Eins og staðan er núna, á laugardagskveldi, er þetta tómt og klárt slúður, en það eru nær allar Liverpool-síður þarna úti að ræða meinta atburði liðinnar viku þannig að mér finnst allt í lagi að setja þetta hérna inn svo menn geti rætt þetta hér líka.
Um er að ræða tvær fréttir. Fyrst segir í Daily Mail að leikmennirnir hafi nýtt sér fjarveru Rafa á fimmtudagskvöldið (hann var í nálægum bæ í einhverjum erindum) til að fara saman í hóp út á djammið í Portúgal. Liðið hefur verið þar í æfingabúðum fyrir Barcelona-leikinn sl. viku og þessu lauk víst með látum á fimmtudeginum. Meðal þess sem á að hafa gerst er að það þurfti að handjárna Jerzy Dudek sem fór mikinn með golfkylfu og braut og bramlaði glös og fleira ásamt Robbie Fowler og Jermaine Pennant.
Fréttin segir sem sagt að þeir þrír séu aðalpaurarnir í drykkjulátum á fimmtudag og nefnir til að Steven Gerrard og Peter Crouch hafi farið fremstir í því að reyna að róa mannskapinn en án árangurs.
Svo er það frétt úr norskum netmiðlum þar sem segir að þetta umrædda kvöld hafi einnig kastast í kekki milli Johnny Riise og Craig Bellamy, en þeim viðskiptum á að hafa lokið með því að Bellamy sparkaði upp hurðina inná herbergi Riise og þeir skiptust á höggum. Bellamy á að hafa landað nokkrum góðum í andlit Riise en þann norska sakaði ekki.
Ég endurtek að þetta eru allt óstaðfestar fréttir, slúður og ekkert annað, og við munum fylgjast með þessu eins og allir aðrir netmiðlar þegar áreiðanlegri fréttir af þessum meintu ólátum berast. Ef við hins vegar gefum okkur sem snöggvast að það sé eitthvað til í þessu er erfitt að bregðast við með einhverju öðru en reiði og hneykslun. Sex helvítis dögum fyrir Barcelona-leikinn og menn bara sleppa sér? Mátti Rafa ekki bregða sér frá fullorðnum einstaklingum í eins og eina kvöldstund? Eru menn algjörlega tómir á milli eyrnanna?
Eins og ég segi, þetta eru allt óstaðfestar fréttir. Og ég vona innilega að þetta sé bara bull og slúður og að þessu verði staðfastlega neitað næstu daga. Því tilhugsunin um að þetta sé satt er svo heimskuleg að ég meika varla til þess að hugsa. Að Bellamy gangi í skrokk á Riise? Að Dudek, Fowler og Pennant (sem er þá að valda Rafa fáránlegum vonbrigðum) hrynji í það? Í æfingabúðum fyrir stórleik í Meistaradeildinni?
Vonum að þetta reynist vera rangt. En menn geta svo sem alveg rætt þetta á meðan við fáum engar áreiðanlegar fréttir. Hvað haldið þið? Hrundu menn í það og gengu í skrokk á hvor öðrum aðeins tæpum sex dögum fyrir leik gegn Barcelona? Er heilastarfsemi knattspyrnumanna stórlega ábótavant? Eða er þetta bara slúður, bara æsifréttamennska sem þjónar þeim eina tilgangi að reyna að koma höggi á klúbbinn rétt fyrir mikilvægan leik?
Sjáum hvað fréttir næstu daga segja.
**Uppfært (EÖE) – Sunnudagur 11:44:** Jæja, núna er kominn sunnudagur og enn hefur ekkert birst um þetta í virtu fjölmiðlunum heldur erum við að styðjast við einhver dagblöð frá Portúgal, sem við vitum lítið um.
Hérna er [umfjöllun um þetta mál á Liverpool miðli](http://www.thisisanfield.com/article_3.php?p=736) þar sem þeir segjast hafa frá starfsmönnum veitingastaðarins að það hafi ekki verið neitt vesen með Liverpool mennina og að fjölmiðlarnir hafi verið fúlir útí leikmennina þar sem þeir vildu ekki tala við þá meðan þeir voru að skemmta sér um kvöldið:
>We have seen what the Record has published but I must tell you that this is a very bad, unrealiable newspaper. It is like your Sun newspaper in England.
>?Reporters from the Record were here at Monty?s and they were annoyed because the Liverpool players refused to speak to them. They wouldn?t talk to these reporters and the club refused to let them film at the training camp. There was a bad feeling from them because the players wouldn?t do interviews.
og
>?During the night two Liverpool players (non-English) had an argument. It was nothing. It was just like when a group of men are out joking and telling fun at each other. A glass was dropped, just one glass, and Robbie (Fowler) and Steven (Gerrard) told them to both ?shut up? but this was just joking talk, there was no bad feelings and they had the drink replaced. They were still friends. It was nothing and they continued in their group all night.
og
>?Word came through to the players that Benitez had finished his meal and was coming back to the resort so their private van came to collect them at around 12.30. They all left together.?
Annars er greinin talsvert lengri. Vonum að þetta sé nær sannleikanum.
Ég vona nú að þetta sé bara slúður. Ég trúi bara ekki að menn séu þetta heimskir.
Sjá frétt á Mbl.is hér.
Ekkert sem Bellamy gerir kemur manni á óvart. Þegar hann var hjá Newcastle þá henti hann stól í einn þjálfarann í æfingaferð.
Þetta er svo mikið rugl, fréttamennska í dag er á svo lágu plani oft á tíðum, sérstaklega í kringum fótboltann.
Mér dettur ekki í hug að trúa orði af þessu. Þetta á að gegna þeim eina tilgangi að ná mönnum úr jafnvægi fyrir leikinn gegn Barca, svo að við skulum halda okkur á jörðinni í sambandi við öll svona ævintýri sem EIGA eftir að birtast á næstu dögum.
Easy does it!
Jæja,,,vona þetta sé slúður,,,,,en ef satt er þá virðast “gömlu” vandræðagemsarnir hafa náð að sameina krafta sína. Bellamy, Pennant og svo Fowler sem ég hélt að væri vaxinn uppúr þessu. Vissulega freistandi fyrir fjölmiðla að búa til sögu um þessa þrjá kappa.
Hvað með Riise,,,ofboðslega liggur kappinn vel við höggi. Man ekki betur en að John Carew hafi gefið honum einn á hann í landsliðsferð Noregs og svo núna Bellamy…
B.t.w. mikið hrikalega eru Riise og Eiríkur Hauksson líkir,,,get því miður ekki sett lookalike mynd hérna inn…
http://www.tonlist.com/ViewAuthorImage.aspx?Size=1&AuthorID=2786
Ég er eiginlega eitt stórt spurningarmerki yfir þessu og veit ekki alveg hvernig á að taka þessum fréttum.
Best er að trúa engu fyrr en betri heimildir liggja fyrir. En ef þetta er rétt þá mega þessir menn skammast sín og vel það! Mikilvægasti leikur liðsins í margar vikur er framundan og þá má ekki við neinu rugli.
En bíðum frekari frétta.
“Hvað með Riise,,,ofboðslega liggur kappinn vel við höggi. Man ekki betur en að John Carew hafi gefið honum einn á hann í landsliðsferð Noregs og svo núna Bellamy…”
Ég er viss um að Riise hefur verið að monta sig stöðugt af magavöðvunum sínum við þá alla. 🙂
Jafnvel Móðir Teresa mynda gefa rauðhausnum eitt upper-cut fyrir það!!
Þetta er auðvitað bara fyndið, hvað sem er til í þessu þá á þetta bara eftir að æsa þá upp og þjappa þeim saman og þeir kenna “Golden Boy” hvernig á að spila fótbolta!!!
Tel 75% líkur á að þessu hafi verið startað af Barca. 20% af Liverpool og 5% að það séu einhver sannleikskorn í þessu – en endalega sagan stórlega ýkt.
Það sem að drepur þá ekki herðir þá. Ég ætla bara að vona að menn komi svona sjóðandi vitlausir í leikinn við Barca, ef það er þá eitthvað sannleikskorn í þessu öllu saman 🙂
Ég held að liðið hafi verulega gott af því að fara í svona æfingabúðir til þess að losna við einhvern svona uppsafnaðan pirring (væntanlega), svona knattspyrnulið er náttúrulega samansett af einhverjum karhormónabræðingi sem að verður að hrista upp í annað slagið.
Eigum við ekki bara að vona þeir (Bellamy og Rise allavega) verði bara nánari eftir þetta?
Ég veðja einnig á að þetta hafi verið 7 járn, svona hentug allt muligt kylfa. Hefur eitthvað komið fram um það?
einare: stórkostlegt mynd af Eika hjá þér – finnst örlítið grunsamlegt að hann hafi búið í Noregi svona lengi… getur ekki verið tilviljun :blush
VÁ. Vona að þetta sé ekki rétt. Ef þetta er rétt og ekki ýkt þá þarf að senda menn burt frá þessum klúbbi. Þú verður að bera virðingu fyrir liðinu og ef þú getur ekki hangið edrú nokkrum dögum fyrir meistaradeildarviðureign við Barcelona þá ertu bara fífl sem á ekki skilið að spila fyrir Liverpool. Bellamy og Pennant hafa allsstaðar verið til vandræða og ef þeir eru byrjaðir en og aftur þá segi ég rasskellið þá og seljið í burtu með skömm. Þeir eru til hér á þessari síðu sem finnst þetta bara sniðugt og að þetta þjappi liðinu saman,varð undrandi er ég sá það, er ekki allt í lagi með ykkur. Ef þetta er satt sem ég vona að sé ekki þá er þetta algjört hneyksli og móðgun við alla liðsmenn er ekki tóku þátt í þessu sem og móðgun við þjálfaraliðið og síðast en ekki síst stórt fuck you til allra stuðningsmanna sem líta upp til þessara manna. Ef rétt er þá skal tekið á þessu og Rafa verður að halda virðingu þessara manna, sjaið hvað Ferguson gerir við sýna vandræðamenn, þeir eru bara sendir burt hvaða nafni sem þeir heita, það dugar heldu rekkert minna og ef Rafa er alvöru jaxl þá gæti verið að einhver eða einhverjir hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Ég er svo reiður við þessa aula ef þetta er rétt að það er ekki einu sinni fyndið.
Þetta er bara sett á svið fyrir Barca. Láta þá halda að allt sé upp í loft fyrir leikinn og svo verða þeir líka skít hræddir við Bellamy. Það verður nóg fyrir hann að sýna þeim sitt geðveikislega glott og þá þora þeir ekki að tækla hann. Hver er ekki smeikur ef þú átt von á því að verða heimsóttur af brjáluðum Walesverja með golfkylfu.
Þetta er fínt. Það er greinilega líf í mönnum og ég trúi ekki að neinn erfi eitthvað sem gerist í fyllerísrugli.
Mér hefur nú stundum fundist leikmenn Liverpool andlausir inní á vellinum og ekki alveg til í að berjast fyrir sigrinum. Nú þarf Bellamy bara að taka sjöuna með sé í leikinn á móti Barca og smyrja einum í netið. Ekki væri nú verra að Puyol leiðinlegast leikmaður í heiminum fengi hana í sköflunginn.
Ég verð svo að viðurkenna að það er að færast hiti í mig fyrir leikinn á miðvikudaginn. Ég horfði á Barca vs Valencia í gær og fannst leikmenn Barca svo yfirnáttúrulega leiðinlegar prímadonnur að það hálfa væri nóg. Eiður Smári stendur svo langt upp úr í þessu liði og algjör skandall að hann skyldi vera tekinn út af. Vonandi snýr hann aftur í ensku úrvalsdeildinna innan skamms.
Vinnum svo þetta ömurlega Barca lið og ekkert múður.
Áfram Liverpool!