Chelsea

_42785657_josenn300.jpg

Ef einhver hefur verið í vafa um það hver sterkasta deildarkeppni í heimi er, þá ætti sá hinn sami að horfa á leikina tvo í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea og Man U gjörsamlega yfirspiluðu andstæðinga sína – og nema að Liverpool takist að klúðra málunum sínum gjörsamlega þá verða að öllum líkindum 3 ensk félagslið í 4 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Ég verð að játa það að ég settist niður klukkan korter í sjö með þá von í brjósti að ég myndi sjá Chelsea og Man U detta úr leik á einu og sama kvöldinu, en sá draumur breyttist fljótt í martröð. En það er alveg ljóst að bæði liðin áttu það fyllilega skilið að komast í undanúrslitin. Núna þurfa okkar menn að klára viðureignina við PSV og þá bíður okkar enn ein viðureignin við Chelsea.

10 Comments

  1. Klárum PSV fyrst (sem við hljótum að gera) og endurtökum svo leikinn á móti Chelsea, sem síðar leiddi okkur til 5. bikarsins.

    Just for the fun of it … þá er sosum þessi úrslitaleikur alveg “mögulegur”:

    PSV – Bayern Munchen

    Nei nei, segi bara svona … ég bíð spenntur eftir morgundeginum!! :biggrin:

  2. Hefði viljað hafa Luis Garcia í okkar hóp til að leggja Chelsea þegar og ef að því kemur. Þess í stað eru þeir komnir með óvin okkar hann Joe cole í liðið:(
    Mig þyrsti reyndar í Valencia viðureign en ef sigur vinnst gegn Chelsea er það náttúrulega ansi sætt…

  3. Andvarp. Oæja, tveir leikir í viðbót við Chelsea þýða að Rafa og Mourinho halda sig við meðaltalið. Þeir mættust fimm sinnum í fyrra og fimm sinnum árið þar áður, með leikjunum tveimur sem eru framundan verða þeir orðnir fimm á þessu leiktímabili líka.

    Ha, þreyttur á Chelsea? Hver, ég? Neeeeeeiii …

  4. Hvaða lið spilaði á móti manure í gær…. ekki hef ég líkað vel við þetta djöfulsins lið en guð minn almáttugur, svona úrslit hef ég bara aldrei séð í neinni alvöru keppni í 8 liða úrslitum…. ég held sveimér þá að við erum að fara spila við þá í úrslitunum :biggrin2:

    Það má segja að: “Rome wasn´t build in one day, but they sure were destroyed last night”

  5. Jose er m.a.s. þegar byrjaður að afsaka sig þar sem hann segir að Chelsea muni eiga undir högg að sækjaþ, þar sem að Chelsea er að keppa í þrem keppnum, en Liverpool bara einni. :rolleyes:

  6. Hvað með að fá bara aftur Milan?? Við tökum Chelsea og fá um Mílan í úrslitum. : )
    Það væri brilljant…

  7. its only on loan..
    its only on loan..
    in athens greece..
    we’ll bring it back home..

  8. Mér finnst það frekar lélegt af jafn góðu liði og valencia að taka ekki chelsea á spáni. Skelfilega sorglegt. Var búinn að undirbúa mig undir 2 stór leiki við valencia. en hvað lífið getur verið ósanngjart!

PSV Eindhoven á morgun, aftur

Byrjunarliðið komið!