársdag og þótt maður eigi bara að taka einn leik fyrir í einu þá verða okkar menn að vissu leiti með hugann við þann leik og spara sig eins og best þeir geta. 1 stig á White Hart Lane er vel ásættanlegt.

  7. Riise á bekkinn já.
    Garcia á bekkinn já – Hann einfaldlega fúnkerar alltof sjaldan sem byrjunarliðsmaður, fínt að setja hann inn á á svona 60 mínútu.
    Væri snilld að hafa Kewell á vinstri kantinum en ég myndi frekar hafa Speedy, hann var farinn að spila sig í almennilegt form rétt áður en hann meiddist.

  8. Jafntefli… 😡

    Sigur er bara algjör krafa eftir vonbrigðin á móti Blackburn. Við verðum bara að standa okkur gegn þeim liðum sem við erum í baráttu um 3-4 sæti í deildinni. Bara verðum. Pressa..já. Ef ég fengi nokkrar miljónir á viku í kaup þá er bara sjálfsögð krafa að menn höndli pressuna.

    Ég vil byrja með Speedy inn á og Garsia á bekknum. Kuyt og Bellamy er bara augljóst mál. Benitez fer ekki að hringla með það aftur í bráð. Riise er ekki minn uppáhalds leikmaður þessa dagana en ég hef samt meiri trú á honum í bakverðinum en Aurilio.

    Við vinnum þennan leik 3-1. Gerrard, Kuyt og Bellamy með mörkin. Málið dautt. Agger á stórleik í vörninni og Reina sýnir af hverju hann er aðal markvörður Liverpool.

    YNWA

  9. :laugh:Ég hélt að ritskoðun síðunnar miðaðist við sóðalegt orðbragð og persónulegt skítkast. En viðhorf og ritháttur sem ekki er í þeim stíl mætti standa????? Sérkennilegt en ef til vill lýsandi. :tongue:

  10. Af einskærri alúð og umhyggju tökum við Kristján að okkur að laga stundum augljósar stafsetningar- og málfarsvillur.

  11. Hjalti :

    Paul Robinson, telurðu hann virkilega til þegar þú talar um góðan mannskap?

Paletta til Spánar

Crouch er ekki að fara neitt