Á morgun heldur Meistaradeildin áfram og þar með leit okkar manna að eina titlinum sem þeir eygja enn á tímabilinu. Leiðin til Aþenu er strembin og grýtt, margir eru þegar farnir að sjá borgina fögru í hyllingum, en það er alveg ljóst að við hefðum getað fengið verri mótherja í 8-liða úrslitunum en PSV Eindhoven frá Hollandi.
Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst á nýjum tíma, klukkan 18.45 þar sem búið er að breyta klukkunni í Evrópu. Leikið er í Hollandi.
Eftir magnaðan sigur á Barcelona, sem eru enn ríkjandi Evrópumeistarar, er komið að átta liða úrslitunum. Frábær sigur á Arsenal á laugardaginn er búinn að pumpa margan manninn, í það minnsta mig, í mikla spennu fyrir þennan leik. Við lékum gegn PSV í riðlakeppninni, fyrri leikurinn fór 0-0 í Hollandi þar sem við vorum óheppnir að vinna ekki. Gerrard byrjaði á bekknum þar, kom inn á og skaut í innanverða stöngina.
Í siðari leiknum á Anfield unnum við svo sannfærandi 2-0 sigur. Gerrard og Crouch sáu um markaskorunina þar í leik sem við stjórnuðum frá upphafi til enda. PSV náði ekki að heilla mig mikið í þessum leikjum og á morgun verða þeir án besta varnarmanns síns, Alex sem er meiddur. Það er mikið áfall fyrir þá Hollensku. Auk þess verður Arouna Kone ekki. Það er sama gamla sagan hjá okkur, Kewell og Garcia frá. Auk þess er Momo í banni….
Ég held að PSV geri sér alveg grein fyrir því að það er ekkert hlaupið að því að skora á Anfield. Því má leiða líkum að því að þeir reyni að sækja til sigurs og helst skora tvö mörk gegn engu okkar. Ég hef enga trú á því að það takist þrátt fyrir að PSV hafi lagt Arsenal í 16-liða úrslitunum. Rafa er einfaldlega of snjall held ég og hann kann pottþétt á þetta PSV lið, betur en Arsene Wenger kunni á það.
Ég er þó ekki að segja að þetta veri greið leið fyrir okkar menn, alls ekki, en það er sannfæring mín að við vinnum PSV samanlagt í tveimur leikjum. Hvernig Rafa stillir upp gegn efsta liði Eredvisen deildarinnar er erfitt að segja til um, eins og venjulega. Ég væri til í að sjá Pennant inni til að koma með þessa frábæru krossa, þá yrði Gerrard inni á miðjunni og kannski ekki pláss fyrir Mascherano. Ég væri til í að sjá þá alla inni en það er ólíklegt.
Rafa gæti reyndar stillt Gerrard aftur upp rétt fyrir aftan Crouch en ég ætla að tippa á þetta byrjunarlið:
Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa
Pennant – Alonso – Gerrard – Riise
Crouch – Kuyt
Bekkur: Dudek, Aurelio, Mascherano, Gonzalez, Zenden, Bellamy, Fowler.
Ég vil alveg Bellamy inn fyrir hraðann, og kannski er líklegt að hann byrji þar sem hann hvíldi um helgina, en það gerði Kuyt líka. Crouch skoraði þrennu. Ég vona svo sannarlega að hann fái að spila. Kannski verður Bellamy svo bara út til vinstri með Kuyt og Crouch frammi!
Riise, Alonso, Gerrard og Pennant þar með á miðjunni. Ég held að Zenden fá ekki tækifæri gegn sínum gömlu félögum og því miður er ekki pláss fyrir fleiri. Mascherano var frábær gegn Arsenal en byrjar líklega ekki og ég er svo á því að Riise komi inn þrátt fyrir að Aurelio hafi líka verið frábær. Vá, ég hef sjaldan eða aldrei átt í erfiðleikum með að ákveða þetta byrjunarlið sem ég er að tippa á! Jæja…
Í byrjunarliði PSV verða líklega menn eins og Jan Kromkamp sem við þekkjum vel, Ibrahima Afellay sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Holland í síðustu viku (sem reyndar er tæpur en spilar líklega), gamli jálkurinn Phillio Cocu, hinn eitursnjalli Jefferson Farfan og einn Patrick Kluivert!
Nokkrir tölfræðipunktar af opinberu síðunni:
– Liverpool hefur aðeins tapað 8 leikjum undir stjórn Rafa í CL.
– Carragher bætir met Phil Neal sem hann jafnaði í síðasta leik þegar hann spilar sinn 58 leik fyrir Liverpool í keppninni, ef hann meiðist ekki fyrir leikinn.
– Gerrard verður aðeins fimmti leikmaðurinn til að spila yfir 50 leiki fyrir Liverpool í Meistaradeild þeirra bestu, ef hann meiðist ekki!
– Ef Gerrard skorar bætir hann met Rush um flest mörk skoruð fyrir Liverpool í Meistaradeildinni (og Champions Cup), sem yrði mark hans númer 14. Aðeins Michael Owen (22) og Rush (22) hafa skorað fleiri mörk í Evrópukeppnum.
– Momo Sissoko er í banni, en Kyut og Pennant eru á gulu spjaldi og missa af seinni leiknum fái þeir spjald á morgun.
– Liverpool hefur tapað aðeins tveimur af síðustu fimmtán útileikjum sínum í CL, gegn Benfica í fyrra 1-0 og Galatsaray 3-2 fyrr á tímabilinu.
Mín spá: Ég held að með sterkum og öguðum varnarleik nái PSV að halda Liverpool í einu marki en nái jafnframt að pota inn einu sjálfir. Ég spái því 1-1 jafntefli þar sem Crouch heldur uppteknum hætti. Við klárum þetta svo örugglega á Anfield 🙂
YNWA
Ég er bjartsýnni en margur þessa dagana … þannig að ég ætla að spá 2:1 sigri okkar manna, þar sem Pennant og Kuyt munu skora mörkin.
Þú munt aldrei ganga einn!
Ég er sammála þessari upphitun og þetta leggst einhvern veginn í mig eins og þetta verði jafntefli. Vona það, megum í öllu falli ekki tapa þessu.
Hins vegar er ég ekki sammála þér með byrjunarliðið. Arbeloa var inni fyrir Finnan á laugardag en ég held að hann hirði ekki stöðuna af Aurelio annað kvöld þótt Finnan komi inn. Þá held ég að það sé nánast öruggt að Rafa mun nota Gerrard á kantinum og Mascherano með Alonso á miðjunni.
Liðið, að mínu mati, verður því svona:
Reina
Finnan – Carra – Agger – Aurelio
Gerrard – Alonso – Mascherano – Riise
Kuyt – Bellamy/Crouch
Svo kemur bara í ljós hvor framherjinn byrjar með Kuyt annað kvöld. 🙂
Kristján, ég skil punktinn þinn með Arbeloa og það en rökin mín eru þau að Aurelio er aðeins villtari og sókndjarfari en Arbeloa (sem reyndar hefur sýnt frábæra takta í sókninni!), þessvegna set ég aðeins varnarsinnaðari vinstri kant en ella…
Var einmitt að pæla í þessu með Gerrard/Pennant/Mascherano dæmi, en ákvað að hafa þetta svona, eins með Crouch og Bellamy 🙂
Mér lýst ekkert á svona tal, það er búið að marg sýna sig undanfarinn ár að Liverpool þolir afar illa að teljast sigurstranglegri.
PSV er ekki með neitt sem við ráðum ekki við, enn við verðum samt að spila fótbolta og ekki gleyma hvaða lið hava slegið okkur út áður og þar er langur listi af miðlungsliðum.
Mér finnst við orðnir full góðir með okkur, ætli líkurnar á því að PSV slái okkur ú séu ekki svipaðar því að LFC slái Barca út….
Hérna er smá um [Bellamy, sem meiddist](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premiership/liverpool/article1603690.ece) víst með Wales.
Ég spái 4-5-1 (4-4-1-1) eins og hann spilaði gegn Arsenal.
Sammála síðasta ræðumanni, held að Rafa stilli upp í 4-5-1.
Finnan-Carra-Agger-Arbeola
Pennant-Gerrard-Xabi-Mascherano-Riise
-Kuyt-
Spái því að við vinnum þennan leik 3-0. Kuyt, Riise og Gerrard með mörkin.
Ég er sammála síðustu tveimur um uppstillinguna. Tel næsta víst að við munum bíða færis og reyna að fara frá þessum leik án þess að fá mark á okkur. Reyna síðan að setja eitt mark í skyndisókn. PSV er gott lið og mun klárlega leggja allt kapp á að vinna þennan leik.
Koeman er snjall þjálfari og með Benfica liðið í fyrra sló hann okkur út. Ég er því í raun hræddari við PSV heldur en Barca og vona svo innilega að ALLIR leikmenn okkar séu 100% klárir í þessa baráttu.
KOMASVOSTRÁKAR!
Auðvitað vinnum við þessa viðureign !
Annars langaði mig að benda á umfjöllun Blaðsins í íþróttafréttum í dag þriðjudag um leiki kvöldsins.
Þar drullar blaðamaður yfir Rafa á grundvelli þess að sögusagnir í bretlandi segi að Crouch verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld, afar kjánaleg vinnubröð sama hvaða álit menn hafa á þjálfaranum.