Blackburn búnir að fá tilboð í Neill!

2006-1-25-lucas_neill_56190967.jpg

Sky Sports staðhæfa að Blackburn hafi nú þegar fengið tilboð í Lucas Neill. Umboðsmaður hans [segir](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=439155&CPID=8&clid=14&lid=&title=Neill+bidders+make+offers):

>”We know there have been bids put in for him,”

>”There is a lot of interest from England and abroad.”

SKy Sports telja upp eftirtalin lið, sem kunni að hafa áhuga á að fá Neill: **Barcelona, AC Milan, Liverpool**, Tottenham og Newcastle.

Einsog við höfum fjallað áður um þá hefur m.a. [pabbi Neill staðfest að Lucas sé](http://www.kop.is/gamalt/2006/08/24/23.05.44/) mikill Liverpool aðdáandi.

5 Comments

  1. Á ekki að kosta mikið vona að hann komi til okkar
    púllara :rolleyes: á eftir að stirkja okkur
    🙂

  2. Það er ljóst að Liverpool hefur áhuga á Neill sem og að hann hefur áhuga á að koma til félagsins. Spurningin er hvort Blackburn sleppi honum ódýrt eða láti hann spila samninginn sinn út leiktímabilið? Ennfremur ef fleiri lið sýna honum áhuga þá má vel vera að verðmiðinn muni hækka og áhugi Liverpool þá færast yfir á aðra leikmenn?

    Hvað er raunvirði Lucas Neill? og hvað er raunhæft að greiða fyrir hann þegar samningurinn er að renna út eftir 6 mánuði?

    Gravesen fór til Real Madrid á 2 milljónir punda frá Everton um árið. Ætli raunvirði hans þá hafi ekki verið í kringum 4-5 milljónir? Þá erum við að tala um ca. 50-60% verðlækkun á leikmanni sem er að verða samningslaus.

    Ætli þá sé ekki raunhæft að ætla að 1-2 milljónir punda sé verðmiðinn á drengnum ef við gefum okkur að hann kosti 3-4 milljónir punda?

  3. Ég er viss um að Wayne Rooney og jafnvel Ryan Giggs myndu viðurkenna að þeir væru Liverpool-aðdáendur ef þeir væru næstum því að koma til LFC. Svona setningar borga vel sko!

  4. >Svona setningar borga vel sko!

    Nei, svona setningar geta orðið til þess að fæla burtu önnur lið. Þannig að nema menn meini þetta, þá er lítið vit í að lýsa þessu yfir, sérstaklega ef fleiri en eitt lið er á eftir leikmanninum einsog er í tilfelli Neill.

  5. Ég ætla að vona að Neill komi og það sem fyrst, það veitir ekkert af því að hafa back-up fyrir Finnan. Neill er mjög góður kostur og er þar að auki löglegur í CL. Reglurnar segja víst að það megi vera EINN leikmaður í hópnum sem hefur spilað í UEFA-Cup.

Xabi ekki að fara neitt

Enn af leikmannakaupum