Fyrir þá sem ekki vissu af því þá leikur [Man U við Evrópuúrval í kvöld](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/m/man_utd/6441507.stm) og er leikurinn sýndur beint á Sýn. Í Evrópuúrvalinu eru tveir Liverpool leikmenn, Jamie Carragher og Steven Gerrard.
UPPFÆRT – HÞH: Ég bætti Bolo og Fowler við þar sem þeir voru kallaðir inn í Evrópuúrvalið í dag eins og bent hefur verið á.
Annars lítur Evrópuúrvalið svona út:
**Markverðir**: Oliver Kahn, Grégory Coupet, Iker Casillas.
**Varnarmenn**: Paolo Maldini, **Jamie Carragher**, Eric Abidal, Lilan Thuram, Carles Puyol, Marco Materazzi, Fabio Grosso.
**Miðjumenn**: Gianluca Zambrotta, **Steven Gerrard**, Juninho, Florent Malouda, Luis Miguel, Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Bolo Zenden.
**Framherjar**: Ronaldo, Alessandro Mancini, Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson, Robbie Fowler.
svo Fowler og Zenden víst að spila með líka.
Og skv. liverpoolfc.tv hefur Lippi bætt þeim Fowler og Zenden í hópinn sinn sem þá telur 4 liverpool menn. Vonum að þeir tveir fái að spila sem mest og Gerrard og Carragher sem minnst, óþarfi að vera að þreyta þá eitthvað fyrir helgina. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg þá ákvörðun að hafa góðgerðarleik á þessum tímapunkti, nóg er nú álagið fyrir á þessa menn.
Það er nú ekki eins og þetta verði einhver mega keyrsla á mönnum
Canizares var í markinu í fyrri hálfleik
Sorglegt hvernig aðdáendur man utd höguðu sér gagnvart Gerrard. Kommon, fengið evrópuúrvalið til að koma í heiðurs / góðgerðaleik fyrir United og þeir bara púa á hann í hvert skipti sem hann fær boltann.
Þessir menn voru United og fótboltanum til skammar fannst mér.