Ungur Hollendingur til Liverpool (Staðfest)

Official heimasíðan hefur staðfest að [Liverpool hafa nælt í hinn 18 ára Jordy Brouwer](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154793070124-1047.htm) frá Ajax.

Jordy er framherji, en meira veit ég ekki um hann. Einhver?

11 Comments

  1. :rolleyes:Ég veit ekkert um þennan dreng en er orðin ansi leiður á að ekkert sé að gerast í leikmannamálum LFC nema kaup á einhverjum vonarpeningi. Þ.e. einhverjir unglingar sem vonandi verða góðir og öflugir liðsmenn en þar til það gerist þarf að styrkja hópinn sérstaklega vængina. Eins hefði verið gott að fá einn alvöru framherja í viðbót í janúarglugganum :biggrin2:

  2. Jamm,,,held að það sé bara best að bíða með allar yfirlýsingar eftir að hann hefur unnið sér sæti í byrjunarliðinu og maður hefur séð hann spila.

    Er enn að bíða eftir kaupum sem styrkja liðið og hjálpa því að taka skref framávið. Vissulega alltaf gaman að fá unga og efnilega stráka til liðs við Liverpool, þó svo að slík kaupa hafa ekki skilað miklu undanfarin ár sbr. Pongolle, Le Tallec, Anderson ásamt fleirum efnilegum leikmönnum.

    Það er öllum augljóst að liðið þarf hægri bakvörð og það fljótt. Bjóst við að þau kaup myndu gerast nú í vikunni þar sem langt er í næsta leik. Held enn í vonina.

  3. Ajax ætlaði víst a.m.k. ekki að endurnýja samninginn hans :confused: Ætli þetta sé ekki svipað dæmi og með Ramon Calliste um árið. Benitez tekur hann til að sjá hvort hann þróist eitthvað, og ef ekki þá hendir hann honum bara.

    Og hægri bakvarðarstaðan er ekki jafnslæm og margir hér vilja meina (að mínu mati). Í þessari stöðu er einn besti bakvörður deildarinnar. Frekar væri nær að huga að stöðum þar sem maður er ekki nægilega sáttur við þann sem spilar þar núna (í mínu tilfelli er ennþá hægri kanturinn og Pennant). Ef Finnan meiðist þá ætti Liverpool alveg að þrauka. Væri t.d. örugglega allt í lagi að prófa þá Paletta í hægri bakverði, þar sem það hvílir þá ekki alveg jafn mikil ábyrgð á honum og í miðverði.

  4. Ég las viðtal við yfirmann unglingamála hjá Ajax og hann sagðist vera hissa á áhuga Loverpool á Jordy því að Ajax efaðist um að hann kæmist upp úr akademíunni.
    En ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum ekki að fara að gera einhver stórkaup í janúarglugganum.
    En okkur vantar klárlega hægri bakvörð…þó að við getum notað Carra, Palletta eða Peltier þá yrði það stór veikleiki á liðinu. Sérstaklega í meistaradeildinni. Við sáum hvað Carra er rosalega mikilvægur í miðju varnarinnar á móti Chelsea og hvað Palletta var shaky á móti Arsenal. En það er samt engin ástðæða að kaupa einhvern meðal mann bara til að fylla upp í restina af tímabilinu…þá væri betra að nota einhvern sem er hjá liðinu núna. Enga Josemi-a eða Lucas Neill-a takk!!

  5. Hann er fastamaður í u19 ára landsliði Hollands og að auki skoraði hann 28 mörk fyrir unglingalið Ajax í fyrra. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur, Rafa er búinn að kaupa einn Hollending og hann er búinn að vera frábær!! Hann veit hvað hann er að gera;) Áfram Liverpool

  6. Ég verð nú að segja að það virkar svolítið eins og að Ajax hafi verið að reyna að draga úr áhuga LFC og annara með furðulegum yfirlýsingum.

  7. [Topscorers Nike A-junioren Eredivisie seizoen 2006/07](http://files.datawire.nl/uploads/F4i7_kc2ysnWDcNEw70gOA/COANHmIlhjaR6qU8xVRE_A/Topscorers20Nike20A-jun20eredivisie20week2051.pdf)

    (ætti að vera í lagi núna, Aggi)

    reyni aftur að setja inn tengil

    það á að vera þessi lína _ beint eftir fjólublátextanum og síðan þessi runa í beinu framhaldi

    kc2ysnWDcNEw70gOA/COANHmIlhjaR6qU8xVRE_A/Topscorers20Nike20A-jun20eredivisie20week2051.pdf

    vonandi kippir einhver tæknisinnaðri en gamall vesalingur þessu í liðinn

  8. jæja þetta er nú meira subbið og klúðrið. Kannski maður skammist sín bara í háttinn
    Góðar stundir

  9. Hvað með þennan Marokóa sem við fengum núna í vetur og hefur komið inn á í einhverjum leiknum, veit einhver hvort það sé eitthvað að gerast hjá honum? Er hann eitthvað að banka á dyrnar hjá aðalliðinu?

  10. Að mínu mati er pennant ekki nógu og góður. Þó svo að hann hafi staðið sig sæmilega í síðustu leikjum þarf Liverpool að kaupa einhvern klassamann. Einhvern sem spilar vel oftar en illa, annað en Pennant. Þar er t.d. hægt að kaupa mann eins og Daniel Alves sem er frábær leikmaður og miklu betri en pennant, gonsales og fleiri sem hafa gengið til liðsins upp á síðkastið. Ég segi í staðinn fyrir að kaupa marga miðlungsleikmenn eigi að kaupa fáa góða leikmenn.

Titilvonir

Þurfum við viðbætur?