… 21 árs og afskrifaður?

paletta og messi.jpg Síðan við töpuðum sannfærandi gegn Arsenal í deildarbikarnum má segja að búið sé að afskrifa Gabriel Paletta. Hann átti vondan leik og gerði mistök en þetta er samt klárlega hluti af því sem allir ungir leikmenn þurfa að ganga í gegnum, sérstaklega erlendir leikmenn. Paletta er tvítugur Argentínumaður, verður 21 árs 15. febrúar næstkomandi, og kom sumarið sem leið frá Banfield á 2 millj. punda. Það var alveg vitað að t.d. Daniel Agger yrði fljótari að aðlagast enska boltanum enda er hafsjór á milli hugarfars og uppeldis knattspyrnumanna í Evrópu og síðan Suður Ameríku sem og Agger var næstum 3 sinnum dýrari en Paletta.

Það er grein á heimasíðu BBC Sport þar sem [fjallað er um Paletta og þau mistök](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/6262121.stm) sem hann gerði með því að fara strax frá sínu litla félagi í stórt evrópskt félag. Hann hefði fyrst átt að fara til toppfélags í heimalandinu eða Brasilíu. M.a. er sagt:

They are not under the same pressure to attack as one of the big teams. It means that back at home Paletta was defending much closer to his own goal. If the ball was played behind him, it was the keeper’s. A pair of holding midfielders swept up the danger in front of him. However, at Liverpool the defensive line is higher up the field.

og áfram er haldið:

It is no wonder he has had problems. He has taken a leap which represents a dangerous risk at this stage in his career. There was a half way house between Banfield and top-class European football.

Það má vel vera að Paletta hefði átt að fara í toppfélag í sínu heimalandi og spila þar í 2-3 ár og síðan fara til Evrópu. Það er þetta ef og hefði sem leikmenn standa frammi fyrir nokkrum sinnum á ferlinu. Það er ómögulegt að vita fyrirfram hvað gengur upp og hvað ekki. Ein helsta ástæðan fyrir því að Paletta gat komist til Evrópu svona ungur er að hann er með ítalskt vegabréf og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Argentínu. Hann skoraði óvenjulega reglulega með sínu félagi, bAnfield, og þykir hafa alla burði til þess að ná langt sem atvinnumaður í knattspyrnu. Ennfremur gat Liverpool keypt hann á 2 millj. punda á meðan enskur leikmaður sem væri fastamaður í U-21 árs landsliðinu myndi kosta á bilinu 5-10 millj. punda sbr. Michael Dawson (Spurs) eða Micah Richards (City).

Liverpool kom fyrst auga á drenginn á HM U-20 ára þar sem hann fór á kostum ásamt Messi og Aguero. Þar sýndi hann burði til að spila gegn þeim bestu og stóð sig fanta vel. Það er því ljóst að ýmislegt er í þennan dreng spunnið og hann getur náð langt en vissulega eru mörg ljón á veginum. Fyrst þegar hann kom til Liverpool þá talaði hann varla stakt orð í ensku, hann er væntalega nýfluttur að heiman og það yrði menningarlegt sjokk fyrir ungan dreng frá Reykjavík að flytja til Liverpool, hvað þá frá Buenos Aires, Argentínu.

Greinin á heimasíðu BBC Sport gerir því m.a. skóna að leikmenn í Suður Ameríku ráði ekki yfir því hvert eða hvort þeir eru seldir:

And there are plenty of other forces pushing him across the Atlantic. His agent may well be slobbering over a cut of the deal. Or his club might need the revenue to pay last month’s wage bill. Or his registration could belong to an investment consortium anxious for a quick return. Promising young South American players can find themselves surrounded with an excess of financial interests, and a deficiency of good career advice.

Er þetta ekki full mikið? Ég geng alla vegna út frá því að fólk sé gott og vel gefið þangað til annað kemur í ljós og Gabriel Paletta á rétt á því eins og allir.

Ef Paletta nær ekki að festa sig í sessi hjá Liverpool og jafnvel aðlagast enskri knattspyrnu og menningu þá getur hann ávallt farið heim aftur. Það hlýtur að hafa þurft sterk bein að taka þessa djörfu ákvörðun, að fara til stórliðs í Evrópu og flytja í algjörlega nýtt umhverfi, sama hversu miklir peningar voru í boði.

Það var ávallt ljóst í mínum huga að Paletta þyrfti í það minnsta ár eða tvö til að sanna sig hjá Liverpool. Fyrir það fyrsta að kynnast samherjum sínum, læra ensku og vera í Liverpool. Ég sá þetta svona fyrir mér: Hann yrði fyrsta árið alveg hjá Liverpool, myndi spila nokkra leiki með aðalliðinu og síðan vera í varaliðinu. Síðan á næsta tímabili myndi hann vera lánaður til neðri deildarliðs og fá að spila 100% allt tímabilið. Þegar það er yfirstaðið þá skulum við sjá til hvort Paletta og Liverpool gerðu mistök.

Ég er því tilbúinn að verja Gabriel Paletta út næsta tímabil og síðan skulum við skoða málin aftur.

6 Comments

  1. Fín samantekt..

    Það er spurning hvort hann verði lánaður núna í janúar. Ég sá að hann var orðaður við Gimnastia á Spáni að ég held en hann hafi sjálfur neitað því að fara þangað. Man ekki hvar ég sá það eða hversu áreiðanlegt það er.

    Ég vil endilega sjá hann lánaðan þangað og fá hann svo sterkari til leiks á næsta tímabili…

    Ef Lucas Neill kemur er hann líka varamiðvörður og því er í raun ekki þörf á Paletta. Það yrði því góður kostur að lána hann núna að mínu mati.

  2. Frábær grein hjá þér Aggi. Ég ætlaði að skrifa sams konar grein þegar ég sá þetta blaður á BBC í morgun en ákvað að bíða með það, viss um að einhver ykkar hinna myndi skrifa slíka grein.

    Jú, Palletta spilaði hræðilega gegn Arsenal og jú, hann er enn ekki tilbúinn til að spila reglulega fyrir liðið. En þeir sem hafa horft á leikina gegn Reading og Birmingham í Deildarbikarnum í haust vita sem er að þarna er mikið efni á ferðinni. Hann er svolítið “rough” eins og sagt er og á enn nokkuð ólært en ég ætla ekki að fara að heimta sölu á honum af því að hann vogaði sér að eiga einn slakan leik.

    Eins og þú segir, sjáum til á næsta tímabili og þarnæsta.

  3. Er ekki betra að hann verði lánaður frekar til liðs á Englandi,enn á Spáni.Svo hann þurfi ekki fyrst að aðlagast á Spáni og síðan Englandi.Annars ef Liverpool lánar leikmenn.Koma þeir sjaldnast aftur.

  4. Ég myndi segja það að þessi mistök sem palleta gerði á móti Arsenal séu mistök sem reynslan kennir manni, ég er alveg viss um að hann og Agger verði aðal miðverðir Liverpool eftir tíma Carragher.

  5. Frábær pistill, Aggi.

    Mér blöskraði einmitt þegar ég las þessa grein. Man ekki eftir að hafa séð svipaðar greinar um svo ungan varnamann. Það var algjörlega fráleitt að búast við því að Paletta myndi koma fullskapaður inní sína fyrstu leiki fyrir Liverpool.

  6. Mjög góð grein Aggi.

    Ég trúi því tæpast að það sé einhver stór hluti LFC stuðningsmanna LFC tilbúinn að afskrifa hann strax. Vissulega er það áhyggjuefni hvað hann er hægur en það má bæta upp með öðru.

    Breytingin er mikil fyrir þennan dreng og hann þarf að fá tíma.

    Við höfum lengi horft öfundaraugum að Arsenal og dáðst að þeirra uppbyggingarstarfi. Þegar LFC kaupir unga leikmenn skulum við standa við bakið á þeim. Ég tala nú ekki um mönnum sem hafa verið lofðaðir jafn mikið og þessi ungi maður.

    Rafa á svo að halda áfram að fá þá ungu leikmenn sem hann hefur trú á.

Fór undir skurðarhnífinn á Spáni.

Lucas Neill kemur í vikunni