Okkur á Liverpool blogginu var að berast bréf frá Steingrími Sævarr Ólafssyni, sjónvarpsmanni á Stöð 2. Hann bað mig að minna menn á að í þættinum Ísland í dag í kvöld á Stöð 2 munu þau gefa tveimur heppnum áhorfendum miða á leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni, sem fer fram á Anfield þriðjudaginn 1. maí n.k.
Þannig að ef ÞIG langar til Anfield á stærsta leik ársins er um að gera að horfa á Stöð 2 upp úr sex í kvöld og sjá hvort þú ert heppin(n)!
Já veistu, ætli maður horfi ekki eins og venjulega þrátt fyrir miklar annir. Er reyndar í prófum í kringum seinni leikinn en frí ferð á Anfield fyrir að taka tvo áfanga aftur? Anytime… 🙂
Verður límdur fyrir framan veftíví-ið.
Ég er ekki að finna hvar maður á að svara þessari spurningu.
Spurningin á víst að koma inn eftir 19.30.
stöð 2 drasl það er ekkert að finna þarna!!!
Það á nú bara ap vera verðlaun fyrir að finna spurninguna
Búinn að svara þessari spurningu á visi.is. :biggrin2:
Svöruðu ekki allir Elephant???
Jú, rétt svar er Elephant. Ég endurtek, rétt svar er Elephant. Þetta er brellu spurning.
af því að við stöndum allir saman YNWA!
Rétt er að benda á að á forsíðu Vísis er þetta undir ?Draumaferðin? í grænum borða vinstra megin.
leiter
Er það alveg hundrað prósent elephant??:S:P
Torres Púllari
Atletico Madrid striker Fernando Torres, who has been linked with a summer move to Liverpool, has the Merseyside club’s famous ‘You’ll never walk alone’ slogan on the inside of his captain’s armband.
(The Sun)
http://www.thesun.co.uk/article/0,,2002390000-2007180812,00.html
Hvað í ósköpunum er þetta? Er þetta ekki bara einhver vitleysa? Jafnvel þó ég ætlaði að ganga til liðs við KR á næsta tímabili þá myndi ég ekki láta sauma “við erum KR” í nærbuxurnar mínar.
Hefur einhver séð þetta á fréttamiðli?
Er ekki mjög líklegt að þetta sé eitthvað photoshoppað. Mér finnst þetta vera einum of skýrir stafir, sérstaklega ef hann er á hreyfingu eins og virðist vera á myndinni. En ég ætla samt ekki að véfengja þetta. Það yrði ekki leiðinlegt að fá hann.
Hvað var búið að segja ykkur með að vísa í heimildir í The S** ? 😡