Á morgun fara okkar menn til Manchester spila á City of Manchester Stadium. Þetta verður erfiður leikur líkt og ávallt gegn Man City. Við höfum unnið síðustu þrjá leiki gegn þeim, [1-0](http://www.kop.is/gamalt/2006/11/25/16.49.43/) þann 25. nóv á síðasta ári á Anfield, [1-0](http://www.kop.is/gamalt/2006/02/26/14.10.22/) á City of Manchester Stadium þann 26. feb. 2006 og 26. nóv 2006 á Anfield [1-0](http://www.kop.is/gamalt/2005/11/26/16.55.15/). Þannig að útfrá því vinnum við 1-0 þennan leik 🙂 en málið er að Man City er á góðu skriði síðustu vikurnar og hafa þeir ekki tapað leik síðan gegn Chelsea 14.mars 0-1. Þeir hafa unnið 3 leiki af 4 og eitt jafntefli og hafa allir sigurleikirnir verið á útivelli, Fulham (1-3), Newcastle (0-1) og Middlesboro (0-2). Síðan gerðu þeir steindautt 0-0 jafntefli gegn Charlton á heimavelli.
Okkur hefur einnig gengið vel undanfarið og var síðasta tapið í deildinni í byrjun mars þegar við töpuðum með ótrúlegum hætti gegn Man U en ég hef ekki áhuga að fara nánar útí það.
Micah Richards og Paul Dickov eru meiddir hjá Man City en Dietmar Hamann er víst klár og verður með á morgun. Leikmaður sem er dáður í Liverpool og var hann einn af mínum uppáhaldsleikmönnum. Hann hefur verið í miklum meiðslavandræðum frá því hann fór til Bolton/Man City.
Hjá okkur eru þeir Luis Garcia, Harry Kewell og Fabio Aurelio allir frá vegna meiðsla sem og Craig Bellamy. Aðrir munu vera heilir og tilbúnir í slaginn.
Hvernig Rafa stillir upp liðinu er líkt og ávallt erfitt að segja til um en ég tel ljóst að Gerrard, Carragher, Finnan og Kuyt komi inní byrjunarliðið eftir hvíld gegn PSV sem og Zenden gæti haldið sæti sínu eftir fínan síðasta leik. Gonzalez hefur ekki verið að nýta þau tækifæri sem hann hefur fengið miðað við t.d. Pennant sem hefur komið mjög sterkur upp seinni part tímabilsins.
Finnan – Agger – Carragher – Riise
Pennant – Alonso – Gerrard – Zenden
Kuyt – Crouch
Bekkurinn: Dudek, Fowler, González, Mascherano, Arbeloa, Hyypia og Sissoko. Hver verður nákv. á bekknum hef ég ekki hugmynd um.
Ég hef ávallt haft “soft-spot” fyrir Stuart Pearce, stjóra Man City. Ég fílaði hann sem leikmann, ótrúlegur nagli og fastur fyrir. Þannig virðist hann einnig vera sem stjóri. Hann virkar afar hreinskilinn og er óhræddur að taka áhættur. Ef illa gengur þá tekur hann sína ábyrgð og kennir ekki eingöngu leikmönnum um ef illa gengur. Hann virðist hafa góða stjórn sínum leikmönnum og hefur náð að þroska leikmenn eins og Joey Barton.
Núna lítur út fyrir það að City sé búið að bjarga sér endanlega frá falli með góðu gengi undanfarið og ætla mætti að leikmenn myndu þá jafnvel slaka á þar sem tilætluðum árangri er náð. En Stuart Pearce er ekki sammála og segir m.a.:
“If you ask me whether we are in a league position I will find acceptable if that is where we end up, the answer is no. For me to start turning around and make noises about being safe would send out a message that our season is finished – and it is far from that.”
Mín spá er einfaldlega 1-0 fyrir okkar mönnum þar sem markamaskínan Crouch skorar enn og aftur.
Finnst afar líklegt að við förum í uppstillingu svipaðri þeirri við vorum með gegn Arsenal. Þ.e. held að Javier komi inn í liðið og Stevie verði settur fyrir aftan einn framherja (þá líklega Kuyt þar sem Crouch er búinn að spila mikið undanfarið). Svo er þetta spurning um Zenden eða Speedie á vinstri kanti.
Hugsanlega Arbeloa í vinstri bak og Riise á vængnum
Er ekki líklegt að Gerrard verði fremstur í 5 manna miðju? Rafa á það nú oft til að nota einungis einn framherja á útivelli. Mín spá…
Reina,
Finnan, Carra, Agger, Riise
Pennant, Alonso, Mascherano, Gonzalez
Gerrard
Crouch
Vonandi spilar Zenden ekki, hann er slakur leikmaður og sýndi það á móti PSV, hver fail sendingin á fætur annarri. Frekar að leyfa Gonzalez að spreyta sig!
Fín grein um [Crouch](http://www.anfieldroad.com/news/latest/2007104/a22241631b.html)
Já reyndar alveg líklegt að Rafa hvíli einn framherja td. Crouch, láti Kuyt starta einn frammi og Fowler ekki í hóp. Gerrard fyrir aftan og með Gonzalez og Pennant á köntunum. Mascherano og Alonso á miðjunni fyrir aftan Gerrard.
En líkt og vanalega þá er fáránlega erfitt að spá fyrir um hvernig Rafa stillir liðinu upp og kemur manni að sífellu á óvart.
Tel samt ekki ólíklegt að ef við náum sigri í dag og gegn Middlesboro á miðvikudaginn kemur að margir ungir leikmenn fái tækifæri í deildinni á síðustu metrunum. Líka kominn tími til að við séum að sigla lygnan sjó í deildinni og tryggja okkur í þetta blessaða 3ja sæti.
Varaliðið virðist vera að spila vel undir stjórn Gary Ablett og vonandi eru koma einhverjir nothæfir drengir þaðan.