Hammill stendur sig vel með Dunfermline.

adam%20hammill.jpgÞetta er kannski ekki merkilegasta frétt ársins en frétt enga síður (sem og ég nenni ekki að hafa þennan leik frá því í gær sem efstu frétt lengur).

Adam Hammill, 19 ára táningur frá Liverpool, er á samning út tímabilið hjá Liverpool. Hann fór á láni til Dunfermline í Skotlandi í janúar og hefur þótt standa sig einkar vel.Hann hefur m.a. hjálpað liðinu í Úrslit skoska bikarsins og tryggt liðinu sæti í UEFA bikarnum að ári. Hann spilar bæði sem vinstri kantmaður og framarlega á miðjunni.

Hann mun vera ánægður með dvöl sína hjá Dunfermline og mun [virða þá ákvörðun sem Rafa tekur](http://home.skysports.com/list.aspx?hlid=463425&CPID=8&clid=14&lid=&title=Hammill+waits+on+Rafa) um framtíð hans í vor.

“When it was decided I was going out on loan I could have stayed down south and played Championship, League One or League Two. But I don’t think I’d have got a cup final under my belt or secured a Uefa Cup place for the club.Coming here was the best move I could possibly have had.”

Hammill hefur ekki ennþá spilað fyrir aðallið Liverpool en hjá Dunfermline hefur hann spilað 14 leiki og skorað í þeim eitt mark. Hann er einnig fastamaður í U19 ára landsliði Englands.

Það er því ljóst í mínum huga að Hammill hefur haft mjög gott að því að vera lánaður og vonandi að hann nái að taka næsta skref og berjast um sæti í hópnum að ári.

2 Comments

  1. Já það er gaman þegar leikmenn fara á lán og fá að spila almennilega. Vonandi kemur hann sterkur upp úr akademíunni því það er einhvernvegin alltaf skemmtilegra að þannig peyjum.

  2. Unnu u-18 ára lið Liverpool ekki bikarinn í gær ! Tóku Man Utd í vítakeppni..

Chelsea 1 – Liverpool 0

Smá vandamál