Mjög [hressandi slúður](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_headline=rafa%2Ds-ready-to-kop-eto%2Do%26method=full%26objectid=18685436%26siteid=89520-name_page.html) svona á miðvikudagsmorgni. Þetta verður sennilega fyrsta frétt í næsta fréttatíma. 🙂
UPPFÆRT 12.00 – HÞH
BBC greinir frá því að Steve Nicol sé að reyna að lokka Fowler til Bandaríkjanna… það kæmi manni kannski ekkert á óvart að Guð fari í sumar, og ég myndi vilja sjá hann fara þangað heldur en til Leeds aftur eða í eitthvað minni lið í neðri deildunum eða í Úrvalsdeildinni.
Sáttur
Þetta er örugglega hluti af þessu venjulega slúðri í kringum Liverpool-Barca viðureignina. Alonso er víst líka á leiðinni til Barca. Held það sé ekkert til í þessu en ég verð að segja að ef við sláum Barca út og allt í uppnámi hjá þeim þá ætti Rafa að reyna að næla í Eto’o ef færi gefst. Hann er einmitt leikmaður af því kaliberi sem við viljum sjá hjá Liverpool.
Samuel Eto´o væri draumur að fá, ég set hann ásamt David Villa í fyrsta sæti yfir óskaframherja. Það er mikið talað um að Rafa ætli sér tvo framherja í sumar, annar er þegar kominn í Voronin…
Sko, þessar fréttir eru svona 99% slúður á vegum klúbbsins sem er að reyna að koma með krók á móti bragði í sálfræðistríðinu fyrir seinni leikinn. Blöðin á Spáni voru einmitt dugleg að fjalla um Xabi Alonso og áhuga Barca á honum í síðustu viku, okkar menn eru bara að svara því hér.
Samt, aldrei að segja aldrei. Ef Eto’o er virkilega á leið frá Barcelona í sumar býst ég við að Rafa allavega reyni allt sem hann getur, þótt hann geti varla yfirboðið Chelsea. En hann var sniðugur að vissu leyti að fá Voronin frítt, því þá hefur hann alla budduna til að eyða í einn heimsklassaframherja með Voronin í sumar. Eigum við að skjóta á Fowler og hugsanlega Crouch líka út, Voronin og David Villa inn? 🙂
Ég sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar frá klúbbnum um Voronin, td viðtal við Rafa þar sem hann talar um hann. Þessi maður er ekki með neitt sérstakt record, en ég meina við fáum hann frítt og ég er alls ekki að kvarta auk þess sem hann fær tækifæri til að sanna sig eins og aðrir…
Það sem er líka athyglisvert við þetta er að víst að Rafa er búinn að kaupa Voronin (og hugsar hann væntanlega sem striker númer 4) – þá mun topp striker breyta verulega miklu í framherjahópnum.
Ef við gefum okkur að Mirror hafi allavegana rétt fyrir sér í því að framherji sé ofarlega á forgangslistanum, þá held ég að við getum bókað að Fowler fær ekki að vera áfram, en þá eru reyndar líka líkur á því að annaðhvort Bellamy eða Crouch fari frá liðinu, nema að Voronin sé hugsaður sem striker númer 5.
Ekki að ég nenni að fara í deilur um Crouch enn og aftur, en ég tel hann vera góðan framherja, sem getur vissulega nýst afar vel í mörgum leikjum, sérstaklega í Evrópu. Ef að leikmaður einsog Eto’o kæmi (já já, in your dreams og allt það) þá myndi ég frekar sjá Bellamy vera seldan heldur en Crouch. Bara svo að Rafa hafi fleiri ólíka kosti.
Ég hjó eftir því um daginn í ummælum Benitez um Fowler að hann sagði að ef Fowler yrði ekki lengur í Liverpool á næsta ári þyrfti að fylla hans skarð. Þetta fannst mér athyglisverð ummæli því maður bjóst fyrirfram við að Voronin væri hugsaður í stað Fowler sem 4. framherji, en ef eitthvað er að marka þessi ummæli er svo ekki. Hver er þá staða Voronin? 5. framherji? Eða var Voronin hugsaður í stað Crouch?
En ég er sammála Einari um Crouch, ég tel það missir ef hann færi. Voronin í stað einhvers þeirra fjögurra sem fyrir eru teldi ég sömuleiðis slæm skipti.
Ég er alveg klár á því að Rafa er ekki að hugsa Voronin sem einn af framherjunum og þessi ummæli hans um Fowler finnst mér staðfesta það enn frekar. Ég er á því að hann hugsi Voronin meira í líkingu við það eins og hann hugsar hlutverk Harry Kewell og Luis Garcia. Hann getur spilað ýmsar stöður, verið að taka kantana hvorn sem er, en nýtist hvað best í “holunni” eða sem support við lone striker. Er alveg handviss um að hann hugsi Voronin allavega alls ekki sem einn af sínum framherjum, þó svo að vel geti verið að hann muni einhvern tíman nota hann sem second striker.
Verð að segja að ég er ekkert voðalega spenntur ef Benitez fær að ausa úr buddunni eins og hann vill í dýra leikmenn. Hef alltaf verið mun spenntari fyrir að gera góð kaup, þ.e. ekki endilega rándýra leikmenn heldur menn sem vaxa og verða dýrari vegna þess að þeir verða frábærir leikmenn með Liverpool (t.d. Sissoko). Það gleður mig mun meira þó svo að við gætum fengið eins og eina eða tvær “stjörnur”. Sýnist það því miður þurfa hjá okkur þar sem við fáum enga unga leikmenn í aðalliðið úr unglinga/varaliðum.
Hef sagt það nokkrum sinnum áður og segi það enn – ég vildi að við gætum gert frábært lið með ungum leikmönnum eins og Arsenal gera. Sjá t.d. hvað Kolo Toure er orðinn góður og svo eru þeir með fullt af góðum strákum. Er því að vissu leyti sammála ummælum Wengers þegar hann sagði að hann vildi ekki fullt af peningum til kaupa á rándýrum leikmönnum ef það hindrar framgang strákanna sem hann ber mikið traust til.
Big Gun, leyfum okkur að ímynda okkur í smá stund að þetta sé satt, ertu semsagt “ekkert voðalega spenntur” fyrir því að fá Samuel Eto’o til Liverpool?
Jú, jú, Einar Örn, ég yrði alveg spenntur ef við værum að fá toppframherja til okkar, engin spurning. Hvort að Eto’o væri sá framherji sem ég yrði spenntastur fyrir veit ég ekki en ég legg mitt traust á Benitez varðandi leikmannakaup – hann á það alveg inni eftir Crouch kaupin, sem ég viðurkenni að fannst alveg út í hött að kaupa 7 millur. Hann hefur hins vegar sannað sig sem betur fer.
Og auðvitað yrði frábært að fá frábæra leikmenn í liðið – ég vona bara að við fáum líka eitthvað út úr ungu leikmönnunum okkar og þeim verði treyst, ef þeir eiga það skilið.
Mer finnst Crouch ekkert hafa “sannað “sig alminnilega.. hann er ennþá meðalframherji sem á heima í einhverju ensku úrvalsdeildarliði. Hann spilar bara ágætlega vegna þess að Liverpool liðið er gott.. Hann er enginn World Class player sem Liverpool þarf að hafa frammi…. Og við þurfum einn svoleiðs í okkar lið !
Þetta er bara mín skoðun…..
Sælir,
Ég hef nú ekki skrifað inn á síðuna í ca. 2 ár, svo kannski kominn tími til að láta aðeins í sér heyra. Læt hér flakka nokkur “comment”:
– sá að BigGun skrifaði hér að ofan að hannn sé ekki spenntur fyrir því að Benitez ausi úr buddunni eins og hann vill í dýra leikmenn. Held að það sé enginn hætta á því. Það er bara ekki hans stíll að fara í keppni við Chelsea og United um hver eyði mest. Benitez vill leikmenn á viðráðanlegu og sanngjörnu verði (ef hægt er að tala um það í boltanum í dag), leikmenn sem vilja koma til Liverpool. Held að hann sé ekkert sérstaklega hrifinn af stórstjörnum, sem jafnvel líta stórt á sig.
– varðandi Voronin þá held ég að hann sé keyptur vegna þess að hann er líkamlega sterkur og hentar því vel í ensku deildina. Kannski er hann ekki ósvipaður Kuyt.
– og svona í lokin, tóku þið eftir hvað nýji spænski varnarmaðurinn (man ekki hvað hann heitir) stóð sig vel í vinstri bakverðinum á móti Barcelona? Fyrsti leikurinn hans og hann hafði Messi alveg í vasanum.
Sko ef Etoo verður keyptur þá verður Bellamy pottþétt seldur.
Ef Iaquinta verður keyptur þá verður Crouch seldur.
Rafa hugsar þetta allt í taktík og vill hafa 1 týpu af hverjum sóknarmanni, ef Fowler tekur uppá því að skora 1-2 í öllum leikjum sínum til loka tímabils þá gæti hann fengið 1 árs framlengingu, minnkað í launum og orðið 5.striker. Efast samt stórlega um það.
Varðandi Samuel Etoo þá sé ég hann alls ekki á leið til okkar, bæði held ég að hann vilji vera í stórborg og sé auk þess of óstýrilátur til að Rafa vilji hann núna þó hann hafi boðið í hann hjá Real Mallorca. Bara slúður.
Ég tel hinsvegar mjög miklar líkur á að Crouch verði seldur í sumar í skiptum fyrir líkamlega sterkari leikmann með svipuð einkenni sem getur tekið háa bolta niður en nýtir færin betur.
Finni Rafa einhverja lúxustýpu af Bellamy(Villa t.d.) sem lætur ekki veiða sig alltaf í rangstæðu
og spilar boltanum betur frá sér verður litli velski ólátabelgurinn líka seldur.
Ég vill fá Torres, mér finnst þessi leikmaður bara alltof góður. ég skil ekki menn sem segja að hann sé eitthvað ofmetinn…. Það er ekki eins og hann sé að fá einhverja mikla hjálp hjá þessu liði í það að skora. Þessi leikmaður myndi passa betur en villa í ensku deildina. Mér er alveg sama hvort við þurfum að borga 20-27 milljónir fyrir hann…. Hann er þess virði!!!!!!!
Á hverju byggir þú það að hann muni passa betur en Villa í ensku deildina?
Persónulega tæki ég Villa fram yfir Torres any day, bara fyrst og fremst vegna þess að Torres er ekki mikill markaskorari, spilar vel fyrir liðið en skorar lítið. Villa er aftur á móti markaskorari af guðs náð. Hann er líka sterkbyggðari og fljótari og því tel ég meiri líkur á að hann plummi sig á Englandi?
Sammála Steina þar… Villa tek ég alltaf framyfir Torres.
Mér finnst villa fá miklu meiri hjálp til þess að skora, mér finnst torres tæknískari,betri klárari,fljótari og sterkari, hann er yngri og á eftir að vera miklu betri.. þess vegna held ég að torres passi betur inn í þessa deild….. En þetta er náttúrulega bara mitt mat. En skil samt ekki menn sem segja að strákurinn sé eitthvað ofmetin.
David Villa er með þónokkra reynslu í Meistaradeildinni og skoraði t.d. 2 stórglæsileg mörk gegn Inter í síðustu viku. Hann hefur sýnt að hann hefur það sem þarf gegn bestu varnarmönnum Evrópu (átti stórleik gegn Englandi t.d.) og er pottþéttur 20+ marka maður.
Torres hefur sáralitla reynslu í evrópukeppni og er ekki að skora reglulega mikið með Atletico(c.a. 10-15 mörk kannski), hann er miklu meira spurningamerki í dag heldur en Villa þó hæfileikarnir séu til staðar. Torres hefur auk þess getað spilað fótbolta án mikillar pressu hingað til, hvað gerist fyrir svona strák ef hann fer með 25m punda verðmiða á bakinu til stórliðs, mun hann örugglega rísa undir því? Ég er ekki viss.
Ég kýs í augnablikinu Villa yfir Torres, ekki nokkur spurning.
Ég vil þá báða en finnst Torres betri.
Áfram Liverpool!
Var ekki Benitez mikið að spá í Villa áður en hann fór til Valencia? Þá var hann ekki orðinn svona stórt nafn en var að slá í gegn með…uhh…liðinu sem hann var með áður hann fór til Valencia :confused:
Villa er mikið betri en ofmetni Torres.
Endar þetta ekki bara með skiptidíl á milli Barca og Liverpool? Liverpool fær Eto´o og Alonso fer til Barca. Hugsa að þetta velti að svolitlu leiti á því hvernig Mascherano stendur sig það sem eftir er af tímabilinu, ef hann stendur sig vel gæti hann leyst þá stöðu sem losnar þegar/ef Alonso fer.
Ekkert til í þessu með Eto’o. Skemmtilegar fréttir í kringum Liv vs. Barca clashið. Eto’o á leiðinni, Xabi til Barca, allt í rugli hjá Börsungum og Bellamy brjálaður með kylfuna.
Veit ekki með Villa, hann er spurningarmerki.
Annars er gaman frá því að segja að það er búist við Hicks og Gillett á vellinum um helgina
Arnór, þú segir að Torres hafi spilað fótbolta án pressu. Ég get ekki séð það, hann var orðinn fyrirliði og aðal framherji í Athletico Madrid þegar hann var 19 ára og Þetta er ekkert lítill klúbbur..
Hannes torres er ofmetinn!!! Það er svona jafn asnalegt og segja að kóngurinn hann Gerrard sé eitthvað ofmetinn, Skil ekki svona fólk, Má ég spurja þig hannes hefur oft sé leiki með Athletico Madrid???? eða ertu svona gaur sem dæmir leikmenn eftir einn leik eða….
En sammála jóa, Torres er undir mikilli pressu….
ADRIANO. fyrst menn er að velta fyrir sér draumakaupum.
Býst ekki við of háum verðmiða á stráksa því að Zlatan og Hernan halda honum út úr Inter liðinu þessa dagana.
Talandi um mann sem hefur allt til brunns að bera fyrir enska boltann.
Nema viðurnefnið “The Steak”. En misjafn er nú smekkur manna á því að ég býst
Sammála síðasta ræðumanni… Það væri flott að sjá Adriano í enska boltanum :biggrin2:
Annars held ég að spænskir framherjar og Liverpool eigi enga samleið saman. Hef þónokkuð séð af Torres og strákurinn er efnilegur miðað við ungan aldur og sama á eiginlega við um Villa… ég er bara á því að þeir eru svona góðir sökum þess að þeir eru að spila í teknískri og hægari bolta en sá enski er (Adriano er reyndar að spila í væludeild en samt tel ég það vera meira spennandi kost)
Óli, já ég sá nokkra leiki með Atletico þegar ég bjó í Madríd.
Ofmat segi ég, því menn eru búnir að vera að bíða eftir því síðan hann var 19 ára að hann bæti sig og verði besti framherji í heimi, hann var svo efnilegur. En mér finnst hann bara ekki búinn að bæta sig mikið á þessum 4 árum og efast einhvern veginn um að hann verði nokkurn tímann neitt meira en hann er orðinn í dag, með fullri virðingu fyrir honum og hans annars fínu hæfileikum.
Bjóst í Madríd og ert ekki stuðningsmaður Torres á bát með að trúa því sorry, Finnst þetta eitthvað loðið…..
Óli, þú veist að það eru allavega tvö lið í Madrid.
Þetta er svipað og að segja “Bjóst í Liverpool og ert ekki stuðningsmaður Hibbert á bágt með að trúa því sorry, Finnst þetta eitthvað loðið”.
Ohh.. ég var búinn að gleyma því,nei!! En samt sem áður, getur sagt að andy johnson sé góður… eins og maður getur sagt að torres sé góður, þó að maður haldi með Real… þetta er jafn asnalegt og everton maður getur sagt að Gerrard sé ofmentin…
Óli, mér leist mjög vel á Torres þegar hann var 19 ára því ég hélt hann gæti orðið enn betri en hann var þá. Hann er bara ennþá voðalega svipaður.
Svo finnst mér hljóma svolítið skringilega að vera “stuðningsmaður” leikmanns. Er maður ekki frekar stuðningsmaður liðs og heldur svo uppá leikmenn innan liðsins?
Svo það sé á hreinu held ég ekki með neinu Madrídarliði. Finnst þér það kannski líka loðið og átt bágt með að trúa því?
Ok Hannes mátt hafa þína skoðunn og ég skal reyna að virða hana….. En ég er held með Atletico Madríd á spáni og torres er einskonar idol hjá mér, bæði inná og utan vallar….
Maður verður bara fúll þegar einhver segir svona um leikmenn sem maður dáir, Hvor sem það sé Gerrard eða Torres …. En allavega reyni ég að horfa á hvern einasta leik með Atletico Madríd, það væri sárt að missa hann en maður er nú liverpool maður af líf og sál og vill sjá bestu leikmenninna þar….
Ég skil þig Óli. Það var samt á engan hátt ætlunin að gera lítið úr Torres, hann er vissulega mjög öflugur. Mér finnst menn bara stundum mikla hann ofboðslega. Það gæti samt vel verið að hann myndi standa sig enn betur einhversstaðar þar sem hann þyrfti ekki að hugsa um það á sama tíma að vera fyrirliði.