Þvílíkur dagur í gær. Miðvikudagurinn 31. janúar 2007 verður sennilega feitletraður í sögu klúbbsins um áraraðir. Atburðir gærdagsins eru þegar farnir að valda hálfgerðum höggbylgjum á meðal forráðamanna og stuðningsmanna Liverpool og það er ljóst að öll áhrifin eru ekki komin í ljós. Enn á mikið vatn eftir að renna til sjávar.
Við skulum aðeins rifja upp hvað gerðist í gær:
* Liverpool fengu leyfi frá FIFA til að semja við Javier Mascherano og sendu alla pappíra frá sér til enska knattspyrnusambandsins fyrir miðnætti. Hann er því orðinn löglegur leikmaður Liverpool sem heldur skráningu hans, og er því ekki lengur leikmaður West Ham. Hins vegar tilkynnti enska knattspyrnusambandið í morgun að þeir myndu taka sér smá tíma til að ákveða hvort hann fær leikheimild í ensku Úrvalsdeildinni.
Það sem mun líklega gerast í þessu máli er að þeir taka sér einn eða tvo daga til að fara yfir öll gögn og taka ígrundaða ákvörðun, og svo verður hún tilkynnt. Ef hann fær leyfið verður það sennilegast gefið út seinna í dag eða á morgun og því ætti hann að vera til í slaginn gegn Everton á laugardag, þó svo að ég efist um að Rafa vilji nota hann mikið í þeim leik í þeirri leikæfingu sem hann er í. Ef hann hins vegar fær leikheimild frá enska knattspyrnusambandinu má hann ekki spila í þeim þrettán deildarleikjum sem eftir eru, en yrði samt sem áður gjaldgengur fyrir okkur í Evrópu, að því er mér skilst.
* Liverpool FC staðfesti einnig kaup á tveimur leikmönnum til viðbótar í gær: Alvaro Arbeloa og Francisco Manuel Duran. Arbeloa er 24ra ára hægri bakvörður frá Deportivo la Coruna sem er hugsaður sem valkostur á móti Steve Finnan, sem gæti fengið langþráða hvíld fyrir vikið í einhverjum af næstu leikjum, á meðan Duran er átján ára miðjumaður frá Malaga sem verður fyrst um sinn í varaliðinu okkar.
Hvort þessir menn ná að gera alvöru úr ferli sínum hjá Liverpool verður svo bara alveg að koma í ljós, en Arbeloa er þriðji bakvörðurinn sem reynir að hirða stöðuna af hinum tæplega þrjátíu og eins árs gamla Finnan, og ekki gekk það vel hjá þeim Josemi og Jan Kromkamp.
* Og síðast en alls ekki síst, þá drógu Dubai International Capital til baka tilboð sitt í Liverpool FC í gær, réttri viku áður en talið var að David Moores stjórnarformaður myndi mæla formlega með tilboði þeirra við aðra hluthafa. Samkvæmt fjármálalögum mega þeir ekki koma aftur inn með tilboð í sex mánuði og því er ljóst að þeir eru endanlega úr leik um eignarhald á Liverpool FC.
Viðbrögð hafa verið nokkuð sterk, eins og sjá má á fréttaflutningi: BBC, D. Post, D. Post 2, Aðdáendur, Rawkblog.
Eins og ég sagði í ummælaþræðinum í gær, þá er aðalmálið í þessu það að við sem stöndum fyrir utan innsta hring klúbbsins vitum einfaldlega ekki nóg í þessu máli til að geta myndað okkur almennilegar skoðanir. Það er til lítils að gagnrýna klúbbinn ef þetta er svo ekki honum að kenna, og það þýðir lítið að reyna að rægja Dubai-menn ef þetta var ekki þeirra sök. Með tíð og tíma mun öll sagan af þessum viðskiptum sleppa út og aðeins þá munu menn vita nákvæmlega hvað fór úrskeiðis, og hverjum var um að kenna.
Það sem er hins vegar vitað í þessu, það sem mér þykir verst, er að Liverpool FC er í kapphlaupi við tímann og því hafa þessir atburðir bundið hendur okkar manna rígfastar. Málið er að Liverpool-borg, í samvinnu við klúbbinn, hefur fengið talsverðan fjárstyrk frá yfirvöldum í Evrópu og Bretlandi og verða samkvæmt heimildum að vera búnir að útdeila og nota þann fjárstyrk þegar síðasti þriðjungur ársins 2007 gengur í garð. Áætlað er að bygging nýs vallar í Stanley Park hefjist í mars og í kjölfarið uppbygging alls norðursvæðis Liverpool-borgar í kringum völlinn og Anfield-svæðið þar sem núverandi völlur stendur.
Liverpool FC einfaldlega getur ekki frestað þessum áætluðu verkum aftur. Þetta er ekki eins og að byggja sér sólpall í bakgarðinum, þar sem maður ákveður að byrja í næstu viku en ekki á morgun af því að það spáir rigningu. Ef þú frestar svona stórri aðgerð tekur marga mánuði að setja hana aftur á dagskrá, og þá er hætt við að klúbburinn sé of seinn til og geti glatað styrkjum sínum.
Þannig að bygging nýs vallar verður að hefjast nú í vor. Og eftir að Dubai-menn hættu við er hinn bandaríski Gillett eini bjóðandinn með tilboð á borðinu. Með öðrum orðum: okkar menn hafa einfaldlega ekki efni á því að segja nei við Gillett.
Þetta er einmitt það sem menn vildu ekki. Kannski er tilboð Gillett frábært og ásættanlegt fyrir alla og kannski verður hann frábær eigandi, en það er vissulega tilefni til þess að hafa áhyggjur að tilboði hans sé tekið einungis af nauðung en ekki af því að hann skaraði fram úr í hópi væntanlegra kaupenda.
Hendur klúbbsins eru bundnar. Gillett hefur alla ása á hendi og ætti að geta eignast klúbbinn nú án þess að þurfa endilega að gera allt það sem hann ætti að þurfa að gera til að sannfæra seljendurna um að hann sé rétti maðurinn. Þá þýðir líkleg yfirtaka hans væntanlega það að David Moores og Rick Parry hverfa á braut, og því er engin trygging fyrir því að yfirmenn klúbbsins í lok tímabils hafi nokkurn áhuga á að starfa lengur með Rafael Benítez.
Óvissan er slæm, en þetta skýrist allt á næstu dögum. Hvort heldur sem verður, hvort sem Gillett reynist himnasending eða martröð í Glazer-líki, þá er ljóst að miðvikudagurinn 31. janúar 2007 mun reynast örlagaríkur í sögu klúbbsins.
Svo ég tali nú ekki um Javier Mascherano. Ef einn efnilegasti miðjumaður heims blómstrar hjá Liverpool munum við allavega að einhverju leyti hugsa brosandi til þessa dags, því það er ekki á hverjum degi sem mönnum hlotnast slíkur fengur án endurgjalds.
1. Er Finnan að verða 31 árs !
2. Hvernig lýsir Glazer martröðin sér, öðruvísi en hversu maðurinn er ófríður ?
Ég sé ekki betur en að flest sé honky dory hjá manure þessa dagana.
Annars er ég svolítið svekktur með þróun mála í yfirtökumálum hjá okkur, líklega er þessi óvissa bara að pirra mig og svo er smá kúkafíla í loftinu.
En hvað varðar leikmanna mál er ég bara nokk glaður.
Og að lokum þá var varnarlínan hjá C$$$$$$$ að lamast enn frekar í gær sem ætti að auðvelda okkur að saxa á forskot andstæðingana, sem er spennandi !
Glazer-martröðin sýnir sig í því að Ferguson hefur ekki fengið neinn stuðning frá þeim í leikmannamálum. Þeir neituðu nær öllum þeim leikmönnum sem hann vildi bjóða í sl. sumar og keyptu svo loks Carrick meira til að bjarga andlitinu. Þá fóru United á einum degi frá því að vera ríkasta félag í heimi í það að vera eitt skuldsettasta félag í heimi, en það orsakaði svo mikinn klofning meðal stuðningsmanna liðsins að hópur þeirra rauf sig frá klúbbnum og stofnaði sitt eigið félag.
Það er martröð.
Einu ástæðurnar fyrir því að United eru á toppi deildarinnar í dag eru þær að framkvæmdarstjórinn þeirra er reyndari en allir hinir stjórarnir til samans í þeirri listgrein að vinna deildina og að hann var með feykisterkan hóp áður en Glazer tók við. Það er þeim hópi – Rooney, Ronaldo, Scholes, Giggs, Saha, Neville, o.sv.frv. – að þakka að þeir eru á toppnum. Ekki Glazer.
Það verður seint sagt að það sé ekki spennandi að halda með Liverpool! 🙂
En Mascherano hlýtur að fá leyfi frá deildinni fyrst hann fékk alþjóðlegt leyfi, ekki eins og þetta hafi verið 2 enskir klúbbar sem hann hafði spilað með á þessum tíma.
Svo á Finnan alveg góð 5 ár eftir í bakverðinum! 😉
Finnan er svo sannarlega ’76 módel. Fæddur 20. apríl, einum degi yngri en ég… :tongue:
Kristján :
Þú getur nú ekki kallað það martröð þó að einhverjir fáfróðir vitleysingar hafi stofnað annan klúbb. Svo var Carrick búinn að vera skotmark Ferguson lengi, hann var ekki keyptur til að bjarga andlitinu.
Ertu búinn að sjá síðasta uppgjör Man.Utd, fannst þér það slæmt? Ertu búinn að sjá nýjustu sjónvarpssamningana fyrir Premier League? Heldurðu að þetta sé eitthvað að stoppa? Glazer vissi alveg hvað hann var að gera og á eftir að græða vel á ManUtd. Klúbburinn á ekki eftir að lenda í neinum vandræðum.
Skuldsett kaup eru normið í dag. Menn eru búnir að reikna þetta fram og aftur. Þetta var bara hreint væl í mönnum út af einhverju fáránlegu Bandaríkjahatri. Fremstu bissness-menn í heimi koma jú einmitt frá Bandaríkjunum. Bretinn er bara með minnimáttarkennd, og það mikla.
Nonni, ég bara spyr, ert þú United-aðdáandi? Ef ekki þá þykir mér illskiljanlegt hvers vegna þú reynir að verja eitthvað sem jafnvel hörðustu og fróðustu United-menn hafa fordæmt aftur og aftur (dæmi: Yfirtakan – Ári seinna).
Lestu þessar tvær greinar sem ég vísa í. Nei reyndar, lestu hverja einustu grein á þessari víðlesnustu aðdáendavefsíðu um Manchester United, Unitedrant, og segðu mér svo aftur af hverju Glazer-kaupin voru góð tíðindi fyrir Manchester United.
Ég er skil ekki alveg hvað gerðist með D.I.C, þessi kaup áttu að vera frágengin og nýr völlur átti að rísa á næstu árum. Auk þess áttu að vera til peningar fyrir nýjum leikmönnum og bæta átti markarðsettningu á merki Liverpool FC (t.d. í Asíu). Hvað í ósköpunum klikkaði?
Úr viðtali við Benitez 6.12.?06
“Þessi fjárfesting getur hjálpa okkur í framtíðinni. Við getum fengið stærri leikvang og mikla peninga og fleiri stuðningsmenn geta séð okkur.
Þetta mun sannarlega hjálpa okkur. Við getum KEPPT UM BESTU LEIKMENNINA Á MARKAÐNUM og það er gott fyrir mig. Það er mikilvægt fyrir félag eins og þetta að ráða yfir slíkum fjármunum og það er líka mikilvægt fyrir framkvæmastjórann. Maður getur hugleitt að kaupa vissa leikmenn og VEIT AÐ KLÚBBURINN STENDUR Á BAK VIÐ MANN.
Þetta lið hefur unnið titla meðan stjórnarformaðurinn hefur LEITAÐ að fjárfestum í ÞRJÚ ÁR.”
Frétt 12.12.?06
?Rafa Benítez hefur fundað með forstjóra Dubai International Capital, Sameer Al Ansari.
Fyrirtækið kemur frá einu stöðugasta og öflugasta hagkerfi heims og verður að teljast að Liverpool gæti varla verið heppnara með kaupendur. Rafa leist vel á þessa kappa: “Ég hef rætt við þá og þetta var mjög góður fundur. Þeir vilja fjárfesta til framtíðar og tryggja Liverpool velgengni.”
Viðtal við Perry 14.01.?07
?Rick Parry tjáir sig um málið. “Mikil vinna hefur verið unnin í þessu máli undanfarið og við munum hafa einhverjar niðurstöður á næstu dögum.”
“Já það er mjög líklegt að samningar náist, OG JÁ ÉG ER VISS UM AÐ KAUPIN NÁI Í GEGN. Þessi samningur mun hjálpa okkur að taka næsta skref.
Svo segir Parry frá því að Liverpool séu að vinna í því að bæta eitthvað við leikmannahópinn í janúarglugganum.
“Þú verður að hafa forgangsröð og OKKAR ER AÐ FJÁRFESTA Í AÐALLIÐINU okkar, sem við erum búnir að gera töluvert af síðustu þrjú ár. Við munum líklegast fjárfesta í leikmönnum áður en glugginn lokar. ?
Frétt 31.1.?07
?Síðar í yfirlýsingunni segir að fjárfestingarfélagið hafi verið búið að kynna tilboð sem David Moores, stjórnarformaður Liverpool F.C. hafi verið búinn að ganga að í meginatriðum. Stjórn félagsins hafi hins vegar haft efasemdir. Talið er að tilboðið hafi hljóðað upp á 450 milljónir sterlingspunda. Talsmaður Dubai International Capital sagði að samninganefnd félagsins hafi verið búið að leggja mikla vinnu í tilboðið og full alvara hafi verið á bak við það. Félagið væri hins vegar ekki tilbúið að borga hærra verð fyrir Liverpool F.C. en eðlilegt þætti þar á bæ. Talsmaðurinn lýsti vonbrigðum sínum með að ekki hefði gengið saman með samningsaðilum.?
Er nema von að maður sé hissa eftir að hafa heyrt Perry segjast ver vissan m að kaupin gangi í gegn. Var þetta græðgi sem felldi þessa yfirtöku, það bendir markt til þess.
Síðan er spurning hversu mikil alvara er tilboði Gillett, auk þess eru miklar líkur á því að hann muni skuldsetja Liverpool FC í botn, eins og Glazer gerði hjá manu.
Einnig set ég spurningamerki við orð Perry um að liðið muni fjárfesta í leikmönnum fyrir aðalliðið. Ég get ekki betur séð en að allir þeir sem komu í janúar muni spila sína leiki fyrir varaliðið.
Krizzi
Ég hef séð þessar doomdsay-greinar áður Kristján og þessi nýjasta sem þú linkaðir á var frá hvenær, maí í fyrra?
Betra væri að skoða nýrri greinar, þessi hér frá Bloomberg er ágæt t.d. :
Grein á Bloomberg.com.
Og hvenær sagði ég að þetta væru góð tíðindi fyrir Manchester United? Ég neitaði því einfaldlega að kaup Glazer væru martröð.
Og nei, ég er ekki stuðningsmaður Manchester United.
Ef um græðgi stjórnamanna var að ræða þá eru þeir fljótir að gleyma. Ekki eru margir dagar liðnir síðan þeir gagnrýndu Lucas Neill fyrir að velja peninga í stað Liverpool. En það liggur nú væntanlega eitthvað meira á baki við þetta en við vitum.
kominn aftur og ættla núna að klára skrif mín.
Stærstu punktarnir úr því sem ég skrifaði áðan eru með stórum stöfum.
1) Benitez talar um : Meira fjármagn til að hægt sé að keppa um bestu leikmennin á markaðnum, þetta þíðir að í dag hefur Liverpool ekki baklandið í það að kaupa bestu bitana. Þetta verður klárlega að laga sem fyrst því eins og liðið er í dag þarf nýr leikmaður að vera í heimsklassa til að bæta það.
2) Benitez : “Maður getur hugleitt að kaupa vissa leikmenn og veit að klúbburinn stendur á bak við mann”. Ég les út úr þessum orðum Benitez að hann hafi ekki haft stjórnina 100% á bak við sig í leikmannakaupum. Þess vegna er hann líklega að kaupa kost númer 4 í stað 1.
3) Afhverju talar Perry um að hann sé viss um að kaupinn gangi í gegn. Ef maður í hans stöðu gefur svona yfirlýsingu frá sér hljóta málinn að vera klár. Eða átti eftir að bera þetta tilboð undir stjórnina? Hvernig er vinnuferlið á þessu fyrst að Perry fullyrðir eitt en niðurstaðan er svo allt önnur.
4) Perry talar um að í janúar muni LFC fjárfesta í aðalliðið. Hvar eru þessir leikmenn, átti hann við varamenn fyrir aðalliðið, þar er varamann fyrir Finnan og miðjumann nr. 4 eða 5 inn í liðið. Flestir þeir leikmenn sem komu í janúar voru ungir strákar sem hugsanlega munu spila nokkra leiki með varaliðinu fram á sumar. Þarnar er afur ekkert samhengi í orðum Perry og raunveruleikanum.
Hvernig stendur á því að Warnock er seldur á 1,5 millj á meðan við kaupum 24 ára varamann frá Depor á 2,5 millj. Leikmann sem var ekki nógur góður til að spila einn einasta leik með Real. Er þetta ekki full hátt verð? þeir kaupa hann fyrir ári síðan á 800 þúsund. Það er ekki eins og við séum að tala um 19-20 ára gamlan leikmann heldur 24 ára gamlan. Erum við ekki að horfa upp á Nunez kaup aftur, þ.e. leikmann sem ekki er nógu góður fyrir Liverpool.
Ástæða þess að ég ber þessi kaup saman við Warnock söluna er sú að einhvern tíman var talað um það hversu dýrir enskir leikmenn væru. Við erum að selja leikmann sem er líklega númer 4 eða 5 inn í landsliðið í vinstri bakvörðinn (svipað og Pennant á hægri kantinn, en hann kostaði samt 6,7 millj). Að mínu mati miðað við kaupa Liverpool þá ætti Warnock að vera 2,5 millj virði.
Svo seljum við Potter á 250 þúsund (gæti farið í 500 þús) og Mellor á 500 þús, Mannix fer frítt, Zak Whitbread 200 þús, David Raven frítt. Fyrir 3-4 árum síðan voru þessir leikmenn taldir framtíðarleikmenn Liverpool. Sumir spiluðu meira að segja nokkra leiki fyrir aðalliðið.
Ég spyr hvernig stendur á því að Liverpool fær svona lítið fyrir þá á meðan manu og arsenal eru að selja unglinga til liða í 1. deildinni á 1-2 milljónir punda án þessa að þeir hafi nokkurn tíman spilað leik fyrir aðalliðið. Hvað er í gangi, afhverju getur liðið ekki grætt almennilega á leikmönnum. Hvað er langt síðan Liverpool keypti leikmann og seldi hann síðan með gróða (fyrir utan Baros og Barragan lítill gróði þar). Er efniviður Liverpool svona lítils virði?
Krizzi
Án þess þó að tjá mig um Glazer fjölskylduna, þá heyrði ég einhvern tímann að Man Utd væri eina liðið sem rekið væri með hagnaði á Englandi. Hef því miður engar fastar heimildir sem ég get vísað í þessu til sönnunar, en margt bendir þó til þess, m.a. að það er uppselt á hvern einasta leik á 75 þúsund manna velli, og þeir eru svona “Yankees” fótboltans, ef þið vitið hvað ég meina.
Verður annars gaman að sjá Mascherano í rauða búningnum, sérstaklega þar sem að ef hann reynist slakur þá þurfum við bara að borga launin hans í 18 mánuði (sem eru að vísu víst himinhá).
Langar bara að taka undir með Krizza. Gaman þegar einhver nennir að hafa fyrir því að sækja ummæli á netið til að rökstyðja mál sitt.
Vona innilega að við séum ekki að fara inn í Glazier ævintýri. Maður er búinn að eiga þetta á manu menn nú í nokkurn tíma og vil endilega eiga það áfram.
Varðandi kaupin á Carrick þá kaupir Ferguson yfirleitt menn sem eiga að styrkja byrjunarliðið. Ég held að þessi kaup hafi sýnt það þó hann hafi kostað skildinginn. Staðan í deildinni segir allt sem segja þarf.
Hvað eyddum við annars miklum peningi í þessum leikmannaglugga í að styrkja varaliðið. Gaman ef einver tæki það saman.
Áfram Liverpool!
>Hvað eyddum við annars miklum peningi í þessum leikmannaglugga í að styrkja varaliðið.
Ehm, halló? Við keyptum **Javier Mascherano**. Nefndu mér eitt topplið sem gerði betri kaup núna í janúar!
Hjartanlega sammála þér krizzi með þetta Warnock/Arbeloa dæmi. Þetta hljómar mjög kjánalega, að minnsta kosti þangað til við fáum að sjá að Arbeloa sé töluvert mikið betri leikmaður en Warnock. Ef hann er það ekki finnst mér mjög erfitt að réttlæta það að selja góðan og gildan púllara fyrir reynslulausan Spánverja, sem er nánast jafn gamall og Warnock, fyrir næstum helmingi meiri pening. Ég ætla bara rétt að vona að eitthvað sé spunnið í hann Arbeloa.
Það að yfirtakan sé úr sögunni er mikið áfall. Menn voru farnir að binda miklar vonir við hana. Fá loksins fjármagn í klúbbinn sem gerði það að verkum að við gætum keppt við Man U og Chelsea í leikmannakaupum. Við erum að kaupa menn á undir 10 millj. punda á meðan hinir eru að kaupa einn og einn toppleikmann á 20 millj. +. Þar liggur að mínu mati munurinn á okkur og toppliðunum. Við erum að kaupa of mikið af miðlungsleikmönnum auk þess sem lítið sem ekkert kemur úr unglingastarfinu. Staðreyndin er bara sú í dag að það þarf að kaupa þessa dýru leikmenn líka til að ná toppárangri. Það vantar L´pool sárlega og von að menn svekki sig á því að þeir möguleikar séu úr sögunni í bili a.m.k.
Tengill: Sjá grein hér.
Besta greinin sem ég hef lesið um þennan yfirtökufarsa.
góðar stundir
Mér er víst fyrirmunað að setja tengla hérna.
Bölvaður sóðaskapur í manni
Ég vona að styrking varaliðsins beri tilætlaðan árangur. Í nýtilkynntu U-21 liði Englands er aðeins einn leikmaður Liverpool, Scott Carson, sem er ekki einu sinni að leika fyrir Liverpool þessa dagana og hefur fengið afar fá tækifæri með Liverpool og fær þau líklega ekki í bráð með mann eins og Reina fyrir framan sig í röðinni.
Mér finnst þetta hálfsorglegt miðað við lið eins og Liverpool.
Gamli maður, ég tók mér það bessaleyfi að senda þér póst með útskýringum á hvernig á að setja tengla inn í HTML-kóða til að þeir líti út eins og hér að ofan. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. 🙂
Egill, það má benda að Liverpool er með jafnmarga leikmenn í [þessu U-21 liði](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/internationals/6322149.stm) og Man United, einum færri en Arsenal og einum fleiri en Chelsea. Varla ástæða til þess að örvænta.
Einar, kemur Javier Mascherano ekki á 18 mán. lán samn. með option á kaupum að honum loknum?
Skil samt ekki af hverju ætti að vera eitthvað verra að fá einhvern Ameríkana til að kaupa klúbbinn en einhverja Dubai gaura, svona fyrst það er verið að bera þetta saman við Glazer. Eina sem ég sé sameiginlegt með þeim er að þeir eru Bandaríkjamenn og eiga lið þar í landi. Segir ekkert til um hvort að það yrði eitthvað verri eða betri rekstur en hjá olíufurstunum (nema kannski að olíuverð hækki um allan heim ef illa fer hjá Liverpool í eigu DIC:)
LP, er yfirtakan úr sögunni? Er ekki bara nýr aðili kominn inn í myndina og hinir dottnir út? Hvað nákvæmlega er það sem segir okkur að þessir nýju aðilar ætli sér ekki að styrkja liðið? Það er varla hægt að bera Liverpool undir Rafa við ManU og Arsenal undir Ferguson og Wenger. Þeir eru búnir að vera fjöldamörg ár að byggja upp sín lið, og eru fyrir löngu komnir í þá stöðu að geta bara bætt við einum til tveimur lúxuskaupum á hverju ári. Rafa var að klára úthreinsanir síðasta sumar, núna er hann kominn með sitt lið og vænti ég þess að hann fari að detta í svipaðan pakka, þ.e. að kaupa fáa en klassa leikmenn yfir sumartímann.
Og btw. þeir sem halda það að með yfirtöku fari liðið að keppa við Chelsea þegar kemur að fjárútlátum, þeir lifa í einhverri súrrealískri draumaveröld. Það er ekki til það heimskur fárfestir í veröldinni að hann fari út í viðlíka hálfvitaskap eins og Roman hefur farið út í.
SSteinn :
George Steinbrenner, hringir hann einhverjum bjöllum?
Neibbs, hringir bara akkúrat engum bjöllum Nonni.