Goðsögnin Ron Yeats

Það er ekki á hverjum degi að kappar eins og Ron Yeats heimsækja Ísland. Sú heimsókn er þó að verða að veruleika. Liverpoolklúbburinn á Íslandi mun halda árshátíð sína þann 24. mars nk. og mun þessi goðsögn heiðra samkomugesti með nærveru sinni.

Þeir sem hafa hitt kappann vita vel hversu mikill hafsjór af fróðleik hann er um Liverpool FC, enda búinn að vera þar yfirmaður útsendaranets félagsins lengi og er bara ný hættur í því starfi. Sögurnar sem kappinn býr yfir eru margar og bráðskemmtilegar og ætti engum að leiðast við að hlýða á þær. Ron er einn magnaðasti varnarmaður sem klæðst hefur rauðu treyjunni og eins og áður segir er þetta algjör hvalreki (í orðsins fyllstu merkingu vegna stærðar hans) fyrir okkur stuðningsmenn Liverpool á Íslandi.

Nánari upplýsingar um árshátíðina er hægt að nálgast á www.liverpool.is.

4 Comments

  1. Já það er ekki oft sem slíkar goðsagnir koma til Íslands og verður örugglega gamann að heyra sögur hans af Bill Shankley og þeim leikmönnum sem hann spilaði með. Hef sjálfur Hlustað á menn eins og J Aldridge, David Fairclough og David Johnson tala um gamla tíma og það var alger snilld að heyra þeirra hlið á málefnum Liverpool.

    Einnig er gamann að segja frá því að það verða einhverjir 10 aðrir Englendingar á Árshátíðinni sem koma sérstaklega til Íslands útaf árshátíðinni

  2. Nei, í rauninni ekki (þó svo að það væri í fínu lagi). Þessi heimsókn er bara einfaldlega hvalreki á fjörur okkar Liverpool manna. Hef hitt Big Ron nokkrum sinnum og það er hreint frábært að hlusta á hann segja frá dögum sínum hjá Liverpool. Þetta er maður sem hætti í fyrra að vinna hjá klúbbnum og þekkir þetta allt út og inn. Vildi fyrst og fremst koma því á framfæri, ekki neitt sérstaklega til að auglýsa árshátíðina sem slíka (enda þarf þess ekki, nánast uppselt á hana nú þegar).

Berbatov?

Aston Villa á morgun