Markalaust jafntefli við Manchester City niðurstaðan.
Byrjunarliðið var svona:
Finnan – Agger – Carragher – Arbeloa
Pennant – Alonso – Mascherano – Riise
Gerrard
Kuyt
Okkar menn báru sorgarbönd í dag þar sem átján ár eru liðin frá Hillsborough slysinu á morgun. Það var frábært hjá Joey Barton fyrir leik þegar hann lagði blóm fyrir framan stuðningsmenn Liverpool sem voru með fullt af borðum til minningar um þá 96 sem létust. Einnig flaggaði City í hálfa stöng. Góðir gestgjafar þarna á ferð.
Að leiknum. Pennant fékk fyrsta færið, algjört dauðafæri en honum var greinilega haldið þegar hann ætlaði að skjóta. Vel gert hjá honum samt að reyna að skjóta og ekki leika eitthvað enda tæplega víti fannst mér. Annars fór leikurinn nokkuð vel af stað, við náðum að byggja upp smá spil og City komu sér líka í hættulegar stöður.
City voru bara rólegir og leyfðu okkar mönnum að halda boltanum við miðjuna og buðu upp á þéttan varnarpakka. Þeir beittu svo skyndisóknum og gerðu það mjög vel. Alonso reyndi sitt þriðja mark á tímabilinu frá eigin vallarhelmingi, skotið var rétt yfir og það er eiginlega ótrúlegt hvað maðurinn er nákvæmur í þessu! Spyrnutækni hans er einstök.
Carra komst líka nálægt því að skora eftir lélega varnarvinnu City en hann skaut í hliðarnetið í fyrri hálfleiknum þar sem það vantaði nauðsynlega mark til lífga aðeins upp í þessu, leiknum og þögulum stuðningsmönnum City. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill í meira lagi og endaði markalaus. Leikurinn var hægur og bara leiðinlegur eiginlega. Skotið frá Alonso var besta færið okkar og ekki sekúndu bætt við.
Mér fannst hreinlega ekkert koma út úr Kuyt þarna frammi. Crouch er svo miklu betri í að taka á móti ?erfiðum? sendingum og mér fannst við þurfa á því að halda til að brjóta upp ljósbláan varnarmúrinn. Ég hefði viljað hann inn sem fyrst.
Það lifnaði þó aðeins við þessu í upphafi seinni hálfleiks. Gerrard skallaði yfir, átti svo ágætt skot sem Isaksson greip og Riise skaut rétt framhjá. Ég hélt samt áfram að pirra mig á Kuyt. Af hverju er hann að senda fyrir af kantinum strax eftir hornspyrnu? Af hverju er hann ekki í markteignum að bíða eftir tækifærinu?
Jæja, okkar mönnum gekk lítið að koma sér í góð færi. Ég skil ekki af hverju Crouch kom ekki fyrr inn til að hrista upp í þessu. Hann kom inn eftir að einhver leikmaður City skaut í slánna á 75 mínútu. Það breyttist nú kannski ekki mikið við komu Crouch, mér finnst hann samt alltaf líklegur til að gera hluti, taka á móti boltanum, vinna aukaspyrnur og skila sínu vel.
Leikurinn fjaraði bara út, ómerkilegt 0-0 jafntefli. Ef ég hefði ekki skrifað leikskýrsluna jafn óðum leiknum hefði ég eflaust ekki nennt að skrifa svona mikið einu sinni.
Maður leiksins? uuuuuu….. veit nú ekki. Gerrard reyndi sitt, Kuyt hljóp mikið en skapaði ekkert og eiginlega skaraði enginn frammúr. Carra var öruggur og Reina sýndi að hann er einn sá besti í bransanum. Öryggið uppmálað. Alonso var líka fínn.
Kuyt kemst býsna nálægt því að vera hinn hvíti Heskey …
Á eftir Villa leiknum um daginn er þetta sennilega leiðinlegasti Liverpool leikur sem ég hef horft á á tímabilinu. Sóknin gekk einfaldlega ekki upp, Kuyt reynir og reynir en í dag kom nákvæmlega ekkert út úr honum og eins og Hjalti bendir á hefði Crouch mátt koma mikið mikið fyrr inná, ég var farinn að óska eftir honum eftir aðeins 25 mínútur af leiknum. Gerrard var sæmilega sprækur, átti hvorki góðan né dapran dag, en hann klárar þetta ekkert upp á eigin spýtur. Mascherano og Alonso stóðu sig ágætlega varnarlega en þegar kom að því að færa sig framar á völlinn var eins og hvorgugur væri til í að færa sig úr varnarstöðunni og úr varð einhæfur sóknarleikur sem city átti í litlum vandræðum með.
Mér fannst aðalvandamálið í þessum leik þó það sama og oft í vetur, það vantar meiri sköpunargleði í liðið og þá helst frá köntunum. Pennant er ágætur en langt því frá að vera nægilega stöðugur til að ég geti sætt mig við hann sem fastamann í Liverpool. Riise er ekki kantmaður og á ekki að spila þar, allt sem hann hefur upp á að bjóða eru þrumuskotin sín en það er alls ekki nóg og þó gonzales hafi heldur ekkert sýnt mikið í dag að þá finnst mér hann eiga að fá að byrja alla deildarleikina sem eftir eru. Það er að ansi litlu eftir að keppa í deildinni og ég veit ekki um ykkur en ég sé smá möguleika í honum en hann nær varla að þróast sem leikmaður nema fá að spila nokkra leiki, hverju höfum við að tapa?
City buðu svo ekkert upp á neitt meira heldur í þessum leik ef frá er skilið skotið frá beasley í slánna og ef þetta er eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa sýnt á heimavelli í vetur að þá skil ég svo sem vel afhverju þeir hafa bara skorað 10 mörk þar (og fengið 13 á sig). Það var augljóst frá fyrstu mínútu að city spilaði upp á jafntefli og þeim tókst ætlunarverk sitt, því ver og miður.
Það sem var alveg að drepa mig í þessum leik var að það var engin sköpun í sókninni, langar sendingar sem oftar en ekki hittu engan, hvorki okkar né city menn. Menn lágu alltof lengi á boltanum og ég átta mig ekki á hvort að það var vegna of lítillar hreyfingar á mönnum eða menn voru hreinlega of seinir að líta upp til að finna menn.
Það er ekki gott að segja hvort að Kuyt sé að taka það upp hjá sjálfum sér að spila svona eða að og það þykir mér líklegra að Rafa sé búinn að leggja honum línurnar en í þessum leik að þá klárlega vantaði einhvern frammi sem fengi allavega dæmda á sig rangstöðu einu sinni :biggrin:
Mér fannst Gerrard ekki fínn….
Alonso… Ekki oft sem maður sér hann klúðra svona mörgum sendingum… Ekki góður að mínu mati í þessum leik, sama mætti segjum alla aðra nema Reina.
Var hitinn að spila svona mikið inní leikinn í dag?
Mascherano pottþétt besti maður liverpool barðist mjög vel og vann marga bolta.
hann hefur komið mjér mjög á óvart síðan hann kom.
zzzzzzzzzzzzzzzz….. Skelfilega var þetta dapurt á að horfa. Eitt stig í hús og áttum ekkert meira skilið.
Af hverju er Liverpool að spila með 2 varnarsinnaða miðjumenn, með varnarmann á hægri kanti og miðjumann fyrir aftan 1 framherja???? Þetta er alveg skelfilegt, sérstaklega á móti liði eins og M.Citi sem er með dapurt sóknarlið og þokkalegt varnarlið.
Þetta er uppstilling sem litla liðið notar á móti stóra liðinu (í mínum augum).
Það eru til undantekningar, þar sem það réttlætir að spila svona. Eins og t.d. á móti Barcelona þar sem við erum að spila á móti einu sterkasta liði Evrópu og það þarf að stoppa þeirra sóknir framarlega á vellinum.
En eigum við virkilega að spila svona á móti öllum liðum?? Mitt svar er NEI.
Stjáni talar um að það var engin sköpunargleði í sókninni. Það er bara ekkert skrítið.
Af hverju getum við ekki spilað með sókndjarfann miðjumann í svona leikjum?? Við eigum einn þann besta í heimi í þá stöðu. Sá maður er ekki einn besti sóknarmaður heims eða einn besti kantmaður heims þó fjölhæfur sé.
Eins og ég hef sagt áður, þá spila flest stórlið (ef ekki öll) með sókndjarfann miðjumann ásamt einum varnarsinnuðum. Lítur Rafa á Liverpool sem smálið sem hefur ekki efni á því að blása til sóknar og láta 1 af 2 miðjumönnum vera sókndjarfann með 2 framherja fyrir framan sig??
Ef Rafa telur svona mikilvægt að verjast svona framarlega á vellinum, af hverju lætur hann ekki Agger spila á vinstri kanti og Carra sem framherja?? Við ættum þá allavega að ná að stoppa sóknir mótherjanna nógu snemma.
Ég hef oft talað um að ég sé óánægður með Sissoko, en þó aðallega vegna þess að Rafa notar hann sem framliggjandi miðjumann, hann er algjörlega getulaus sóknarlega séð en hrikalega góður varnarlega séð.
Æi orðin einum of mikil langloka hjá mér, en pointið er að Liverpool á að spila sóknarbolta og það gerist ekki með vernarsinnaða menn í 7-8 stöðum á vellinum.
Vona að Rafa fari að láta undann þessari þrjósku í sér að láta Gerrard ekki spila á öðrum stöðum en hann er bestur í.
Góða nótt og ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!
Þú hefur líklega verið eitthvað sybbinn þegar þú skriaðir þetta en ég held að enginn kalli Pennant varnarmann svo þú ert líklega að tala um Riise sem varnarmanna á kantinum.
Ég verð samt að viðurkenna að ég skil ekki þetta obsession sem menn hafa fyrir því kerfi sem stillt er upp með í byrjun leiks. Þetta lið sem spilaði í dag er að mínu mati sterkasta lið liverpool eins og staðan er núna, að undanskildri framherjastöðunni en þar tel ég Crouch betri en Kuyt.
Þó það séu settir 5 menn á miðjuna í upphafi þá þýðir það ekki að 5 menn stilli sér á miðjulínuna og fari ekki þaðan. Með Alonso og MAscherano á miðjunni myndast frjáslræði fyrir kantmennina tvo og Gerrard að sækja fram ásamt því sem báðir aðilar geta sent boltann skammlaust.
Það sem gerðist í dag var að menn voru greinilega þreyttir og náðu ekki að mótivera sig í verkefnið, langt síðan maður hefur t.d. séð tvo menn með Krampa í deildarleik.
Þetta er ef mig misminnir ekki nákvæmlega sama lið og lagði Arsenal fyrir nokkrum vikum að undanskildum framherjanum. Þá kvartaði enginn fyrir varnarsinnuðu kerfi.
Nah, tel að enginn eigi MOM skilið eftir þennan leik. En þú minnist á hornspyrnurnar og að Kuyt sé að taka stutt við honum og senda fyrir. Það algjörlega pirrar mig svakalega þegar þessi týpa af hornspyrnum er alltaf notuð í hvert og eitt einasta skiptið! Setjið ykkur í spor Hyypia, Carragher eða Agger að vera að skokka þetta upp völlinn vitandi að það verður svona 95% líkur á að boltinn komi stutt og síðan einhver sending EF hún kemur þá.
En þetta var bara “leikurinn eftir evrópuleik” eins og venjulega. Samt skrýtið hvernig M** U** getur spilað evrópuleik og rústað Roma og síðan rústað Watford í undanúrslitum bikarsins og það á nokkurn veginn sama liði og spilaði í miðri viku. Öðruvísi hugarfar framkvæmdastjóranna for sure!
Góður punktur, Jóhann varðandi uppstillinguna. Má líka benda á að þetta var sama uppstilling og valtaði yfir Arsenal.
Sá ekki leikinn í gær, en finnst það furðulegt hvernig að Man City leikir enda alltaf sem alveg skelfilega leiðinlegir leikir.
Er ekki málið bara að Kuyt er að spila alltof aftarlega? Þannig að við vorum í raun með tvo framliggjandi miðjumenn, Gerrard og Kuyt, en engan framherja.
Það er eins og ég sagði áður. Kuyt er kannski að detta í sama farið og Morientes gerði.
Þetta virðist loða ægilega mikið við framherja Liverpool að ef þeir skora ekki reglulega í smá tíma vilja þeir sanna sig sem mikla baráttuhunda fyrir hörðum stuðningsmönnum félagsins. Kuyt á auðvitað að vera inní teignum og ekkert annað gegn varnarliði eins og Man City.
Alveg skil ég ekki Rafa að nota Riise svona mikið á kantinum, sérstaklega þegar hann spilar bara með 1 framherja. Það er ekki eins og Alonso, Riise og Mascherano séu nógu góðir sóknarlega til að liðið skori gegn liðum sem pakka í vörn. Lið dekka bara hlaupin hjá Gerrard og Pennant og leyfa hinum leikmönnum Liverpool að dúlla sér með boltann.
Það sást úr flugvél að Liverpool myndi aldrei skora í þessum leik. Við erum orðnir ansi fyrirsjáanlegir og botnliðin farin að spila ansi svipað gegn okkur. Ef Rafa fer ekki að verða sókndjarfari í liðsuppstillingum þá staðnar liðið bara og verður aldrei Englandsmeistari sama hvaða leikmenn við kaupum.
>Þetta virðist loða ægilega mikið við framherja Liverpool að ef þeir skora ekki reglulega í smá tíma vilja þeir sanna sig sem mikla baráttuhunda fyrir hörðum stuðningsmönnum félagsins. Kuyt á auðvitað að vera inní teignum og ekkert annað gegn varnarliði eins og Man City.
Góður punktur!
Það væri gaman ef að einhver hefði reynslu af því að horfa á Kuyt í hollensku deildinni, eða hefði samanburð á Kuyt í Hollandi og Englandi. Einhvern veginn sá ég hann alltaf fyrir mér sem mann, sem væri mun nærri teignum en hann er hjá Liverpool.
Plús að það er ekki einsog okkur skorti menn, sem geta unnið boltann þarna á miðjunni.
Ég sá síðasta hálftímann af leik Everton og Charlton áðan og þar var maður að nafni Darren Bent að standa sig frábærlega, skoraði gott mark og átti nokkur hættuleg færi og ég meina af hverju ekki að fá hann bara í sumar, þarna er ekta enskur striker sem er búinn að skora 11 mörk fyrir lið í botn baráttunni og ef þeir falla þá hlýtur að vera hægt að fá hann á undir 10 milljónir eða hvað finnst mönnum hér um Darren Bent?
Skil ekki alveg þetta væl Gústi. Við vorum bara slappir, punktur. Menn virðast alltaf detta í þann pakka að tala um stöðuna hjá Gerrard þegar liðið er andlaust, sama uppstilling valtraði yfir Arsenal fyrir ekki löngu síðan. Gerrard var bara slappur, þrátt fyrir að hafa algjörlega free role. Stundum eru menn bara ekki að keyra á öllum.
Ég er reyndar alveg sammála því að Riise á að vera bakvörður en ekki kantmaður, því ég vil koma Speedie inn í þetta og gefa honum smá tíma til að gera kantstöðuna að sinni. Sammála með að nota restina af tímabilinu í að láta reyna á kappann (í deildinni).
Þessi leikur bar þess merki að menn eru hreinlega ekki að keppa að neinu í deildinni. Það lítur út fyrir að í versta falli lendum við í því fjórða og munurinn á þriðja og fjórða er nánast enginn. Það er enginn bragging right sem fæst með því, aðeins 500.000 pund, sem er algjör hneta í þessu.
Kuyt kallinn virðist hálf lost, og erum við mun sterkari með Crouch á toppnum í þessu kerfi. Er reyndar á því að þetta kerfi er fantagott þegar menn eru á tánum. Vorum bara alls ekki nálægt því að vera það í þessum leik og því fór sem fór. Fengum reyndar tækifæri til að klára þetta, fannst klárlega við eiga að fá víti þegar Pennant var tekinn úr jafnværi í byrjun. Sumir stærri kallar hefðu látið sig falla þarna og hefði það skilað þremur stigum. Þarna kemur einmitt akkúrat í ljós af hverju menn láta sig falla. Getur gert gæfumuninn í söfnun á stigum. Því miður virðast dómararnir varla dæma nema menn lendi fast í jörðinni.
SSteinn, mér þykir voðalega skrítið að flokka það undir væl þegar ég tjái mína skoðun á varnarsinnuðum leik Liverpool.
Ert þú þá að grenja yfir því að Kuyt sé hálf lost og organdi yfir því að fólk er ekki á sömu skoðun og þú.
Ég tel að þú ættir að fara að eyða orku þinni í annað en að setja út á skoðanir og komment manna hér á síðunni. Með svona tuði er spjallið að falla á sama skítaplan og á flestum öðrum spjallstöðum þar sem menn geta ekki sætt sig við skoðanir hvors annars.
Netlöggufílingurinn alveg á háu stigi hér.
Æi hvað ég samt hálf skammast mín fyrir að detta svona ofan í sankassann hjá SSteina og taka þátt í svona umræðu.
Gústi, þú dregur fram 10 neikvæða punkta við þennan leik. Það er kannski ekki málefnalegt hjá Steina að kalla það “væl”, en það er engin ástæða að fara í fýlu útaf því.
>Netlöggufílingurinn alveg á háu stigi hér.
Ef að það versta sem netlögga gerir er að kalla kvartanir væl, þá er ástandið ekki svo slæmt. 🙂
Voðalega eru menn eitthvað viðkvæmir, ég skal fúslega biðjast afsökunar á því að hafa notað orðið “væl”. Breytir samt engu um skoðun mína að mér finnst alltaf skrítið að þegar liðið spilar illa, þá er það fyrsta sem talað er um, staða Steven Gerrard á vellinum. Bottom line er að sama kerfi var notað gegn Arsenal og ekki var hægt að tala um að liðið hafi spilað einhvern massívan varnarleik þar.
Einar Örn, þarft þú að leiða SStein svona mikið??
Engin smá vörn fyrir vin sinn, hehe.
Er samt alveg sammála Gústa, þið eruð ferlega mikið í því að setja út á skrif og skoðanir þeirra sem tjá sig hér á síðunni. Frekar fráhrindandi, en ef ykkur er alveg sama þó það sé fráhrindandi þá ættuð þið bara að hittast saman eftir leiki og tala við hvorn annann í stað þess að halda úti bloggi.
En samt fín síða hjá ykkur, hættið bara að leiðast og setja út á skoðanir annarra.
KRÆST!
>Er samt alveg sammála Gústa, þið eruð ferlega mikið í því að setja út á skrif og skoðanir þeirra sem tjá sig hér á síðunni.
Ég leyfi mér að fullyrða að það hefur ekki einn af okkur sett útá nein skrif hérna í marga, marga daga. Svo loks þegar að SSteinn kallar eitt komment væl, þá er það merki um að við séum “ferlega mikið” að setja útá skrif annarra.
>Frekar fráhrindandi, en ef ykkur er alveg sama þó það sé fráhrindandi þá ættuð þið bara að hittast saman eftir leiki og tala við hvorn annann í stað þess að halda úti bloggi.
>Hættið bara að leiðast og setja út á skoðanir annarra
Mér er skapi næst að hætta að blogga og kommenta hérna ef það þýðir að alltaf fær maður á sig einhver skot um hvað maður er mikil netlögga og hvað maður sé vondur við lesendur.
Stundum finnst mér þessi bloggsíða bara ekki vera þess virði. Við leggjum gríðarlegan metnað í að gera þessa síðu, en erum svo kallaðir [rugludallar](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/03/24/10.38.24/#50090), netlöggur og fleira – en megum samt ekki svara fyrir okkur án þess að einhverjir byrji að kvarta útí horni.
Og Haffi, þetta var fyrsta kommentið þitt í tvo mánuði. Hefurðu ekkert haft fram að færa á þessari síðu annað en að kvarta yfir okkur?
Ég vil koma með smá stóra ábendingu til Haffa, Gústa og fleiri sem eru að gagnrýna umsjónarmenn síðunnar hérna. Sjálfur er ég búinn að vera dyggur lesandi þessarar síðu í … 18-24 mánuði … eða svo. Ég man það ekki, en vissulega hafa komið fyrir tímar þar sem ég er ekki sammála sumum hérna. Og meðal annars eru það stundum Einar og Kristján og Hjalti og Aggi og SSteinn.
Ég hef skotið á ýmsa punkta, og fengið skot á mig til baka. En mér blöskrar þessi fávitaháttur hjá mönnum eins og ykkur, þegar þið jarmið yfir neikvæðum punktum hjá Liverpool og ef einhver umsjónarmannanna er að skjóta til baka … þá er það kallað netlögga og eitthvað verra!!!
Hvað í fj… er að ykkur???? HVAR Á LANDINU FINNIÐ ÞIÐ JAFN OPNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU UM FÓTBOLTA EINS LIÐS? Þið ættuð virkilega að skammast ykkar!
Ég er mikill aðdáandi þessarar síðu. Mér þætti það miður ef umsjónarmönnunum dettur það í hug að hætta með hana – því ÉG VEIT að uppihald svona síðu er MIKIL VINNA!! Hvar er þakklætið?? Það kemst næstum því ekki að fyrir skotunum ykkar!!!
Þið brjálist yfir því að umsjónarmenn síðunnar hafi skoðun. Ef ég hefði sagt nákvæmlega sömu hluti og Einar eða SSteinn … þá hefðuð þið kannski svarað mér án þess að kalla mig netlöggu eða sagt að ég væri að setja út á ykkar skoðanir.
Þeirra punktar hér eru jafn gildir eins og okkar hinna – þeir eru ekki að stýra neinum umræðum hér nema um virkilegt skítkast væri að ræða!!! Þeir hafa fengið á sig ótrúlegar skammir frá fólki eins og ykkur, og samt halda þeir áfram.
Mér væri skapi næst að styðja þá í því að hætta með bloggið, eða þá að byrja á því að taka fyrir það.
Ef ykkur finnst þið hafa rétt á því að hafa mismunandi skoðanir og hafa skoðanir á leikstíl Liverpool og þjálfaraaðferðum Rafa o.fl. … þá skuluð þið virða þann rétt að aðrir mega svara ykkur – og það líka umsjónarmenn síðunnar.
Eða hvað ætlið þið að kalla mig eftir þetta??
Einar, Kristján, SSteinn, Hjalti og Aggi … ég bið ykkur um að taka ekki mark á svona kommentum og vinsamlegast haldið áfram með síðuna. Hún er frábær, hún er besti vettvangur áhugamanna íþrótta hér á landi um sitt sport. Eða getur einhver hér bent á aðra bloggsíðu fyrir körfubolta, hokkí, eða einhverja aðra íþrótt og fyrir þá sérstakt lið, sem er jafngóð og þessi???
Ég bið að heilsa frá Akureyri!
Ég lofaði sjálfum mér því á sínum tíma að láta gagnrýni ekki á mig fá á meðan ég væri skrifandi inná þessa síðu. En eftir kommentið sem ég fékk á sínum tíma og Einar Örn vísar í (“rugludallur”) tók ég greinilega einhverja ómeðvitaða ákvörðun um að halda mig fyrir utan eins mikið af umræðuþráðunum og ég gæti.
Ég ákvað þetta ekki, þetta gerðist bara svona. Minn áhugi á ummælunum snarminnkaði. Það kann að spila inní að ég er það upptekinn út apríl að ég hef varla tíma til að skrifa greinar hérna inn, hvað þá taka þátt í umræðunum, en ég finn samt fyrir því að ég hef haft minni áhuga á að tjá mig hérna inni.
Vonandi kem ég bara endurnærður inn í sumarið fyrir vikið, en ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur. Við erum ekki að hóta neinum neinu, en ef SSteinn og Einar eru farnir að hugsa með svipuðum hryllingi og ég til umræðunnar hérna inni hljótum við á endanum að fara að endurskoða þessa síðu.
Haffi – þú hefur ekki kommentað hér inn í tvo mánuði segir Einar. Og var síðasta komment þitt líka kvart yfir okkur netlöggunum? Og það er kannski svipað langur tími síðan við voguðum okkur að setja út á ummæli einhvers?
Getur verið að þú sért að lesa þessa síðu og ummælin og bíða færis – takir ekki þátt í umræðunum í öll þau skipti sem þau ganga vel, heldur bíður eftir að við svörum einhverjum fullum hálsi og kemur þá inn og kallar okkur netlöggur?
Ég veit ekki hvort það er satt, og ætla ekki að gera þér upp skoðanir. En ef það eina sem þú hefur til málanna að leggja er að kalla okkur “netlöggur,” þá er það sorglegt að mínu mati. Og því miður virðist þú ekki vera sá eini.
Við höfum alltaf sagt það sama. Ef einhver segir eitthvað sem við erum ósammála áskiljum við okkur rétt til að svara því með okkar skoðun. En það að ég segist vera ósammála einhverjum þýðir ekki að ég sé að níðast á viðkomandi, og því síður að ég sé að gefa í skyn að viðkomandi sé heimskur eða illa upplýstur. Það þýðir einfaldlega að við erum ekki sammála. Og við sem skrifum á síðuna megum vera ósammála, rétt eins og þið sem komið inn í ummælin og segist vera ósammála okkur.
Þannig að endilega, plís, PLÍS, fokking PLÍÍÍÍS, hættið þessu rugli um að við séum að níðast á nokkrum manni og leyfið okkur að taka þátt í umræðunni með ykkur hinum. Þá er aldrei að vita nema ég fari (ómeðvitað) að hanga meira hérna inni aftur. :confused:
sælir
Ég hef lesið þessa síðu í laumi í einhver tvö ár, en sé sjaldan eða aldrei ástæðu til að tjá mig eitthvað sérstaklega hérna. Bæði vegna þess að ég er latur en oftast vegna þess að ég hef ekki endilega miklu við að bæta. Núna fann ég einhverja kitlandi þörf og því er þetta hér skrifað.
Þessi síða er besta fótboltasíða á Íslandi, ég held að mér sé alveg óhætt að fullyrða það. Eðlilega er hún sérhæfð og koverar því ekki jafn vítt og breitt svið og t.d. gras.is, fotbolti.net og hvað þessar síður heita allar, munurinn liggur í að umfjöllunin hér er alltaf betri og ítarlegri en annarsstaðar. Þar að auki er umræðan sem hér fer fram almennt á mun hærra plani en á öðrum fótboltasíðum. Menn þurfa bara að kíkja á gras.is til að sjá hve umræða um fótbolta getur orðið aumkunarverð.
Stjórnendur þessarar síðu leggja á sig mikla vinnu við að halda úti þessari síðu og við sem lesum síðuna fáum að fylgjast með, án þess að borga krónu fyrir. Auðvitað eru þeir ekki fullkomnir frekar en við hinir; stundum missa menn einbeitingu og stundum gleyma menn að þeir eru óbreyttir áhangendur eins og lesendur síðunnar. Hinsvegar er það alger undantekning og sjaldnast alvarlegra en svo að það megi flokka það undir hroka eða besserwissisma. Það drepur engan og er oftast birtingarmynd pirrings, flýtis eða hugsunarleysis. Pennar síðunnar mega samt alveg skoða það hjá sér, ef eitthvað er ítrekað gagnrýnt þá er kannski vert að skoða hvort þeir geti eitthvað bætt sig og sín skrif, þó það sé bara í umræðunum. Alveg eins og aðrir notendur síðunnar mega vel íhuga sín skrif hér betur, sleggjudómar þeirra gagnvart síðuskrifurum eru stundum útí hött og oft mjög ósanngjarnir. Við megum nefnilega ekki gleyma því að þessir menn eru að veita okkur ókeypis þjónustu með því að halda þessari síðu úti, lesendur síðunnar ættu að hafa það í huga í hvert sinn sem þeir kommenta.
Það sem pennar síðunnar geta huggað sig við þegar skítadrífan yfir þá er sem mest, er að þeir verða oft fyrir skotum vegna þess að síðan er fagmannlega unnin og ábyrg sem Liverpool-miðill. Lesendur gera þá ítrustu kröfur og mun meiri en t.d. þegar þeir lesa gras.is eða flestar aðrar fótboltasíður. Auk þess sem lesendur virðast oft halda að þar sem þið séuð stjórnendur hér, þá séuð þið í raun fulltrúar Liverpool og því sé um að gera að láta ykkur heyra það ef illa gengur. Kannski kemur það að einhverju leyti til af því að pennar síðunnar eru oft mun umburðarlyndari gagnvart leikmönnum, þjálfara og klúbbnum í heild en hinn almenni lesandi. Sumir kalla það Pollýönnu sjónarmið, aðrir kalla það fagmennsku. Ég fell sjálfur í síðari flokkinn og ég held að flestir lesendur síðunnar séu mér sammála í því. Stjórnendur síðunnar geta kannski haft það bakvið eyrað þegar yfirdrull fer í gang, kannski mýkir það höggið og kemur í veg fyrir að þeir láti það hafa of mikil áhrif á sig.
Í stuttu máli snýr þetta svona:
Lesendur: Góð síða, ókeypis, ábyrg, fagmannleg og umræða á nokkuð háu plani oftast nær. Yfir hverju höfum við að kvarta?
Stjórnendur: áunnar kröfur lesenda um fagmennsku og umræða oftast á nokkuð háu plani, þó pirringur lesenda eigi það til að gusast yfir ykkur af fyrrgreindum ástæðum. Eru menn ekki bara stoltir af því? Ef svo er, þá er engin ástæða til að íhuga lokun á síðunni.
Takk fyrir mig
Þakka mörg og skemmtileg innlegg hérna. Ekki hefði ég getað ímyndað mér að þetta eina orð “væl” í þessu innleggi mínu myndi gera svona mikinn usla. En það er alveg greinilegt að það er ekki sama hver það er sem setur slíkt niður á prent. Viðbrögðin vægast sagt mikil og hef ég nú þegar beðið viðkomandi forláts á að hafa notað það.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa hérna á þessari síðu er sú að ég er mikill aðdáandi hennar. Þeir Einar Örn og Kristján Atli fóru af stað með hana og hefur hún svo sannarlega slegið í gegn meðal margra Liverpool manna. Ég persónulega sagði skilið við spjallborð liverpool.is í ágúst sl. vegna þess að þar var ekki hægt lengur að tjá sig, allavega ekki fyrir mig. Vonandi fer þetta ekki í sama farið hérna, því það væri hrikalegt að horfa á eftir síðunni. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda, og ef ég þyrfti að draga mig héðan út sem penni, til að halda henni áfram, þá myndi ég gera það á stundinni. Ég vona þó innilega að það verði ekki krafan, því ég veit fátt skemmtilegra en að rökræða boltann á góðum vettvangi. Betri vettvangur en hér er ekki til staðar í dag.
Vonandi sjáum við bara enn meiri skemmtilegar umræður hérna og að síðan haldi áfram að vaxa og dafna, annað væri hreinlega stórslys.
Sælir allir saman. Já þetta er búið að valda þónokkrum pirringi hér. Ég fór nú að lesa yfir mín orð hér að ofan til að athuga hvort ég hafi drullað svona svakalega yfir einhvern.
Ekki varð það þannig meint og heldur gat ég ekki séð mikið skítkast út úr mínum skrifum.
Ég hef mest gaman að því að tjá mig um leiki, leikaðferðir og leikmenn liðsins en sleppi því að tjá mig um skoðanir annara. Þó menn séu ásammála mér finnst mér þeirra skoðanir ekki væl eða rugl. En, ég er að einhverju leiti líkur Kristjáni Atla því ég svara í sömu mynd, í stað þess að þeigja, eins og hann gerði réttilega 24.mars er Valtýr nokkur var kominn út í skítkast.
Ég er sakaður um dónaskap og viðkvæmni en ég hef orðið var við þónokkuð meiri viðkvæmni hér að ofan en hjá mér sjálfum.
Einar tekur upp hanskann fyrir vin sinn því neikvæðu punktarnir voru svo margir hjá mér er ég tjáði mig um leikinn.
Ég vill hér með biðjast innilegrar afsökunar á því að hafa ekki talið upp alla ljósu punktana við þennan leik, en því miður þá sá ég bara ekki neina ljósa punkta við leikinn. Vont er að þetta hafi farið fyrir brjóstið á mönnum og þykir mér það miður.
En væri nú ekki bara best að grafa stríðsöxina og draga djúpt andann. Ég hef áður hrósað þessari síðu og þeim er að henni standa og geri það hér aftur með því að segja að þetta er besti staðurinn til að lesa og tjá sig um Liverpool.
Pottþétt er að ég muni lesa hér áfram og frekar líklegt að ég muni líka tjá mig (nema heit ósk sé um annað frá einhverjum). Ég mun þó vanda skrif mín betur og halda mig svo eingöngu við að tjá mig um leikskírslur, leikaðferðir og leikmenn en halda mig frá því (sem ég hef gert að mestu leiti) að tjá mig um eða setja út á skoðanir annara sem skrifa komment.
Takk fyrir góða síðu og ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!
>Sælir allir saman. Já þetta er búið að valda þónokkrum pirringi hér. Ég fór nú að lesa yfir mín orð hér að ofan til að athuga hvort ég hafi drullað svona svakalega yfir einhvern.
>….
>Ég vill hér með biðjast innilegrar afsökunar á því að hafa ekki talið upp alla ljósu punktana við þennan leik
Gústi, það var netlöggukommentið og svo framhaldið hjá Haffa, sem fór í pirrurnar hjá mér.
>halda mig frá því (sem ég hef gert að mestu leiti) að tjá mig um eða setja út á skoðanir annara sem skrifa komment.
Endilega settu sem allra mest útá skoðanir okkar. Það gera það allir hérna á síðunni einsog Toggi bendir á. En það er þegar talið fer að berast yfir í það að við séum netlöggur, sem stöðvum umræðuna og slíkt – það er það sem fer í okkar fínustu. Líka þegar menn koma með svona glórulaus skot einsog að Kristján sé rugludallur. Og þegar að menn, sem ekkert leggja til síðunnar koma svo inn með einhver komment. Ég sé til dæmis mikinn mun á því að Doddi eða eikifr eða einhverjir álíka kommenti á okkur stjórnendur, versus það að einhverjir, sem aldrei kommenta, komi með einhvern skæting.
Þakka samt mönnum, sérstaklega Dodda og Togga fyrir afbragðs innlegg.
Sko, mér líður miklu betur núna. Takk, allir! 😉