Byrjunarliðið komið!

Það núna er innan við klukkustund í LEIKINN og byrjunarliðin eru kominn:

Liverpool

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Riise

Finnan – Alonso – Sissoko – Gerrard

Kuyt – Bellamy

Bekkurinn: Dudek, Hyypia, Pennant, Crouch, Gonzalez, Mascherano og Zenden.

Ég setti liðið upp sem 4-4-2 en þeir hjá uefa.com setja Bellamy á vinstri kantinn og Gerrard í holuna. Þetta skýrist væntanlega ekki fyrr en leikurinn hefst.

Barcelona

Valdes

Belletti – Puyol – Marquez – Zambrotta

Xavi – Motta – Deco

Messi – Saviola – Ronaldinho

Bekkurinn: Jarquera, Gudjohnsen, Giuly, Van Bronckhorst, Thuram, Oleguer og Iniesta.

Ég bíð eftir kommenti frá Kristjáni Atla varðandi byrjunarlið Barca. Mér er slétt sama hver spilar hjá þeim.

Dómari leiksins heitir Kyros Vassaras og aðstoðarmenn hans eru þeir Dimitrios Bozatzidis og Dimitrios Saraidaris. Þeir eiga það sameiginlegt að vera frá Grikklandi.

Uuuusssssss ég er spenntur!

3 Comments

  1. Varst aðeins á undan mér að setja liðið inn 🙂

    Já Arbeola byrjar og hann spilaði auðvitað gegn Barcelona fyrir skemmstu þar sem hann var víst frábær gegn Ronaldinho. Ætli hann sé ekki bara í þriggja manna varnarlínu, hægra megin og í raun á Ronaldinho, með Carra og Agger. Finnan og Riise yrðu þá Wing Backs og Gerrard, Alonso og Momo allir á miðjunni…

    KOMA SVO!!!!

  2. hehehehe snöggur!

    Já að við spilum þá 5-3-2 í rauninni? Kannski… aðalatriðið er að leikmennirnir séu tilbúnir í að taka á þessu í kvöld!

    45 mín. í KICK OFF!

Mascherano löglegur!

Barcelona 1 – Liverpool 2