Newcastle á St. James Park á morgun.

Á morgun mætum við Newcastle á St. James Park en fyrr í vetur unnum við þá á [Anfield 2-0](http://www.kop.is/gamalt/2006/09/20/20.53.16/) með mörkum frá Kuyt og Alonso. Um síðustu helgi spiluðum við gegn Everton og verður að segja eins og er að sá leikur var gríðarlega vonbrigði. Ég sagði fyrir leikinn að jafntefli væri sama og tap og við töpuðum því þeim leik. Ekki orð um það meir. Ef við lítum aftur tilbaka þá hefur okkur gengið okkur vel gegn Newcastle undanfarin ár.

Tímabilið 2005-06
26.12.2005 [2 – 0](http://www.kop.is/gamalt/2005/12/26/16.54.20/) Newcastle á Anfield
19.03.2006 [3 – 1](http://www.kop.is/gamalt/2006/03/19/15.23.39/) Newcastle á St James Park
Tímabilið 2004-05
19.12.2004 [3 – 1](http://www.kop.is/gamalt/2004/12/19/15.24.34/) Newcastle á Anfield
05.03.2005 [0 – 1](http://www.kop.is/gamalt/2005/03/05/17.01.03/) Newcastle á St James Park
Tímabilið 2003-04
06.12.2003 1 – 1 Newcastle á St James Park
15.05.2004 1 – 1 Newcastle á Anfield

liverpool-newcastle.gifMeð því að skoða þetta yfir má gera ráð fyrir hörkuleik. Þegar ég hugsa tilbaka þá sé ég ávallt fyrir mér mikið af mörkum og fjör í leikjum gegn Newcastle en í raun eru þeir allt öðruvísi lið í dag en þegar Keegan og Dalglish þjálfuðu það. Þetta er vel mannað lið en einhvern veginn nær það ekki saman. Einnig hefur Glenn Roeder þurft að glíma við mikil meiðsli í vetur ásamt vondu búi frá fyrrum stjórum. Owen hefur ekki spilað einn einasta leik í vetur og mun líklega ekki gera það. Alan Shearer er hættur og er það ekki fyrr en nú að maður sér hans arftaka í Martins en hann er klárlega þeirra hættulegasti maður sóknarlega. Varnarleikur Newcastle er oft á tíðum klaufalegur með þá Steven Taylor og Titus Bramble í hjarta hennar. Shay Given er með bestu markvörðum deildarinnar og Bretlandseyja en er meiddur sem stendur. Tyrkinn Emre hefur aldrei náð að sína sitt rétt andlit á Englandi en Parker hefur spilað vel í vetur og er byrjaður að spila líkt og hann gerði með Charlton um árið. Skv. netmiðlum þá eru eftirfarandi leikmenn meiddir hjá Newcastle: Emre, Given, Ramage, Moore, Ameobi, N’Zogbia og Owen.

Það er ljóst að Alonso mun ekki vera með á morgun þar sem hann er í leikbanni vegna 5 gulra spjalda hins vegar gæti Sissoko komið tilbaka og þá væntanlega beint í byrjunarliðið. Ég var að gæla við það að hinn argentínski Javier myndi vera kominn með leikheimild fyrir þennan leik en það mun ekki gerast. Zenden gæti einnig komið inní liðið í stað Alonso en ég vona að Momo sé leikfær í hans stað. Spurningin er einnig hvort Rafa haldi áfram með 3-5-2 leikaðferðina eða hvort hann fari “back to basics” í 4-4-2. Ég ætla að henda í að skjóta á byrjunarliðið:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Riise

Pennant – Gerrard – Sissoko – Gonzalez

Bellamy – Kuyt

Á bekknum: Dudek, Crouch, Arbeloa, Hyypia, Zenden, Aurelio, Fowler (veljið einhvern af þessum.)

Það er gríðarlega mikilvægt að tapa þessum leik ekki eftir 2 töpuð stig um síðustu helgi. Við verðum að halda pressunni á Chelsea og halda Arsenal fyrir neðan okkur. Leikmennirnir hljóta að vera 110% klárir í slaginn þrátt fyrir vináttulandsleikina í miðri viku. Gerrard spilaði eingöngu 45 mín. og ætti að vera ferskur. Arsenal mætir Wigan á heimavelli, Man U mætir Charlton á heimavelli og Chelsea mætir Middlesboro. Þetta ættu allt saman að vera nokkuð öruggir heimasigra og þess vegna er ennþá mikilvægara að við klárum þennan leik.

Spá: Ég sé okkur vinna þennan leik 0-1 með markið frá Agger eftir hornspyrnu. Ég veit að við skorum sjaldan úr föstum leikatriðum (sem ég skil ekki) en fjandinn hafi það við hljótum að nýta 50 hverja hornspyrnu. Þetta verður erfiður leikur og alls ekki opinn. Bæði lið verða varkár og ég get ekki séð mörg mörk í þessum leik. Að meðaltali skora bæði liðin 2.25 mörk í leik (Newcastle 0,85 mörk og Liverpool 1,4 mörk) þannig að út frá því mætti ætla að við sjáum í það minnsta 2 mörk. En Newcastle tapaði síðasta leik gegn Fulham á útivelli 1-2 þar sem Martins skoraði á 90 mín. Þeir voru alls ekki lélegir í þeim leik og áttu fullt af færum en eftir að Nicky “frábæri” Butt gaf á Heiðar og hann skoraði með tánni pakkaði Fulham í grimma vörn og skoruðu úr skyndisókn, 2-0 (McBride). Þannig að Newcastle liðið er vel mannað og vel spilandi lið sem við eigum samt sem áður að vinna!

Þetta er fyrsti leikur okkar eftir söluna og væri nú ekki amalegt fyrir nýja eigendur að horfa á uppá góðan og öruggan sigur okkar manna… og það mun gerast 0-1.

4 Comments

  1. Gaman að sjá að við séum með bestu vörnina fyrir leiki helgarinnar… sér í lagi í ljósi þeirra stöðu sem var í upphafi leiktíðarinnar þegar við vorum komnir með 12 mörk fengin eftir 10 leiki !

    YNWA

  2. eg reikna með góðum leik við vinnum 0-1 Kuyt með markið
    stærri sigur yrði sætari :biggrin:

  3. Einhvernvegin hefur mér alltaf fundist leikirnir við Newcastle, rosaleg skemmtun! Sjáum til á morgun.. eftir;)

  4. Völlurinn hjá newcastle er víst í einh ólagi vegna bleytu, einh smá líkur á að leiknum verði frestað, allavega þá verður ekki klassabolti spilaður á honum eins og hann lítur út.

Pongolle óviss um framtíðina.

Rafa stjóri mánaðarins.