Síðasti dagur gluggans (uppfært 22:37)

sign_the_contract.jpgJæja, þá er komið að því. Í dag er 31. janúar árið 2007, en eins og flestir vita þá er það síðasti dagurinn sem lið geta keypt og/eða selt leikmenn á þessu tímabili. Eftir miðnætti í kvöld þurfa menn að láta sér nægja leikmannahóp sinn fram á sumarið.

Okkar menn í Liverpool eru að vinna í tveimur dílum eftir því sem best er vitað. Klúbburinn bíður eftir leyfi frá FIFA til að ljúka við 18-mánaða lánssamning Javier Mascherano frá West Ham, og svo er búist við að gengið verði frá kaupum á Alvaro Arbeloa frá Deportivo La Coruna á ca. 2,7m punda. Eins og stendur virðist líklegt að dagurinn framundan muni aðallega snúast um þessa tvo leikmenn hjá Liverpool, en þó er aldrei að vita hvort við fáum eitthvað óvænt á þessum síðasta degi.

Við munum uppfæra þessa færslu með nýjum fréttum ef/þegar þær berast í dag, til að umræðurnar geti allar farið fram á sama stað.


8:54 (KAR): Þá eru stærstu kaup mánaðarins gengin í gegn. BBC staðfestir að FIFA hafa gefið Javier Mascherano leyfi til að ganga til liðs við Liverpool!

Talsmaður FIFA segir:

>”The Fifa single judge ruled that Javier Mascherano is eligible to play in official matches with Liverpool with immediate effect.”

Og þar með er það klárt. Javier Mascherano verður væntanlega í hópi Liverpool gegn Everton á laugardag. Og kemur svo væntanlega inná þegar kortér er til leiksloka og okkar menn komnir 3-0 yfir. 🙂

Einnig: Löng grein í The Times um Mascherano og enska framkvæmdarstjóra. Góð lesning.


9:46 (KAR): Á opinberri heimasíðu sinni hefur Álvaro Arbeloa kvatt stuðningsmenn Deportivo með þökkum, um leið og hann þakkar Liverpool og forráðamönnum fyrir að hafa gert sér kleift að koma til Englands. Bréfið má lesa í enskri þýðingu á LFChistory.net.

Í fullri alvöru, þá minnir þetta bréf hans mig á það hvernig Xabi Alonso skildi við Real Sociedad og hvernig Dirk Kuyt kvaddi stuðningsmenn Feyenoord. Það er allavega gaman að sjá leikmenn sýna skynsemi og virðingu í leikmannaskiptum, eins og þessir þrír hafa gert. Ég veit ekkert um þennan leikmann, en hver veit nema hann sé óslípaður demantur? Enn hafa engar staðfestar fregnir borist frá Liverpool FC um kaupin á honum, en hann hefur staðfest þetta sjálfur.

Einnig: Wikipedia-greinin um Arbeloa segir að hann spili fyrir Liverpool. Áhugavert.


12:34 (SSteinn):Francis Duran verður svo væntanlega þriðji leikmaðurinn sem kemur í til liðs við okkur í dag. Þetta er 18 ára gamall strákur sem kemur frá Malaga fyrir ótilgreinda upphæð. Væntanlega eru þetta einhverjir smáaurar sem Malaga eru að fá þarna. Þessi strákur er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum mönnum sem Rafa hefur verið að sópa til sín undanfarin 2 ár. Varaliðið okkar, sem var í molum fyrir ekki svo löngu síðan, virðist vera að taka á sig góða mynd og ætti að fara að koma sterkt inn á næstunni. Ómögulegt er um það að segja hversu margir af þessum strákum koma til með að “meika’ða” og það er útilokað annað en að margir þeirra verði aldrei neitt neitt, en skili þetta starf okkur 1-3 byrjunarliðsmönnum, þá er björninn unninn.


Uppfært (22:37): Jæja, Liverpool hafa staðfest að [Spánverjarnir tveir séu komnir til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154850070131-2135.htm).

14 Comments

  1. Þetta er að mínu mati mikið fagnaðarefni að Mascherano sé kominn, og það á 18 mánaða lánssamningi. Eftir hálft ár ætti að verða komið í ljós hvort Benitez tekst að hrista hann í gang eður ei. Annars hef ég enga trú á öðru en að hann komi til með reynast hin bestu “kaup”. Of mikið af góðum miðjumönnum á ekki að verða vandamál í liði þar sem móralinn er í góðu lagi. Hringlu-(rotation)kerfi Benitez hefur að mínu viti gefið góða raun og munu þessir miðjumenn því allir fá að spila og þeir sem standa sig vel hverju sinni spila meira en hinir.

    Það verður síðan munur fyrir Javier að koma til liðs sem vill í alvöru fá hann og tekið verður á móti honum með öðru en hnykluðum brúnum. Það eina sem ég get fundið að þessu er það að hann er þá væntanlega samningsbundinn MSI og engin leið að vita hvernig mun ganga að semja við þá að reynslutímanum loknum. Annars er þetta bara dásamlegt.

    Áfram Liverpool og áfram Javier!

  2. FRÁBÆRT!!! 🙂

    Einsog menn tala um: Ef Mascherano floppar þá erum við bara með hann að láni, en ef hann sýnir það sem hann sýndi t.d. á HM, þá erum við að gera frábær kaup.

    Þessi miðja hjá okkur er allavegana orðin svakaleg.

  3. Hélt að það hefði verið að talað um að leyfið frá FIFA væri komið en kaupin hins vegar ekki gengin í gegn ennþá svo kannski aðeins og snemmt að fagna… :confused:

  4. Kjartan, það sem á eftir að gerast er að enska knattspyrnusambandið þarf að veita leyfi á félagaskipin eins og í öllum öðrum félagaskiptum. Eftir því sem ég best veit er það bara forgangsatriði og klúbburinn ætti að staðfesta þetta endanlega eftir hádegið.

  5. Ég er enn ekki að kaupa þetta… það HLÝTUR að liggja eitthvað meira að baki en að Mascherano sé ekki nógu góður fyrir Pardew eða Curbishley. Mennirnir eru ekki fæðingarhálvitar… Ég held enn að þetta sé tengt því að hann fái borgað per leik eða þá að þessi Kia Joorbachian sé með puttana í málunum. Ég trúi því bara ekki að West Ham geti ekki notað hann nema í 393 mínútur á hálfu ári..

    Ég hlakka í það minnsta til að sjá hann tjá sig um þetta í sínu fyrsta viðtali við opinberu síðuna 🙂

  6. Skemmtileg grein í Times og margir góðir punktar í henni. Þó er ég sammála Hjalta að það hlýtur að hanga eitthvað meira á spítunni sem á eftir að koma i ljós. 😯

  7. Fjárfestahópurinn frá Dubai hættir við að kaupa Liverpool.

    Dubai International Capital, fjárfestahópurinn sem hefur átt í viðræðum um yfirtöku á Liverpool, tilkynnti nú rétt í þessu að þeir séu hættir við að kaupa félagið.

    Þessi tilkynning kom í kjölfar þess að stjórn félagsins tók ekki formlegu tilboði hópsins þar sem þeir vildu bíða eftir öðru tilboði frá Bandaríkjamanninum George Gillett.

    DIC sagði að tilboði þeirra hafi verið tekið í meginatriðum af David Moores sem á meirihluta í félaginu en þeir náðu ekki að gera öðrum hluthöfum formlegt tilboð.

    Sameer Al Ansari framkvæmdastjóri DIC sagði að hópurinn væri vonsvikinn með þessa niðurstöðu en bætti við: ,,Við yfirborgum ekki eignirnar.”

    :mad:Hvaða andsotans vitleysa er þetta…

  8. jæja núna er að verða 01.00 eftir miðnætti og ekkert staðfest með Mascherano, veit einhver hvort hann er orðinn leikmaður Liverpool? Eða er búið að klúðra þessu?

  9. Það er staðfest Mascherano er orðinn leikmaður Liverpool, ekki mátti það seinna vera.. 23:43 þornaði blekið! 🙂

  10. Já, ég hreinlega skil ekki þessar tafir hjá knattspyrnusambandinu. Þeir samþykktu sölu á Mascherano í haust og skoðuðu vel hver átti hann þá. Það hefur ekkert breyst síðan þá, hann er enn í eigu sömu aðila og hann var í haust, hann fer bara á láni til Liverpool frá þeim aðilum (sem ég geri ráð fyrir að séu West Ham, MSI og Joorbachian, þó hver eigi hvað mikið sé óljóst).

    Vonandi gefa þeir grænt fyrir helgina.

West Ham 1 – Liverpool 2

DIC hætta við kaupin! (uppfært)