Liðið okkar er búið að spila frábærlega síðustu tæpa þrjá mánuðina í deildinni, hefur verið nánast óstöðvandi. Þannig að þótt leikurinn í dag hafi verið dapur ætla ég ekki að tapa mér í svartsýni, liðið er ennþá í mikilli sveiflu á heildina litið og ég sé enga ástæðu til að vera annað en bjartsýnn á vormánuðina.
Hins vegar … er þessi eini helvítis, djöfulsins, fokking leikur svo pirrandi að ég hef ákveðið að skrifa eftirfarandi leikskýrslu:
1. Everton fá besta færi leiksins. Ef Andy Johnson hefði verið heill heilsu væri ég að skrifa um 1-0 tap á Anfield, ekki hundleiðinlegt markalaust jafntefli. Og AJ fékk ekki færið sitt vegna góðrar spilamennsku Everton (sem héngu í vörn allan leikinn og fengu það sem þeir vildu, markaleysi) heldur vegna klaufalegrar sendingar hjá Alonso.
2. Peter Crouch, Dirk Kuyt og Craig Bellamy spiluðu ALLIR sína slökustu leiki fyrir Liverpool í dag. Ef þetta væri eini leikurinn sem maður hefði séð til þeirra myndi maður hreinlega efast um að þeir væru nógu góðir fyrir lið í næstefstu deild. Hibbert, Yobo og Stubbs einfaldlega jörðuðu þá. Já, þið lásuð rétt: stórkostlegu, snilldarlegu, goðsagnakenndu leikmennirnir Hibbert, Yobo og Stubbs!
3. Vörnin okkar var góð en það er erfitt að hrósa þeim fyrir að vinna það sem var nokkurn veginn hálfur framherji. Everton-liðið hékk með níu menn í eigin vítateig allan leikinn og eins og komið hefur fram var AJ ekki heill heilsu í þessum leik.
4. Steven Gerrard og Xabi Alonso voru lélegir í þessum leik. Ekki grútlélegir – þeir voru samt betri en Tim Cahill og Mikel Arteta – en lélegir engu að síður.
5. Hugmyndaleysi. Þetta er í raun ekki flókið. Þegar menn eru búnir að reyna í einhverjar áttatíu mínútur að dæla háum boltum inní teiginn, og sóknarlínan hefur ekki unnið einn einasta slíkan bolta (hefur það gerst áður að Peter Crouch tapi öllum skallaeinvígum í leik?) … er þá ekki kominn tími til að breyta til? Hugmyndaleysi liðsins í dag var skelfilegt. Það eina sem gerðist af viti var þegar Jermaine Pennant og Steve Finnan sóttu saman upp hægri vænginn, enda reyndu þeir virkilega að komast framhjá mönnunum sínum, í stað þess að negla inní frá miðlínu. En í þau fáu skipti sem þeir náðu að skila ágætis boltum inní teiginn var enginn nógu grimmur til að ráðast á hann. Sorglegt.
6. Hugmyndaleysi Benítez. Hann á sömu gagnrýnina skilið og liðið sjálft. Þegar þú ert búinn að spila í sjötíu mínútur á sömu taktíkinni og hún er greinilega ekki að virka, af hverju í ósköpunum breytirðu ekki um taktík? Ég var farinn að öskra á að hann fórnaði einum af hinum grútlélegu framherjum okkar fyrir Gonzalez um miðjan seinni hálfleikinn, bara svo að við fengjum kannski ógn af báðum vængjunum og teygðum aðeins á vörn Everton. En nei … ekkert gerðist, fyrr en á 83. mínútu þegar Robbie Fowler kom inná fyrir Bellamy. Engin taktísk breyting, ekkert nýtt reynt til að brjóta upp vel skipulagða vörn Everton-manna, bara hugmyndaleysi. Menn uppskera eins og þeir sá.
MAÐUR LEIKSINS: Everton-vörnin eins og hún leggur sig. Já, þið lásuð rétt. Eins mikið og ég hata Everton verð ég að vera samkvæmur sjálfum mér, og þetta er í fyrsta sinn sem ég gef andstæðingi þennan heiður enda erum við vanir að einbeita okkur að okkar mönnum í þessum lið leikskýrslunnar. En þeir einu sem geta borið höfuð sín hátt eftir þennan leik eru Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Lee Carsley og Tim Howard. Þeir mættu á völlinn, brilleruðu í hverju einasta atriði í 93 mínútur, og fóru með hreint mark í farteskinu frá Anfield.
Ég ætla að vona að ég þurfi aldrei að skrifa svona leikskýrslu aftur. Alan Stubbs að jarða Craig Bellamy á sprettinum? Joseph Yobo að vinna svona tuttugu skallaeinvígi gegn Peter Crouch? Everton-vörnin frábær? Markalaust jafntefli gegn bláskítnum á Anfield? Úff … ég held ég fari bara að sofa. Langar ekkert sérstaklega að njóta helgarinnar eftir þessa hörmung.
Vika í næsta leik, og hann getur ekki komið nógu fljótt fyrir mér.
Þetta var að mínu mati endurtekning á því þegar við spiluðum við Everton í haust. Yobo át Liverpool sóknina þá, og hann ásamt öðrum í Everton vörninni voru þrusugóðir í dag.
Ég veit ekki almennilega hver tölfræðin var í dag, en samkvæmt henni er ég nokkuð viss um að við hefðum átt að rústa þetta. Svona svipað og þegar þessu lið mættust síðast.
Ég er 100% sammála um það að þegar allt kom til alls þá var það sem gerði útslagið, hugmyndaleysi
Það sem var ótrúlegast við þennan leik var að sjá Gerrard spila svona áhugalausan. Í leik þessara liða á Anfield í fyrra stökk hann í hverja tæklinguna á fætur annarri og upp skar rautt spjald. En í dag fór hann ekki í eina einustu tæklingu. Hvað var í gangi? Ég er ekki að tala um að hann hefði átt að fá aftur rautt fyrir tæklingar, engu að síður að fara í þær. Ef þú getur ekki mótiverað þig fyrir grannaslag gegn Everton þá er eitthvað að.
Tek undir með Kristjáni, það var pínlegt að sjá hugmyndasnauðan sóknarleik okkar manna í dag, í svona leikjum þar sem engin gerir neitt óvænt til að brjóta leikinn upp, fer maður óhjákvæmilega að sakna Garcia og Kewell.
Niðurstaðan er 1 stig út úr 2 leikjum við Everton í vetur, þetta verður ekki mikið ömuglegra (nema kannski 0 stig gegn manu).
Krizzi
Okey.. svekkjandi leikur.. EN!
Gonsalez hefði ekkert gert inná á móti þessari líkamlegu sterku vörn Everton manna. Það sást á Alonso hvað hann gat lítið í þessum leik enda er hann ekki mjög líkamlega sterkur en hvað um það.
Hugmyndaleysið.. Hvað er hægt að gera annað en að senda háa bolta þegar níu leikmenn Everton standa í kringum teiginn?
Ekkert illa meint.. bara mínar hugsanir við þessum pistli.
:sad:Góð leikskýrsla og svosem ekki miklu við hana að bæta. Þó verð ég að taka sérstaklega undir tvennt í henni. Í fyrsta lagi gagnrýnin á hugmyndaleysi Benitez og svo hitt að fyrir leikinn gegn WH var haft eftir Gerrard að L’pool gæti enn unnið deildina. Ef það hefði átt að takast þá er það ekki með þeirri frammistöðu og áhuga sem fyrirliðinn sýndi í dag. Sem sagt dapurleg frammistaða liðsins alls og engu við þetta að bæta.
Jæja, Arsenal gerðu allavegana líka jafntefli – þannig að þeir komust ekkert nær okkur.
Fleira jákvætt get ég ekki fundið við þennan dag.
En já, hugmyndaleysið var pínlegt.
Kvótið í Rafa er líka skemmtilegt:
>One team wanted to win and the other only wanted not to lose. They put nine players behind the ball and defended deep and narrow, **but that’s what small clubs do when they come here**. When you play against a big club, a draw is sometimes a good result.’
🙂
Eins og Benitez sagði eftir leikinn annað liðið vildi vinna en hitt liðið vildi ekki tapa!!
En það sem sárlega vantar í liðið er framherji sem getur tekið á móti bolta. Það er að fá hann í lappirnar og snúa á punktinum eða að geta sent hann til baka aftur án þess að missa boltann upp í loftið og þurfa að fara þrjá metra til baka að sækja hann. Crouch er kannski besti framherjinn í að taka á móti bolta en hann er svo stór og með svo svifaseinar hreyfingar að varnarmenn eiga auðvelt með að hlaupa í kringum hann og taka boltann.
Sem sagt helstu vandamál liverpool í dag eru hugmyndarleysi í sókninni (bæði leikmönnum og framkvæmdarstjóra að kenna) og að enginn leikmaður getur tekið almennilega á móti boltanum, þurfa yfirleitt að taka 3-4 snertingar á bolta áður en hægt er að hugsa um að koma honum frá sér.
Hvað leikinn í dag varðar var þetta bara ömurlegur derby slagur og einungis smá setback á skriði okkar síðustu mánuði, ég hef fulla trú á að okkar menn munu rífa sig upp og mætar tvíefldir til leiks á móti newcastle í næsta leik…
Áfram Liverpool.
jam slappur leikur… hef ekki séð firiliðan okkar eins lélegan og í dag… afhverju skipti rb honum ekki útaf… hann gerði hvort sem er ekkert annað en að senda lélegar sendingar.. jú hann átti eina góða aukaspyrnu sem fór rétt yfir… og punktur…
hefði verið fínt að leifa zenden að spreyta sig í svona 20 mín..
Everton lá til baka í fyrri hálfleik en það var ekkert miðað við þann seinni þar sem 9 bláir biðu í vítateigsjaðrinum eftir að sóknirnar dundu á þeim. Þarna endurspeglaðist munurinn á Liverpool og Man Utd því með svona spilamennsku hefðu mínir menn farið súrir heim með 3-0 tap á bakinu. Liðsheild Liverpool er sterk en gegn svona varnarmúr þarf einstaklingsframtak til að brjóta múrinn og því miður fyrir ykkur þá var ekki nokkur maður líklegur til þess að koma með eitthvað óvænt. Kewell, Garcia og Gerrard eru X-factorarnir ykkar og þegar tveir af þeim eru meiddir og sá þriðji á hælunum þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Annars hefði mátt tilnefna Alan Wiley sem mann leiksins. Sjaldan man ég eftir Mersey-derby sem hefur verið höndlaður jafn fagmannlega og ekkert hægt að fetta fingur út í dómgæsluna sem oft á tíðum hefur verið aðalumræðuefnið eftir svona leik.
Að lokum. Ég skil ekki hvað lýsendur eru að pirra sig á því að Crouch skuli fá svona margar aukaspyrnur á sig. Það er mjög einföld skýring á því. Allir andstæðingar hans eru með lægri þyngdar punkt (fyrir utan hvað Peter er máttlaus) og eiga því mun auðveldar með að berjast um stöðu við risann. Þegar há sending kemur aðvífandi þá eru menn oftast að berjast um að halda stöðu sinni á sama punktinum og á meðan minni og sterkari leikmenn geta haldið sinni stöðu með skrokknum þá þarf risinn að beita höndunum.
Liverpool var einfaldlega aldrei líklegt til að skora í þessum leik og var það greinilegt allt frá upphafi.
Þetta var einn leiðinlegasti leikurinn á þessari leiktíð og því hefði ég aldrei trúað þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Sé markalaust í derby leik þá eru allavega einhver spjöld og einhver hasar en í þessum leik var ekkert.
Mér fannst ummæli Benitez vera óþarfi. Það er full “Wenger-legt” að tala um lið sem 9 menn fyrir aftan boltann og aðeins eitt lið sem vill sigra. Það á að bregðast við slíkti taktík inni á vellinum en ekki á blaðamannafundi. Það var líka algjör óþarfi hjá honum að kalla Everton smálið, þetta vita menn og óþarfi að tala um svo augljósa staðreynd 🙂
>Everton lá til baka í fyrri hálfleik en það var ekkert miðað við þann seinni þar sem 9 bláir biðu í vítateigsjaðrinum eftir að sóknirnar dundu á þeim. Þarna endurspeglaðist munurinn á Liverpool og Man Utd því með svona spilamennsku hefðu mínir menn farið súrir heim með 3-0 tap á bakinu
Ég er að mörgu leyti sammála þessu. Ég er á því að það séu tveir leikmenn hjá Liverpool, sem hefðu getað breytt gangi leiksins. Og þeir eru báðir meiddir: Luis Garcia og Harry Kewell. Það vantaði einfaldlega menn, sem geta komið með eitthvað skapandi af köntunum. Pennant var einna skástur, en ég hefði frekar viljað sjá Kewell eða Garcia þarna inná.
Það sem Benitez sagði nákvæmlega var:
When you play against the smaller teams at Anfield you know the game will be narrow and compact and at times we were a little bit nervous.
Sé nákvæmlega ekkert athugavert við þetta komment og tel að fjölmiðlar séu að gera alltof mikið úr þessum orðum.
Það sem kom mér á óvart við þennan nágrannaslag var kraftleysið í Liverpool liðinu. Ekkert gult spjald segir kannski allt sem segja þarf um stemmninguna í liðinu í þessum leik.
Veit ekki hvort það hefði breytt einhverju hvort að Garcia eða Kewell hefðu breytt einhverju. Það hefði ef til vill verið nóg hefði Crouch skorað í færinu þegar Howard varði. Það hefði gert það að verkum að Everton hefði þurft að koma úr skotgröfunum og þá hefði leikurinn orðið mun skemmtilegri.
Það má ekki taka það að Everton liðinu að þeir vörðust mjög vel og voru að jafnvel óheppnir að vinna ekki leikinn. Í gær sótti Liverpool bara upp hægra megin sem gerði það að verkum að sóknarleikurinn varð mjög einhæfur og gerði Everton liðinu enn auðveldara að verjast.
Í ljósi þess hvað Liverpool hefur tekist að fá FIFA og UEFA til að sveigja reglurnar fyrir sig undanfarið þá hljóta forráðamenn liðsins að velta því fyrir sér að kæra framkvæmd þessa leiks og fá replay. Sjónvarpsupptökur myndu sýna fram á að það var tæknilegur galli á framkvæmd leiksins; það var engin knattspyrna spiluð.
hehehe vel að orði komist Kjartan.
Þetta var vondur og leiðinlegur leikur og ótrúlega pirrandi að við skyldum ekki ná að skora mark. Ég sá síðan strax á eftir Chelsea vinna Charlton í leik þar sem Chelsea hefði alveg getað tapað eða gert jafntefli.
Okkur vantar meiri hugmyndir í sóknarleikinn… hvort það sé í formi nýrra leikmanna eða önnur leiktaktík veit ég ekki… ljóst er að við hefðum getað spilað í 180 mín. án þess að skora í þessum leik.
ANDSKOTANS
Sammála Agga með að menn reimuðu ekki á sig skotskónna í þessum leik. Verð samt að segja að ummæli Benitez björguðu helginni hjá mér þar sem viðbrögð evertonmanna hafa verið alveg hreint “priceless”!
Fyrirsögnin á Guardian-grein um kommentið frá Benítez er líka priceless: “Small club offended, not many hurt” :biggrin:
http://football.guardian.co.uk/fiver/