Allt búið!

Einar benti á þessa grein í ummælum við síðustu færslu og mér fannst hún nógu góð til að hún verðskuldaði sér færslu. Afskaplega góð eftirmæli um þessa fáránlegu umfjöllun, sem hefur grasserað eftir Arsenal leikina.

[It’s all over for Liverpool](http://www.squarefootball.net/article/article.asp?aid=4059).

13 Comments

  1. Endurtek ummæli úr fyrri þráð:

    Sé að Einar vísar í Paul Tomkins.

    Ég hef ekkert álit á Paul Tomkins. Að leita til PT er eins og að fara og spyrja prestinn um hvort að Guð sé til og hvort hann sé góður.

    Benitez er góður þjálfari sem hefur afrekað margt. Það er hinsvegar hægt að gagnrýna margt við hann, t.d. uppstillingar sem virðast frekar taka mið af því hverjir fengu síðast að spila heldur en hverjir eru styrkleikar og veikleikar andstæðinganna og innáskiptingar sem koma oftast rosalega seint (Istanbúl er undantekning en þar meiddust tveir) og ótrúlega oft t.d. skipt inná varnarmönnum þegar þarf að vinna upp forskot.

    Þetta skrifar PT aldrei um, heldur endalaust um englasöng og hallelúja sem fylgir því að halda með Liverpool. Þessi bikarkeppni var kannski ekki sú kynþokkafyllsta en fjandinn hafi það að tapa 4-12 fyrir Arsenal á tímabili sem þeir eru í lægð. Það er ekki sniðugt og útaf því eru sumir alvöru stuðningsmenn óánægðir.

  2. >Það er ekki sniðugt og útaf því eru sumir alvöru stuðningsmenn óánægðir.

    Já, en sjáðu til – það er munur á því að vera óánægðir og gagnrýna og þeirri fáránlegu umræðu sem hefur grasserað hér og annars staðar síðustu daga.

    Ég er brjálaður yfir leiknum, en ég sleppi því að kalla Rafa feitan og lélegan þjálfara og sleppi því að krefjast að hann verði rekinn.

    Það er enginn að gagnrýna gagnrýni, heldur einfaldlega þann óhróður og þá vitleysu, sem hefur verið skrifað um liðið að undanförnu.

  3. Ætli sannleikurinn liggi ekki einhversstaðar á milli þessarar greinar og Guardian greinanna :biggrin:
    Mér finnst stuðningsmennirnir eiga heiður skilinn því þeir létu líka óánægju sína í ljós með að baula á vissum tímapunktum en héldu samt áfram að hvetja þrátt fyrir mótlætið. Anfield væri ekki sami staðurinn ef menn þar létu aðeins í sér heyra þegar liðið skorar eða vinnur.
    Stjórnarmenn Liverpool hafa greinilega ekki þorað öðru en að splæsa pening á Rafa eftir þessa leiki; fyrst kemur þessi Leto og núna skv. El Mundo Deportivo erum við víst búnir að kaupa 16 ára sænskan framherja!
    http://www.elmundodeportivo.es/20070111/NOTICIA245925314.html

  4. Ég verð reyndar að játa að ég fattaði ekki fyrr en eftirá að þetta var skrifað af Tomkins.

    En mér er skapi næst að eyða út ummælum einsog þeim hér að [ofan](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/01/11/16.15.15/#44559). Svona ummæli bæta ENGU við umræðuna á þessari síðu. Ef fólk hefur ekkert af viti fram að færa, þá á það að sleppa því að senda inn komment. Á þessari síðu er enginn skortur á kommentum.

  5. Fyrirgefðu Einar minn, en það varst þú sem kemur með link um grein Paul Tomkins og ég kom með mína skoðun á kappanum, hvar annars staðar á ég að gera það en eftir link á grein frá honum? Ég skal þá bara gera orð Daða að mínum ef þér líður betur með það? Paul Tomkins er froðukall sem röflar endalaust um englasöng og hallelúja sem fylgir því að halda með Liverpool.

    Og fyrst við erum að tala um einhverja pistlahöfunda í Bretlandinu, þá er Chris Bascombe litlu skárri en Paul Tomkins, en það er bara mín skðun, þarf ég að útskýra af hverju mér finnst það? Má mér ekki finnast það? Láttu mig vita.

    Þetta er allavega ekki ‘one-liner’ núna, sáttur? 😉

  6. Sæll Nonni.

    Þú verður að fyrirgefa, en ég hef nákvæmlega engan áhuga á að heyra þína skoðun ef hún er eingöngu sett fram á svona hátt. Þegar ég set inn fréttir hérna, þá hef ég ekki nokkurn áhuga á að heyra hvort að Sigga finnist Tomkins skemmtilegur eða Jónsa finnist hann leiðinlegur.

    EF hins vegar Siggi getur sett fram eitthvað áhugavert um sína skoðun og getur stutt hana með rökum, þá eykst áhugi minn til muna. Slíkt væri líka grundvöllur að skynsamlegum og hugsanlega skemmtilegum umræðum.

  7. Ég tel alveg helmings líkur á að Liverpool slái út Barcelona. Ef það mistekst má hins vegar segja að þetta sé gott sem búið,,, þó ég sé nokkuð viss um að við eigum eftir nálgast toppliðið í deildinni, mögulega náum við Chelsea.

  8. Það eina sem ég hef að segja um allt þetta mál er þetta: Ég held að sigurlíkur liðsins gegn Barcelona hafi hreinlega aukist þessa vikuna. Jú, Arsenal-töpin voru skítléleg en þau og öll þessi brjálaða umræða og blaðaskrif í kjölfarið hafa gert það að verkum að liðinu hefur verið stillt rækilega upp við vegg.

    Og við vitum allir hvað Liverpool-liðið hans Rafa gerir þegar því er stillt upp við vegg.

    Þannig að ég er bara ánægður með þetta, að vissu leyti. Leyfum Guardian-mönnum að krefjast afsagnar Benítez, leyfum fjölmiðlum að afskrifa Liverpool, í hvert sinn sem menn segja eða skrifa að liðið okkar eigi ekki séns í besta lið Spánar brosi ég bara.

    Af hverju? Jú, af því að við vorum afskrifaðir við hvert fótmál fyrir tveimur árum. Getum við ómögulega náð Chelsea í deildinni? Segið Rafa það. Getum við alls ekki unnið Barcelona? Reynið að sannfæra Gerrard um það.

    Liðið okkar mun bíta allhressilega frá sér á næstu vikum. Þeir munu kannski ekki vinna alla leiki, og eiga örugglega eftir að eiga slappa leiki áður en þessi leiktíð er úti, og kannski detta þeir út gegn Barcelona … en menn skulu aldrei vanmeta sært villidýr.

  9. Paul Tomkins er vissulega heiðursmeðlimur í Pollíönnuarminum margfræga, en það getur ekki nokkur maður tekið það frá honum að hann er fróðari um þetta Liverpool lið en flestir aðrir álitsgjafar sem skrifa um enska boltann. Og öfugt við flesta aðra er rökstuðningur hans jafnan ítarlegur og áreiðanlegur.

    En Guð minn góður, hvað ég get ímyndað mér að svartsýnisfólkinu finnist hann leiðinlegur. :laugh:

  10. Hvað sem öllum líður þá er ástæða Asernalniðurlæingarinnar 98% hjá Raffa. Þú stillir upp þínu sterkasta liði til þess að ná árangri. Það er verið að tala um sært villidýr. Alvöru villidýr láta ekki særa sig. Þau særða drepast líka í flestum tilfellum. Menn eru að dásama fjárfestingastefnu hans sem hefur litlu skilað. alltaf verið að kaupa einhverja framtíðarleikmenn fyrir nokkrar millur sem kannski verða einhvertíman góðir í stað þess að kaupa menn sem eru góðir núna og styrkja liðið. hefðum t.d alveg getað sleppt því að eyða peningum í þessa kantmenn sem við höfum. Hætti þið svo að verja þennann Asernalhrylling hann er óafsakanlegur en verður vonandi tilefni til ærlegrar endurskoðunar á allri stjórn félagsins

  11. Ég legg til að Fíllinn verði gerður að eina penna Liverpoolbloggsins. Þá getur hann sagt okkur hvað má ræða og hvað ekki, Svo getur hann ákveðið skoðanir okkar í leiðinni.

    Niður með frjálsan vilja! Lifi Fíllinn!

    Siggi

  12. Ég var frá tölvunni og datt þá út úr þessari umræðu sem ég byrjaði á svari við greininni.

    Ég er ekki sammála Kidda að PT viti eitthvað meira um Liverpool liðið og fótbolta bara útaf því að hann er pistlahöfundur og útaf því að hann býr í Liverpoolborg og getur þar af leiðandi mætt á leiki.

    Mér finnst PT vera dæmigerður PR-maður sem rífur upp tölfræði sem hentar sínum málflutningi sem er alltaf sá sami, englasöngur og hallelúja. Hann er lobbýisti og vinnur fyrir sömu menn og settu eina ömurlegustu fyrirsögn allra tíma á heimasíðu http://www.liverpoolfc.tv eftir Arsenal leikinn. “Relive last nights cup drama”.

    Það er hættulegt í rökræðum að vera að segja menn eitthvað minni aðdáendur bara útaf því að einhver annar hafi einhverja aðra skoðun. Ég hef fylgst með PT frá árdögum netsins og ég man eftir nákvæmlega alveg eins greinum eftir hann þegar Houllier var kominn í keng um árið.

    Ég er ekkert frekar hlynntur því að Benitez verði látinn fara en það má þó gagnrýna manninn og stjórn klúbbsins.
    – Stjórnin er búin að ræða um yfirtöku í nokkur ár. Menn eins og Steve Morgan og Robert Kraft eru menn sem vilja ná árangri og eiga pening, en þeir fá ekki að koma nálægt samningaborðinu. Af hverju? Eigum við að trúa því að DCI hafi hagsmuni klúbbsins frekar að leiðarljósi. Nú og af hverju er þá ekki gengið frá þessu sem fyrst? Eggert Magnússon var nú ekki lengi að eignast lið í London sem hafði verið í fjölskyldueign heillengi. Og ef það svona slæmt að skipta um eigendur, ekki hefur nú hrakspáin um Kanana í ManUtd ræst.
    – Fyrir sex árum var talað um að spila á nýjum velli sem gæfi auknar tekjur árið 2006. Á meðan skellir Arsenal upp einum velli í miðri London. Ég trúi því ekki að jafn áhrifaríkt fyrirtæki í efnahag Liverpool og LFC geti ekki gert þessa hluti hraðar og betur…en þetta tengist náttúrulega yfirtökunni.
    – Leikmannakaup LFC undanfarin 15 ár hafa einkennst upp til hópa af hrikalegu metnaðarleysi eða svakalegu sambandsleysi við knattspyrnuheiminn, umboðsmenn og önnur félög. Paul Ince, Neil Ruddock, Jason McAteer, Phil Babb, Vladimir Smicer, Jean Michel Ferrer, Sean Dundee, Bruno Cheyrou, El Hadji Diouf, Salif Diao, Erik Meijer, Bernard Diomede, Nick Barmby, Craig Bellamy, Josemi, Jan Kromkamp osfrv. Dauði og djöfull, nógur peningur hefur farið í þessa menn og þarna erum við á par við Newcastle og Tottenham, ekki ManU, Chelsea og Arsenal. Ó hvað ég gæfi fyrir að sjá menn eins og C. Ronaldo í rauða búningnum. Hann kostaði jafn mikið og Diouf og Pennant tilsamans.
    – Benitez ruglar of mikið í leikmönnunum sínum og þeir segja það sjálfir að hann sé kaldur og fjarrænn. Menn eiga kannski ekki að búast við faðmlögum og kossum en þegar menn eins og Crouch í ár og Cisse í fyrra byrja að skora er þeim hent á bekkinn eða á hægri kantinn. Enginn er öruggur með stöðuna sína nema Steve Finnan og Pepe Reina og þess vegna er enginn öruggur á vellinum.
    – Benitez skiptir stórfurðulega inná, oft of seint og mjög sjaldan t.d. framherja inná fyrir varnarmann ef þarf að elta forskot. Ókei, leikurinn er 90 mín og það tekur ekki nema sekúndu að skora mark en það að skipta mönnum inná á 81 og 83 mín gefur þeim mjög lítinn tíma til að breyta einhverju. Mourinho breytir oft strax í hálfleik ef Chelsea gengur illa og ósjaldan valta þeir yfir andstæðingana í seinni hálfleik. Sama má segja um Ferguson.
    – PT segir að við séum í 3. sæti í deild og í útsláttakeppni CL og höfum náð 82 stigum í fyrra. Sorrý, þetta er bara ekki nóg fyrir mig. Ég geri meiri kröfur heldur en að vera 200km frá liðunum í 1. og 2. sæti og þó að Liverpool gæti unnið Barcelona þá þarf hreinlega að koma heim með bikarinn til að ég verði fyllilega sáttur.

    Maður er ekki innilokaður í sínum litla Liverpoolheimi og talar bara við sína Liverpoolvini. Maður fyllist ekki beint stolti þegar maður heyrir aðdáendur hinna þriggja stóru tala um okkar lið. “Leiðinlegur fótbolti, Hvað eruð þið að gera með þessa menn?, þetta verður ekkert mál að taka þessa, Liverpool og Bolton.” Bölvað Bolton. Menn sem eru ekki aðdáendur LFC hafa frekar líkt Liverpoolliðinu við Bolton heldur en toppliðin þrjú undanfarin ár. Og afleiðingin er sú að flestir fótboltaspekingar sem eru ekki blindaðir af PT og Chris Bacombe tala um liðið nákvæmlega eins og Guardian. T.d. voru ensku þulirnir í Arsenal leiknum að tala um goggunarröðina í enska boltanum og töluðu um hina stóru þrjá og síðan kæmi Liverpool þeim næst. Mann hryllir við þessum orðum en því miður eru þau bara sönn.

    Ég er ósammála Einari Erni í því að umræðan á Liverpoolblogginu hafi verið ósanngjörn undanfarna daga. Við hverju búast menn við eftir aðra eins útreið? Það hafa engir menn með viti farið í það að kalla Rafa feitt fífl eða þvíumlíkt og ósanngjarnt af Einari Erni að draga alla aðra niður á það plan þó að einhver einn láti svona ósóma frá sér. En hann og klúbburinn er ekkert án stuðningsmannanna og þeir mega svo sannarlega segja sína skoðun.

    Svo held ég að ástæða þess að menn skrifi hér sé til að deila skoðunum sínum og heyra viðbrögð og skoðanir annarra sem þykir vænt um sama lið, en ekki til að sigra í ræðukeppni.

    Ég skal skrifa hér um jákvæða punkta Liverpool seinna, en þeir eiga það ekki skilið fyrir frammistöðu vikunnar.

Bascombe skýrsla

Insúa kominn (staðfest)