Liverpool 1 – PSV 0

LIVERPOOL KOMIÐ Í UNDANÚRSLIT
MEISTARADEILDAR EVRÓPU 2007!

Jæja jæja, púlsinn er við það að komast niður á eðlilegt stig eftir hreint magnað fótboltakvöld þar sem ég og vinur minn horfðum á eina mest spennandi Evrópuviðureign í sögu Liverpool.

**DJÓK!**

Það er varla að ég nenni að skrifa leikskýrslu. En svona byrjaði Rafa með þetta:

Reina

Arbeloa – Agger – Hyypia – Riise

Pennant – Alonso – Sissoko – Zenden

Bellamy – Crouch

Semsagt, Gerrard og Carragher fengu frí auk Steve Finnan – en þessir leikmenn hafa spilað nánast alla leiki Liverpool í vetur.

Það var alveg ljóst frá upphafi að PSV var búið að gefast upp fyrir þennan leik og þeir reyndu aldrei að keyra á Liverpool liðið. Og Liverpool menn voru ekkert sérstaklega æstir í því að keyra sig út, þannig að úr varð afskaplega daufur leikur. Á 10. mínútu meiddist Craig Bellamy og þurfti að fara útaf og inná kom eldingin Robbie Fowler.

Peter Crouch fékk ágætis færi í fyrri hálfleik sem að Gomes varði. Fleira markvert gerðist varla í fyrri hálfleik.

Í þeim seinni var lítið meira í gangi, en um miðjan hálfleikinn fékk einn leikmaður PSV rautt spjald fyrir að fara í sólatæklingu á Bolo Zenden. Kannski full strangt að gefa rautt spjald, en gult spjald hefði verið sanngjarnt.

Stuttu seinna komst Zenden upp kantinn og gaf hann fyrir markið þar sem Gomes bjargaði sjálfsmarki – Fowler fékk boltann og gaf fyrir á hinn óstöðvandi **Peter Crouch**, sem að skoraði auðveldlega.

Rafa byrjaði þá að hvíla fleiri leikmenn. Fyrst fór Xabi Alonso útaf fyrir Speedy Gonzalez og svo koma Agger útaf fyrir Paletta. Það eina markverða sem gerðist það sem eftir lifði leiks var að Jermaine Pennant tókst á einhver óskiljanlegan hátt að láta Gomes verja frá sér tvisvar í röð.

**Maður leiksins**: Úff, þetta var svo auðvelt hjá Liverpool að það stóð enginn sérstaklega uppúr. Ég ætla þó að velja **Jermaine Pennant** því að hann var nánast sá eini, sem ógnaði alvarlega vörn PSV. Jú, og svo fær **Peter Crouch** auðvitað prik fyrir að skora. Hann er núna ásamt Kaká og Drogba líklegastur til að verða markakóngur Meistaradeildarinnar árið 2007 (Kaká með 7, Drogba, Crouch, Morientes og van Nilsteroy með 6). Hverjum hefði dottið það í hug sumarið 2005?

En allavegana, þetta var eins auðvelt og hægt er að hafa það. 4-0 á móti hollensku meisturunum og nú bíða okkar tveir leikir gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Verður þetta endurtekning á 2005 tímabilinu með Chelsea í undanúrslitum og Milan í úrslitum, eða fáum við draumaúrslitaleik gegn Manchester United. Já, eða þá dettum við bara út í undanúrslitunum? Fyrri leikurinn verður á Anfield þriðjudaginn 24.apríl og sá seinni á Stamford Bridge þann 1.maí. (uppfært EÖE: Sjá komment við þessa færslu, en UEFA og LFC.tv segja bæði að fyrri leikurinn verði á Stamford Bridge).

Það verður allavegana spennandi að sjá hvað gerist á Anfield eftir 2 vikur. Ég get varla beðið. 🙂

20 Comments

  1. Auðvelt og áreynslulítið og augljóst að PSV mætti bara til að bjarga andlitinu og þetta liverpool lið leyfði þeim það, voru ekkert að keyra á þá af neinu viti og létu þennan leik bara fjara út. Í sjálfu sér ekkert að því en maður hefði samt vilja sjá smá meira drápseðli í leikmönnum. Sá eini sem sýndi eitthvað af viti var pennant og hann var klárlega maður leiksins.

    Næst er það svo bara endurtekning frá 2005, Chelsea í undanúrslitum og Milan í úrslitum, þetta liggur alveg ljóst fyrir. Og er ekki fyrri leikurinn örugglega á Stamford Bridge? Þeir í imbanum hérna í danmörku vilja allavega meina það.

  2. KOMA SVO!!

    25 mínútur og ekkert komment enn! Ef við toppum ekki kommentametið eftir svona háspennu þá gerum við það aldrei!

    Eru kannski bara allir í losti eftir leikinn?

  3. Svenni, ég tók þetta af BBC. En á Sýn áðan sögðu þeir að fyrri leikurinn væri á Stamford Bridge – og sagði Heimir að það væri frá UEFA.

  4. Þetta segja þeir á uefa.com:

    “Chelsea will have home advantage in the first leg on 25 April, before the game concludes at Anfield on 1 May.”

  5. Jæja, það er búið að pumpa hjartanu á mér í gang eftir háspennu kvöldsins. :laugh: En allavega, okkar menn eru komnir í undanúrslit gegn Chelsea og eiga United mæta Milan. Mín skoðun á því er í fimm möguleikum:

    1: Við gætum tapað fyrir Chelsea og Milan fyrir United. Þá gætum við þurft að horfa upp á þrjá úrslitaleiki Chelsea og United í röð í maí – á Stamford Bridge í næstsíðustu umferð deildarinnar, á Wembley í FA bikarnum og í Aþenu í Meistaradeildinni. Ef þetta gerist mun þessi bloggsíða loka í maímánuði, bara svo að það sé á hreinu. Ég kvel mig ekki með því að hanga hér inni yfir þeim leikjum.

    2: Við gætum unnið Chelsea og Milan unnið United. Ef AC Milan fá annað tækifæri til að mæta okkur í úrslitum Meistaradeildarinnar get ég sagt ykkur að það verður allt vitlaust af þeirra hálfu. Þeir skulda okkur flengingu og munu gera allt til að ná því fram.

    3: Við gætum unnið Chelsea og mætt United í úrslitum. Sá leikur er ekki undir neinum kringumstæðum draumaúrslitaleikurinn fyrir mér. Ég ræð við það að tapa fyrir Chelsea eða Milan í þessari keppni, en að tapa í úrslitaleiknum fyrir Man U yrði einfaldlega of sárt. Ef það gerist verður þessi síða sennilega lokuð í allt sumar, bara svo þið vitið það. :tongue:

    4: Við gætum tapað fyrir Chelsea og þeir mætt Milan. In which case I don’t give a fuck …

    5: Við gætum unnið Chelsea örugglega og rústað United svo 5-0 í Aþenu. Það gæti alveg gerst!! Ég gæti líka orðið forseti Íslands á næsta ári! Og … og … og …

    Þið sjáið hvernig úrslitaleikur gegn United gæti leikið viðkvæma sál eins og mig. Ég myndi sennilega ekki jafna mig á þeim leik, hvort sem hann myndi sigrast eða tapast. 🙂

  6. Væri ekki sigur á Man U í úrslitum það eina sem gæti toppað sigurinn fyrir 2 árum? Ég er á því allavega. Það hljómar svo vel að ég er jafnvel til í að taka sénsinn á að tapa fyrir þeim, sem væri auðvitað skelfilegt. Ég er hinsvegar alls ekkert viss um að við komumst í gegnum Chelsea, er skít-skíthræddur við þá leiki.

  7. Veit einhver hvernig páfanum heilsast um þessar mundir og er Karl bretaprins ekki harðgiftur í dag?

    humm þetta lítur ekki vel út.

  8. Gott að menn eru búnir að róa sig niður eftir æsing kvöldsins … hmm, anyhooo … átakalaus sigur – skyldusigur – og bring on Chelsea. Hefur einhver áhyggjur af þeim leik? Sálfræði Mourinho er hafin: Liverpool fer í þá viðureign sem sterkara liðið sökum þess að við erum “bara” að berjast um einn titil. — En hversu mikið sem maður þolir Mourinho illa … þá held ég að þessi sálfræði sé bara rétt hjá honum: Ég tel Liverpool hiklaust vera sterkara liðið og ég hef trú á okkur í úrslitum: skiptir mig ekki máli hvort Milan eða Man U verði í úrslitum, en er sammála þó því, að ég gæti ekki afborið Chelsea – Man U í úrslitum. Úff, það gæti ekki orðið skemmtilegur leikur!

    Áfram Liverpool!

  9. Það er nokkuð gaman að lesa leikskýrsluna eftir seinni leikinn [gegn Juve](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/13/20.44.48/) fyrir tveim árum, þar sem líkt og í kvöld Liverpool tryggði sér sæti í undanúrslitum. Þar vorum við talsvert æstari og þar skrifaði ég þetta:

    >Að hugsa sér að ég var sjö ára og vart byrjaður að hugsa um fótbolta þegar Liverpool var síðast í undanúrslitum Evrópukeppni Meistaraliða. Ég man óljóslega eftir því, en Kristján Atli man sennilega ekki neitt.

    >Þetta gerist semsagt ekki á hverjum degi að Liverpool komast svona langt. Þetta er í raun ekki alveg sokkið inn hjá manni.

    Núna aðeins tveim árum seinna erum við komnir á sama stað. Og það í raun á þess að svitna.

    Annars er ég samþykkur þessu sem Kristján segir. Ef að þetta verður Chelsea-Man U í þrem úrslitaleikjum þá lokum við þessari síðu.

    En verðum við ekki að vinna þetta án þess að treysta á Karl og Páfann. Það er frekar mikið vesen að við getum ekki orðið Evrópumeistarar án þess að páfinn deyji. 🙂

  10. Einar … það má sosum redda ýmsu varðandi páfann – gæti orðið meira tricky með Karl … :biggrin:

  11. Það má redda Kampavíns Kalla, á einn brenglaðan vin í London og ég gæti alveg gabbað hann upp að altarinu fyrir réttan pening :laugh:

  12. Árið 2004 fór Eurovision fram í maí í Istanbul Tyrklandi, árið 2005 í maí í Istanbul Tyrklandi vann Liverpool FC. sigur í Meistardeildinni.
    Árið 2006 fór Eurovision fram í maí í Aþenu Grikklandi, árið 2007 í maí í Aþenu Grikklandi, verður Liverpool FC. Evrópumeistari? :biggrin2:

  13. Hvað var Lucas Neil að spá að velja West Ham…
    Það er allt að gerast hjá Liverpool.

  14. SÆLIR PÚLLARAR nú er gaman, ég segi fyrri leikurinn á S B, vera með góða vörn og góða miðju 1 framherja og Gerrard á miðju og í sókn hann vill vinna þettað, og fowler er btri en engin kallin veit hvar hann á að vera,3 ensk lið áfram ,enski boltinn er bestur

  15. Ég er sammála Kristjáni Atla, ég held að ég myndi ekki afbera að tapa fyrir Man Utd það væri of slæmt til að þola. Auðvitað yrði sigur engu líkur, enn ég held að taugarnar þyldu það ekki.

    Veit einhver um Bellamy?

  16. Flott hjá Liverpool að vera komnir í undanúrslit meistadeildar í annað sinn á 3 árum. Er þó skíthræddur við C$$$$$$$, það virðist allt ganga upp hjá þeim þessa dagana.

    Varðandi leikinn í gær þá stefndi allt í jafn leiðinlegan leik og Villa/Liverpool fyrr í vetur, en eftir að bakvörður PSV fékk rauða (fáránlegt) þá lifnaði yfir þessu. Helst hefði maður kosið að sjá liðið skora fleiri mörk en við fórum áfram það skiptir öllu.

    Varðandi mann leiksins þá fannst mér Sissoko vera mjög góður í gær. Ekki man ég eftir einni feil sendingu hjá honum, hann átti miðjuna, vann boltann trekk í trekk og spilaði honum stutt á næstu menn.

    Krizzi

  17. Án þess að svitna? Við unnum nú Barcelona í 16-liða úrslitunum 🙂

    Ég svitnaði alveg á Anfield!!!! :biggrin2:

    Sá annars ekki leikinn og tjái mig því ekkert um hann að sinni…!

Byrjunarliðið komið!

Oh, it’s ON!