Liverpool – Chelsea 2-0

kuytpennant_al_g.jpg

Jæja LOKSINS LOKSINS sögðu skáldin og á það við núna… öruggur sigur á Chelsea og héldum markinu hreinu!

Það er ekki hægt að segja annað en ég hafi bara verið ánægður með byrjunarliðið sem Rafa stillti upp, hraði í vörninni en jafnframt líkamlegur styrkur.

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Alonso – Aurelio

Crouch – Kuyt

Bekkurinn: Dudek, Bellamy, Hyypia, Gonzalez, Fowler.

Fyrir leikinn hafði ég það á orði að það lið sem myndi skora fyrr í leiknum myndi vinna sérstaklega í ljósi þess að þegar Liverpool lendir undir töpum við (á þessu tímabili). Hins vegar var það á hreinu þegar maður sá byrjunarlið Chelsea að ef við myndum ekki vinna þá í dag þá vinnum við þá aldrei! Geremi – Feirrera – Essien – Cole í vörninni!!! Ekki einn einasti eiginlegur miðvörður og enda kom það á daginn að það vantaði mikið! En lítum á byrjunarliðið þeirra:

Chech

Geremi – Feirrera – Essien – Cole

Kalou – Ballack – Mikel – Robben
Lampard
Drogba

Við byrjuðum þennan leik fantavel og skoruðum strax á 3 mín., var þar að verki Dirk Kuyt með gott framherja mark. Það kom há sending á Crouch sem skallaði boltann aftur fyrir sig, þar tók Kuyt við knettinum. Hann stóð af sér Feirrera og Geremi og setti boltann örugglega framhjá Cech í markinu! 1-0 og nóg eftir af leiknum.

Eftir markið óðum við í færum og m.a. átti Riise dauðafæri eftir frábæra sendingu frá Alonso en tók illa á móti boltanum og skot með hægri fæti var slakt. Eftir sem áður var algjör einstefna í upphafi leiksins og spiluðum við “vörnina” þeirra illa trekk í trekk. Það kom að því að eitthvað myndi gefa eftir og kom markið frá næstum ólíklegasta leikmanni Liverpool eða Pennant en hann tók boltann niður rétt fyrir utan teig og hamraði knettinum sláinn inn! Frábært mark og gott fyrir hann að skora svona mark og í þessum leik.

2-0 og ennþá aðeins um 20 mínútur liðnar af leiknum.

Chelsea gerði snemma breytingu á sínu liði í fyrri hálfleik vegna meiðsla Robben og kom þá Shaun Wright-Phillips inná. Leikurinn datt aðeins niður eftir seinna markið en Chelsea átt samt aldrei nein hættuleg færi í fyrir hálfleik. 2-0 í hálfeik og mjög sanngjörn staða!

Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. Við sóttum á færri mönnum á meðan vörnin hjá Chelsea með Essien fremstan í flokki stóð sig mun betur. Crouch átti að fá víti eftir frábært skot Riise í slána en þá fór Essien vel undir risann en ekkert dæmt. Kuyt fékk einnig dauðafæri eftir sendingu frá Gerrard en skaut rétt yfir markið.
Chelsea fékk aldrei nein hættuleg færi í leiknum og voru mjög ósannfærandi en enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir! Við spiluðum einfaldlega vel í dag, allstaðar á vellinum.

Vörnin var öflug með Carragher fremstan í flokki, miðjan var sterk þar sem Alonso stjórnaði spilinu ótrúlega vel og frammi vann Kuyt á við tvo menn. Það var einnig gaman að sjá hvernig Aurelio og Riise skiptu með sér verkum á kantinum og bakverðinum.

Þessi sigur gefur liðinu mikið sjálfstraust og vonandi verður áframhald á svona frammistöðu. Lið spilaði sem ein heild og barðist eins og ljón. Núna erum við 5 stigum á eftir Chelsea og 11 stigum á eftir Man U (þeir eiga leik inni á morgun gegn Arsenal).

Maður leiksins: Mér fannst heilt yfir allt liðið leika vel og má segja að klisjan að velja liðsheildina eigi vel við hérna en ég ætla að taka út Jamie Carragher fyrir klókann varnarleik og halda Drogba niðri næstum allan leikinn. Góður leikmaður og frábær caragh(t)er!

26 Comments

  1. Æðislegt Frábært einn besti leikur hjá okkar mönnum,ég er ánægður með pennant og kuyt vinnusemin hjá kuyt er rosalega smitandi! 🙂

  2. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Chelsea átti í raun aldrei sjens í leiknum og mér er nokk sama hvort að vörnin hjá þeim hafi verið óvön því þeir voru hvort eð er alveg vonlausir fram á við.

    Munurinn á þessum leik og svo mörgum sem við höfum tapað er að núna datt fyrsta markið okkar megin og eftir það var ég í raun aldrei í vafa um að við myndum **loksins** vinna Chelsea í deildinni.

    Það var mjög margt jákvætt við þetta. Carra fær náttúrulega hrós fyrir að ná að halda Drogba alveg niðri og Xabi var að mínu mati frábær á miðjunni. En auk þess þá voru menn einsog Riise og Aurelio góðir auk þess sem markið hjá Jermaine Pennant var náttúrulega alger snilld. Ég er lengi búinn að segja að Pennant þurfi nauðsynlega að skora mark til að fá betra sjálfstraust og það er alveg ljóst að þetta mun hjálpa honum.

    En allavegana, við erum því loksins búnir að sýna að við getum unnið stóru liðin í deildinni og það er frábært.. Við erum kannski ekki komnir í baráttuna um toppsætið, en það er alveg mögulegt að við gætum smeygt okkur uppí annað sætið.

    Mikið var þetta gaman. 🙂

  3. jam góður sigur og góð barátta í öllu liðinu og leitt að hafa ekki sett 2 eða 3 í viðbót 🙂
    verð nú bara að hrósa Agger.. sá ekki betur en að hann hafi gætt drogba næstum allan leikinn, allavega í hornum …

    en Alanso er maður leiksins.. fyrir að spila hann alaln 🙂 og eiga bara fínan leik.. 🙂

  4. :smile:Missti af fyrri hálfleik og kom heim í leikhlé og að heyra að staðan væri 2 – 0 var ótrúlega gaman. Horfði á seinni og fannst allir vera að spila vel en er sammála góðri leikskýrslu. Í seinni hálfleik var Carra besti maðurinn því Drogba sást ekki frekar en hann væri á bekknum þessi “heitasti framherji í heimi.:smile: 🙂

  5. Vá…Carra var rosalegur. Chelsea gat ekki neitt á móti okkar mönnum. Mjög gaman.

  6. Þetta var frábær sigur hjá okkar mönnum og kærkominn á móti Chelsea. Mér finnst langtímum að það væri bara eitt lið á vellinum, rauðir og allsráðandi. Flestir leikmenn unnu eins og tígrar, síhlaupandi, sívinnandi, duglegir upp fyrir axlir. Sex stiga leikur og nú er bara að byggja á þessu og halda áfram að höggva í forystu hinna tveggja. Gaman á svona sigurdegi. :laugh: :laugh:

  7. Loksins, loksins sigur gegn Chelsea í deildinni. Þetta var alltaf öruggt, okkar menn voru góðir á meðan “Chelsea heppnin” virðist hafa yfirgefið þá bláu sem voru slakir.

    Rétt að geta þess að Liverpool hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum þessara liða í öllum keppnum 🙂

  8. Jess!!!

    Frábær sigur! Um leið og ég sá byrjunarliðið hjá Chelsea vissi ég að við myndum vinna þennan leik. Ef við gætum ekki skorað á þá með þessa vörn gætum við það aldrei. Ég er t.d. nokkurn veginn handviss um að John Terry hefði ráðist á sendingu Carragher og aldrei leyft honum að skoppa eins og Ferreira gerði í fyrsta markinu. Þetta var engu að síður stórvel gert hjá meistara Kuyt, og þvílíkt mark hjá Pennant! Hann hefur verið að bæta sig stöðugt sl. tvo mánuði og er að leika virkilega vel í janúar, og hann átti þetta mark bara inni!

    Einnig, þá vorum við rændir augljósustu vítaspyrnu síðari ára. Hvernig annars fínn dómari leiksins fór að því að dæma ekki brot á Essien þegar hann hljóp Crouch niður í dauðafæri eftir sláarskot Riise í seinni hálfleiknum skil ég alls ekki, þetta var svo augljóst að þetta sást yfir á Goodison!

    Flottur sigur, en eins og Alex Ferguson sagði í viðtali fyrir helgina þá skiptir sigur í þessum stórleikjum engu máli ef menn ætla að tapa gegn smærri liðunum. Nú er hver leikur mikilvægur og það þarf að sigra þá alla, byrjum á Lucas Neill og félögum í West Ham um næstu helgi! 🙂

  9. Góður sigur, tvö mjög góð mörk og Aurelio allur að koma til.
    En alveg rosalega voru þeir Snorri Már og co. ömurlegir, dánarfregnir og jarðarfarir! Hélt ég mundi aldrei segja þetta, en ég get ekki beðið eftir að Gaubi og kompaný taka við enska boltanum…

  10. Sammála síðasta ræðumanni Willum var ömurlegur lýsandi, var að spá í að setja á mute á hann, enn vá hvað liðið spilaði vel í dag, tók ég sérstaklega eftir hvað pennant var frábær í sinni varnarvinnu og var ég ánægður með allt liðið en erfitt að taka einhvern einn út þegar allir berjast eins og ljón allan tíman, vonandi heldur þetta svona áfram.

  11. Þetta var frábær sigur hjá okkar mönnum og kærkominn á móti Chelsea. Mér fannst langtímum að það væri bara eitt lið á vellinum, rauðir og allsráðandi. Flestir leikmenn unnu eins og tígrar, síhlaupandi, sívinnandi, duglegir upp fyrir axlir. Sex stiga leikur og nú er bara að byggja á þessu og halda áfram að höggva í forystu hinna tveggja. Gaman á svona sigurdegi.

  12. Magnað. Þetta gefur okkur byr í seglin. Þetta gefur vonir!

    Varla veikan blett að finna á okkar liði í dag. Carragher frábær og mikið rosalega er ég hrifinn af þessum strák…Dirk Kuyt. Hann gjörsamlega smellpassar inn í Liverpool. Alla leið inn í Liverpool hjartað. Hann er bara gullmoli. Ég er algjörlega sannfærður um að hann á eftir að verða Englandsmeistari með Liverpool. SANNFÆRÐUR.
    Ef ekki á næsta ári þá þar næsta!!!! Og hana nú!

  13. Mikið óskaplega var ég ánægður með baráttuna í strákunum í dag,og óneitanlega fer maður að hugsa,af hverju mæta þeir ekki með þetta hugarfar í alla leiki sem þeir spila,því það vinnur okkur ekkert lið í þessum ham.Þeir eltu alla bolta á 300, og gáfu þeim engan frið til að spila sinn leik.Djöfulsins snilld.En fyrir mér var Jamie Carragher maður leiksins,einn hans besti leikur frá upphafi.En þeir eiga allir mikið hrós skilið,og ekki síður Rafa Benitez og hans fólk.

  14. Frábært og chelsea menn algerlega kveðnir í kútinn. Ef okkar menn halda dampi þá er alveg sjens á 2 sætinu, sjáum til með það. Sammála mönnum með að Carra var geggjaður í dag. Eins fannst mér gaman að sjá Riise sýna gamalkunna takta. Vonandi að hann sé búin með slæma kaflann sinn.

    Líka sammála gagnrýni á þuli skjásports vantar allt vítamín í þá. :tongue:

  15. Frábær sigur!! Ef múrínó verður látinn fara núna þá yrði það mátulegt á hann einmitt eftir tapleik gegn Liverpool. Yrði frábært að ná öðru sætinu þetta árið og taka CL, neyðumst til þess fyrst við fengum Barca strax!

  16. Það er alltaf jafn fyndið þegar þulir skjásports(snorri márog willum)segja að þeir hafi ekkert séð Gerrard allan leikinn en samt er maðurinn útum allan völl! Það ætti bara senda þá báða í ísland í bítið! :laugh:

  17. Einmitt, stutt síðan einhver snillingur á skjasporti talaði um að ef Gerrard væri ekki í stuði þá gæti liverpool ekkert. Síðan hefur sami maður talað um það í 2 leikjum sem liverpool var að rótbursta að Gerrard léti lítið að sér kveða, en sá ekki ástæðu til að undrast gott gengi liðsins þrátt fyrir það. 😯

  18. Willum er náttúrulega Chelskí maður… og á stundum erfitt með að vera óhlutdrægur þegar hans menn eru að tapa…

    Gerrard var vissulega ekki mjög áberandi á boltanum… en hann var sívinnandi allan leikinn, annað en fyrirliði þeirra bláu…

    Annars var þessi leikur tær schnilld… eina skiptið sem leikur Liverpool datt niður var á meðan Alonso var útaf að láta sauma sig 🙂

  19. Bara gaman, þeir áttu aldrei séns þó að við féllum aðeins tilbaka í seinni hálfleik. Varnarleikur liðsins frá fremsta manni og aftur var frábær og mikill baráttuandi í liðinu. Hefði verið fullkominn dagur ef skotið hjá Riise hefði ratað í netið.

  20. Varðandi lýsinguna á SkjáSport í gær, þá tók ég eftir þessu líka. Mér fannst reyndar Snorri og Willum ekki halla neitt á annað liðið, voru duglegir að hrósa Liverpool og gáfu þeim fullt kredit fyrir sigurinn á meðan þeir gagnrýndu Chelsea-liðið, þannig að þeir voru ekki bara að afsaka þá bláu.

    Það sem var að hins vegar, og er æði oft hjá þeim á SkSp er stemningin í stúdíóinu. Þegar Snorri Sturlu eða Valtýr Björn lýsa fær maður tilfinningarnar með. Þegar einhver skýtur framhjá í dauðafæri geta allir þulir “æst” sig og sýnt tilfinningar, en þegar boltinn er úti á velli er Valtýr Björn enn að lýsa af innlifun og halda ákveðnu spennuleveli á meðan Snorri Már og Willum detta niður í að nánast tuldra í míkrófóninn. Það er leiðinlegt að vera sjálfur mjög æstur og spenntur yfir leik, hlusta á The Kop syngja hástöfum og vera að lifa sig inní stemninguna, og þurfa svo að hlusta á tvo menn sem tala svo lágt að maður heyrir varla orðaskil. Það er eins og þeim drepleiðist þetta sem þeir eru að gera, sem við vitum að er ekki satt.

    Gaupi, Arnar Björns og Höddi Magg kunna þó þá listgrein að lifa sig svolítið inní leikinn, þótt maður sé ekki alltaf sammála þeim.

  21. Ég minntist einmitt á þetta við vin minn þegar við horfðum á leikinn. Svona tveim sekúndum eftir að Pennant skoraði þá kom Willum með “hann er stöðugt að bæta sig” um Pennant í sama muldur tóninum og hann er stöðugt með.

    Nú þekkti ég Willum, þar sem hann þjálfaði mig í handbolta og ég heyrði hann afar sjaldan tala með þesari lágstemmdu rödd. Skil þetta ekki almennilega.

    Berið þetta saman við [Andy Gray](http://www.youtube.com/watch?v=yKo3G1KT2P4) í Kuyt markin. Gray er color commentator hjá Sky, svona svipað og Willum er hjá Skjá Sport. Hann er eins langt frá því að vera Liverpool maður einsog hægt er, en samt er hann enn æstur og heldur stemningunni áfram uppi eftir markið.

    Sammála um að þulirnir drápu niður stemninguna í leiknum, en mér fannst þeir þó alls ekki halla á annaðhvort liðið.

  22. Það fer reyndar meira í taugarnar á mér þegar Valtír eða Höddi Magg eru öskrandi eins og asnar. Maður furðar sig alltaf á því þegar maður hlustar á lýsingu hjá SKY hvað þeir eru góðir og fara þennan gullna meðalveg en þeir íslensku eru alltaf of æstir eða of rólegir eins og í leiknum á móti Chelsea.

    Alltaf finnst mér hann langbestur þessi dökkhærði sem lýsti Newcastle og West Ham um helgina, man ekki hvað hann heitir en ég veit að hann er KR-ingur.

  23. Að mínum dómi eru einmitt Höddi Magg og Arnar Björnsson skemmtilegastir þar sem þeir akkúrat gera leikinn mun meira lifandi en ella … það er tilfinning!

Byrjunarliðið gegn Chelsea

United eða Arsenal?